Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Rómantískasti atburður sem ég hef upplifað! - kunnir einstaklingar rifja upp rómantískar minningar Öll geymum við í hugum okkar burða; einhverra hluta vegna frek- Með hækkandi sólu er oft eins ástina sina úti í kvöldsólinni? Eöa ísku atburðir þaö eru sem nokkr- minningar sem enginn annar á eða ar en tO annars sem viö höfum og rómantíkin nái sterkari tökum tína handa henni blóm úr næstu um vel kunnum borgurum eru eft- getur tekið í burt. Minningar sem upplifað. Gæti ekki verið að við á hugum fólks en ella - eitthvað görðum? En áður en við látum irminnilegastír. eru okkur einstakar og við höldum séum að tala um rómantískar við voriö og sumarið sem gerir það rómantíkinaoghugleiðingarhenni sérstaklega upp á. Hugrenningar minningar? Jú, örugglega oftar en aö verkum. tengdar alveg ná tökum á okkur, okkar leita gjaman til þessara at- ekki. ' Hvern dreymir ekki um að leiða skulum við athuga hvaða rómant- Katrín Pálsdóttir fréttamaður: Hástökkið og langstökkið blandaðist við rómantíkina „Ef þetta ferðalag hefði ekki verið svona rómantískt þá hefði ég auðvit- að hlaupist á brott..segir Katrín Pálsdóttir fréttamaður. Rómantík er seglskúta, sól, hiti, gamlar hallir, fuglasöngur, öldugjálf- ur við borðstokkinn, langstökk og hástökk. Ég fór í siglingu um sænsku vötn- in, skerjagarðinn og Götakanal. Skútan leið eftir vatnsfletínum og þegar dagur var að kveldi kominn sigldum við inn í fallegar gestahafnir þar sem gamlar hallir spegluðust í vatnsborðinu. Stórir og failegir svan- ir komu syndandi til okkar og sníktu eitthvað ætilegt. Við grilluðum úti á dekki og falleg píanótónlist barst til okkar úr hölhnni. Svona liðu dagarn- ír á vötnunum og í skerjagarðinum, en það var þetta með langstökkið og hástökkið. Götakanal, hundrað og fimmtíu ára skipaskurður, liggur i gegnum Sví- þjóð, frá Gautaborg til Stokkhólms. I þessum skurði blandaðist hástökk- ið og langstökkið saman við róman- tíkina. Til þess að komast um skurð- inn þarf að fara í gegnum ótal skipa- stiga. Ég var ágæt í langstökki í íþrótta- skólanum en eftir að hafa stokkið í land með kaðal, til að binda skútuna á meðan vatnið fossaði inn í skipa- stigann, í heila viku var ég orðin meistari bæði í langstökki og há- stökki, enda hvött óspart: Ertu brjál- uð, ætlarðu aö láta skútuna rekast utan í? Komdu þér í land með kaðal- inn! Ef þetta ferðalag hefði ekki veriö svona rómantískt þá hefði ég auðvit- að hlaupist á brott úr því eins og títt er með sænskar eiginkonur sem lenda í þessu. Ein þeirra sagði mér í óspurðum fréttum, eftir að hafa horft á mig stökkva sambland af lang- stökki og hástökki með kaðalinn, að ég gæti tekið lest rétt hjá, það væri hraðlestin til Stokkhólms. Seinna frétti ég að Götakanal hefði einnig annað nafn, Hjónaskilnaðaskurður- inn. Erlingur Gíslason leikari Orð skáldsins lýsa minningunni best „Þegar ég var að undirbúa ljóða- lestur fyrir Listahátíð nú um daginn þá varð mér hugsað til þessa sem ég hafði verið beðinn um; að lýsa róm- antískasta atburði sem ég hafði upp- lifað. Þá fann ég að ljóð Konstantínosar Kavafís í þýðingu Þorsteins Þor- steinssonar, í fjarska. átti vel við þessa upplifun mína. Ég hef það á tilfinningunni að þetta mikla skáld hafi verið komið á miðjan aldur þeg- ar þaö orti ljóðið. Því er eiginlega mjög líkt með mér og þessu mikla skáldi komið. Ég kann engin betri orð en standa í þessu ljóði, en það er svona: í fjarska: Mig langar til að lýsa þessari minningu en hún er orðin svo dauf... næstum ekkert eftir - því hún er langt í fjarska, við upphaf æsku minnar. Hörundið ljóst eins og jasmína ... þetta kvöld í ágúst - var það ágúst? - kvöldið... ég rétt man eftir augunum! þau voru, minnir mig, blá ... jú, þau voru blá; safírblá. „Þessi minning er í fjarska, likt og hjá skáldinu mikla Konstantínosi Kavaf- ís,“ segir Erlingur Gíslason leikari. ÞARSEM BILARNIR ERU SKEIFUNNI 15, SÍMI 687120 í sýningarsal TOYOTA BÍLASÖLUNNAR er úrval nýlegra bíla af öllum geröum. Auk þess gefum viö út söluskrá mánaöarlega þar sem auglýstar eru allar árgeröir og tegundir. Verið velkomin aö skoöa bílana í rólegheitum í björtum sýningarsal. Við tökum vel á móti þér. Opið milli kl. 9:00-19:00 og laugardaga milli kl:10:00 og 17:00. TOYOTA BÍLASALAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.