Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Syngjandi sláturhússtjóri í Ámesi - segir Kristjana Gestsdóttir, bóndakona og söngkona, sem á ættir sínar að rekja til tónská „Ég vakna venjulega klukkan sex á morgnana og gef skepnunum. Síðan dríf ég mig í vinnu því venjulega bíða um tólf hundruð kjúklingar slátrunar." Svo segir bóndakon- an og sláturhússtjórinn Kristjana Geirsdóttir frá en hún er sannarlega óvenjuleg sveita- kona. Kristjana hefur lokið áttunda stigs prófí í söng og gæti því strax í haust lagt land undir fót ef hún vildi bæta við söngnámið hjá erlendum kennurum. En sveitin á hug hennar enn sem komið er. Á næstu tveimur árum er ætlunin að halda áfram námi í Söngskólanum. Þaðan getur hún útskrifast sem kennari að þeim árum liðnum. Það er ýmislegt fleira sem er sérstakt við Kristjönu því forfaðir hennar er Joseph Ha- ydn, tónskáldið mikla, sem oft er nefndur faðir sinfóníunnar. Það er ekki amalegt að hafa áheyrendur sem hlusta með stakri ró um leið og heyið er tuggið. Kristjana lét sig ekki muna um að taka gítarinn með sér í hesthúsið. „Það er víst alveg rétt að móðir mín er komin í beinan karllegg í ijórða ættlið frá þessu mikla tónskáldi,“ segir Kristjana en bætir við að fjölskyldan hafi nú aldrei viljað stæra sig af því. „Móðir hennar, Ruth Haydn Jónsson, lést fyrir tæpum tveimur mánuðum en hafði átt við veikindi að stríða í áratugi. Hún lá rúmföst vegna lömun- ar og að sögn Kristjönu var aldrei talað um tónskáldið Joseph Haydn á heimil- inu. „Ég hef aldrei haft tíma til að velta ættfræðinni fyrir mér en ég neita því ekki að forvitmn er að koma upp í mér núna eftir að móðir mín lést. Faðir minn er á fórum til Þýskalands eftir nokkra daga og mun þá hitta systkini móöur minnar. Ég vonast til að verða einhverju fróðari um ætt mína eftir að hann kemur heim,“ hélt hún áfram. Móðir Kristjönu kom til íslands frá Þýskalandi árið 1949 og gerðist vinnu- kona á Hæh í Gnúpverjahreppi. „Þær komu nokkuð margar saman, sáu aug- lýsingu í blaði þar sem óskað var eftir vinnukonuin á sveitabæi á íslandi. Þær ákváðu að freista gæfunnar í nýju landi. Móðir mín var svo lánsöm að lenda á Hæli þar sem hún kynntist foður mínum, Gesti Jónssyni,“ segir Kristjana. „Þau giftu sig og stofnuðu heimili að Sámstöðum í Fljótshhð. Ég fæddist þar árið 1950 en þegar ég var tveggja ára fluttum við að Óxnalæk í Ölfusi. Árið 1955 fluttum við að Skaft- holti í Gnúpverjahreppi þar sem við bjuggum til ársins 1980. Þá seldi faðir minn jörðina utan fjörtíu hektara sem við byggðum á húsið, Hraunhóla, þar sem ég bý núna.“ Tónlist í báðum ættum Eins og gefur að skilja er mikil tón- hst í ætt Kristjönu. Móðir hennar lék á selló og systkini hennar léku öll á hljóðfæri. Systir Ruthar, Christiane Haydn, er þekktur konsertmeistari og einleikari í Þýskalandi og hefur fariö í tónleikaferðir um víða veröld. „Það er reyndar tónhst í báðum ættum mín- um. I íslensku ættinni er mikið sungið en í þeirri þýsku er tónlistarleikur meiri. Því miður er Haydn-nafnið að deyja út í Þýskalandi þar sem móðir mín átti einungis einn bróður sem er barnlaus. Það er mikil synd að þetta nafn skuh ekki haldast," sagði Kristj- ana. „Mig langar mjög mikið að fara til Þýskalands og heimsækja ættingja mína. Líf mitt er að komast í fastari skorður og ég vonast jafnvel til að ég geti farið til Þýskalands einhvem tíma og haldið áfram söngnámi.“ Rak verslun Kristjana er sannarlega krafta- kona. Hún hefur rekið verslun í Ár- nesi undanfarin ár en seldi hana fyrir stuttu. „Ég var aldrei heima. Verslun- in var opin alla daga vikunnar og ég var þar öllum tímum. Ég var orðin mjög þreytt og þykir mikill munur að geta verið heima um helgar núna.“ Sambýhsmaður Kristjönu, Birgir Örn Birgisson, vinnur við múrstörf í Reykjavík. Faðir hennar og fimmtán ára dóttir vinna bæði í Búrfelh og Kristjana fer sjálf í sláturhúsið klukk- an rúmlega sjö á morgnana og kemur ekki heim fyrr en að kvöldi. Yngri dóttir hennar, sem er fjögurra ára, er heima með barnfóstru á meðan. Það eru ekki nema tæpir tveir mán- uðir síðan Kristjana tók að sér starf sláturhússtjóra hjá kjúklingabúinu Kletti. Hún er fyrsti kvensláturhús- stjóri á landinu, að minnsta kosti í kjúklingasláturhúsum. „Mér var boðið að taka þetta starf að mér og sló til. Ég er ráðin fram í október en ég er ákveðin í að halda áfram námi næsta vetur. Söngurinn og verslunin áttu ekki saman því það var of mikil vinna á mér. Hins vegar á söngurinn vel við sláturhússtarfið. Það segir söngkenn- ari minn. Loftið er mjög rakt og það hefur góð áhrif á röddina," segir Kristjana og bætir við að hún hafl sungið frá bamæsku og geti ekki lifað án söngsins. Meira að segja syngur hún við störf í sláturhúsinu. „Ég syng fremur fyrir mig sjálfa en kjúkling- ana,“ segir hún og brosir. Söngurinn áhugamál Kristjana byrjaði að syngja á skóla- skemmtunum og einnig söng hún í kór. Þegar Söngskólinn í Reykjavík tók til starfa hóf hún nám hjá Sigurveigu Hjaltested. „Söngnámið var mitt áhugamál og ég keyröi í bæinn í tíma,“ segir Kristjana. „Áöur var ég í Tónlist- arskólanum í Reykjavík og lærði á píanó. Reyndar lærði ég söng þar einn- ig en lítillega. Ég var þá hjá Rut L. Magnússon," heldur hún áfram. „Það var aldrei nein festa í náminu hjá mér fyrr en fyrir þremur ámm. Þá vorum við svo heppin að Már Magnússon stofnaði söngdeild í Tónlistarskólan- um á Selfossi. Már hafði verið kennari minn ásamt Sigurveigu. Námið vatt alltaf upp á sig enda er svo gríðarlega mikill söngáhugi hér í sveitinni. Við erum tíu í þessari htlu sveit sem vomm í söngnámi á Selfossi. Fyrir tveimur ámm fengum við kennarann hingað í sveitina. Við leggjum það á okkur að aka niður á Selfoss og sækja hann og aka aftur til baka. Það er Sigurveig Hjaltested sem kemur hingað til okk- ar. Kennslan fer fram í Árnesi,“ segir Kristjana enn fremur. Syngjandi sveit Ekki segist hún hafa skýringu á hvers vegna söngáhugi sé svo mikill í sveitinni sem raun ber vitni. „Okkur finnst bara svo gaman að syngja. Hér er bæði starfandi kirkjukór og Árne- skórinn. Við syngjum mest klassísk lög í kennslutímum en þegar sveitungar hittast þá eru gömlu, góöu ættjarðar- lögin kyijuö af fullum hálsi. Það er mikið sungið hér,“ segir Kristjana enn fremur og bætir við að réttirnar í sveit- inni séu nánast syngjandi. „Mannlífið hér er mjög blómlegt og samgangur er þó nokkur milli bæja. Einnig hittist fólkið'.mikið hér í versluninni í Ár- nesi. Þar.er skrafað um innansveitar- pólitík," segir hún sem ætti að vita það manna best þar sem hún kom verslun- inni á fót og rak hana. Sláturhúsið er tiltölulega nýtt í Ár- nesi en menn töldu staðsetninguna heppilega þar sem mörg stór kjúkl- ingabú eru nærliggjandi. „Við slátrum núna ellefu til þrettán hundruð kjúkl- ingum á dag. Við höfum bryddað upp á ýmsum nýjungum sem hafa tekist vel,“ segir sláturhússtjórinn. „Við höf- um líka blessunarlega verið laus við alla sjúkdóma enda er húsið nýlegt." Það vakti athygli okkar DV-manna er við gengum fram hjá dyrum inn í slát- urherbergið sjálft að vatn í krönum fór að renna sjálfkrafa. „Þetta minnir fólk á að fara ekki inn í herbergið eða fram án þess að þvo sér um hendur," útskýr- ir Kristjana. Stofnaði tríó Það virðist ótrúlegt hversu Kristj- ana getur nýtt tíma sinn vel því hún setti á stofn tríó ásamt Lofti S. Lofts- syni tónlistarkennara og Úlfari Vil- hjálmssyni. Tríóið flytur nánast ein- göngu frumsamda tónhst sem er mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.