Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 11. JÚNl 1988. SæUcerinn Hollir og ódýrir tómatar Nú er mikiö framboö af íslenskum tómötum. íslensku tómatarnir eru enn bragðbetri en þeir erlendu, já og fallegri á litinn. Þaö er því um aö gera að*hafa tómata á borðum á meðan veröiö er hagstætt. Tómatar eru af kartöfluættinni. Tómatajurtin kemur uppháflega frá Suöur-Ameríku. Farið var að rækta tómata í Evrópu á 16. öld og þá til skrauts. Það var ekki fyrr en í lok 19. aldar sem farið var aö nýta tóm- ata til matar að einhverju ráði. Tóm- atar eru, eins og allt grænmeti, raun- ar mjög hollir, þeir eru mjög auðugir að A og C vítamínum. Eins og gefur að skilja má matreiða tómata á ótal vegu. Auðveldast er að búa til gott salat. Hér koma tvær uppskriftir. Það sem þarf er: 4 stórir tómatar 1 tsk. sykur 1 tsk. salt svartur pipar út kvörn 1 msk. sítrónusafi 1 msk. saxaöur graslaukur. Skerið tómatana í sneiðar og raðið þeim í skál. Sáldrið sykrinum yfir tómatana, kryddið með salti og pip- ar, hellið sítrónusafanum yfir. Stráið svo graslauknum jafnt yfir tómat- ana. Látið nú skálina standa í stofu- hita í 1 til 2 tíma áður en þeir eru bornir á borð. Þetta salat er sérlega gott með flestöllum mat, t.d. steiktum fiski. Næsta salat er aðeins vandasam- ara. Fyrst er salatið blandað og því næst er gerð sósa eða „dressing". 10 tómatar 50 svartar ólífur 2 laukar. Tómatarnir er skornir í sneiðar, svo og laukurinn. Losið laukhringina í sundur. Raðið tómatsneiðunum í skál, dreiflð laukhringjunum yfir þá. Sama er gert við ólífunar. Þá er það sósan, en í hana þarf: 2 msk. vínedik 1 msk. vatn 'A tsk. salt '/: tsk. pipar '/: tsk. basilika 1 pressað hvítlauksrif 2 msk. fínt söxuð steinselja 5 msk. ólífuolía. Þessu öllu er hellt í könnu eða sósu- hristara og er sósan hrærð eða hrist saman og hellt yfir tómatana. Þetta er mjög gott salat sem einnig má bera fram sem forrétt. Laga má ljómandi smárétti úr tóm- ötum. Skerið lok af tómatnum og skafið innan úr honum með teskeið. Stráið salti í tómatinn. Látið hann standa smástund með opið niður, þetta er gert svo að sem mestur vökvi renni úr tómatnum. Blandið svo saman gráðaosti, rjóma og söxuöum valhnetum. Tómaturinn er svo fyllt- ur með þessari fyllingu. Þetta er ein- faldur en góður forréttur sem einnig má hafa með t.d. steiktu kjöti eða kjúklingum. Síðar í sumar mun verða fjallið um piklesgerð úr tómötum hér á Sæl- kerasíðunni. Drekkið frekar glas af góðu léttvini en glas af sterku í nýjasta tölublaði Læknaritsins er mjög athyghsverð grein eftir Gylfa Ásmundsson lækni um umferð og áfengi. Gylfi segir meðal annars í grein sinni að breytingar á heildarneyslu áfengis haldist í hendur við tíðni umferðarslysa. Gylfi hefur rannsak- að gögn um neyslu áfengis, ölvunar- akstur, umferðarslys og bílaeign á tímabilinu 1966 og 1980. Umferðarslysum hefur fækkað frá árinu 1974 ef miðað er við íjölda bíla. Þau standa að mestu í staö ef miöaö er viö fólksfjölda og hið sama má segja um heildarneyslu áfengis. Á sama tíma hefur léttvínsdrykkja margfaldast á -kostnaö sterkra drykkja, úr 240 ml hreins alkóhóls á íbúa árið 1966 í 910 ml árið 1980. Síð- ar í grein sinni segir Gylfi meðal annars: „Þótt íslendingar séu með hvað lægsta heildarneyslu áfengis á Vesturlöndum, hefur könnun á áfengisneysluvenjum íslendinga bent til, að ölvunartíðni sé hér ekki minni en annars staðar vegna þeirra drykkjusiöa sem hér hafa lengi verið við lýöi, þ.e. yfirgnæfandi neysla sterks áfengis i því magni sem leiðir til ölvunar þegar drukkið er. Umsjón Sigmar B. Hauksson Þetta kann að valda því að hlutfall áfengistengdra slysa hér á landi sé ekki minna en annars staðar og hafi staðið í vegi fyrir fækkun umferöar- slysa, sem annars hefði orðiö.“ Svo mörg voru þau orö. Ljóst er á þessari rannsókn Gylfa og ýmsum öðrum rannsóknum að mun betra er að fólk drekki létt vín heldur en svokölluð brennd vín, eins og t.d. vodka. Neyslu áfengis hér á landi er stjórnað með verðstýringu. Nú er það svo að brennd vín eru mun ódýrari í framleiðslu en léttvín. I innkaupi eru því léttvín hlutfalls- lega dýrari en brennd vín. Þar sem' hér á landi er ríkiseinkasala á áfengi er því hægðarleikur aö greiöa t.d. niður léttvínin á kostnað brenndu vínanna. Léttvínin yrðu sem sagt mun ódýrari en brenndu vínin dýr- ari. Svona veröstýring mundi án efa hafa þau áhrif að menn drykkju frek- ar létt vín en sterk. Svo einfalt er það. ítalskir dagar á Holiday Inn Fyrstu dagana í júní voru ítalskir dagar á Holiday Inn. í anddyri hótelsins voru ýmsar vörur til sýnis, svo og kynntu ferða- salar Ítalíuferðir. Hótel Holiday Inn er vel fallið til kynninga af þessu tagi. Þangað komu nokkrir ítahr og kynntu þeir aúðvitað Ítalíu sem feröamannaland. Þá kynntu þeir ljómandi góö vín frá Friulihéraði sem er á Norður-Ítalíu. Helsti gallinn við þessa ítölsku daga var að ekki komu ítalskir matreiðslumeistarar til að matreiöa fyrir gesti. Það má því segja að vart hafi ítalskur matur veriö á boðstólum. Þá hefði það verið mikill gleðiauki ef hótelið hefði sér- pantað fyrir þessa viku ítölsk gæða- vín, t.d. frá Friulihéraði, en þaðan koma mörg bestu hvítvínin sem ítal- ir framleiða. Nú, en meðal þeirra vína sem kynnt voru var Chiantivín frá Ruff- ino og önnur vín sem fást hér í versl- unum ÁTVR. HÚSVÖRÐUR ÓSKAST! Starfsmannafélagið Sókn óskar eftir húsverði frá 15. ágúst nk. í starfinu felast m.a. þrif á skrifstofu, göngum, sal, útleiga og umsjón Sóknarsalarins, viö- hald og fleira. Starfinu fylgir íbúð. Upplýsingar á skrifstofu Sóknar í síma 681150. Skriflegar umsóknir sendist starfsmannafélaginu Sókn, Skipholti 50A, 105 Reykjavík fyrir 1. júlí nk. Dósagos íslendingar drekka víst einhver ósköp af gosdrykkjum. Einkum eru þaö bþrn og unglingar sem þamba gosið. Gosdrykkir geta varla talist hollir. í velflestum þeirra er td. mikill sykur og þeir sykurskertu eru vist heldur ekki beint holhr. Þaö er varla heppileg þróun að böm og unghngar skuh drekka gosdrykki í staðinn fyrir mjólk. í aldaraðir var mysan einn helsti svaladrykkur Islendinga. Mysa er mjög holl sem kunnugt er. í henni eru t.d. mörg steinefni og kalk sem er nauðsynlegt fyrir böm og unglinga. Nú er það helst eldra fólk sem drekkur mysu sem svaladrykk og mysunni I dag víst dælt út í Ölfusá. Væri ekki hægt aö framleiöa góðan og hollan svaladrykk úr mysunni? Má ekki setja í hana bragöefni og jafhvel gos eða gera hana þannig aö börn og unglingar vildu drekka hana? Þetta hlýtur að vera hægt. Væri ekki tiivalið að t.d. Byggðastofnun og Mjólk- ursamsalan í samvinnu við Há- skóla íslands settu á stofn verk- sraiðju á Selfossi til að framleiöa svaladrykk úr mysu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.