Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. 15 Með storminn í fangið Eg hef heyrt það sagt að eyjabúar þrái öðrum fremur að ferðast til útlanda. Ástæðan er sjálfsagt þeir átthagaíjötrar sem fylgja því að vera eylendingur. Þau eru ófá æv- intýrin sem greina frá karlssyni sem lagði af stað gangandi út í heim. Þetta geta eylendingar ekki gert. Þeir þurftu áður að sigla, en geta nú einnig notað flugvélar. Þeir sem búa á fastalandinu hafa það fram yfi^r að geta notað bifreiðar og lestar að auki. Fyrir bragðið er það ekki mikið mál fyrir þá að skreppa til annarra landa. Fyrir okkur íslendinga voru ferðalög óheyrilega dýr fyrir svo sem 20 til 30 árum. Svo dýr, að það var vart nema fyrir efhafólk að leggjast í ferðalög. Þetta er nokkuð breytt. Hópferð- ir, sem ferðaskrifstofur bjóða nú upp á, hafa gert flestum kleyft að ferðast til útlanda í sumarfríinu og það notfærir fólk sér í auknum mæli. í fyrra munu fleiri íslending- ar hafa ferðast til útlanda en nokkru sinni fyrr. Samt eru hóp- ferðir frá íslandi dýrar. Til að mynda er mun dýrara að ferðast frá íslandi til sólarlanda Miðjarð- arhafsins en frá öðrum Evrópu- löndum og eru þá Norðurlöndin talin með. Að vísu er flug frá ís- landi til Spánar, svo dæmi sé tekið, lengra en frá öðrum Evrópulönd- um, en það skýrir samt ekki allt. Flugfargjöld frá íslandi eru mjög dýr miöað við flugfargjöld frá öðr- um löndum. Sem dæmi þar um má nefna að ódýrara er að kaupa far- seðil frá Lúxembúrg til New York, en frá Lúxembúrg til íslands. Eins og kýr á vori Þegar Ingólfur Guðbrandsson í Útsýn, og skömmu síðar Guðni Þórðarson í Sunnu, höfðu forgöngu um að koma á hópferðum frá Is- landi fyrir svo sem 30 árum síðan, fór miklum sögum af hegðun lan- dans í sólarlöndum. Þá var enginn maður með mönnum nema hann þambaði „Cuba libre", sem saman stendur af rommi og kók, daginn út og daginn inn. Þetta loddi lengi viö. Fyrir 12 árum síðan, þegar ég tók að mér að vera fararstjóri á sólarströndum Spánar, taldist það til undantekninga ef ódrukkinn ís- lendingur kom út úr flugvél á spönskum flugvelli. Fræg er sagan af konu frá Vest- fjörðum sem var að fara til útlanda í fyrsta sinn og þá til Spánar. Þessi kona bragðaði nánast aldrei vín. En snemma morguns var hún mætt í flugstöðinni á Keflavíkur- flugvelli, eins og vera bar. Eftir að hafa verslað í Fríhöfninni fór hún á barinn og bað um „Cuba-libre.“ Kunningjar hennar, sem búnir voru að fá sér glas af bjór eða víni, urðu hissa og spurðu hvað gengi á. Þú með vínglas? spurðu þeir. „Já, mér var sagt að það tilheyri að fá sér vínglas þegar meður fer til Spánar,“ svaraði konan. Svona var þankagangurinn lengi vel. Nú er þetta nokkuð breytt. Það var orðið jafnsjaldgæft að sjá fólk koma ofurölvi út úr flugvél síðustu árin og það var sjaldgæft að sjá allsgáð fólk koma út úr flugvél 10 til 15 árum áður. Samt er það al- gengt að fólk fái sér meira af guða- veigum fyrstu dagana á sólarstönd- um, en það gerir dagsdaglega hér heima fyrir. En fljótlega fer það í sitt vana mynstur. Þessa fyrstu daga kalla fararstjórar að fólk sé að lenda. Maöur hefur oft velt því fyrir sér hvað veldur því að landinn drekk- ur svo mikið vín fyrstu tvo til þrjá dagana í sólarlandafríinu. Nær- tækasta skýringin virðist vera sú að vín, bjór og áfengi er mjög ódýrt í Miðjarðarhafslöndunum. Þar kostar vínflaska svo sem fimmtung af því sem hún kostar hér á landi. Annað getur lika komið til en það er eylendingurinn, sem allt í einu er laus úr einangruninni og er kominn út í heim. Þá á að gleypa aflt í einu til að byrja með. Kætin verður eins og hjá kúnum sem sleppt er út á vorin. En svo kemst fólk fljótt að því að gamla lífs- mynstrið hentar því best. Annað er algengt hjá fólki af norðlægum slóðum sem kemur til sólarlanda, en það er að missa ekki mínútu úr sólbaðinu. Þaö er vant því heima að ef sólin skín í dag, er komin rigning á morgun. Það trúir ekki þegar því er sagt að sólin muni skína upp á hvern dag allt fríið, eða að líkur til þess séu 99%. Allt of margir hafa skaðast illa fyrstu dagana í fríinu vegna sól- bruna, rétt eins og margir verða að taka út hroðalega timburmenn á þriðja til íjórða degi í sólarlönd- um. En allt er þetta að breytast. Fólk er orðið vant því að ferðast eða hefur fengið réttar upplýsingar hjá ferðavönum kunningjum og veit að það er engin skylda að byrja daginn á brennivinsglasi. Eru eggin eitruð? Eitt er það sem lengst ætlar að loða við íslenska ferðamenn á sól- arströndum Spánar, en það er ótt- inn við matinn. Enn í dag koma flestir með einhvern mat að heim- an og mjög margir með nær allan mat. í mörg ár eftir að hópferðir til sólarlanda hófust var fólki ráðlagt aö láta bólusetja sig áður en það hélt í slika ferð. Hjá borgarlækni héngu þá uppi aðvaranir til fólks um að fara varlega í að borða mat- inn á Spáni. Þessi endaleysa virðist hafa innprentast svo í fólk að það þoröi ekki að borða hinn stórkost- lega mat Spánveija og enn í dag eimir eftir af þessari bábilju. Svo maður tali nú ekki um vatnið sem flestir líta á sem fullkomið eitur. Meira að segja þora sumir ekki að hella upp á kaffi úr soðnu spönsku vatni. Laugardagspistill Sigurdór Sigurdórsson Það eru til margar sannar gam- ansögur af þessum málum. Mér eru minnisstæðir tveir ungir menn frá Akureyri sem komu með 80 lítra af vatni meö sér frá íslandi til Spánar. Þeir notuðu tvo 40 lítra mjólkurkassa til að flytja vatnið í, sams konar kassa og eru um borð í skipum sem eiga langa útivist. Tollverðimir spönsku vildu að sjálfsögðu fá að vita hvað í kössun- um væri. Þeim var sagt aö það væri bara vatn. Að sjálfsögðu trúðu þeir þessu ekki og létu renna í lófa sér og smökkuðu á vökvanum. Og hláturinn sem þeir ráku upp þegar þeir uppgötvuðu að um vatn var aö ræða! Ég gleymi honum aldrei. Einu sinni kom til mín embættis- maöur, sem átti eftir að dvelja 3 daga á Spáni. Hann sagði farir sín- ar ekki sléttar. Hann hafði komið með allan mat með sér, en þau hjónin hefðu greinilega skammtað naumt. Nú væri maturinn búinn, en þrír dagar eftir. Hann spurði mig í einlægni hvort ég teldi ekki í lagi að boröa brauöið á Spáni? -Jú, ég taldi það alveg öruggt. „En þá vantar álegg,“ sagði mað- urinn. „Helurðu að óhætt sé að kaupa egg, sjóða þau og sneiða ofan á brauð?" Fyrst hélt ég að hann væri að grínast og sagði því að eggin væru baneitruð. „ Já, þetta óttaöist ég,“ sagði hann þá. Mér var nóg boöið þegar ég sá að manninum var full alvara og benti honum á að sennilega væru ný egg öruggasti matur sem hægt væri að fá. Hann horfði á mig fullur efa- semdar og ég fékk aldrei að vita hvort hann keypti eggin og heldur ekki á hveiju hann lifði dagana þijá sem hann átti eftir. Einu sinni barst matur í tal við hjón, sem höfðu komið 9 ár í röð tÚ Spánar. Þau höfðu alltaf komið með allan mat með sér. Eftir mikið suð og fortölur fengum við þau með okkur á fiskréttastað, gegn því lo- forði að öruggt væri aö maturinn væri ekki eitraður. Við völdum réttina og þau borðuðu matinn með bestu lyst og ekki bara það. Við urðum að skrifa á miða nöfnin á þeim réttum sem við pöntuðum og. þau borðuðu ekki annað þá daga sem þau áttu eftir af fríinu. Þau trúðu okkur fyrir þvi að þau sæju ekki eftir öðru meira en að hafa ekki byijaö að borða spænska mat- inn strax fyrsta árið sem þau komu til Spánar. En þeim hafði verið sagt að maturinn þar suður frá væri varasamur. Eg man líka eftir manni sem fékk heiftarlegan verk í öxlina út á Spáni og fullyrti að hann stafaði af matareitrun. Varanleg áhrif Ekki hef ég trú á því að íslend- ingar veröi bjórþjóð. Állir sem fariö hafa til útlanda kannast við að sjá landann hópast á barinn í Fríhöfn- inni á Keflavíkurflugvelli og fá sér bjór. Síðan er drukkinn bjór um borð í flugvélunum og þess eru dæmi að allur bjórlagerinn hafi verið drukkinn upp í flugvélunum. Það er líka segin saga á sólar- ströndum að landinn þambar bjór fyrstu tvo til þrjá dagana. En síðan hættir fólk bjórdrykkju og tekur upp mynstrið að heiman. Það drekkur svaladrykki og ef það langar í áfenga drykki er það vodka og kók eða glas af léttvíni. Ég er á því að bjórdrykkjan í Fríhöfninni, flugvélunum og fyrstu daga erlend- is, stafi af þeim fornu sannindum að forboðnir ávextir bragðast best. Það er engu líkara en fólk líti á það sem skyldu sína að drekka þann forboðna drykk bjórinn, loks þegar það nær í hann. En sú skyldurækni varir stutt hjá flestum. Ég held aö íslendingar séu í eðli sínu afskaplega íhaldssamir. Það er reynsla min að þeir sem koma til sólarlanda vildu helst geta flutt allt með sér að heiman, siði, venjur og annað sem fólk lifir við. Það er bara sólin á Spáni sem sóst er eftir. Samt sem áður hafa aukin ferða- lög íslendinga leitt til ýmissahreyt- inga hér heima fyrir. Það er engum vafa undirorpið að sá fjöldi veit- ingastaða, sem sprottiö hefur upp á Islandi undanfarin ár, er svar við óskum fólks um að geta skroppið út að borða rétt eins og í útlöndum. Sem fararstjóri í sólarlandi tók maður eftir miklum breytingum á svo sem eins og tíu ára tímabili hvað varðar drykkjusiði landans. Með ákveðnum undantekningum virðist fólk kunna betur með vín að fara en áður var. Klæðaburöur, fas og framkoma, einkanlega yngra fólks, hefur breyst mikið og ég er handviss um að það má rekja til aukinnar víðsýni vegna ferðalaga til útlanda. Sjálfsagt mætti tína fleira til. En eitt breytist þó aldrei, en það er göngulag íslendinga. Við erum hvarvetna auðþekkjanlegir á göngulaginu, alltaf með storminn, regnið og kuldann í fangið,- S.dór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.