Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. 19 „Hvar er rómantikin ef ekki á vorkvöldi í Reykjavík?" segir Ragnhildur Helgadóttir 'alþingismaður. Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður Rómantíkin er öllum nálæg Hvar er romantíkin ef ekki í Reykjavík á mildu vori? Rómantíkin er öllum nálæg sem leyfa huga og augum að njóta vorsins í kringum sig, gullinna einfaldra augnablika. Stundin í gær, í dag eða á morgun er þess vegna rómantískust. Hvort sem við erum tvítug, fimmtug eða sextug. Núna á sunnudagskvöldið var ein þessara einfóldu stunda. Við hjón sátum að lokinni ferð um fallega sveit við stofugluggann og flettum blöðum og bókum. Öðru hvoru rauf bóndinn þögnina og las brot úr ljóðum eftir borgarskáldið. „í allan dag hefur vorið verið að ljóma. Eg vaknaði snemma við fótatak dags- ins.“ Handan við gluggann var grasið grænt og birkið sem fagnaði rigningu dagsins. Úti var næturlogn. Við gengum út í vorið upp á stokk. Borgin svaf nema við og önnur ráð- sett hjón, endur sem gengu yfir stíg og létu sig umferðarreglur litlu varða. í humátt á eftir kom sandlóa á miðnæturgöngu. Annað hjóna var heima og hélt hlýju á ungviði í hreiðri. Við gengum hringinn heim og höfð- um enn einu sinni upplifað hvað til- veran er rómantísk á vorkvöldi í Reykjavík, - „ þegar alls staðar ljómar vor yfir vegum og veröldin réttir sinn faðm móti ljós- inu bjarta," ... „því þá er þaö lífið sem yrkir fsín ástljóð og sögur.“ „Við sögðum engum frá því að við værum að fara að gifta okkur, það var sérlega rómantískt að hafa þetta bara tvö út af fyrir okkur,“ segir Páll Þorsteinsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar. Páll Þorsteinsson, útyarpsstjóri Bylgjunnar: Brúðkaupið efstí huganum Þar sem ég er nýgiftur maður kem- ur auðvitað fyrst upp í hugann brúð- kaupið þegar rifjaðar eru upp róm- antískar minningar. Reyndar held ég að þetta brúðkaup hafi verið með afbrigðum rómantískt því við giftum okkur í kyrrþey - fórum alveg voða- lega leynt með þetta, vildum ekkert húllumhæ í kringum brúðkaupið. í stað þess að halda mikla veislu fórum við bara tvö út aö borða um kvþldið. Það var náttúrlega rómantískasta stund sem ég hef upplifað; nýgift og eyddum kvöldinu tvö ein við kerta- ljós. Við giftum okkur í Dómkirkjunni að viðstöddum foreldrum og dóttur okkar. Enginn annar vissi um brúð- kaupið fyrr en eftir á. Vissulega höf- um viö mikið verið skömmuð fyrir að fara svona leynt með þetta en það eykur bara á rómantíkina að hafa það þannig. Það er mjög rómantískur atburður að gifta sig, miklu skemmtilegra en ég bjóst við. Kannski er heldur ekki hægt að gifta sig á rómantískari hátt; ég mæli meö þessu. Texti: Rósa Guðbjartsdóttir Utsölustaðir um allt land Heimilistæki Sætúni, Hafnarstræti og Kringlunni Kaupstaðurí Mjódd Kaupf. Borgfiröinga Borgarnesi Skagaver Akranesi Hólmkjör Stykkishólmi Verslunin Bimbó ísafirði Kaupf. V / Húnvetninga Hvammstanga Kaupf. Húnv. Blönduósi Versl. Kjarabót Húsavík K.E.A. Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði Tanginn Vestmannaeyjum og Siglufirði Vöruhús K.Á. Selfossi Kaupf. Héraðsbúa Egilsstöðum, Seyðisfirði Verslun R.Ó. Hafnargötu Keflavfk. og Reyðarfirði K.A.S.K. Höfn Hornafirði í ferðalagið - á svalirnar - á veröndina Hilmar B. Jónsson matreidslumeistari valdi Sunbeam gasgrill aó vel athuguðu máli. Þad eru ótvírœd meómœli. Vandaóu valió - veldu Sunbeam.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.