Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. í sumarskapi með Stöð 2 og Stjömimni nýr skenuntiþáttur sendur út frá Hótel Islandi Á hverju föstudagskvöldi nú í sum- ar ætla Stöö 2 og Stjarnan svo sann- arlega aö koma fólki í sumarskap. í síðustu viku hóf göngu sína skemmti|)átturinn í sumarskapi sem sendur er samtímis út á Stöð 2 og útvarpsstöðinni Stjörnunni. Þáttur- inn verður á dagskrá í allt sumar og verður sendur út í beinni útsendingu fráHótel íslandi. „Ætlunin er aö ná fram sannri árs- hátíðarstemmningu í hvert skipti," sagði Björn Björnsson, fram- kvæmdastjóri dagskrárgerðarsviðs Stöðvar 2, í samtali við DV. „Hug- myndin er að láta hvern þátt tengj- ast ákveðnu efni og fá hópa í sahnn sem tengjast viöfangsefninu hverju sinni. Fyrsti þátturinn var helgaður sjómönnum og voru því sjómenn gestir okkar í salnum, annar þáttur- inn tengdur listum og sá þriðji, sem veröur 17. júní, verður með sannkall- aðri þjóðhátíðarstemningu. Boðið verður upp á hina fjölbreytilegustu skemmtan, tónlist, leiklist, glens og grín, og koma ýmsir þar við sögu. Mikið er lagt upp úr því að áhorfend- ur á staðnum taki virkan þátt í skemmtuninni.“ - En hvernig kom til samstarf þess- ara þriggja aðila, Stöðvar 2, Stjörn- unnar og Hótel íslands? „Við höfðum velt vöngum yfir því hvemig við gætum unnið með Stjörnunni. í vetur hefur Stöð 2 átt ágætissamstarf við Bylgjuna við gerð íslenska listans og því vildum við starfa líka eitthvað með Stjörnunni,“ sagði Björn, „svo kom upp þessi hug- mynd og úr samstarfinú varð. En við vorum ákveðin í því aö skapa mikla og góða stemningu í kringum þætt- ina. Því urðum við að fá stað þar sem mikill fjöldi kemst inn og getur tekið þátt í dagskránni. Þannig kom til þátttaka Hótel íslands. Þetta sam- starf er búið að vera mjög skemmti- legt en starfsmenn Hótel íslands taka fullan þátt í dagskrárgerðinni og leggja reyndar til ýmsa þætti í dag- skránni, til dæmis hljómsveitina, söngvara sem og tæknimenn." Verður sumar Það er hljómsveit Gunnars Þórð- arsonar sem sér um tónlistina í þætt- inum en kynnar eru þau Saga Jóns- dóttir leikkona og Jörundur Guð- mundsson. að við værum að skemmta á venju- legri skemmtun. Við Jörundur erum ekki eingöngu kynnar, heldur bregð- um við okkur í hin ýmsu gervi og leikum stutta skemmtiþætti. Einnig tökum við þátt í að semja sjálft hand- ritið. Þetta verður „töfF' sumar,“ sagði Saga. í vetur setti Saga upp sýningu á Akureyri, Stjörnur Ingimars Eydal, en annars er hún í hálfu starfi hjá Stöö 2 við aö lesa inn á barnaefni. Jörundur Guðmundsson hefur í vet- ur meðal annars séð um vikulega skemmtiþætti á Stjörnunni. Fastur gestur þáttarins verður Flosi Ólafsson leikari en hann mun tjá sig um efni og innihald hvers þáttar. Þeir sem taka mestan þátt í undir- búningi og gerð þáttanna eru auk Björns, Söguog Jörundar: Maríanna Friðjónsdóttir útsendingarstjóri, Guðmundur Ólafsson leikari, Gunn- laugur Jónasson dagskrárgeröar- maður, Höröur Sigurðsson, starfs- maður Hótel íslands, og Gunnar Þóröarson og Björgvin Halldórsson Kynnar þáttarins í sumarskapi eru þau Jörundur Guðmundsson og Saga Jónsdóttir. í þessum þáttum munu þau þó lika bregða sér i gervi og leika stutta skemmtiþætti. Ætlunin er að tengja hvern þátt sérstöku efni og fá hópa og félagasamtök, sem tengjast viðkomandi efni, til að mæta á Hótel ísland og taka þátt í dag- skránni. Fyrsti þátturinn var helgaður sjómönnum og sjómannadeginum. Hér hefur einn sjómaðurinn brugðið á leik. I beinni útsendingu þurfa öll augu og eyru að vera vei opin. Hér er starfsfólk Stöðvar 2 að stjórna út- sendingu fyrsta þáttarins. Að sögn Björns gekk fyrsti þáttur- inn mjög vel, ekki síst hvað tækni- legu hliöina varðar. „Öll smáatriði gengu upp en nú erum við að bæta leikmyndina dálít- ið og gera hana tilbúna fyrir næstu útsendingu. Svo verða eflaust ein- staka hlutir pússaðir og lagaöir eftir því sem þurfa þykir.“ „Þetta er mjög spennandi og alltaf gaman aö fást við eitthvaö nýtt,“ sagði Saga Jónsdóttir í samtali við DV. „Fyrsta þættinum fylgdi ákveöið stress en útsendingin tókst vel og stemningin var mjög góð í salnum. Svo reyndi maður bara að gleyma því aö veriö væri að senda út um leið og við reyndum að ímynda okkur hljómlistarmenn. Fjöldi annarra tek- ur þátt í undirbúningi, aðstoðardag- skrárgerðarmenn, tæknimenn og fleiri. Fólk velkomið á staðinn „Við fengum mjög jákvæð við- brögð eftir fyrsta þáttinn. Fólk streymdi að og vildi fá að fylgjast með beint frá skemmtistaðnum," sagöi Björn, „en ég vil einmitt ítreka það að fólk er velkomið á Hótel ísland til að taka þátt í skemmtuninni.“ Aðspurður sagði Björn að þar sem óvenjulegt væri að dagskrá væri send út í útvarpi og sjónvarpi sam- tímis þyrfti að gæta ýmissa hluta í handritsgerð og öðru. „Látbragð myndi til dæmis ekki henta vel í þessum þáttum,“ sagði Björn hlæjandi, „en það verður mik- iðfjör.“ Hver þáttur er 45 mínútna langur en útsending hefst klukkan 21:25. Ætlunin er að vera í sumarskapi næstuþrjámánuði. -RóG. OsarfslA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.