Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Page 16
16 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. í sumarskapi með Stöð 2 og Stjömimni nýr skenuntiþáttur sendur út frá Hótel Islandi Á hverju föstudagskvöldi nú í sum- ar ætla Stöö 2 og Stjarnan svo sann- arlega aö koma fólki í sumarskap. í síðustu viku hóf göngu sína skemmti|)átturinn í sumarskapi sem sendur er samtímis út á Stöð 2 og útvarpsstöðinni Stjörnunni. Þáttur- inn verður á dagskrá í allt sumar og verður sendur út í beinni útsendingu fráHótel íslandi. „Ætlunin er aö ná fram sannri árs- hátíðarstemmningu í hvert skipti," sagði Björn Björnsson, fram- kvæmdastjóri dagskrárgerðarsviðs Stöðvar 2, í samtali við DV. „Hug- myndin er að láta hvern þátt tengj- ast ákveðnu efni og fá hópa í sahnn sem tengjast viöfangsefninu hverju sinni. Fyrsti þátturinn var helgaður sjómönnum og voru því sjómenn gestir okkar í salnum, annar þáttur- inn tengdur listum og sá þriðji, sem veröur 17. júní, verður með sannkall- aðri þjóðhátíðarstemningu. Boðið verður upp á hina fjölbreytilegustu skemmtan, tónlist, leiklist, glens og grín, og koma ýmsir þar við sögu. Mikið er lagt upp úr því að áhorfend- ur á staðnum taki virkan þátt í skemmtuninni.“ - En hvernig kom til samstarf þess- ara þriggja aðila, Stöðvar 2, Stjörn- unnar og Hótel íslands? „Við höfðum velt vöngum yfir því hvemig við gætum unnið með Stjörnunni. í vetur hefur Stöð 2 átt ágætissamstarf við Bylgjuna við gerð íslenska listans og því vildum við starfa líka eitthvað með Stjörnunni,“ sagði Björn, „svo kom upp þessi hug- mynd og úr samstarfinú varð. En við vorum ákveðin í því aö skapa mikla og góða stemningu í kringum þætt- ina. Því urðum við að fá stað þar sem mikill fjöldi kemst inn og getur tekið þátt í dagskránni. Þannig kom til þátttaka Hótel íslands. Þetta sam- starf er búið að vera mjög skemmti- legt en starfsmenn Hótel íslands taka fullan þátt í dagskrárgerðinni og leggja reyndar til ýmsa þætti í dag- skránni, til dæmis hljómsveitina, söngvara sem og tæknimenn." Verður sumar Það er hljómsveit Gunnars Þórð- arsonar sem sér um tónlistina í þætt- inum en kynnar eru þau Saga Jóns- dóttir leikkona og Jörundur Guð- mundsson. að við værum að skemmta á venju- legri skemmtun. Við Jörundur erum ekki eingöngu kynnar, heldur bregð- um við okkur í hin ýmsu gervi og leikum stutta skemmtiþætti. Einnig tökum við þátt í að semja sjálft hand- ritið. Þetta verður „töfF' sumar,“ sagði Saga. í vetur setti Saga upp sýningu á Akureyri, Stjörnur Ingimars Eydal, en annars er hún í hálfu starfi hjá Stöö 2 við aö lesa inn á barnaefni. Jörundur Guðmundsson hefur í vet- ur meðal annars séð um vikulega skemmtiþætti á Stjörnunni. Fastur gestur þáttarins verður Flosi Ólafsson leikari en hann mun tjá sig um efni og innihald hvers þáttar. Þeir sem taka mestan þátt í undir- búningi og gerð þáttanna eru auk Björns, Söguog Jörundar: Maríanna Friðjónsdóttir útsendingarstjóri, Guðmundur Ólafsson leikari, Gunn- laugur Jónasson dagskrárgeröar- maður, Höröur Sigurðsson, starfs- maður Hótel íslands, og Gunnar Þóröarson og Björgvin Halldórsson Kynnar þáttarins í sumarskapi eru þau Jörundur Guðmundsson og Saga Jónsdóttir. í þessum þáttum munu þau þó lika bregða sér i gervi og leika stutta skemmtiþætti. Ætlunin er að tengja hvern þátt sérstöku efni og fá hópa og félagasamtök, sem tengjast viðkomandi efni, til að mæta á Hótel ísland og taka þátt í dag- skránni. Fyrsti þátturinn var helgaður sjómönnum og sjómannadeginum. Hér hefur einn sjómaðurinn brugðið á leik. I beinni útsendingu þurfa öll augu og eyru að vera vei opin. Hér er starfsfólk Stöðvar 2 að stjórna út- sendingu fyrsta þáttarins. Að sögn Björns gekk fyrsti þáttur- inn mjög vel, ekki síst hvað tækni- legu hliöina varðar. „Öll smáatriði gengu upp en nú erum við að bæta leikmyndina dálít- ið og gera hana tilbúna fyrir næstu útsendingu. Svo verða eflaust ein- staka hlutir pússaðir og lagaöir eftir því sem þurfa þykir.“ „Þetta er mjög spennandi og alltaf gaman aö fást við eitthvaö nýtt,“ sagði Saga Jónsdóttir í samtali við DV. „Fyrsta þættinum fylgdi ákveöið stress en útsendingin tókst vel og stemningin var mjög góð í salnum. Svo reyndi maður bara að gleyma því aö veriö væri að senda út um leið og við reyndum að ímynda okkur hljómlistarmenn. Fjöldi annarra tek- ur þátt í undirbúningi, aðstoðardag- skrárgerðarmenn, tæknimenn og fleiri. Fólk velkomið á staðinn „Við fengum mjög jákvæð við- brögð eftir fyrsta þáttinn. Fólk streymdi að og vildi fá að fylgjast með beint frá skemmtistaðnum," sagöi Björn, „en ég vil einmitt ítreka það að fólk er velkomið á Hótel ísland til að taka þátt í skemmtuninni.“ Aðspurður sagði Björn að þar sem óvenjulegt væri að dagskrá væri send út í útvarpi og sjónvarpi sam- tímis þyrfti að gæta ýmissa hluta í handritsgerð og öðru. „Látbragð myndi til dæmis ekki henta vel í þessum þáttum,“ sagði Björn hlæjandi, „en það verður mik- iðfjör.“ Hver þáttur er 45 mínútna langur en útsending hefst klukkan 21:25. Ætlunin er að vera í sumarskapi næstuþrjámánuði. -RóG. OsarfslA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.