Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Fréttir Helsta skrautfjöður ríkissjónvarpsins hefur vistaskipti: Ómar fer á Stöð 2 Ómar Ragnarsson, hinn lands- kunni sjónvarpsmaður og skemmti- kraftur, hefur ákveðið að hætta hjá ríkissjónvarpinu og mun hann hefja störf hjá Stöð 2. Að sögn Ómars verð- ur hann ekki lengur en til 10. sept- ember hjá Sjónvarpinu en hættir hugsanlega fyrr þar. Þetta bar brátt að og mun mönnum vera brugðið á fréttastofu Sjónvarpsins enda helsta skrautíjöðrin nú á fórum. Hafði reyndar enginn haft veður af þessu fyrr en Ómar gekk á fund fram- kvæmdastjóra í gærmorgun en sam- kvæmt heimildum DV er langt síðan þeir á Stöð 2 buðu Ómari að koma yfir. „Þetta hefur nú eiginlega ekki ver- ið inni í myndinni fyrr en í gær,“ sagði Ómar og bætti við, þegar hann var spurður að þvi hvort boðið hefði verið í hann: „Mér var gerð grein fyrir verkefnum og kjörum og sá að ég gæti unnið þarna að spennandi verkefnum. Þetta er ung stöð og allt nýtt og því má auðvitaö kalla þetta nýjungargirni hjá mér.“ Ómar sagði aö brottfor hans stæði engan veginn í sambandi við þann óróa sem verið hefði á fréttastofunni að undanfömu. „Auðvitað hrökkva menn við enda var ég orðinn eins og hvert annað húsgagn hjá sjónvarp- inu eftir tæplega 19 ára vem þar. Þetta bar hins vegar brátt að og ég vildi ekki vera að teygia lopann og standa í einhverju nuddi og þrasi út afþessu." Ómar sagði að það yröu líklega ekki mikil viðbrigði að fara yfir á Stöö 2 enda þekkti hann flesta frétta- menn þar. -SMJ - hættir á Sjónvarpinu eftir 18 ára starf Ómar Ragnarsson fréttamaður með vörumerki sitt, farsimann. Að baki bíð- ur frúin, flugvélin TF-FRU. Þegar þessi mynd var tekin hafði frúin að visu hruflast lítillega á nefi. Þegar hausta tekur flýgur Ómar um landið fyrir Stöð 2. Sjónvarp og forsetakosningar: Ríkissjónvarpið eitt með kosningasjónvarp „Þetta er ekki alveg niöurneglt hjá okkur ennþá en auðvitað munum viö dekka þetta eftir hendinni í fréttum hjá okkur. Þar að auki verðum við með einn þátt þar sem frambjóðend- ur verða kynntir. Hann er ekki tíma- settur og gæti ef til vill komið inn í 19.19 tvo daga í röð. Við höfum hins vegar ekki ákveðið endanlega form- ið, hvort við fáum þær sína í hvoru lagi eöa báðar í einu,“ sagði Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, um á hvem hátt kosningabaráttunni fyrir forsetakosningar verði gerð skil á Stöð 2. Páll sagði að ekki yrði um að ræða eiginlegt kosningasjónvarp á kosn- inganóttina. Fréttamenn myndu vera á vakt og skjóta inn fréttum og kosningatölum á milli dagskrárliða. í lok hinnar eiginlegu dagskrár um þrjúleytið yrði síðan stuttur frétta- þáttur. Helgi H. Jónsson, starfandi frétta- stjóri Ríkissjónvarpsins, sagði að náin samvinna myndi verða á milli fréttastofu útvarps og sjónvarps í kringum forsetakosningarnar. 13. júní yrði þáttur um forsetaembættið, iilutverk þess og valdsvið. 20. júni yrði frambjóðendakynning, þar sem stuðningsmenn hvors frambjöðenda um sig fengju 15 mínútur til ráðstöf- unar til að kynna sinn frambjóð- anda. 23. júní fengi hvor frambjóð- andi 10 mínútur til umráða til að ávarpa kjósendur og þann 25. júní rynni svo stóri dagurinn upp. „Fréttastofur útvarps og sjónvarps verða með samvinnu að nokkru leyti þennan dag, en sameiginleg dagskrá hefst klukkan tíu og stendur í 15 mínútur þar sem kosningasjónvarp- ið verður kynnt og kjörsókn athug- uð. Útsending hefst aftur rétt fyrir ellefu og heldur áfram fram á nótt, allt þar til úrslit verða alveg ljós. Þá tekur bíómynd viö í sjónvarpinu en kosningaútvarp heldur áfram. Þegar sjónvarpskvikmyndinni er lokið verður fréttaþáttur í dagskrárlok, þar sem úrslit verða kynnt og niður- stöðumar ræddar,“ sagði Helgi H. Jónsson. JFJ Kynfræðslustöð tek- ur til starfa á íslandi „íslendingar standa langt að baki hinum Norðurlöndunum hvaö varðar fræðslu og þjónustu á sviði kynferöismála," sagði Jóna Ingi- björg Jónsdóttir, fyrsti kynfræð- ingurinn á íslandi í samtali viö DV. Jóna Ingibjörg kom af stað víð- tækri umræöu í þjóðfélaginu um kynlíf og kynfræðslu í fyrrasumar þegar hún hélt námskeið sem bar yfirskriftina Kynfullnægja kvenna. Jóna hefur nú stofnað ráðgjafar- þjónustu, sem ber bráöabirgðanaf- nið Kynfræðslustöðin, um kyn- fræðslu og kynferðismál á íslandi. „Ég vil með þessari ráðgjafar- þjónustu reyna að koma af staö umræðu um kynlíf í þjóðfélaginu og benda fólki á að kynlíf er eðlileg- ur hluti í lífi hvers manns,“ sagði Jóna. Þaö kom í ljós í fyrrasumar aö margar konur hér á landi eiga við erfiðleika að stríða í kynlífí. Aö sögn Jónu vom 40 konur á biölista þegar námskeiðunum lauk. Þessar konur fá nú tækifæri til að innrita sig á sams konar náinskeið en nám- skeiöið er einn hluti ráðgjafar- þjónustunnar. „Hópnámskeið sem slik hafa gef- ið góða raun þar sem þau em hald- in. Námskeiðin í fyrrasumar vom sjálfshjálpamámskeið þar sem konur lærðu á sína kynsvörun, hvemig þær bregöast við kynferð- islegu áreiti, veltu fyrir sér við- horfi sínu til kynlífs, o.íl.“ Að sögn Jónu em helstu vandamál kvenna á þessu sviði fullnægingarerfiö- leikar. Kyndeyfð er einnig vanda- mál sem hefur aukist mikið á síö- ustu árum og á það bæði við um konur og karla. Auk þessa námskeiðs mun Jóna Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, fyrsti kynfræðingurinn á íslandi. Að hennar áliti eru íslendingar aftar- lega á merinni í kynferðismálum, ef þannig má taka til orða um viö- fangsefnið. DV-mynd Brynjar Gauti halda annaö hópnámskeið sem ber yfirskriftina Hættulaust kynlíf. Hún mun einnig halda fyrirlestra fyrir almenning, félagasamtök, fyr- irtæki og skóla. „Ég hef sérstakan áhuga á að efla þekkingu í námi heilbrigðisstéttanna, t.d. með því aö þjálfa kennara þessara starfs- stétta. Að auki hef ég áhuga á að semja námsefni um kynfræðslu og veita ráðgjöf í því sambandi.“ Kynfræðslustöðin hóf starfsemi sína í þessum mánuði og er opin almenningi. -StB Sigrún skorar á Vigdísi Sigrún Þorsteinsdóttir forseta- frambjóöandi sendi í gær um hálf- fjögurleytið Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, svohljóðandi skeyti: „Ég undirrituð, Sigrún Þorsteins- dóttir, skora á yður frú Vigdís Finn- bogadóttir að mæta mér í sjónvarps- sal til þess að við skýrum út fyrir þjóðinni okkar þann grundvallar- mun sem er á hugmyndum okkar um embætti forseta íslands. ísland er ekki konungsveldi heldur lýðræðisríki. í lýðræðisþjóðfélagi er kosið á milli jafningja. Það er réttur þjóðarinnar og skylda okkar sem frambjóðenda að sjá til þess að þaö sé skýrt í hugum allra landsmanna hvort eða hvemig lýðræöið á að þró- ast hér á landi. Um þaö snúast þessar kosningar“. í fréttatilkynningu sem stuðnings- menn Sigrúnar sendu með skeytinu, segja þeir það vera lýðræðisbrot ef slíkri upplýsingaskyldu sé ekki sinnt, hvort sem 1 hlut eiga frambjóö- endur eða fjölmiðlar landsins, þá einkum ríkisfjölmiðlarnir. Segja stuöningsmenn Sigrúnar afar mikil- vægt aö málefni kosninganna séu skýr þegar kosningar snúist um þró- un lýðræðisins og leikreglur æðsta embættis þjóðarinnar. Jón Bjarman, stuöningsmaður Vig- dísar Finnbogadóttur, sagði að skeyt- ið hefði ekki enn borist forsetaemb- ættinu, en þangað var það sent, og því gæti hann ekki ennþá sagt til um hvemig því yrði svarað. JFJ Listahátíð: Fjölbreytt dagskrá Dagskrá Listahátíðar um helgina er fjölbreytt. Á laugardag hefst dag- skráin kl. 14.00 með brúðuleikritinu Maður og kona í Lindarbæ. Það er Brúöuleikhús Jóns E. Guömunds- sonar sem sýnir. Önnur sýning á Manni og konu verður í Lindarbæ annað kvöld, sunnudag. Auk leikritsins Maður og kona sýn- ir Brúðuleikhús Jóns leikritið Hans og Grétu á listahátíð. Sýningamar verða haldnar að Flyðrugranda 4. Leikbrúðuland verður einnig með sýningu í dag. Hún hefst kl. 16.00 að Fríkirkjuvegi 11. Tékkneski brúöu- leikhúsmaðurinn Petr Matásek bjó til brúðumar og leiktjöld og vinnur með Leikbrúðulandi að þessari sýn- ingu. Leikbrúðuland sýnir leikritið Mjallhvit. Önnur sýning verður haldin annað kvöld, sunnudag. í kvikmyndahúsinu Regnboganum verða þijár stuttar kvikmyndir sýnd- ar á laugardag kl. 19.30. Þessar myndir em gerðar eftir verðlauna- handritum í samkeppni sem listahá- tíð efndi til í fyrra. Myndirnar veröa einnig sýndar á laugardag kl. 21.00, 22.00, og 23.00. Sýningar á sunnudag og mánudag verða á klukkustundar- fresti frá kl. 15.00 til kl. 23.00. Auk kvikmynda og brúðuleikhúsa mun Pierre Provoyeur flytja fyrir- lestur um listamanninn Marc Cha- gall. Á sunnudag hefst Dagur ljóðsins á Kjarvalsstöðum. Dagurinn verður helgaður ljóðaþýðingum á íslensku, og hefst kl. 13.30. í Háskólabíói heldur Empire Brass kvintettinn tónleika á sunnudag kl. 17.00. Kvintettinn var stofnaður fyrir tilstilli Leonards Bemstein árið 1971 og hefur unnið sér alþjóðafrægð sem einn besti málmblásarakvintett í heimi. í Bústaðakirkju kl. 20.30 heldur Norræni kvartettinn tónleika. Kvartettinn var stofnaður árið 1986, og em meölimir hans aUir starfandi tónlistarmenn á Norðurlöndum. -StB DV Góðaveðriðhelst á Austuriandi Veöurguðirnir munu áfram brosa viö íbúum Austurlands um helgina, því samkvæmt upplýs- ingum Veðurstofu íslands er viöa búist við 14-20 stiga hita og bjart- viðri á norður- og austurlandi. Um helgina verður suðlæg og suðvestíæg átt um landiö. Búast má við suövestangolu á suður- og suðvesturlandi. Þoka eða súld verður víða að deginum til, og hiti 8-13 stig. í ReyKjavík verður skýjaö, og súld með köflúm. Hiti verður 8-11 stig. Á norðan- og austanverðu landinu verður bjartviðri og víða 14-20 stiga hiti að deginum til. Á Akureyri verður suðvestan gola og bjartviðri. Að deginum til má búast viö 20 stiga hita. -StB Þorsteinn í Finnlandi: Áhyggjur vegna umsvifa Sovétríkjanna Samkvæmt fréttaskeyti Reut- ers lýsti Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra yfir áhyggjum vegna aukinna hernaðarlegra umsvifa Sovétríkjanna í N-Atl- antshafi á fréttamannafundi í Helsinki í gær. Á fundinum sagði Þorsteinn að samstaða ríkti meöal íslensku þjóðarinnar um þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu, þrátt fyrir andstöðu við setu banda- ríska varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Hann kvað ísland til- búið til viöræðna um kjamorku- vopnalaust svæði á Norðurlönd- unum, en eingöngu á grundvelli sáttmála Atlantshafsbandalags- ins. -StB Leikfélag Akureyrar. Sýningum á Fiðl- aranum að Ijúka Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyrt Sýningum Leikfélags Akur- eyrar á hinum sívinsæla söng- leik, Fiðlaranum á þakinu, fer nú senn að ljúka. Um helgina eru þrjár sýningar. Síðan verða aukasýningar 16. og 18. júní og verða það allra síðustu sýningarnar en sýningar verða þá orðnar 26 talsins. Aðsókn á „Fiðlarann" hefur verið þokkaleg en þó hefur ekki verið um neina rífandi aðsókn aö ræða. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma gagnrýnenda og nú fer hver að veröa síðastur fyrir þá sem áhuga hafa að sjá sýningu LA áöur en leikaramir og annað starfsfólk leikfélagsins fer í sum- arleyfi. Rútudagurinnerídag: Kynning á ferða- lögum innanlands í dag verður haldinn hinn árlegi rútudagur. BSÍ, ásamt 33 öörum aðilum úr ferðaþjónustu hér á landi, stendur fyrir kynningu á degi þessum. Þetta er í þriðja skipti sem hann hefur verið hald- inn og í fyrra mættu um ellefu þúsund manns á Umferðarmið- stöðina. Margt verður til skemmtunar og má þar nefna ókeypis skoðun- arferðir um Reykjavík. Jón Páll dregur rútur. Einnig verður fall- hlifarstökk og söngur. Sykurmol- arnir munu halda klukkutíma tónleika og eru það síðustu tón- leikarnir fyrir Bandaríkjafór þeirra félaga. Inni í Umferðar- miðstöðinni veröa settir upp bás- ar þar sem gestir geta kynnt sér ferðamöguleika innanlands. -EG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.