Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 34
46 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Knattspyma unglinga 5. ílokkur, C-riðill: Þróttarar feiigu Njarðvíkinga í heimsókn 2. júní sl. Njarðvíkur- liðið tapaði stórt eða 5-0 og voru það sanngjöm úrslit. Eftir leikinn sögðu leikmenn geslaliðsins að þeir hefðu æft lítið fyrir þennan leik svo þetta stæði allt til bóta í komandi leikjum. Leikmenn Þróttar aftur á móti léku við hvern sinn fingur og sóttu mestallan leikinn. Mörk Þróttar geröu þeir Ásgeir Hlöð- versson, Ólafur Gunnarsson, Einar Örn Einarsson, Hjalti Harðarson og Ármann Friðrik Ármannsson. Þróttarstrákarnir kváöust ánægðir meö úrslit leiks- ins. „Okkur fer fram með hverj- um leik,“ var viökvæðið. Myndir af strákunum veröa því miður aö bíöa betri tíma. -HH 5. flokkurKRReykjayíkurmeistari 1988 Hérna er mynd af þrælgóðum strákum því að þetta eru nefnilega strákarnir í 5. flokki í KR sem urðu Reykjavíkur- meistarar um daginn. Á myndinni eru í aftari röð frá vinstri: Páll Jóhannsson, Ólafur Ormsson, Anton Pálsson, Eiríkur Þorláksson, Georg Lúðvíksson, Óli B. Jónsson, Nökkvi Gunnarsson, fyrirliði, Páll Gíslason og Benedikt K. Magnússon. Fremri röð frá vinstri: Eiríkur Gestsson, Valgeir Þorvaldsson, Vilhjálmur R. Vilhjálmsson, Ásmund- ur Einarsson, Kjartan Björgvinsson, Ragnar K. Guðjónsson, Sverrir Þór Viðarsson, Sigurður Friðriksson og Bjarni Þorsteinsson. Þjálfari strákanna er Einar Sigurðsson og á hann reyndar heiðurinn að þessari mynd. -HH Ármann sendir bara 4. flokk í íslandsmót Haukamir fóru fýluferö á Ár- mannsvöll um daginn meö 5. fl. því Ármenningar hafa dregiö alla sína flokka út úr íslandsmótinu aö und- anskildum 4. flokki. Hveragerði hættir í 4. flokki í B-riðli 4. flokkur ÍK var mættur til leiks í Hveragerði á dögunum en var til- kynnt á staðnum að heimamenn hefðu dregið hð út úr íslandsmót- inu. Þar fór mikil fyrirhöfn ÍK- manna fyrir lítið. Ljóst er á þessu að fréttastreymi til og frá KSI er ekki nógu gott. Það er mikill kostnaður í því að fara snuöferðir á borð við þeirra ÍK- manna. Ég giska á að þessi ferð þeirra hafi kostað á bilinu 20-85.000 krónur. 2. flokkur-A-riðill Stjarnan-Þróttur 5-1 Valur-Víkingur frestað 2. flokkur-C-riðill: Fylkir-ÍK 0-1 3. flokkur- A-riðill: Stjaman-Valur 2-0 Víkingur-Fram 3-5 ÍK-ÍR 4-1 Selfoss-Breiðablik 0-3 Týr V.-KR -2-1 (Móralskur sigur fyrir Týrara í hörkuleik. Mark KR gerði Trausti Hafliðason. Mörk Týrara gerðu þeir Huginn Helgason og Ingólfur Kristjánsson.) 3. flokkur — B-riöill: Þór V.-FH 1-4 Leiknir R.-Þróttur R. 7-2 3. flokkur-E-riðill Leiftur-KA 2-9 4. fiokkur-A-riðill ÍA-Stjaman 2-1 Valur-Breiðablik 1-0 (Hið veigamikla mark Vals skoraði Guömundur Brynjólfsson.) Fram-Fylkir 6-1 Víkingur-KR 2-1 Týr-ÍR 0-4 4. flokkur — B-riðill: Grótta-Þróttur R. 1-5 4. flokkur-E-riðill: Leiftur-KA 0-6 4. flokkur — E-riðill: Leiftur-KA 0-6 5. flokkur- A-riðill: FH-Týr V., A. 1-2 FH-Týr V., B. 1-0 Breiðablik-Týr V., A. 1-2 Breiðablik-Týr V., B. 0-2 Breiðabhk-Leiknir, A. 6-0 Breiðablik-Leiknir, B. 7-1 Valur-Víkingur, A. 1-0 Valur-Víkingur, B. 3-0 KR-Fram, A. 2-1 KR-Fram, B. 1-1 KR-Vaiur, A. 1-1 KR-Valur, B. 8-4 (Hörður Gylfason, markvörður í A-liði KR, varði vítaspyrnu þegar mínúta var eftir af leik.) 5. flokkur — B-riðill Afturelding-Stjaman, A. 0-13 B-lið 2-3 ÍK-Grindavík A-liö 5-5 B-lið 4-3 ÍK-Grmdavík, A. 5-5 ÍK-Grindavík, B. 4-3 Þór V.-Fylkir, A. 1-4 Þór V.-Fylkir, B. Grótta-Stjarnan, A.0-10 (Grótta ekki með B-lið) 0-1 5. flokkur — C-riöill: Haukar-Skallagrímur (Enginn B-liðsleikur) 10-3 Þróttur-Njarðvík (Enginn B-liðsleikur) 5-0 5. flokkur — E-riðill: Leiftur-KA (Leiftur ekki með B-lið.) 2-5 2. flokkur kvenna - A-riðill: Breiðablik-Völsungur 4-0 2. fl. kvenna - A-riðill: Breiðablik-Völsungur 4-0 Breiðablik sigraðj Völsung í 2. fl. kvenna í A-riðli, 4-0. Leikurinn fór fram í Kópavogi og vora Blikastelp- umar í miklum ham gegn barátt- uglöðu Uði norðanmanna. Mörk Breiðabliks gerðu Kristrún Daða- dóttir, Sara Haraldsdóttir og María Guðmundsdóttir. Eitt markanna var sjálfsmark. Myndir frá leikn- um verða að bíða betri tíma. -HH Síðustu fréttir: Eftirtalin félög hafa dregið Uð sín út úr keppni íslandsmótsins, að viðbættum Ármanni og Hvera- gerði. 3. fl. karla: Ægir. 4. fl. karla: Austri. 5. fl. karla: Víðir, A. og B-lið, og B-lið Einheija. 6. fi.-bráðabani: Leiftur sótti gegn Þór og leiðir3-0 Komiákur Bragason, DV, ÓlaMröi: í hálfleik Leifturs og Þórs í 1. deild sl. sunnudag fór fram fyrri hálfleikur í bráðabanakeppni í 6. fl. sömu félaga. Þar sem um heima- leik Leifturs var að ræða kom það í hlut þeirra að sækja og tókst Leift- ursstrákunum að koma boltanum þrisvar í Þórsmarkið. Staðan er því 3-0 fyrir Leiftur í hálfleik. Síðari hálfleikur fer fram á heimaleik Þórs og kemur þá í hlut Leifturs að veria þessi 3 mörk. Staðan er nokkuð góð hjá Ólafsfirðingum, myndi maöur ætla, en of snemmt er þó að fagna sigri. Þjálfari 6. fl. Leifturs er Árni Stefánsson, leik- maður með 1. deildar hði sama fé- lags. -HH Úr leik Breiðabliks og Völsungs í 2. flokki kvenna. Katrin Oddsdóttir (nr. 9), framherji Blikanna, sýnir góða knatttækni viö markteig Völs- unga. Ingunn Bjarnadóttir ■ marki Völsungs er við öllu búin. DV-mynd HH 3. flokkur - A-riðill: Stjömustrákamir gætu komið á óvart í riðlakeppninni Stjarnan lék á heifhavelli gegn Val í 3. flokki A-riðils íslandsmótsins 2. júní sl. Spilað var á hinum glæsilega grasvelli í Garðabæ og var ekki að sökum að spyrja að leikurinn var skemmtilegur á að horfa enda nutu leikmenn hverrar mínútu meðan á leik stóð. Stjörnustrákarnir sigruðu réttlátt, 2-0, en þó var á stundum eins og spil þeirra dytti niður á of lágtplan miðað við efni. Garðabæjar- hðið getur svo sannarlega komið á óvart í komandi leikjum sýni það meiri festu í leik sínum og öðlist meiri tiltrú á sjálft sig og þá um leið tiltrú á það sem það er að gera. Mörk Stjörnunnar gerðu Kristinn Ingi Lárusson og Ingi Ólafur Þóröar- son. Vaisliðið lék án hins snjalla fram- heija, Páls Þórólfssonar, og skorti því töluverða ógnun í sóknarleik liösins. Þrátt fyrir það átti það sín færi í síðari hálfleik og var hárs- breidd frá því að jafna leikinn, 1-1. Valsstrákamir létu mótlætið fara í taugarnar á sér og var einum þeirra vísað af leikvelli þegar stutt var til leiksloka. -HH Ómar Sigtryggsson átti annað markið í leik í 3. flokki A-liða Fram og KR á dögunum í Reykjavíkurmótinu voru Ríkarði Daðasyni eignuð bæði mörk Framara í 2-1 sigri þeirra. Hið, rétta er að snillingurinn Ómar Sig- tryggsson á annað markanna og ætti það reyndar ekki að koma neinum á óvart. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. -HH Akureyrarferð þjálfarans kostaði félagið 10 þús. krónur Frestun leikja í Islandsmóti yngri flokka hefur undanfarin ár verið mikið vandamál hinna ýmsu félaga og oft hefur hitnað mjög i kolunum þegar beiðni um frestun hefur verið lögð fram. í sumum til- vikum er öllum undirbúningi fyrir þátttöku í keppni slegið á frest og þá, á síðustu stundu, gripið til þess að fá leiki færða til. Þjálfarinn þurfti að skreppa norður á Akureyri Nýlega gerðist það vestur í Stykk- ishólmi að þjálfari þurfti að skreppa norður á Akureyri og varð að samkomulagi milli viðkomandi félaga að fresta leiknum án þess að hafa samband við KSÍ. Er þetta ekki kallað að bera í bakkafullan lækinn því að viðkomandi aðilar höfðu loks samband við KSÍ þrem dögum eftir að leikurinn átti að fara fram og sögðust í einfeldni hafa ákveðið að fresta leiknum upp á sitt eindæmi. Þetta kom KSÍ ekk- ert við, að þeirra mati. I Umsjón | Halldór Halldórsson ------------------- -nn 10.000 króna sekt í reglugerð mótanefndar stendur skýrt að mæti lið ekki til keppni beri því hinu sama að greiða kr. 10.000 í sekt. Fyrrnefndir aðilar eru því komnir í skuld vegna trassa- skapar strax í fyrsta leik. Ef við ætlum að reyna að halda viðeigandi reisn í íslandsmóti yngri flokka þá er svona hegðun engan veginn nógu sannfærandi. Frestun á rétt á sér í sumum tilfellum á frestun á leik fullan rétt á sér. En það verður að fara rétt að hlutunum og þá er nátt- úrlega frumskilyrðið að haft sé samband við mótanefnd þar um, með góðum fyrirvara, en leik ekki frestað á eigin spýtur. Hugsið ykk- ur ringulreiðina ef félög almennt hegðuðu sér þannig. í íslandsmót- um yngri flokka em nefnilega um 700-800 leikir á árinu og því brýn ástæða til að halda vel á spöðunum. Á skrifstofu KSÍ eru menn hinir almennilegustu í svona tilvikum, sé ástæðan ærin. Hafið líka hugfast að þeir í mótanefnd starfa eftir þeim reglum sem þiö sjálfir hafið sett. Formaður mótanefndar KSÍ er Helgi Þorvaldsson. -HH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.