Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. 55- LífsstOl Grænmetisstaðurinn „Food for thought" lætur litið yfir sér. Hann er mjög vinsæll og oftast eru langar biðraðir út á götu í hádeginu. hálft pund. Staðnum er lokað um helgar. Christys er opið alla daga vikunn- ar, frá klukkan átta til hálf ellefu virka daga og frá hádegi til miðnætt- is um helgar. Meðalverð þar er sjö og hálft pund fyrir máltíöina og vín hússins kostar fimm pund og tuttugu og fimm pence flaskan. Lægra verð en í miðbænum Alhr þeir staðir sem taldir eru upp hér að ofan eru staðsettir í hjarta borgarinnar, en fyrir þá sem eru ævintýragjarnir og vilja bregöa sér á nýjar slóðir er heldur engin ástæða til að svelta. Staðreyndin er einnig sú að því lengra sem maður fer frá miðbænum því lægra er verðið. Við Upper street er frægur antik- markaður sem gaman er að skoða. Þar í kring eru nokkrir góðir veit- ingastaðir. Einn þeirra er mexik- anskur staður sem heitir Roxy og er við Upper street, ekki langt frá mark- aðnum sjálfum. Roxy er lítill, vinalegur og nýtísku- legur staður á tveimur hæðum. Á veggjum hanga mexikanskar myndir og skreytingar. Matseðilhnn er hreinræktaður Mexikani. Mexik- anskur matur er mjög bragðmikill og seðjandi og skammtarnir á Roxy þar að auki vel úthátnir. Ég mæli með Burrito, sem er þunn flatkaka úr maismjöli, borin fram heit og hægt að fá meö ýmsum fyllingum. Matnum er tilvalið að skola niður með mexikönskum bjór, sem er mjög góður. Roxy býður einnig upp á ágætt úr- val eftirrétta og svo er hægt að ljúka máltíðinni með því að prófa einhvern hinna fjölmörgu mexikönsku kok- teila sem í boði eru. Meðalverð fyrir þriggja rétta máltíö og kaffi eru sjö pund og vín hússins kostar fjögur pund og fimmtíu pence. Staðurinn er opin frá hádegi til miðnættis alla daga vikunnar. Roxy býður upp á sérstakan matseðil fyrir börn á lægra veröi, nokkuð sem er frekar óvenju- legt í veitingahúsum í London. Víða eru börn ekkert sérstaklega velkom- in og aðstaðan th að vera með unga krakka bágborin. Viö Upper Street eru tveir aðrir staðir sem óhætt er að mæla með. Uppers Bistro er huggulegur líthl staður og mjög ódýr. Þar er hægt að fá heha máltíð fyrir um þrjú pund. En þótt verðið sé mjög lágt er matur- inn mjög góður og þjónustan einstak- lega lipur. Fyrir þá sem þjást af heim- þrá er tilvahð að bregða sér á Upper Street Fish Shop. Matseðillinn þar samanstendur af skötu, þorski, ýsu og öðrum kunnuglegum sjávardýr- um, þótt ekki séu þau ahtaf matreidd eins og heima. Staðurinn hefur ekki vínveitinga- leyfi en maturinn er mjög góöur og sama má segja um þjónustuna. Með- alverö fyrir þriggja rétta máltíð er fimm pund og fimmtíu pence. Staö- urinn er opin frá hádegi th klukkan tvö og hálf sex til tíu þriðjudaga til fostudaga. Á mánudögum er aðeins opið á kvöldin og lokað á sunnudög- um. Er þjórfé gefið eða ekki? Hér hefur aðeins verið minnst á örlítið brot af öllum þeim aragrúa veitingastaða sem er að finna í Lon- don. Þetta eru ekki endilega bestu staðimir né þeir flottustu, en þetta eru allt staðir sem óhætt er að full- yrða að valdi engum vonbrigðum. Allir þessir staðir, eins og langflest veitingahús í London, taka greiðslij- kort (Visa er algengara en Eurö- card). Fæst veitingahús gera sérstak- ar kröfur um klæðaburð en þó er sums staðar illa séð ef matargestir birtast í stuttbuxum og ermalausum bol. Spurningin um hvort gefa eigi þjórfé eða ekki er hálfgerð gesta- þraut. Sums staðar er tekið fram á matseðhnum að þjónustugjaldi sé bætt á reikninginn, annars staöar að fólki sé í sjálfsvald sett hvort það gefur þjórfé eða ekki. Og sums staðar muldra þjónarnir eitthvaö sem líkist jái en hrista um leið ákaft höfuðið þegar maður spyr hvort ætlast sé til að þeim sé gefið þjórfé. Sem sagt, engin almenn regla í þessu sam- bandi. Og svo er bara að skella sér út að borða. Láttu fara vel um þig / p /• * " í Irunu. Þú átt það skilið. Edduhótel er ávallt skammt undan. Fardu Edduleiðina í sumar og þér mun líða vel. Frá 15.-30. júní og 8.-30 ágúst býður Hótel Edda þér að gista nóttina fyrir aðeins 863.- krónur á mann í tveggja manna herbergi nt/handlaug. Tilboð þetta gildir fyrir minnst fjórar nætur, sem hægt er að gista allar á einu hóteli eða eina nótt á hverjum stað. Gistingu má einungis panta með tveggja daga fyrirvara eða skemmri. Leitaðu nánari upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu ríkisins í síma: 25855 eða á Edduhótelunum. Forsala hefst 16. maí. —» m m m m M M m _ m _'____g ®| m m & _ _ g Af hi/Afiff Aififi /y/) j/Ai/rn tsB Mnnfslé ÆF^SLB B BWErBBM vlmflil w ill BWB%&rB B%tmBm Það er stutf þangað frá nýja áœtlunarstaðnum okkar - MÍLANÓ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.