Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Skák t Opna Austurlandsmótið: Polgar-systur gera usla í Valaskjálf Þá hafa þær aftur gert strand- högg á íslandi, Polgar-systur. Þess- ar skæöu skákdrottningar, Zsuzsa, 19 ára, Zsofia, 14 ára, og Judit, 11 ára, unnu hug og hjörtu áhorfenda á Reykjavíkurskákmótinu á Hótel Loftleiöum í febrúar. Sérstaklega vakti Judit mikla athygli en full- vaxnir karlmenn fengu þó einnig skrámur af viðureignum sínum við hinar. Polgar-Qölskyldan er nú komin vinninga. I B-flokki voru Zsofia og Uros Ivanovic efst með fullt hús og Laszlo Polgar (faðirinn) hafði 2,5 vinninga. Zsofia teflir sem gestur í B-flokki og þiggur ekki verðlaun. Samkvæmt töfluröð eru kepp- endur í A-flokki þessir: 1. Helgi Ólafsson 2. James Plaskett(Englandi) 3. Zsuzsa Polgar (Ungverjalandi) 4. Judit Polgar (Ungveijalandi) 5. Karl Þorsteins staðabær, ásamt Hótel Valaskjálf, Taflfélagi Egilsstaða og Ferðamið- stöð Austurlands. Framkvæmda- stjóri mótsins%r Ottó Jónsson og sagði hann að fram að þessu hefði Skák Jón L. Árnason fóm eftir 5. - e6, en í þessari stöðu er ekki hægt að mæla með honum þó að hvítur vinni peð sitt til baka. 6. - cxb4 7. axb4 Rxb4 8. Da4 + Rc6 9. Bxc6+ bxc6 10. Dxc6+ Bd7 11. Db7 Hc8! Til þess að fá peðið aftur hefur hvítur þurft að gefa dýrmætan hvítreita biskup sinn og þar með gefur hann hugsanlegan höggstað á kóngsstöðu sinni um leið. Judit litla leggur gildru með síðasta leik í :'.í sVYM í Polagar-fjölskyldan sigursæla: Yngsta dóttirin, Judith sem er lengst til vinstri á myndinni hefur þegar lagt tvo valinkunna meistara að velli. til Egilsstaða og tekur þátt í opna Austurlandsmótinu í skák sem haldið er í annað sinn. Mótiö er reyndar ekki eins opið og nafn þess gefur til kynna. Færri' stigaháir keppendur komu en búist hafði veriö við og því var gripið til þess ráðs að loka hringnum utan um sterkustu mennina. í A-flokki tefla 10 skákmenn allir við alla, en í B- flokki era tefldar 9 umferðir eftir Monradkerfi, keppendur þar era 24 talsins. Zsuzsa og Judit Polgar tefla í A- flokki en í B-flokki teflir Zsofia með foreldram sínum. Allar hafa þær staöið sig með mikilli prýði þótt á kostnað landans sé. Helgi Ólafsson, stórmeistari, féll í valinn fyrir Zsu- zsu í 1. umferð og Judit litla hefur lagt heimsmeistarann Hannes Hlíf- ar og alþjóðlega meistarann Sævar Bjarnason. Að loknum þremur umferðum vora þær systur í efsta sæti ásamt Karli Þorsteins, með 2,5 6. Þröstur Þórhallsson 7. Sævar Bjamason 8. Hannes Hlífar Stefánsson 9. Mark Orr (írlandi) 10. Björgvin Jónsson Á fimmtudagskvöld var fjórða umferð mótsins tefld en er þetta er ritað lágu úrsht ekki fyrir. Þá var búist við mikilli spennu því að í efri flokki áttu stórmeistararnir tveir í höggi við kvenfólkið. Helgi og Judit annars vegar og Plaskett og Zsuzsa hins vegar. í gær, fóstu- dag, var frídagur á mótinu en í dag tefla saman Zsuzsa og Björgvin, Judit og Plaskett, Karl og Helgi, Þröstur og Orr, Sævar og Hannes Hlífar. Efri deild nær sjöunda styrk- leikaflokki alþjóðaskáksambands- ins, meðaltal Eló-stiga er 2407 stig. Til að ná stórmeistaraáfanga þarf 7 vinninga af 9 en 5,5 vinninga þarf til áfanga að alþjóöameistaratitli. Helsti bakhjarl mótsins er Egils- mótshaldið gengið vel og að kepp- endur virtust hinir ánægðustu. Það er ekki á hverri viku sem við birtum skák þar sem 11 ára stúlku- barn er í aðalhlutverki. Þó væri e.t.v. full ástæða til að gera það oftar. Judit Polgar er óvenjulegum hæfileikum gædd og margir spá því að hún muni ekki gefa elstu systur sinni, Zsuzsu, neitt eftir í framtíð- inni. Sævar og Hannes Hlífar geta huggað sig við að það er engin smán að tapa fyrir slíku undra- barni. Lítum á skák hennar viö Sævar úr 2. umferð en þar gekk á ýmsu áður en sú létta fékk síðasta orðið. Hvítt: Sævar Bjarnason Svart: Judit Polgar Enskur leikur. 1. c4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. a3 d6 6. b4? Sævar ætlar sér greinilega að koma stúlkunni á óvart í byrjun tafls. Leikur hvíts er þekkt peðs- sínum. Jaðarpeðið lætur hvítur betur ósnert. Ef 12. Hxa7? þá 12. - Bc6 og 12. Dxa7? er engu betra vegna 12. - Bc613. Rf3 Ha8 og svart- ur vinnur í báöum tilvikum hrók. 12. Rf3 a5 13-. 0-0 Rh6 Hún er eldri en tvævetur og vill ekki láta liösskipanina sitja á hak- anum. Þetta er besti leikurinn en þó er ekki að sjá að neitt sérstakt sé athugavert við 13. - Hxc4. Sævar valdar peðið. 14. Db3 0-0 15. Bb2 Bc6 16. Rb5?! Befra er 16. Hfcl Rf5 17. Rb5 til að valda d4-reitinn viðkvæma. Nú lendir hvítur í ógöngum. 16. - Bxb2 17. Dxb2 Bxf3 18. exf3 Hxc4 19. Da3 Dd7! Nú er 20. Dxa5 Hc5 21. Hfbl ekki svarað með 21. - Hb8 vegna 22. Da7! og hvítur sleppur, heldur með 21. - Dh3! og svartur gerir innrás á kóngsvænginn. Hótunin 22. - Hh5 er afar sterk. 20. Rc3 Dh3 21. Rd5 Rf5 22. Hfel e6 23. RfB+ Ekki 23. Rf4? Hxf4! 24. gxf4 Rh4 og óveijandi mát. 23. - Kg7 24. Re4 d5 25. Rg5 Dh5 26. f4 h6 27. Rf3 g5? Uppskipti á g5 myndu bæta stöð- una því að eftir 28. fxg5 hxg5 á svartur aðeins eftir að hrekja ridd- arann burt með - g4 og renna svo hrók yfir á h-línuna. Leikurinn er þó byggður á yfirsjón, eins og næsti leikur Sævars sýnir fram á. 8 X 7 ±m 6 i í 5 J1 4 í «i* i a 3* 2 i ö & & & & C-aq 1 fi. a * ABCDE FGH 28. Re5! Hótar hvoru tveggja í senn, hróknum á c4 og að gaffia drottn- ingu og riddara svarts meö g-peð- inu. Judit er þó ekki af baki dottin og finnur leið til að halda jafn- væginu. 28. - Rd4!? 29. g4? Bjartsýni. Betra er 29. Rxc4 þvi að 29. - RÍ3+ 30. Kg2 Rxel+ 31. Hxel dxc4 32. Dxa5 og 29. - dxc4 30. Dc3 er í góðu lagi á hvítt. 29. - Dh4 30. Rxc4 Dxg4+ 31. Khl- dxc4 Staða hvíts er nú varhugaverö. Þess má geta aö 32. Dg3 strandar á 32. - Dxg3 33. hxg3 Rc2 o.s.frv. 32. Dc3 Dxf4 33. Hxa5 Dxf2 34. Hae5 34. -Df3 + ! 35. Kgl Engu breytir 35. Dxf3 Rxf3 og gaffiar hrókana. 35. - Dxc3 Og hvítur gafst upp. Ef 36. dxc3, þá 36. - Rf3 og niöurstaðan verður auðunnið hróksendatafl á svart. -JLÁ Menntamá laráóherra n n sýndi góð tílþrif í keppni bresku þingdeildanna Um 14 ára skeið hafa þingdeildir breska þingsins keppt í bridge árlega og er keppnisformið nokkuð óvenju- legt. Þingmennimir keppa i rúbertu- bridge á tveimur borðum og era spil- uð sömu spil á báðum borðum. Þetta keppnisform hentar mjög vel önnum köfnum stjómmálamönnum, sem grípa í spil af og til þegar tækifæri gefst. Útreikningur fer þannig fram að þegar rúbertu lýkur á öðra hvora borðinu þá er einnig gert upp á hinu. Eför íjórtán ára spilamennsku er staðan þannig að lávarðadeildin hef- ir átta vinninga gegn sex vinningum neðri málstofunnar. Lávarðadeildin vann naumlega í ár og innbyrti þar með áttunda vinn- inginn, þrátt fyrir að neðri málstofan sýndi mjög góða takta, með nokkra af ráðherrum ríkisstjómarinnar í fararbroddi. Hér er spil frá keppninni. V/A-V * 7532 ¥ Á42 * K7 * G1064 Á öðru borðinu sátu n-s Sir Peter Emery og Kenneth Baker mennta- málaráðherra fyrir neðri málstofuna en a-v lávarðamir Smith og Lever. Bridge Stefán Guðjohnsen Þar gengu sagnir á þessa leið: ♦ KG1064 ¥ D98 Vestur Norður Austur Suður ¥ 93 ¥ G87 pass pass pass 1H ♦ G86 ♦ D943 1S 2H 2S 3H + K82 + ÁD3 pass 4H pass pass ♦ Á ¥ KD1065 ♦ Á1052 + 975 pass Geim á 21 punkt samanlagt er oft- ast hæpið, en norður sýndi góða greind þegar hann hækkaði þrjú hjörtu í fjögur. Og menntamálaráðherrann lét sitt ekki eftir hggja og vann spihð með góöri spilamennsku. Vestur spilaði út spaða og sagnhafi átti slaginn á ásinn heima. Þetta sph er dæmigert „tempó“ spil! Það verður að taka slagina í réttri röð. Ráðherran spilaði strax tígh á kóng, trompaði spaða, tók tígulás og trompaði tígul. Enn var spaöi trompaöur og fjórða tíghnum spilað. Vestur trompaöi með hjartaníu og sagnhafi yfirtrompaöi með ásnum. Síðan kom fjórði spaðinn og tromp- tían tryggði sagnhafa tíunda slaginn. Á hinu borðinu stoppuðu lávarð- amir í tveimur hjörtum og neðri málstofan vann fyrstu rúbertuna auðveldlega. Ein frægasta bridgekona heimsins, Rixi Markus, afhenti verðlaunin, en þaö var hennar verk á sínum tíma að þessi keppni komst á. Þótt lá- varðadeildin hafi vinninginn eftir fjórtán árin er það bridgespilið sjálft sem stendur uppi sem sigurvegarinn vegna þeirrar góðu auglýsingar sem keppnin er. Þetta er nefnilega eina bridgekeppnin í Bretlandi sem kemst á fréttasíður stórblaðanna án þess að úrshtin skipti öllu máh. Pólitískir andstæðingar sameinast við spila- borðiö og þeir sem stjóma landinu hafa auðsjáanlega mikinn áhuga hka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.