Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Sérstæð sakamál Komin er út í Bandaríkjun- um bók eftir Cheryl Crane, dóttur kvikmyndaleikkon- mmar Lönu Tumer sem hlaut heimsfrægö á fimmta áratugnum og var um langt skeið meö kunnustu kvikmyndaleikkonum í Hollywood. í bókinni, „Detour, A Hollywod Tra- gedy“, (Krókaleið, harmsaga frá Hollywood) greinir Cheryl frá ýms- um stormasömum atvikum í lífi írá- skildrar móður sinnar og sínu, þar á meðal morðmálinu sem sumir hafa talið mesta hneyksli í Hollywood fram til þessa. Það var á sínum tíma mikið umfjöllunarefni fjölmiðla og verður það nú rifjað upp. Lana Tumer hefur verið gift sjö sinn- um. Hún átti erfiða æsku því faðir hennar var myrtur og hún var sett í fóstur hjá fólki sem reyndist henni illa. Síöar komst hún aftur til móður sinnar en hún var fátæk og bjuggu þær mæðgumar við þröngan kost uns starfsmaður eins kvikmyndave- ranna kom auga á Lönu en það var nokkm fyrir 1940. Lana giftist hljómsveitarstjóranum Artie Shaw en þau skildu og nokkm eftir það giftist hún veitingahúsaeig- andanum Steve Crane, en hann var ipjög efnaður maöur. Árið 1943 fædd- ist þeim svo dóttirin Cheryl. Vemdað bam Bæði Lana Tumer og Steve Crane höfðu fengiö að kynnast því hvað það var aö beijast fyrir frægð og auði og olli það því að þau vildu vemda dóttmina sem mest þau máttu en jafnframt var mikið látið eftir henni. Þar kom þó að þau hjón skildu og sá Cheryl þá á eftir fóður sínum en í staöinn komu aðrir menn sem móð- irin giftist. Einnig komu við sögu nokkxir elskhugar og það var einn þeirra sem varð tfi þess að afar ör- lagaríkir atburðir gerðust í húsi kvikmyndaleikkonunar í Hollywood. Var það árið 1958 en þá var Cheryl aðeins fjórtán ára. Tilnefnd til óskarsverðlauna Er leið að óskarsverðlaunahátíð- inni 1958 varð ljóst að Lana Turner yrði í hópi þeirra sem búist gætu við því að fá verðlaunin. Hún hafði þá nýlega leikið í myndinni „Peyton Place“ og hafði leikur hennar þótt mjög góöur. Þar kom einnig aö tfi- kynnt var að hún yrði í hópi tfi- nefndra. Um þetta leyti hafði hún kynnst manni sem var nokkuð yngri en hún og hét John Stompanato. Hafði Lana hrifist mjög af honum og eftir að kynni þeirra höfðu staðið um hríð fluttist hann heim tfi þeirra mæðgn- anna en á þeim tíma bjó móðir Lönu hjá þeim mæðgum. Fékk margar aðvaranir Margir af vinum og kunningjum Lönu vöruðu hana mjög viö því að hefja saml úö meö John Stompanato. Af honum fór það orð að hann væri sérfræðingur í því að hagnýta sér trúgirni ríkra kvenna. Var aðferð hans sögð sú aö vinna ástir þeirra eða ná vináttu þeirra, en fá þær síðan tfi að lána sér peninga sem hann sjaldan eða aldrei endurgreiddi. Að auki var hann sagður hafa verið líf- vörður mafíuforingja og eiga sér vafasama fortíö í hópi glæpamanna. Töldu ýmsir að ekki kæmi til greina að jafnþekkt og góð leikkona og Lana Tumer legði lag sitt við slíkan mann. En hún var greinfiega mjög ástfangin af manninum og lét öll vamaðarorð sem vind um eym þjóta. Óskarsverðlaunahátíöin fór fram snemma í aprfi og bauð Lana Cheryl og móður sinni tfi hennar. Ekki fór þó svo að Lana fengið verðlaunin en hún mun ekki hafa látið það á sig fá og talið það sérstakan heiður að hafa veriö tilnefnd. Var hún því í góðu skapi er heim var komið og var glatt á hjalla þar um kvöldið. Skömmu eftir að gengið hafði verið til náða heyrðist mikfil hávaði úr sveftiherberginu og var ljóst að sam- býlismaðurinn, John Stompanato, var þar að ausa úr skálum reiði sinnar. Var hann afar reiður yfir því að Lana skyldi ekki hafa boðið hon- um tfi hátíðarinnar og kallaði hana öllum illum nöfnum, þar á meðal lé- lega leikkonu. Brothljóð heyrðist brátt úr svefh- herberginu er eitthvaö skall á einum veggnum en um leið heyrðist leik- konan hrópa tfi Johns að hann fengi ekki að eyðfieggja kvöld sitt. Cheryl sagöi síðar svo frá að sér heföi á þessari stundu þótt ljóst að sá orðrómur, sem henni hafði borist tfi eyrna um hvem mann John Stompanato hefði að geyma, væri greinfiega sannur. Cheryl gekk fram á ganginn en Lana var þá að reyna aö vísa John út úr húsinu. Hann hafði orð á því aö hún losnaði ekki svo auðveldlega við sig og hótaði að drepa hana og lima síðan í sundur. Hræðslukast og... Við þessi orð og önnur ljót varð Cheryl hrædd og ekki dró úr skelf- ingu hennar er John Stompanato hótaði því einnig að „ganga frá“ Cheryl og ömmu hennar. í frásögn sinni við lögregluna sagði Cheryl að hún hefði í fyrstu ekki vitað hvað hún ætti að gera. Sér hefði komið tfi hugar að hringja á lögregluna en hefði þá minnst þeirra orða móöur sinnar að slíkt væri ekki háegt þegar defit væri á heimili kunnra kvik- myndaleikara því þá yrði sagan sennfiega komin í öll blöö daginn eftir og það gæti eyðfiagt starf þeirra. Cheryl hljóp því inn í eldhús og sótti stóran hníf. Stakk John Stompanato í skýrslunni segir Cheryl að hún hafi ætlað að hræða John. Er hún hafi komið að móður sinni og honum hafi hann hins vegar ætlað aö slá móður hennar og þá hafi hún stung- ið hnífnum í hann. Hnífurinn gekk á hol. Cheryl segir að John hafi fallið á Cheryl i dag. sig en síðan hnigið niður. Lana mun hafa verið nokkra stund að átta sig á því sem gerðist. Hún reyndi að fá John til að tala við sig en hann gat engu svarað. í skyndi var hringt á lögreglu og sjúkrabfi og daginn eftir var það, sem sumir hafa nefnt versta hneykslismál í sögu Hollywood, komið í blöð, útvarp og sjónvarp víða um lönd. Yfirheyrsla og vangaveltur Á lögreglustöðinni fór fram löng yfirheyrsla yfir móður og dóttur. Að henni lokinni reyndi Lana að fá dótt- ur sína heim meö sér en þaö var ekki leyft. Þess í stað var Cheryl sett á bak við lás og slá næturlangt en daginn eftir var hún síðan send í unglingafangelsi þar sem hún skyldi vera uns réttarhöld í málinu færu fram. Ekki þóttust allir vissir um að það sem fram kom í skýrslunni væri rétt. Ein af þeim sögum sem komust á kreik og haldið var á lofti í fjölmiðl- um var sú að það hefði alls ekki ver- ið Cheryl sem hefði stungið John Stompanato heldur Lana sjálf. Væri verið að reyna að koma sökinni á Cheryl vegna þess hve ung hún væri og tfi þess að koma í veg fyrir að leik- ferill Lönu væri á enda. Réttarhöldin vöktu mikla athygli eins og við var aö búast. Er að því kom að kviðdómendur skyldu segja áht sitt urðu þeir ekki sammála en tíu af tólf komust að þeirri niður- stöðu aö Cheryl hefði gerst sek um manndráp af gáleysi. Faöir Cheryl, Steve Crane, bauðst til að taka dóttur sína en margt benti þá til þess að Lönu yrði ekki lengur treyst fyrir Cheryl. Dómarinn tók hins vegar þá ákvörðun að Cheryl skyldi búa hjá ömmu sinni. Amman setti henni strangar reglur og má segja aö nú hafi tekið við tími ein- angrunar fyrir Cheryl. Slæm andleg hefisa tók brátt að þjá Cheryl og var hún þá send tfi sál- fræðinga. Um tíma var hún höfð í skóla fyrir lögbrjóta og síðar dvaldist hún á sérstakri stofnun fyrir efnað en taugaveiklað fólk. Tahö haföi ver- ið að eftirhtinu með Cheryl lyki er hún yrði átján ára en það dróst í eitt ár eða fram til 1962. Þá reyndi Cheryl að fara að lifa lífinu eins og annað fólk en álagið var henni um megn og hún leitaöi í lyf og áfengi. Og þannig liðu næstu tvö árin. Til betra lífs Er Cheryl varð tuttugu og eins árs bauð faðir hennar henni starf á einu af gistihúsum sínum á Hawah- eyjum og varð það tfi þess aö hún fann fótfestu í lífinu. Þar bjó hún um árabil en fyrir þremur árum lést fað- ir hennar. Cheryl er nú fjörutíu og fjögurra ára og býr í San Francisco og er sam- band hennar við móðurina nú á ný orðið gott en um margra ára bil var það slæmt. Eru þær nú sagðar góðar vinkonur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.