Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Síða 40
52 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. Bláhvammur Arnarstapi Brúarás Stóra-Vatnshorn Garöar Lífsstfll Á kortinu kemur fram a hvaða bæjum er hægt að nota miðana. Flestir hafa gaman af að reyna sig við veiðimennskuna og þá ekki sist ungviðið. Með tilkomu „veiðiflakkarans" verður auðveldara að komast i silungsveiði a Efri-Vík Littla-Heiði • Stóra-Heiði Fljotstun Veitt út á miða Kjörinn félagi í ferðalagið Nýtt hefti áHaftsnlustöðumumalltlana Úrval LESEFNI VIÐ ALLRA HÆFI í rúminu, flugvélinni, bílnum, kaffitímanum, útilegunni, ruggustólnum, inni í stofu. Áskriftar- síminn er 27022 Frá Ferðaþjónusta bænda er að vænta nýjungar varðandi sölu veiði- leyfa til silungsveiði. Á síðustu vik- um hefur verið búið til einfalt sölu- kerfi og heitir það „veiðiflakkarinn“. Hægt verður að kaupa miða sem gilda sem veiðileyíl víös vegar um landið. Tíu miðar eru seldir í einu. Verð á veiðileyfum er mismunandi. Það getur til dæmis kostaö frá einum og upp í tíu miða að veiða á hinum ýmsu stöðum. Allar upplýsingar um veiðina Með hveijum miðapakka fylgir bæklingur sem greinir frá helstu at- riðunum sem veiðimaðurinn þarf aö vita. Fyrst og fremst eru upplýsingar um veiðisvæðið og hvar þarf að fram- vísa miðunum. Þá er upplýst um teg- und veiði, mögulega veiðivon, meðal- stærð fiska og um ferðaþjónustu í nágrenninu. Upplýsingarit þetta verður eingöngu afgreitt til þeirra sem kaupa miða í „veiðiflakkaran- um“. Ellefu staðir hafa tekið höndum saman um gerð flakkarans. Þeir dreifast um landið. Á mörgum bæj- um er hægt að fá leyfi til veiði í fleiri en einni á eða vatni. Veiðistaðirnir eru í alfaraleið, annaðhvort í nám- unda við þjóðveg númer 1 eða á fjöl- förnum ferðmannasvæðum eins og í Borgarfirði eða á Snæfellsnesi. Að sögn Margrétar Jóhannsdóttir hjá Ferðaþjónustu bænda var ákveð- ið að reyna þessa leið til að auðvelda íslendingum og útlendingum að komast í veiði. Sem dæmi um upplýsingar sem koma fram í ritinu má nefna eftirfar- andi: Kleppavatn og Fiskivatn: Mjög stutt er á milli þessara vatna og veiðileyfið gildir í bæði vötnin Samtals eru vötnin 2-3 km2. Hám- arksfjöldi leyfðra stanga á dag er 24. Frá Fljótstungu eru 6 km í loftlínu að vötnunum. Tvær akstursleiðir eru jeppafærar og minnst þarf að ganga 2,5 km. Veiði: Vatnableikja og urriði. Veiðivon: 1-5 fiskar á dag. Best er veiðivonin þar sem djúpt er við bakk- ana. Á kvöldin og morgnana er besti veiðitíminn. Stærð fisks: Meðalstærð er 1-2 pund. Stærstu fiskarnir eru um þaö bil 4-5 pund. Beita: Fluga, spúnn og maðkur. Veiðitímabil: 15. júni til 15. septemb- er. Verð: 1/1 dagur kostar 6 miða. Umhverfi vatnanna er fallegt, heið- arland með útsýn til Eiríksjökuls og fleiri flalla. _eq_

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.