Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. Fréttir Sjúklingur með ofnæmi fyrir gerviefnum: Veit ekki hvaða efhi eru í matnum fyrr en ég veikist „Þetta er svipað og með soriasis- sjúklinga. Okkur finnst við ekki geta verið innan um annað fólk þegar viö erum í kasti. Einkennin eru alls kon- ar. Ég þyngist um fjögur kíló og umhverfist alveg, ég tútna út, fæ út- brot, slímhúðin í tannholdinu fer og maginn fer úr sambandi. Ég er um viku að ná mér. Það eru margir sem fá heiftarlegri einkenni, ég er ekki alvarlegt tilfelli,“ sagði Sigríður Jó- hannsdóttir. Sigríður er ein þeirra sem eru með ofnæmi fyrir aukaefn- um í mat. Eins og DV skýrði frá á þriðjudag nota íslensk fyrirtæki litarefni og önnur aukaefni, sem hafa verið bönnuð, í mat. Þessi efni eru notuð þrátt fyrir ítrekaðar aðfinnsliu- heil- brigðiseftirhts. Eigið matvælaeftirlit Sigríður sagðist hafa þurft að ger- ast sitt eigið matvælaefdrht vegna lélegra merkinga. Hún vissi ekki hvaöa efni væru í hverri vörutegund fyrr en hún hefði lagst veik. Þá gæti hún varast vöruna í framtíðinni. „Ég er með ofnæmi fyrir fiski og þar af leiöandi allri fæðu sem fiski eða fiskafurðum er blandað í. Það eru gríðarlega - margar vörutegundir, vegna þess hve fiskur er ódýr. Eg er einnig með ofnæmi fyrir súkkulaði og rotvarnarefnum. Ég má borða kjöt og grænmeti sem ekki er úðaö með rotvarnarefni. Vörur hér eru það illa merktar að ég brenni mig á því tvisvar til þrisvar í mánuði að ég hef neytt vöru sem hefur efni sem ég hef ofnæmi fyrir. Það virðist til dæmis vera rotvamarefni í kjöt- - rotvamarefni meira að segja í grænmeti og mjólkurmat Sigríður Jóhannsdóttir segist ekki geta keypt kjöthakk nema í einni verslun í Reykjavík. I öðrum verslunum er aukaefnum bætt í hakkið til þess að það sýnist rautt og ferskt. Það er aldrei tilgreint á umbúðunum. Ef fólk með ofnæmi fyrir aukaefnum borðar slíkt kjöthakk getur það orðið heiftarlega veikt. DV-mynd JAK hakki í nær öllum verslunum hér. Ég kaupi það ekki nema í Nóatúni. Ég kaupi heldur ekki unna kjötvöru. Ég hef líka lent í því að borða nýtt grænmeti sem hefur verið úðað með rotvarnarefni. Tómatar, sem ég keypti í vetur, voru óskemmdir eftir þrjá mánuði í ísskáp. Ég borðaði hálf- an blómkálshaus í vor og varð veik. Hinn helmingurinn hélst óskemmd- ur í þrjár vikur.“ Engar upplýsingar um aukaefni í brauöum - Hvemig finnst þér frammistaða heilbrigðisyfirvalda vera varðandi eftirlit með þessum efnum? „Það er hryllilegt. Það er hrikalegt að þú getir ekki fengið upplýsingar í bakaríi um hvaða brauð séu ekki með fitu. Þú getur farið í hvaða bak- arí sem er og spurt afgreiðslufólkið og það hefur enga hugmynd um hvort brauðið er með fitu. Það veit heldur ekki hvort það er sykur í því. Það eru litarefni í brauðum en vegna einhverrar skammsýni setja bakarar engar upplýsingar um þetta á umbúðirnar. Ég held að þeir geri sér ekki grein fyrir því að þeir setja heilsu fjölda fólks í hættu með þessu.“ Að sögn Sigríðar eru rotvamarefni í sykri, hveiti og fleiri vörum sem fólk gerir sér almennt ekki grein fyr- ir að hafi þessi efni. Þannig er sýrður rjómi og smjör nær einu mjólkurvör- umar sem eru lausar við aukaefni. Þessi efni em líka í ýmsum vínteg- undum, bæði léttvíni, blönduðu og sterku. Þau em í gosi, ávaxtasafa og alls kyns sælgæti. Merkingum á þessum vömm er mjög áfátt. Stefna heilsu fólks i hættu „Ég held að þessir menn geri sér ekki grein fyrir hvað þeir em aö gera. Þegar menn svara svona, eins og for- stjóri Vals gerði í DV á þriðjudaginn, þá er ekkert annað að gera en að sniðganga allar vömr frá fyrirtæk- inu. Fyrirtækið stefnir heilsu fólks í hættu fyrir einhverja hagsmuni. En það er víða pottur brotinn. Bakara- smjörlíki er til dæmis ekkert annað en hert loðnuolía. Það er aldrei merkt á pakkningar utan um brauð að loðnuolía sé í brauðinu. Hjartveikt fólk, sem er að reyna að forðast harða fitu, og fólk með ofnæmi fyrir fiski getur því ekki varað sig á þvi að um herta fiskolíu er að ræða.“ - Hversu algengt er að fólk hafi of- næmi fyrir aukaefnum í mat? „Mjög margt fólk gengur um án þess að vita hvað er að því. Það er veikt og er frá vinnu án þess aö gera sér grein fyrir því. Það er oft flokkað sem taugaveiklunarsjúklingar. En það em mjög margir mjög illa haldn- ir af þessu. Sem betur fer hafa marg- ir gert sér grein fyrir ástæðunum og farið í ofnæmispróf." - Nú hlýtur þessi sjúkdómur að hafa í för með sér mikla röskun á daglegu lífi, fyrir utan veikindin sjálf. „Við getum varla ferðast. Við get- um ekki farið út að borða. Það eru erfiðleikar þegar við þurfum að leggjast inn á spítala. Við getum í raun ekkert farið ef við getum ekki eldað okkar mat sjálf," sagði Sigríður Jóhannsdóttir. sse Siðanefnd gegn leiðaraskrifum „Það er rétt hjá höfundi forystu- greinanna að fréttatilkynning Versl- unarráðs gat villt um fyrir lesendum en honum mátti þó vera ljóst aö fréttatilkynningin ein og sér risi ekki undir jafnhörðum dómum og hann fellir um könnunina í heild og vinnu- brögð Félagsvísindastofnunar í DV 28. jan.“ Svo segir m.a. í úrskurði siðanefnd- ar Blaöamannafélags íslands um leiðaraskrif Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV, vegna könnunar Fé- lagsvísindastofnunar HÍ á lestri ís- lenskra tímarita sem framkvæmd var í vetur. í úrskurði siðanefndarinnar segir ennfremur að í forystugreinunum Úrskurðurínn Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, sagði í morgun þetta um niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins: Slíkir úrskurðir verða sem betur fer ekki felldir framvegis, því að regl- um um siðanefnd var breytt 9. apríl í vor. Samkvæmt nýju reglunum mega menn segja skoðanir sínar á prenti í friði fyrir þessari nefnd. Hins vegar er skondiö, aö nefndin telur sér heimilt að ákveða eftir gömlu reglunum, hversu „hörð“ gagnrýni mátti vera fyrir 9. aprfl í skrifum nafngreindra manna í flöl- miðlum. Ennfremur er skrýtilegt, að nefnd- in telur „staðreyndir" málsins felast í fullyrðingum, sem hún heyrði hjá fari Jónas með „rangfærslur um staðreyndir", enda reisi siðanefnd úrskurð sinn einvörðungu á þeim þætti forystugreina DV. Síðan segir: „í ljósi þess sem hér hefur verið rak- ið og með hliðsjón af öllum atvikum þessa máls telur siðanefnd Blaða- mannafélags íslands að forystu- greinar DV 28. janúar og 4. febrúar 1988 varði við 3. gr. siðareglna Blaöa- mannafélagsins. Brotið er ámælis- vert.“ Loks eru taldir upp þeir aðilar sem mættu á fund nefndarinnar vegna þessa máls og þess getið að Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, hafi synj- að beiðni nefndarinnar um að koma tfl viðtals. -JSS er frumhlaup aöeins öðrum málsaðila. Ég neitaði að mæta hjá nefndinni, enda tel ég fráleitt, að hún ritskoði blöð, með afskiptum af skoðanaefni þeirra í leiðurum, kjallaragreinum og lesendabréfum. Blaðamannafélagið tók upp slíkt sjónarmið 9. aprfl með því að afnema heimild nefndarixmar til að þrengja sér upp á prentfrelsið með þessum hastti. Ég tel mig hafa sóma af, ef þverúð mín gegn mætingum hjá nefndinni hefur stuðlað að setningu skárri starfsreglna, sem væntanlega koma framvegis í veg fyrir frumhlaup á borð við þennan úrskurð hennar. Einn starfsmanna Reykjavikurborgar sýnir Ijósmyndara DV nokkur þeirra auglýsingaskilta sem haid hefur veriö lagt á. DV-mynd Brynjar Gauti Tóku fjóida auglýsingaskilta Gatnamáladeild Reykjavíkur hef- ur lagt hald á flölda auglýsingaskilta. Skiltin voru tekin af gangstéttum á Laugavegi. Ingi Ú. Magnússon gatna- málastjóri sagði þetta gert bæði vegna umhverfissjónarmiða og eins vegna slysahættu. Hann benti á blint fólk og sjónskert í því sambandi. Oft áður hefur verið gripið til þess ráðs að fjarlægja auglýsingaskilti af gangstéttum. Ingi sagði að eigendur skfltanna gætu sótt þau gegn því lof- orði að þau yrðu ekki sett upp aftur. „Menn eru misjafnir og sumir láta sér ekki segjast og setja skiltin strax upp aftur,“ sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.