Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. 3 dv Viötaliö Fréttir Búnaðarfélag íslands: Segir öllum upp „Þaö hefur hluta starfsmanna ver- Minni tami fyrir áhugamálin nú en áður — ■■■■■■■ / Nafn: Þorlákur Karlsson Aldur: 34 ára Starf: Lektor j aðferðafræði við Háskóla Islands „Ég er fæddur að Hrauni í Ölf- usi og uppalinn þar. Foreldrar mínir eru Karl Þorláksson bóndi og Brynhildur Eysteinsdóttir. Öll min ungdómsár sótti ég skóla í Hveragerði og tók landspróf þar. Frá Hveragerði lá leið mín til Reykjavíkur í Menntaskólann við Hamrahiíð. Ég útskrifaðist úr Menntaskólanum viö Hamrahlíð sem stúdent árið 1974 og eftir þaö fór ég í Háskólann til að stunda nám í sálfræði. Hana tók ég með hléum og lauk prófi árið 1981. Ég vann eftir það í 2 ár viö Félagsvís- indadeild HÍ sem rannsóknar- maður. Haustið 1983 fór ég til Banda- rlkíanna til framhaldsnáms i sál- fræöi í Virginíufylki. Ég tók masterspróf í sálfræði við Vest- ur-Virginíuháskóla árið 1986 og varði síðan doktorsritgerö þann fyrsta febrúar síðastliöinn. Dokt- orsritgerð mín fjallaði um kennsluhætti i tölvunámi. Auka- grein hjá mér var aöferðafratöi og tölfræði. Síðan ég kom frá Bandaríkjun- um hef ég starfað við Verslunar- skóla íslands, við undirbúning Verslunarháskóla. Ég tók \ið nýju starfl sem lektor í aðferða- fræði viö Háskóla íslands þann fyrsta júlí síöastliðinn. Þrátt fyrir að leið min hafi snemma legið til Reykjavikur hef ég hafst töluvert við á heimaslóð- um. Fram aö tvítugu vann ég leng9t af á sumrin við laxveiðar í net neðst í Ölfusá og við Ölfusá- rósa en faðir minn á land að ánni. Eflir tvítugt fór ég þó að vinna mikið á sumrin sem verkamaöur og verksijóri við hitaveitufram- kvæmdir úti á landi,“ 9agði Þor- lákur. Líkamsrækt og skák „Áhugamálin eru margvisieg hjá mér en ég hef ekki mikinn tima lengur fyrir þau. Ég stunda mest líkamsrækt og hef mikinn áhuga á skák. Hér áður fyrr geröi ég nokkuö af þvi að veiða og stunda skotfími en hef minni tíma til þess nú. Framundan hiá mér nú er aö sinna nýrri stöðu, bæði kennslu og rannsóknum og hlakka ég mikið til að takast á viö starfið. Ég tel mikinn kost að geta stundað rannsóknir viö Há- skóla íslands þó starfið sé ekki vel borgað. Sérstakur kostur \rið stöðuna er að hún er þverfagleg svo aö í starfinu mun ég kynnast öllum nemendum og kennurum félagsvísindadeUdar. Aö lokum má knýta því viö að almennt viöhorf rnitt til lifsins er hæfilega alvarlegt. Ég vil að menn fái aö njóta sin í sararæmi viö hæfni þeirra og áhuga án þess þó að þaö beri aö leggja af happ- drætti og skrapmiöa," sagði Þor- lákur aö lokum. -lS ið sent uppsagnarbréf en ráðunaut- amir fengu bréfið fyrst í júlí þar sem þeir hafa sex mánaða uppsagnar- frest. Aðrir starfsmenn munu vænt- anlega fá uppsagnarbréfin eftir næsta fund stjómar Búnaöarfélags- ins en þeir hafa þriggja mánaða upp- sagnarfrest," sagði Gunnar Hólm- steinsson, skrifstofustjóri Búnaðar- félagsins. Búnaðarfélag íslands er sjálfstæð stjórneining með eigin stjórn en heyrir undir landbúnaöarráðuneyt- ið. Meginhluti rekstrarfjár Búnaðar- félagsins kemur frá ríkissjóði en ástæður uppsagnanna munu vera, að sögn Gunnars Hólmsteinssonar, skortur á fjármagni. I sama streng tók Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu. Guðmundur sagði að Búnaðarfé- lagið réði starfsmenn og stjórnaði án sérstakrar heimildar ráðuneytisins. Hins vegar hlyti það fjárveitingu úr ríkissjóði í gegnum landbúnaðar- ráðuneytið og þegar hefði verið beðið um hærri fjárveitingu til fjármála- ráöuneytisins. Slíkt hefði ekki feng- ist. Guðmundur sagði að gert væri ráð fyrir fjárveitingu til Búnaðarfé- lagsins á næsta ári og hann teldi sennilegt að starfsfólki væri sagt upp til að endurskipuleggja mætti rekst- urinn. -JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.