Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1988 Lífsstm Kartöílur og ýmsir réttir úr þeim Anna Bjamason, DV, Denver: Það vill loða við kartöflur að þær séu hitaeiningaríkar og því skuli forðast að borða þær ef fólk vill halda í við sig. Þetta er mesti misskilningur. Kartöíl- ur eru í sjálfu sér ekki hitaein- ingaríkar. Það er það sem borið er fram með þeim sem inniheld- ur hitaeiningarnar eða sú að- ferð sem höfð er við matreiðslu þeirra. Kartaflan er forðabúr Meðalstór kartafla, sem vegur um 150 g, inniheldur um 100 hitaeiningar, svipað og epli, en hún inniheldur einnig lífsnauö- synleg kolvetni, vítamín og stei- nefni. í Bandaríkjunum er gífurlega mikið borðað af kartöflum, bæði bökuðum og frönskum. Matur Kartöflur eru einnig matreidd- ar hér á marga vegu sem við heima á íslandi höfum aldrei heyrt getið um. Eru slíkir kart- öfluréttir algengir á morgung- verðarseðli veitingahúsanna. Kartöflutegundirnar, sem eru á boðstólum hér, eru margvís- legar en ekki höfum við enn fundiö neina sem líkist hinni dásamlegu íslensku guflauga- kartöflu. En hér er engu líkara en að kartöflurnar séu alltaf nýuppteknar. Kartöflufram- leiðendur hljóta einnig að hafa mjög góðar geymslur fyrir upp- skeruna. Hérna eru nokkrar uppskrift- ir sem gæti verið gaman að prófa úr íslenskum kartöflum. Bakaðar kartöflur 4 meðalstórar kartöflur (rúml. lkg) smjör eða smjörlíki salt, pipar paprika sýrðurrjómi beikonbitar smátt klipptur graslaukur eða smár grænn laukur Hitið ofninn í 220° C. Burstið kartöflurnar undir rennandi vatni og þerrið þær með eld- húsrúllublaði. Stingiökartöfl- urnar vel með gaffli. Ef þið vilj- ið fá lint hýði er hægt að smyrja kartöflurnar með olíu áöur en þæreru bakaðar. Bakið kartöflurnar síðan í 50-60 mín. eða þar til þær eru orðnar mjúkar viökomu. Skerið þá kross ofan í hverja kartöflu og ýtið saman. Gætið þess að nota pottaleppa við þetta verk, því kartöflurnar eru mjög heitar viðkomu. Látið síðan smjörklínu eða sýrðan rjóma ofan á kartöfluna og stráið annaðhvort beikon- bitum eða klipptum graslaukn- um yfir. Uppskriftin er ætluð fyrir fjóra. Nýjar kartöflur með sítrónusmjöri 1,5 kg nýjar litlar kartöflur saltvatn til að sjóða þær í 'A bolli smjör eða smjörlíki 3msk. sítrónusafi 2 msk. fínt klipptur graslaukur, steinselja eða myntublöð Burstið kartöflurnar undir rennnandi köldu vatni. Skerið hýöið af þeim á mjóu belti um þær miðjar. Látið kartöflurnar í pott og helliö yfir þær sjóðandi saltvatni og látið fljóta vel yfir. Látið suöuna koma upp, lækkið þá hitann og sjóðið viö vægan hita í um þaö bil 20 mínútur eða þar til kartöflumar eru orðnar soðnar. Þá er vatninu hellt af þeim og þeim brugðið aftur í heitan pottinn til að þurrka þær. Bræðið smjörið í litlum potti. Bætið sítrónusafanum og gras- lauknum út í ásamt með 'A tsk. af salti. Látiö kartöflurnar í skái eð fat og hellið smjörinu yfir, gætið þess aö velta öllum kart- öflunum vel upp úr því. Ætlað fyrir átta manns. Kartöflur og grænkál lkgkartöflur vatn til suðu 3tsk. salt 4 bollar smátt skorið grænkál (um500g) 3/ bollar sneiddur smálaukur 'A bolli mjólk A bolli smjör eða smjörlíki 'A tsk. pipar Skerið kartöflumar í fjóra hluta og sjóðið í saltvatni í 15-20 mín. Látið soðið renna af þeim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.