Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1988, Side 37
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1988. 37 LífsstOI Handsmíðað demantshálsmen og hringur úr hvítaguili. DV-mynd GVA Verðgildi demanta ræðst af fjórum þáttum, lit, þyngd, slípun og hreinleika. Hringurinn er frá verslun- inni Gulli og silfri en arm- bandið frá Jóhannesi Leifs- syni. ir og segjast íslenskir gullsmiðir, sem hafa þá til sölu, geta boðið þá á sam- bærilegu verði og erlendir starfs- bræður þeirra. Algengast mun hér á landi að fólk kaupi fimm til tíu punkta steina og allt upp í 20-50 punkta steina en stærri steinar eru ekki algengir hér- lendis þótt hægt sé að nálgast þá hafi fólk áhuga. Verð á demants- skartgripum er mjög mismunandi og fer það allt eftir verðgildi steinanna. ráðs að útvega sér demanta hjá karl- mönnum í ætt sinni og lét gullsmið búa til hálsfesti úr þeim. Frá því augnabliki er hún gekk í íbúð kon- ungs með hið ljómandi, nýja skart sitt, var hún brennidepill athygUnn- ar. Hún hefði tæpast vakið meiri at- hygli þótt hún hefði komiö þar í karl- mannsflíkum. Allir litu forvitnisaug- um til konungs því þeim lék hugur á að vita hvemig hann tæki slíkri dirfsku. Svo veitti konungur henni skyndilega athygli og starði forviða á hana. Það var dauðakyrrð í saln- um. Þá brosti konungur tU hennar. AUir vörpuðu öndinni léttar. Hirð- gæðingarnir brostu og létu í ljós að- dáun sína. Bros hirðmeyjanna hafa sennilega ekki verið eins greinileg. En upp frá þessum degi var Agnes Sorel í mestum metum hjá konungi. Öfund og græðgi Og þannig hefur þaö lengst af ver- ið. Demantar, þessir fógru steinar hafa löngum vakið öfund og menn hafa þráð að komast yfir þá. Vegna þeirra hafa verið framin morð, og saga sumra er blóði drifm. Aðrir hafa komist á spjöld sögunnar en síð- an týnst og enginn veit hver örlög þeirra hafa orðið, þó menn leiði gjarnan líkur að því að þeir hafi ver- ið bútaðir niöur í minni demanta. Hinn mikli Mogul Einn þeirra er Mogul, steinninn sem fannst á Indlandi í kringum 1650. Taliö er að hann hafi vegið 787 karöt þegar hann fannst en þegar búið var að slípa hann til vó hann 280 karöt. En tU hans hefur ekki spurst í tugi ára. Kohlinor-steinninn á sér lengsta þekkta sögu af öllum frægum dem- öntum. Hans er fyrst getið í heimild- um árið 1304. Þá komst Sult Aladdin yfir Kohlinor-steininn hjá kónginum í Malowa en steinninn hafði verið í eigu ættar hans frá ómunatíö. Eftir það skipti þessi frægi steinn margoft um eigendur en hafnaði loks á Bret- lándi um miðja nítjándu öld. Þegar þangað kom vó hann 191 karat en var endurslípaður í London og eftir þaö vigtaði hann ekki nema 108 kar- öt. Nú skartar hann sem ein af gerse- munum í kórónu Elísabetar Eng- landsdrottningar. í dag leiða menn getur að því aö hann sé hluti af Mog- ul-steininum. Cullinan-demanturinn fannst árið 1905 í Suður Afríku. Þegar hann fannst vó hann hvorki meira né minna 3.106 karöt.En honum var skipt í 9 minni demanta. Þessir ein- stæðu demantar tilheyra einnig bresku konungsíjölskyldunni, enda hefur hún komist yfir marga af fræg- ustu demöntum heims. Burton/Taylor demanturinn Sá demantur sem flestir muna sennilega hvað best eftir er demant- ur sá er Richard Burton gaf Elísa- betu Taylor í morgungjöf þegar þau giftust í fyrra sinniö. Sá demantur fannst áriö 1966 og vó 240 karöt þegar hann fannst. Hann var slípaður í dropaform, sem er ein gerð brilliant slípunar. Að lokinni slípun vó hann 62,42 karöt. Hann var seldur á upp- boði í New York árið 1969 á rúma milljón dollara. Stuttu síðar keypti Burton demantinn og gaf Elísabetu hann og eftir þaö fékk hann viður- nefniö Burton/Taylor demantur. Enn þann dag í dag veit enginn hvað Burton gaf fyrir demantinn. Ekki greiddur tollur af demöntum Það eru ekki ýkja mörg ár síðan farið var að selja demanta hér á landi. Fyrst þegar farið var að selja þá hérlendis voru þeir með 40% toll- um en nú eru þeir ekki lengur tollað- Þeir demantar, sem seljast mest hér á landi, eru yfir- leittfrekar litlir. DV-mynd JAK En hægt er að fá shka skartgripi allt frá því um 10 þúsund krónur og upp í fleiri tugi og hundruð þúsunda króna. Yfirleitt eru demantsskart- gripir smíðaðir úr hvítagulli en ekki rauðagulli, þó slíkir gripir séu einnig til. Alls kyns skartgripir eru smíðaö- ir úr demöntum, má þar nefna eyrna- lokka, hálsmen, armbönd og hringa. Svo eru þeir að sjálfsögðu notaöir til að skreyta með krúnur kóngafólks- ins. Sumir „fjárfesta" í demöntum og kaupa þá bara steinana. Þetta er ágætis íjárfesting því demantar halda verðgildi sínu. Þetta er, eins og áður sagði, hrein náttúruafurð og einhvern tímann kemur að því að þeir verða uppurnir í náttúrunni. Þá verður ómögulegt aö gera sér grein fyrir því hvert verðgildi steinanna getur orðið. Reynt hefur verið að búa demanta til á tilraunastofum en það hefur enn ekki tekist. Fyrir rúmum þrjátíu árum tókst bandarískum vísinda- mönnum þó að búa til örsmáa gervi- demanta úr grafíti. Slíka demanta hefur þó ekki enn tekist að framleiða það stóra að hægt sé að nota þá í skartgripi en þeir eru notaðir í iðn- aði, við skurð og slípun af ýmsu tagi. En hvað sem slíkum tilraunum líður þá munu slíkir gervisteinar þó að öllum líkindum aldrei ná verðgildi ekta demanta. -J.Mar (Heimildir: Efniö, Alfræðisafn AB, Encyclopædia Britannica og fleiri) TREXI SUMAtt HÚSIB. Gólfefni. ! Tré-x framleiðir spónparket sem er tilvalið í sumarhúsið. Tré-x spónparket er framleitt í tveimur þykktum 12 og 22mm. Tré-x spónparket er sterkt, rakahelt og auðvelt að leggja. , ' ■ | Vegg- og loftakkeðningar. Tré-x hefur á boðstólum margvíslegar klæðningar fyrir sumarhúsið. Utanhúss: Krossviður eða panell í fjölbreyttu úrvali. Innanhúss: Furu- eða greni- panell, spónlagðar eða hvítmálaðar þiljur, Tré-x milliveggi sem eru einangraðir og tilbúnir til uppsetningar. Innihurðir. HjáTré-x getur þú valið um 20 tegundir af innihurðum. Furu fulningahurðir, hvítmálaðar innihurðir, spónlagðar innihurðir, lakkaðar eða ólakkaðar, með eða án karma. mi Ævintýri fyrir þá sem vilja smíða sjálfir. í 1001 getur þú keypt ólakkað efni í stól, borð, hillur og skápa, síðan er það í þínum verkahring að koma hlutunum saman á réttan hátt. 1001 er hobbyefni fyrir þá sem vilja spara og smíða sjálfir. AllarTré-x vörumareru afgreiddar af lager. Gott verð og greiðsluskilmálar. Hafðu samband við sölu- menn í síma: 92 - 1 47 00. m Mtmm 3 m _ m mmm. v c: IÐAVÖLLUM 7, 230 KEFLAVÍK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.