Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Page 2
Fréttir LAUGÁRDAGUR lá JÚLÍ 1988. - DV Sviptir leigubflaleyfinu: Geta samt keyrt leigubíl „Þessar reglur eru fáránlegar. Mennirnir eru sviptir atvinnuleyf- inu af því að þeir eru orðnir 75 ára en það er ekkert sem mælir gegn því að þeir geti keyrt síðan leigubíl í af- leysingum þvi þeir halda meiraprófs- vottorðinu. Þeir geta þannig keyrt rútu og steypubíl í atvinnuskyni en ekki leigubil. Auðvitað ætti að svipta menn meiraprófmu en ekki bara at- vinnuleyfinu," sagði leigubílstjóri sem DV ræddi við í gær. Eins og áður hefur komið fram voru 26 leigubílstjórar sviptir leyfi til að aka leigubíl í atvinnuskyni vegna þess að þeir höfðu náð 75 ára aldri. Þetta er gert í samræmi við reglugerð samgönguráðuneytisins og umsjónamefnd leigubifreiða fylg- ist með. Starfsmaður hjá Frama, félagi leigubifreiðarstjóra, sagöi að þær reglur sem giltu um afleysingamenn væru þær að þeir þyrftu að hafa hreint sakavottorð og meirapróf. Þaö væri hins vegar leyfishafmn sem réði afleysingamann á bílinn. Richard Björgvinsson, formaður umsjónarnefndar leigubifreiða, sagði að það væri mjög einföld lög- skýring á reglugerðarákvæðinu; menn mættu ekki keyra leigubifreið í atvinnuskyni þó að þeir væru í af- leysingum ef þeir gætu ekki fengið leyfi vegna aldurs. Þegar Richard var spurður um það hvort slík lögskýring bryti ekki í bága við almenna jafnræðisreglu borgaranna, aö réttiir manna með meirapróf væri hinn sami burtséð frá aldri, sagði hann: „Þetta er auðvitað hægt að tína til á mörgum sviöum í þjóðlífinu. Svona mál hefur ekki komið til kasta nefnd- arinnar ennþá en þau eiga sjálfsagt eftir að gera það einhvem tíma. Ann- aöhvort sem kæra eða á annan hátt.“ JFJ Albert Guðmundsson var i fyrradag sæmdur foringjanafnbót í frönsku heiðursfylkingunni sem er sérstakur heið- ur. „Frakkar hafa veriö ansi rausnarlegir við mig, þetta er fjórða orðan sem ég fæ frá þeim,“ sagði Albert og bætti við að Frakkar mætu þessa orðuveitingu meira en flestar aðrar þjóðir. Það er Frakkiandsforseti sjálfur sem veit- ir þessa oröu. Albert hefur einnig fengið orðu á Ítalíu og þá hefur hann fengið islensku fálkaorðuna. Að sögn Alberts veitir orðan ýmis sérréttindi enda fellur þessi orða fáum i skaut. Á myndinni sést Pierre Schmit, foringi í frönsku heiðursfylkingunni, sæma Albert orðunni. DV-mynd KAE Einar Jónsson kaupmaður: Aldrei verið lægra verð á laxinum „Ég man aldrei eftir lægra verði á laxi út úr búð. Verðið á laxi er svipað í dag og það var þegar það var lægst í fyrra. Það þýðir aö laxinn hér á landi hefur stórlækkað frá í fyrra,“ sagði Einar Jónsson kaupmaður í samtali við DV. „Þetta er einfaldlega vegna þess að það er offramboð á laxi.“ Einar sagði að hann seldi Hvítárlax í búð sinni og hefði gert það undan- farin ár. Kflóið af heilum laxi í Nóa- túni kostar 425 kr. en í sneiöum 455 kr. „Þegar við byijuðum að selja lax í vor kostaði kflóið um 1000 krónur en hefur fariö hríölækkandi síðan. Það er ekki óliklegt að hann lækki enn Það hefur aldrei fengist meira af laxi og hann hefur aldrei verið ódýr- ari, segir Einar Jónsson kaupmaður. meira á næstunni vegna þess að það er hægt að fá lax hvar sem er og hvenær sem er,“ sagði Einar. -GKr Áfram landris við Kröflu: Eitthvað hlýtur að láta undan „Þetta er orðið svo ansi mikið að það hlýtur eitthvaö að láta undan, hvort sem úr verður eldgos eða kvikuhlaup. Ég get hins vegar ekki sagt hvenær eitthvað gerist," sagði Ármann Höskuldsson, jarðfræðing- ur í Mývatnssveit. Land heldur áfram að rísa við Kröflu. Ármann Pétursson, bóndi í Reynihlíð, sem sér um mælingar seg- ir að land rísi um 2 sentímetra á viku á Leirhnjúkssvæðinu. „Menn óttast gufusprengingar þegar kvikan kem; ur upp í jarðvatnið. Ef eldgos er á leiðinni fáum við yfirleitt 3-4 stunda fyrirvara þegar land sígur aftur á meðan eldgígurinn er að brjótast upp. Þetta höfum við ekkert orðið varir við,“ sagði Ármann Pétursson. JFJ Tilraunabúið á Stóra-Áimóti: Föst greiðsla í stað tímakaups - kemur í veg fyrir gjaldþrot Tflraunabú Búnaðarsambands Suðurlands hefur átt í erfiðleikum með reksturinn. Búiö flutti fyrir nokkru frá Laugardælum, þar sem það leigði aðstöðu, að Stóra-Ármóti í Hraungerðishreppi en búnaðar- sambandið fékk jörðina þar geflns undir tilraunastarfsemi. Til að bæta reksturinn hefur komið fram hugmynd um fasta greiðslu fyr- ir þau verk sem þarf að vinna, þaö er ákvæðiskerfi, í stað þess aö vera með tímalaunakerfi. Reksturinn yrði þannig í höndum verktakanna. DV hafði samband viö Svein Sigur- mundsson, framkvæmdastjóra Bún- aðarsambands Suðurlands. „Það hefur verið á brattann að sækja. Við misstum framleiðslurétt- inn úr höndunum þegar við fluttum frá Laugardælum en gátum keypt helming hans af eigandanum sem er Kaupfélag Ámesinga. Uppbyggingin hefur verið dýr og launakostnaður hefur verið mikill. Vinnudagur er langur og því mikið um álagsgreiðsl- ur. Við reyndum því aö reikna út hvað viö gætum greitt fyrir vinnuna á búinu miðað við ákveðnar forsend- ur og komumst að ákveðinni niður- stöðu. Voru gerð drög aö samningi og mögulegt aö tveir vinnumanna á búinu í dag taki verkið aö sér.“ Ekki er vitað tfl að fyrirkomulag þetta fyrirfinnist annars staðar á tfl- raunabúum en Sveinn segir þetta vera sama kerfiö og bændur búi í raun við. Með ákveðinni mánaðar- greiðslu lækki launakostnaður og ýmis launatengd gjöld en mötuneyt- is- og ferðakostnaður hverfur. Valdimar Ágústsson er annar þeirra sem mögvflega taka verkin á búinu að sér og er ekki viss um aö mikið verði á þvi að græða, miðað viö laun síðasta árs og verðbólguna. „Það má kalla þetta hálfgert hug- sjónastarf en peningar eru ekki ailt. Við lærum heilmikið á þessu. Viö þurfum að leggja heflmikið á okkur, vinnum allt árið og missum öll frí. Þetta ætti þó að minnka launakostn- að búsins um helming og forða því frá gjaldþroti sem blasir við við nú- verandi launakerfi.“ -hlh T---- i>6s»< Simaklefinn í miðbæ Kópavogs sem ekki hefur tengio ao vera i trioi tyrir skemmdarvörgum. Nú vona bæjaryfirvöld að fólk sýni sinn betri mann og hann fái að standa enda er þetta lokatilraun. DV-mynd KAE Símakiefi í Kópavogi: Síöasta tilvaunin „Við höfum verið að snyrta og fegra miðbæinn og vonum að það hafi bætandi áhrif á bælda skemmd- arhneigð þess fólks sem svona gerir. Ég vona að þetta fari nú ekki að mis- takast einu sinni enn því þetta verð- ur síðasta tilraunin," sagði Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri í Kópa- vogi. 1 miöbæ Kópavogs hefur nú verið sett símtæki í símaklefann að nýju- Símtæki hefur verið þar áður en hef- ur aldrei fengið að vera í friði fyrir skemmdarvörgum og hefur verið skemmt margoft. „Þetta hefur verið eyðilagt margoft en nú er þetta lokatilraunin og við vonum að fólk sýni sinn betri mann og láti símaklefann í friði, ef ekki þá verður þama ekki símaklefi í fram- tíöinni,“ sagði Kristján Guðmunds- son. JFJ VIDEO - ITi í nýjasta hefti Lögbirtingablaös- ins má sjá að bú Ásbjamar K. Mort- hens, sem er auðvitað enginn ann- ar en Bubbi Morthens, verður tekið til gjaldþrotaskipta 4. október. Er þeim sem eiga kröfu i búið ráðlagt að lýsa eftir kröfum sínum. Haft var samband við Bubba og hann spuröur um ástæður þess að svo væri komið: „Það kemur þér ekki við,“ var það eina sem Bubbi vildi segja um málið. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.