Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Page 12
12 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. íslensk listakona í Bandaríkjunum: - Rabbý Ragnarsson er fyrsti glerlistarmaðurinn sem heldur sýningu í Hudson River Museum í New York Ragnhildur Agústsdóttir Ragnars- son, sem alltaf er kölluð Rabbý, er glerlistarkona búsett í Larchmont í West-Chester í New York ríki, skammt norðan við New York borg. Þann 26.júní síðastliðinn opnaði hún sýningu á verkum sínum í Hudson River Museum í Yorkers, rétt utan viðNewYorkborg. Hudson River Museum er mjög þekkt og virt listasafn í New York og þykir mikill heiður fyrir lista- menn að fá að sýna verk sín þar. Sýning Ragnhildar er sérstök meðal annars fyrir.þær sakir að hún er fyrsti glerlistarmaðurinn sem fær inni með verk sín í safninu. Ragnhildur er gift Kristjáni Ragn- arssyni lækni. Kristján er prófessor og deildarforseti við endurhæíingar- deild Mount Sinai sjúkrahússins í New York og hefur einnig yfirumsjón með endurhæfmgu á þremur öðrum stórum sjúkrahúsum í New York. Ragnhildur og Kristján eiga fjórar dætur sem allar tala góða íslensku. Elst er Hólmfríður Hildur, 21 árs, sem stimdar nám í sjúkraþjálfun við Colorado háskóla. Næst er Vigdís Vaka, 16 ára, sem í sumar vinnur við að aðstoða fatlað fólk í sumarbúðum í Connecticut ríki. Þórunn Lára, 15 ára, starfar við sundlaugamar í Laugardal í sumar og sú yngsta, Kristín Ásta, er funm ára og sómir sér vel sem heimasæta á heimili for- eldra sinna. DV staldraði við á glæsilegu heim- ih þeirra hjóna um síðustu helgi og spjallaði við Ragnhildi um hf hennar oglist. Skermagerð í uppvextinum „Faðir minn var Ágúst Jónsson frá Varmárdal á Kjalarnesi. Hann og bræður hans voru mikhr glímukapp- ar og hestamenn. Faðir minn var lögreglumaður og starfaði í rann- sóknarlögreglunni frá stofnun henn- ar. Þegar hann var um sextugt hætti hann lögreglustörfum og setti á fót verslun með móður minni og versl- uðu þau með skerma og leikfóng. Hann var síðan með heildsölu. Það var mikih kraftur í föður mínum og ahtaf var hann að taka upp á ein- hverju nýju. Þegar hann var sjötugur byrjaöi hann að mála og aldrei var hann aðgerðalaus. Móðir mín heitir Oddfríður Jónsdóttir og er úr Reykjavík en ættuð frá Hellu í Land- eyjum. Hún rak skermagerð sem hún var með heima og var alltaf með nokkrar konur vinnandi þar. Ég ólst upp við það að alltaf var eitthvað aö gerast á heimihnu. Pabbi vann líka við skermagerð. Hann bjó til perga- mertskerma og málaði síðan á þá. Skermarnir hennar mömmu voru ákaflega sérstakir silkiskermar, sem mikil vinna var lögð í, með kögri og púfíi. Ég tók þátt í starfi foreldra minna og var alltaf annaðhvort að sauma eða hjálpa til við að búa til sólir en það voru skermar sem voru festir á loftljós. Það var oft sem fólk kom með grindur og einnig seldu þau skerma í lampabúðir í Reykjavík. Ég hef aha tið haft óskaplega gaman af vinnu með höndum og sæki það vafa- laust til foreldra minna. Ég hef líka ahtaf haft ánægju af því að teikna og það er ákaflega þýðingarmikið þegar kemur að glerlist. LeikuráNesinu Ég á eina alsystur. Díana systir mín býr í Mosfehsbæ. Hún er gift Einari Þór Einarsyni. Þar hefur hún fjóra hesta og ríður út nær daglega. Við ólumst upp á Seltjarnarnesinu. Þar var mikið frjálsræði og maður var alltaf úti að leika sér og mikið niðri við sjó að veiða. Bestu vinkonur mínar þar voru þær Þórunn og Ingi- björg Hafstað. Þórunn býr í Noregi og Ingibjörg í Reykjavík og kennir við Menntaskólann í Hamrahhð. Það er skemmtileg saga að segja frá þegar þær systur, fjögurra tfí fimm ára gamlar, voru nýfluttar frá Rúss- landi. Faðir þeirra, Sigurður Hafstað, var i utanríkisþjónustunni og hafði starfað í Moskvu í nokkur ár. Þeim fannst aht mjög kostulegt á íslandi ogeittafþvísemþærvorualveg . yfir sig hissa á var hve skógarnir voru skrýtnir á íslandi og að það skyldi fiskur hanga niður úr hveiju tré. Þetta voru þá fiskitrönurnar á Seltjamarnesinu sem þær voru að tala um. Þær voru mínar bestu vin- konur en fluttu síðan til Noregs um það leyti sem við Þórunn fermd- umst. Ég gekk í Mýrarhúsaskóla sem þá var í htlu húsi sem nú er notaö fyrir bæjarskrifstofur. Eftir Mýrar- húsaskóla fór ég í gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Að honum loknum fór ég að vinna á röntgendehd Land- spítalans í eitt ár eða þangað tU ég fór að læra hjúkrun í Hjúkruna- rskóla íslands. Þar var heimavist og á henni þurftu allir að búa. Ég var trúlofuð, við Kristján kynntumst þegar viö vorum aðeins 16 ára en ég var 18 ára þegar ég byijaði í hjúk- runarnámi. A þessum tíma þótti það ekki gott að vera trúlofuð og hefja- nám í hjúkrunarfræði. Þá áttu konur að fara í hjúkrun af köllun en ekki hugsa um karlmenn eða hjónaband. Ég man þegar ég sótti um inngöngu í skólann og fór í viðtal tU skólastjór- ans, þá hafði ég höndina í vasanum. Ég ætlaði ekki að láta það komast upp aö ég væri trúlofuð. Strangur hjúkrunarskóli Skólinn tók þijú ár og þijá mán- uði og það var mjög skemmtilegur tími. Reglurnar á heimavistinni voru mj ög strangar og við urðum alltaf að vera komnar inn fyrir miðnætti. Það þarf ekki að taka fram að karl- menn voru algjörlega bannaðir á heimavistinni. Til dæmis fékk Kristj- án ekki að koma inn í það allra heil- agasta fyrr en í útskriftarboðinu. Þá vorum við reyndar gift en ég fékk að flytja út þegar við giftum okkur. Við vorum 23 bekkjarsystur og ég held að aðeins tvær séu ekki starf- andi við hjúkrun í dag.“ - Síðanfórstubeintíframhalds- nám? „ Já, ég fór í framhaldsnám á skurð- deUd Landspítalans. Við vorum íjór- ar saman í því námi. Eftir fram- haldsnámið vann ég í nokkur ár á skurðdeUd Landspítalans eða þangað til við Kristján fórum út til Ameríku áriö 1970. Fyrsta árið okkar hér í Ameríku var ég að vinna á spítala í New Britain í Connecticut en þar hafa margir íslenskir læknar verið í framhaldsnámi. Svo ákvað ég að drífa mig í að eignast þau börn sem ég ætlaði að eignast svo ég gæti fariö að starfa við hjúkrun þegar ég kæmi afturtUÍslands.“ Skemmtilegt að teikna - En á þessum tíma ertu farin að fá áhuga á listinni? „Já, jafnvel þegar ég var í hjúkr- unarskólanum hafði ég alltaf mjög gaman af því aö teikna og var í teikni- tímum á kvöldin í Ásmundarsal. Ég að þegar annar aðihnn vinnur svo langan vinnudag þá lendir það á hin- um aö sjá um heimihð og þess háttar. Foreldrar og skólinn Síðan fórum við heim tU íslands í eitt ár. Þegar við komum til baka byijuöu stelpumar í skóla og ekki var hægt annað en að aöstoða þær við skólagönguna. Hér taka foreldrar miklu meiri þátt í skólagöngu barna sinna en þekkist heima á íslandi. Ég hjálpaði til í skólanum í mörg ár. Ég hef hka starfaö við kirkjuna okkar. Kirkjustarfið kom til vegna þess að hér er engin kristinfræði kennd í skólum eins og heima á íslandi. Ef maöur vUl að börnin fái einhveija kennslu í kristinfræði þá verður að senda þau í sunnudagaskóla kirkj- unnar. Það eru sjálíboðahðar sem kenna viö sunnudagaskólann og vinna eiginlega öU önnur störf í kirkjunni, að prestinum undanskild- um. Auövitað er ekki hægt að setja þijá krakka 1 sunnudagaskólann og leggja svo ekki neitt af mörkum sjálf- ur. Kirkjan á mun ríkari þátt í lífi fólks hér en heima á íslandi. Það er oft kirkjan sem veitir fólki félagslegt aðhald og stúðning og kemur að vissu leyti í stað fjölskyldunnar. Söfnuðirnir eru mjög virkir í starfi sínu hér. Safnaðarmeðlimir vinna í sjálfboðavinnu í mötuneyti heimUis- lausra, fara með mat til aldraðs fólks sem ekki kemst út og vinna óteljandi önnur störf. Starfaði sem „öldungur“ Ég starfaði heilmikið með söfnuð- inum og hafði í þijú ár yfirumsjón með leikskóla sem er á vegum kirkj- unnar og í eru 70 börn. Þetta var heUmikU virðingarstaða því til að gegna henni þurfti maður að vera „öldungur" í kirkjunni. En þaö er æðsta staða sem safnaðarmeðlimur getur haft. Þessi störf í skólanum, kirkjunni og á heimihnu gerðu þaö að verkum að ég hafði meira en nóg fyrirstafni. Það eru mismunandi hvaö hæfir manni á mismunandi tíma í lífi manns. Þar kom að ég fann að ég vildi gera eitthvað annað. Þá var um LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Laugavegi 178 • Reykjavík • Simi 685811 ' Rabbý við nokkur verka sinna. Lampinn, eins og sést á myndinni, hefur verið mjög eftirsóttur og annar listakonan ekki eftirspurninni. Verk sem þessi eru á sýningu hennar í Hudson River Museum. held að öh hstsköpun sé mjög rík í íslendingum. Þetta má kannski rekja th skólakerfisins enda erum viö látin læra hannyrðir í mörg ár. í Ameríku er þetta ólíkt. Eftir að ég kom hér út má segja að það hafi orðið hlé á hstinni. Eg var að vinna hér fyrstu árin og síðan eignaðist ég tvö böm með árs millibili. En ég hafði nóg aö gera aö sjá um dætur okkar sem orðnar voru þijár. Kristján vann frá 5 á morgnana th sjö á kvöldin eins og hann gerir í dag. Það er sjálfgefiö Fyrsta verkið sem Rabbý prófaöi að vinna úr ólituðu gleri voru hurðirn- ar að vinnuherbergi hennar. Hins og sjá má hefur verkið tekist mjög vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.