Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. - Af vöxtunum skulið þér. Kæri vin! arbúsins víst eineöngu háð eengi að ríkisstjórnin átti eins árs af- . Reykjavík 11. júlí Það var leitt að heyra að þú skul- ir ekki hafa efni á að skreppa heim í sumar. Ef þeir sem geta legið uppi á vinum og ættingjum hafa ekki efni á að dvelja hér í tvær vikur þá veit ég ekki hvernig við sem búum hér fórum að því að komast af árið um kring. En einhvem veg- in skrimtum við samt, líka þeir sem skulda svo mikið að þeir hafa ekki efni á að spara. En eins og ég hef sagt þér áður þá er einhver grósku- mesti atvinnuvegur á íslandi í dag að taka að sér að ávaxta sparifé fólks. Það linnir ekki auglýsingum frá aUs konar fyrirtækjum og stofn- unum sem auglýsa slíka þjónustu. Mér skilst að galdurinn sé fólginn í því að fá peninga hjá þeim sem eiga þá og lána til þeirra sem ekki eiga á mun hærri vöxtum. En það er nú svo að þótt stöðugt sé auglýst eftir eigendum peninga og þeim boðið gull og grænir skógar þá er aldrei auglýst eftir lántakendum, hvað þá að verið sé að bjóða þeim hin og þessi vildarkjör eins og gert er á hverjum degi í alvörulöndum. Þessi verðbréfamiðlun nútímans er auövitað af allt öðrum toga en hér áður fyrr þegar einstakiingar auglýstu að þeir tækju að sér að ávaxta sparifé fólks á „vinsælan og öruggan hátt“ og vora svo tekn- ir og dæmdir fyrir okur. Eða hvað heldur þú? Landsfeður era ekki með hýrri há þessa dagana þar sem fiskur hefur hrapað í verði í útlandinu og okkur er sagt að þetta þýði tekjutap uppá hundrað milljóna fyrir þjóð- arbúið. Slíkt muni skerða lífskjör allra landsmanna. Þetta er eflaust satt og rétt. Hitt hef ég aldrei skilið að þegar glutrast niður milljaröar hér innanlands er lítið sem ekkert á það minnst að slíkt hafi minnstu áhrif á lífskjörin. Milljarður týnd- ist víst í Útvegsbankanum og annað eins á að hafa fokið út í buskann meö flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ég hélt í einfeldni minni að þjóðin þyrfti að borga þessi ósköp en það hlýtur að vera misskilningur því ekki tala pólitíkusarnir um þetta sem nein áfóll. Enda eru áfóll þjóð- arbúsins víst eingöngu háð gengi Bandaríkjadollars og lækkun fisk- verðs í útlöndum. Það er að segja „ytri skilyrði“. En „innri skilyrði" era víst engin til. Enn er allt vitlaust í Fríkirkjunni vegna þess að séra Gunnar var rek- inn og sama ástand ríkir í Háskól- anum vegna þess að doktor Hannes Hólmsteinn var ráðinn. Nú vilja margir í Fríkirkjunni ráða Gunnar aftur en í Háskólanum vilja menn reka Hannes áður en hann byriar. Bréftilvinar Sæmundur Guðvinsson Ég var að velta því fyrir mér hvort ekki mætti slá tvær flugur í einu höggi með því að setja Hannes í Fríkirkjuna en Gunnar í Háskól- ann. Nemendur í stiómmálafræð- um hefðu eflaust gott af einhverri nasasjón af guðfræði og söfhuður- inn ekki síður af stjómmálafræði því alltaf er verið að tala um nauð- syn þess að kirkjan skipti sér meira af pólitík. En svo ég Ijúki nú þessu Hannesarmáli að sinni þá er orðið erfitt að vera menntamállaráöherra hérlendis. Það má hvorki reka menn né ráða án þess að allt ætli af göflunum að ganga og kærur hrannast upp. Ef ég á minnast á afmæli er rétt að ég segi þér frá því að ríkisstjórnin átti eins árs af- mæli á dögunum. Var mikið rætt um þreytulegt útlit afmælisbarns- ins. Um svipað leyti átti Bryndís Schram fimmtugsafmæli en engum datt í hug að orða þreytumerki á henni, enda hefur hún aldrei verið hressari en nú. Annars era allir sem vettlingi geta valdið í sum- arfríi um þessar mundir hingað og þangað um heiminn. Ég hitti kunn- ingja minn á dögunum sem var á leið til sólarlanda með allt sitt hyski. Þar sem hér er um sex manna fjölskyldu að ræöa en mað- urinn lágt settur hjá hinu opinbera varð mér á að spyrja hvernig hann hefði efni á þessu. Fékk þaö svar að fjármögnun væri ekkert vanda- mál. Konan hefði verið að fá lífeyr- issjóðslán á dögunum og mestur hluti þess færi til að greiöa ferðina. Ég benti honum á aö þetta yrði eflaust dýrasta sólarlandaferð í manna minnum því þau yrðu ára- tugi að borga hana upp gegnum líf- eyrissjóðinn og ekki væra þau lán gefin. - Blessaður vertu. Hér er allt orðið vitlaust hvort sem er þannig að úr þessu skiptir engu hvort við brennum peningana í sólinni suður frá eða sökkvum þeim í fenið hér, var þaö svar sem ég fékk. Svona geta nú auglýsingar verðbréfasal- anna, sem ég gat um í upphafi, far- ið gjörsamlega framhjá skynsam- asta fólki. Þama var ég næstum því byijað- ur aftur á verðbréfakjaftæðinu og bið þig forláts. Þá væri nú nær að segja þér að Karl Bretaprins ætlar að skreppa hingað í næsta mánuði og renna fyrir lax. Díana kemur ekki með þvi hún verður í sólinni á Mallorka á sama tíma. En KaUi er maður ábyrgur og lætur ekki sólarlönd glepja sig frá þeirri skyldu að afla björg í bú meö því að sækja lax j árnar á íslandi. Þeg- ar heipi kemur munu þeir feðgar, Karl og Filippus, síðan reykja lax- inn í konunglegu taði sem fengið er úr hesthúsum Önnu systur. Hef ég það eftir áreiðanlegum heimild- um að taðreyktur lax þyki lostæti í höllinni. Viö skulum bara vona að prinsinn verði ekki svo óhepp- inn að fá eldislax á öngulinn. Með bestu kveðjum. Sæmundur VAXTARSJOÐURI^ NÝR VERÐBRÉFASJÓÐUR STÍGUR SÍN FYRSTU SKREF ■NÝTT MET- KJARAÐRÉF VER06ÓLQA “AXVT - J Aætluðhækkuni .júlT f l! lí r \ / \/ ^ V □í / í \A / \/\ \/J ' V v' 1» COn Á S Ó N Ó J F 17 1868 ywt hrt tfw fnénnWlajt Ú Á M j J nMilWMnr. ái#unverótiyggöum % V/ það bil 15 þúsund íslendingar a treyst Fjárfestingarfélaginu ir sparifé sínu undanfarin ár! hafa fjárjest i Kjara- eru tryggðir gegn eiflum þjóðfélagsins jarabréfin stendur iðurinn bf.^tcersti idur landsil Þar af leiðandi bafa Kjarabréfin skitað umtalsverðum vöxtum umfram verðbólgu, eins og sést greiríilega á linuritinu. 1' BtonNGARFÉAGÐ Hafnarstræti 7,101 Reykjavík * (91) 28566 Kringlunni, 103 Reykjavík í (91) 689700 Ráðhústorgi 3,600 Akureyri s (96) 25000 ERÞAÐ 1EMXEDA2 A Sex manna landslið í skíðagöngu setti á dögunum heims- met í hjólaskíðagöngu - gekk sleitulaust 1: lOOOkm X: 1500 km 2: 2000 km B utogarinn Hafþór var tekinn að meintum ólöglegum veiðum á Dornbanka. Skipið var áður varðskip og hét þá 1: Óðinn X: Týr 2: Baldur G Þettaermerki 1: Flugfélags Norðurlands X: Arnarflugs 2: Flugfélagsins Ernis Þettaermerki 1: Dalvíkur X: Sigluíjarðar 2: Sauðárkróks Hér eru átta spurningar og hverri þeirra fylgja þrír mögu- leikar á réttu svari. Þó er aðeins eitt svar rétt við hverri spurn- ingu. Skráið niður réttar lausn- ir og sendið okkur þær á svar- seðlinum. Skilafrestur er 10 dagar. Að þeim tíma hðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll frá Póstversluninni Primu í Hafnarfirði. Þau eru: 1. Töskusett, kr. 6.250,- 2. Vasadiskó og reiknitölva, kr. 2.100,- 3. Skærasett, kr. 1.560,- C Hann heitir Norodom Sihanouk og til þessa hefur hann verið áhtinn hæfastur til að stjórna l:.Kambódíu X: Burma 2: Thailandi D Yitzhak Shamir er forsætisráðherra 1: Sýrlands X: Tyrklands 2: ísraels E Ólympíuleikamir í Seoul em hinir 24. í röðinni. Þeir hefj- ast í haust, nánar tiltekið 1: 17.september X: 17.október 2: 17. nóvember H Tvær kýr drápust nýlega af völdum eldingar í Leirársveit, nánar tiltekið á bænum 1: Lýsuhóh X: Sunnuhóh 2: Svarfhóh I Sendandi Heimili Rétt svar: A □ E □ B □ C □ D □ F □ G □ H □ í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en nýjar spumingar koma í næsta helgarblaði. Merkið umslagið: 1 eða x eða 2, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Vinningshafar fyrirl eða X eða 2 í níundu getraun reyndust vera: Gísh Jónsson, Hjarðar- haga 60,107 Reykjavík (tösku- sett), Stefán Jónsson, Bjarkar- braut 9,620 Dalvík (vasadiskó og reiknitölva), Ragna Svan- laugsdóttir, Sólheimum 23, Reykjavík (skærasett). Vinn- ingar verða sendir heim. Rétt lausn var 2-X-2-1-2-X-2-X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.