Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Qupperneq 24
24 Breiðsíðan Hafnarfjörður: Rekur útvarp í sjálfboðaviiimi „Ég verð að segja að það hefur gengið þokkalega að halda úti dag- skrá og hlustendafjöldinn fer vax- andi. Hins vegar hefur reksturinn kannski ekki gengið sem skyldi þar sem ég vonaðist til að viðbrögð aug- lýsenda yrðu betri,“ sagði Halldór Arni Sveinsson, útvarpsstjóri í Hafn- arfirði. Halldór Arni hefur rekið út- varpsstöðina í átta mánuöi með eigin fjármagni og sjálíboðavinnu. „Þetta er auðvitað strembið þegar maður vinnur fullan vinnudag fyrir utan rekstur útvarpsstöðvarinnar en það gengur,“ sagði Halldór Árni sem löngum hefur verið talinn bjartsýnn að þora í samkeppni við stóru út- varpsstöðvarnar á höfuðborgar- svæðinu. „Ég hef aldrei htiö svo á aö ég sé í samkeppm þar sem útvarp Hafnar- fjörður sendir út klukkutíma á dag, milli klukkan 18 og 19, og fjallar nær eingöngu um innansveitarmál. Þó hef ég fengið ótrúlega mikil viðbrögð frá nágrannasveitarfélögunum bæði Kópavogi og Garðabæ." Hahdór Árni sagði ennfremur að auglýsingamarkaður þessara sveit- arfélaga væri þéttsetinn þar sem væru bæjarblöðin. „Ég hef ekki farið út í að hggja í fólki og biðja um aug- lýsingar eins og aðrir gera,“ sagði hann ennfremur, en Hahdór Árni virinur á daginn sem auglýsinga- teiknari auk þess sem hann er frí- stundamálari. „Við héldum úti aukalegri dagskrá þegar haldið var upp á afmæli Hafn- aríjarðar og tókum upp mikið af efni sem viö sendum út eftir á. Ég hef orðið var við að margir bæjarbúar, sem misstu af hátíðarhöldunum, hafa fylgst með þeim í gegnum út- varpið og þaft gaman af. Þessar upp- tökur geta ennfremur nýst sem heimildir," sagðiHahdór. í vetur var dagskráin þriggja tima löng og voru þá dagskrárgerðarmenn í sjálfboðavinnu hjá Halldóri. Hann sagðist ekki vera í vandræðum með að fá fólk til starfa fyrir engin laun enda yrðu menn að gera sér grein fyrir að útvarpið væri rekið án tekna. „Skólarnir hafa sýnt útvarpinu mik- inn áhuga og ég átti gott samstarf við þá í fyrravetur. Ég vonast eftir að það samstarf haldi áfram í vetur og þá meö skipulögðum hætti. Nemend- ur í Flensborg hafa t.d. áhuga fyrir að halda úti kvölddagskrá þannig að þeir gætu nýtt þann tíma sem við erum ekki með í notkun.“ Hahdór sagði ennfremur að félaga- samtök sýndu stöðinni einnig áhuga og hafa mörg þeirra notfært sér að- stööuna. Hægt er að hringja í útvarp Hafnarfjörð og bera fram óskir eða ábendingar á útsendingartíma en fólk þarf þó ekki að vera hrætt um að það fari beint í loftið því svo er ekki. „Ég er ákveðinn í að halda stööinni áfram svo lengi sem ég get,“ sagði Halldór Árni en hann hafði ákveöiö fyrir sex árum að setja á stofn út- varpsstöð í Hafnarflrði þegar einka- leyfi Ríkisútvarpsins yrði aflétt. Hann stóð viö það og spilar nú létta tónlist og gefur hlustendum upplýs- ingar um innansveitarmál á hverjum virkum degi. ELA Þú ert 2000 krónum ríkari! Mikið líf og fjör var um síðustu helgi fyrir utan útvarpshúsið í Efstaleiti. Þar var Barnaútvarpið með dagskrá fyrir börn og unglinga og ýmislegt til skemmtunar gert. Meðal annars var farið í útreiðartúra á grasflötinni. Hér er ung stúlka, sem situr á hesti ásamt umsjónarmanni og við höfum einmitt valið ungu stúlkuna í hringinn að þessu sinni. Hún má því vitja peninganna sinna hér á ritstjórn DV, Þverholti 11. - ELA - DV-mynd GVA LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. Nú segja þeir að blóðflokk- ar manna geti sagttil um hvemig þeir eru. Til dæmis er fólk 10-blóðflokki glæsi- legt og kynþokkafúllt, 1A- flokki eftirtektarvert en oft hlédrægt, 1 B-flokki ástríðu- fullt, viðkvæmt en engu að síður skapmikið og í AB- flokki em „playboy'4 per- sónurnar sem gjarnan eru einnigótrúar. ★ ★★ Sú konunglega Fergie, sem hefur mátt þola á undan- fómum mánuðum að hafa óléttusýkií súkkulaði, hef- ur bætt á sig svo mörgum aukakflóum að aðrir Qöl- skyldumeðlimir í höllinni era famir að hafa verulega áhyggjur af útliti hennar. Hún líkist orðið fremur skriðdreka en ófrískri konu. Fergie á von á sér í næsta mánuði og væntan- lega verður hún þá sett í strangamegrun. ★ ★★ Og talandi um Fergie. Hún fékk amerískan innanhúss- arkitekt til að teikna upp og hanna svefhherbergi þeirra hjóna í nýrri íbúð þeirra. Það þótti Philip prins, eiginmanni Elísabet- ar, hins vegar fullmikil só- un og sló hnefanum í borð- ið. Hann vildi engan siíkan fígúrugang og það varð Fergie að sætta sig við. ★ ★★ Janni Spies kom blaða- mönnum aldeilis í opna skjöldu er hún tilkynnti brúðkaup sitt og Christian Kjær í ágúst. Eiginlega lék hún snilldarlega á ljós- myndara sem hafa elt hana á röndum allt frá því hún varð ekkja eftir Spies ferða- skrifstofukóng. Skandinav- ísku blöðin hafa mörgum sinnum gift Janni hinum og þessum milljónamær- ingum og sterkasti oröróm- urinn var um Svíann Gunnar Helström. En það var sem sagt Christian Kjær sem átti hug hennar og nú segist Janni vera búin að ákveða að eignast sitt fyrsta barn á næsta ári. ★ ★★ Liz Taylor er mikill mótor- hjólaaðdáandi og lætur sig miklu varða á hvaða tegund hún ekur um. Nú nýlega færði Malcom Forbes, vin- ur leikkonunnar, henni Hariey Davidson mótorhjól sem var sérsmíðað sérstak- lega fyrir Taylor. Ekki fylgdi sögunni hvað hjóliö kostaði en öruggt má teljast að það hafi verið einhverjar milijónir því Harley David- son mótorhjól eru þau dýr- ustuíheimi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.