Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Side 25
25 LAUGARDAGUR 16. JULÍ 1988. Breidsíðan ■ :: s iip <K , / * Það hefur sannarlega verið mikið um að vera hjá umferðardeild lögregiunnar í Reykjavik að undan- förnu. Menn hafa ekið of greitt um götur borgarinnar og þá er ekki að sökum að spyrja að þá verða ökumenn að láta sér lynda að vera stöðvaðir af lögreglumönnum og síðan þarf að greiða sektir. Ljósmyndari DV varð vitni að því einn góðviðrisdaginn fyrir stuttu að þrír bílar voru stoppaðir í einu af lögreglu á Hringbrautinni. Það má með sanni segja að nóg hafi verið að gera hjá lögreglunni þá stundina en er ekki kominn tími til að ökumenn átti sig á að götur borgarinnar eru ekki kappakst- ursbrautir. Betra er að aka samkvæmt löglegum hraða og spara sér í leiðinni nokkur þúsund krón- ur, auk þess sem menn geta þá væntanlega fækkað slysum í leiðinni. - ELA - DV-mynd S - staldrað við hjá Ásgeiri á Hvallátrum Annar tveggja íbúa á Hvallátrum, Ásgeir Erlendsson vita- vörður. Einu sinni var iðandi mannlíf á Hvallátrum við Látravík. Núna eru þar tveir á heimili ogíjórtán kindur eru allur bústofninn. Einu sinni var sigið í Látrabjarg og fimm trillur reru á fengsæl mið undir bjarginu. Núna sígur enginn í bjargið og sömu- leiðis er útgerðin aflögð. Ásgeir Erlendsson man tímana tvenna á Hvallátrum. Þar hefur hann búið alla sína tíö og verið vitavörður og veðurathugunarmaður í mörg ár. Þegar Ásgeir var unglingur bjuggu hátt í áttatíu manns í vestustu by ggð íslands. „Reykjavík hefur hirt allt þetta fólk,” segir Ásgeir, lágum rómi, og maður fær á tilfinninguna að eng- inn jarðneskur máttur fái tekið það aftur sem Reykjavík hefur einu sinni hirt. Ásgeir er heldur ekki bjartsýnn á aö heimaslóðimar haldist í byggð. Hann kemst brátt á níræðisaldur og allt sitt líf hefur hann mátt horfa upp á að fólki í sveitinni hefur fækkað jafnt og þétt. Maður verður svart- sýnn af minna tilefni. - Hér áöur kepptist fólk um aö komast hér að. Búseta á HvaUátrum tryggði fólki nægan mat og það þótti ekki lítið atriði fyrr á dögum. Plássið hefur aUtaf verið veitandi en ekki .þiggjandi, segir Ásgeir. Honum verð- ur rætt um samstöðuna sem ein- kenndi mannlífið á Hvallátrum og telur það furðu sæta hvað fólk var samstillt, sama á hverju gekk. Þaö reyndi líka á þolrifin að búa á þessum afskekkta stað. Um miðjan þriðja áratuginn hröpuðu tveir menn í bjarginu og fórust. Ásgeir segir að óhug hafi slegið á fólk við atburðinn og bjargsig hafi lagst af um nokkum tíma. Það sem bjargið gaf var snar þáttur í matarkosti heimamanna og reynd- ar líka nærsveitafólks því að eggin vom seld til byggðarlaga í grennd- inni. Það fór svo að bjargsig var tek- ið upp á ný og kunnátta og þekking á bjarginu kom sér vel dimman des- emberdag árið 1947. Breskur togari strandaði undir Látrabjargi og gátu skipveijar enga björg sér veitt. Allir karlmenn frá Hvallátrum tóku þátt í björgunarleiðangrinum sem talinn er frækilegt afrek. Tólf skipbrots- mönnum var bjargað í land og við ótrúlega erfiðar aðstæður var þeim komiðtilbyggða. Ásgeir tók þátt í björguninni og þekkir vel þá sögu. Hann segir hins- vegar fátt þegar tahð berst að at- burðinum 12. desember fyrir fjörutíu árum en bendir á næsta hús við sitt ogsegir: „Þórður Jónssonstjórnaði leiðangrinum, hann bjó þarna þang- að til hann lést í fyrra”. Þótt veður- barið andlitið sé sviplaust má heyra söknuðíröddinni. Við spjöllum um daginn og veginn og dóttir Ásgeirs, Guðbjörg, reiðir fram kaífi og brauð í lítilli en vist- legri stofu. Guðbjörg segist ekki vilja láta hafa eftir sér neitt í fjölmiðlum og fær hún að ráða því. Talið berst aö stjórnmálum og Ásgeir ber saman ólíkatíma. - í gamla daga komu stjórnmála- menn á hvert heimili og ræddu við fólkið. Þingmenn hafa fjarlægst okk- ur og gefa sér ekki tíma til aö kynn- ast högum landsmanna. Við erum líka búin að tapa þessum driftar- mönnum á borð viö Héðin Valdi- marsson, Ólaf Thors og Bjama Bene- diktsson. Þeir eru ekki margir í dag sem hægt er að bera traust til. Viö göngum út úr litla bæjarhúsinu niður í fjöru. Ásgeir bendir á Látra- bjargið þar sem það lúrir saklaust í fjarska með þokuslæöing til skrauts. - í vitanum á bjarginu sé ég til átta fjalla. Hann er lítill, heimurinn minn, en hann er fallegur. pv SumarstúlkaVestmaraiaeyinga: „Fær frítt inn á þjóðhátíð^ „Viö Eyjamenn höfum vahð sum- arstúlku á hveiju sumri í nokkur ár en hún hefur engum skyldum að gegna,“ sagði Bylgja Dögg Guðjóns- dóttir, 21 árs Vestmannaeyingur, sem valin var sumarstúlka um síð- ustu helgi. „Þetta var afskaplega einfalt fyrirkomulag og við þurftum htinn undirbúning," sagöi Bylgja ennfremur. Fjórar stúlkur á aldrinum 19-24 ára tóku þátt í keppninni og var tilkynnt um sigurvegara á dansleik í Skansin- um. „Við fengum allar helgarferö til Reykjavíkur fyrir þátttökuna, auk þess sem ég fékk ilmvatn, fataúttekt og frítt inn á þjóðhátíðina. Undirbún- ingur fyrir hátíðina er einmitt að komast í fuhan gang og menn hér orðnir mjög spenntir," sagði hin ný- kjörna sumarstúlka. Ekki sagðist hún þurfa að gera neitt á þjóðhátíðinni þótt hún heföi hlotið titihnn. „Hvað ætti það svo sem að vera?“ spurði hún. Bylgja er einhleyp og starfar í matvöruverslun á daginn og sjoppu á kvöldin. Hún sagðist þvi eiga htinn tíma fyrir áhugamál. „Þau eru hvort eð er eng- in sérstök. Ég hef bara gaman af því að hitta kunningja mína þegar ég á frí,“ sagði hún. Bylgja sagði að hún hefði verið beðin um að taka þátt í sumarstúlku- keppninni og ákvað að slá til. „Það var spennandi að vera með en ég gæti ekki hugsað mér að taka þátt í fleiri slíkum keppnum. Ég er ahs engin týpa í það,“ sagði hún. Bylgja sagði að Eyjamenn hugsuðu nú nær eingöngu um þjóðhátíðina og væri mikil tilhlökkun. „Bæjar- bragurinn breytist alltaf þegar þjóð- hátíð nálgast," sagði Bylgja Dögg, sumarstúlka Vestmannaeyinga. -ELA Bylgja Dögg var kjörin sumarstúlka Vestmanna- eyinga um síðustu helgi. DV-mynd Ómar Garð- arsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.