Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. Popp J acksonæði ríður yfir Bretland - heimsferðin endar í Japan um jólin Þeir eiga vart orð sem séð hafa Michael Jackson á sviði í Evrópu- ferðinni. Hópur íslendinga fór á hljómleika stjörnunnar í Hamborg á dögunum. Landa vora skorti lýs- ingarorð að tónleikunum afstöðn- um. „Maður reiknar auðvitað með einhverju stórkostlegu en það reynist vera tíu sinnum betra. Maðurinn er einfaldlega snilling- ur,“ sagði einn Hamborgarfaranna. Hljómleikaferð Jacksons um Bretlandseyjar hófst á fimmtudag- inn var meö tónleikum á Wembley. Löngu er uppselt á alla konsertana í Bretlandi, sem og viðbótarkonsert að Milton Keynes. Ekki reyndist unnt að fjölga hljómleikum á Wem- bley, sem tekur 72.000 manns, þar eð leikvangurinn er búinn með hljómleikakvótann þetta árið. Vegna íbúa í grenndinni má ekki halda nema vissan fjölda hljóm- leika á ári. Alls er talið að um milljón manna muni sjá og heyra Michael Jackson að þessu sinni. Tekjur stjörnunnar af hljómleikaferðinni um Bretland verða sennilega um sem nemur milljarði króna. Alls kostar um 1200 krónur á Wembleytónleikana. Miðaverð á svörtum markaði er um sex þúsund. Ferð Jacksons um heiminn til að fylgja eftir LP plötunni Bad hófst í Japan í september í fyrra. Nú hefur verið ákveðið að enda forina einnig þar eystra. Jackson heldur sex tón- leika í Japan um jólin. Allir verða þeir á stað í Tokyo sem rúmar um 45.000 manns. í upphafi heimsferð- arinnar í Japan kom Michael Jack- son fram á fjórtán hljómleikum og skemmti um 450.000 manns. Nú eiga sem sagt um 250.000 Japanir til viðbótar kost á að sjá þessa mestu poppstjörnu samtímans. Michael Jackson. Þeir sem séð hafa hann á tónleikum eiga vart orð til að lýsa hrifningu sinni. Bjartmar á Austur- og Norðurlandi Bjartmar Guðlaugsson er þessa dagana á hljómleikaferð um landið. Ferðin hófst þann sjötta þessa mánaðar á Höfn í Homafirði. Það- an lá leiðin til Djúpavogs og síðan áfram á Austfirðina. Annað kvöld kemur Bjartmar fram á sumar- hátíð U.Í.A. á Eiðum. Tónleikaferðin stendur í raun og vera út ágústmánuö. Fyrri helm- ingnum lýkur þó þann 26. Þá kem- ur Bjartmar fram í Grímsey. „Ég tek mér frí yfir verslunar- mannahelgina og byija svo aftur í ágúst,“ segir Bjartmar. „Þá fer ég á Vestfirði, Vesturland, Suöurland og hluta Norðurlands." Er hljómleikaferðinni lýkur hefst vinna við næstu plötu Bjartmars. Áætlað er að hún komi út snemma vetrar. Síðasta plata Bjartmars, í fylgd meö fullorðnum, kom út fyrir síðustu jól. Hún seldist í hátt á annan tug þúsunda eintaka. „Ég ætla að hafa nýju plötuna rokkaðari en í fylgd með fullorön- um,“ segir Bjartmar. „En stefnan Bjartmar Guölaugsson byrjar ó nýrri þlötu i september er hljómleikaferð- inni lýkur. DV-mynd er að hafa hana dálítiö skemmti- lega líka!“ Bjartmar verður á eftirtöldum stöðum út júlí: 17.júlí Sumarhátíð U í A á Eiðum 19. júlí Grenivík 20. júlí Hrísey 21. júlí Akureyri (Dynheimar) 22. júlí Dalvík 24. júlí Akureyri (Sjallinn) 25. júlí Ólafsfjörður 26. júlí Grímsey Motown hljóm- plötuútgáfan seld Þá hafa orðið kaflaskil í sögu banda- rísku Motown hljómplötuútgáfunn- ar. Berry Gordy, stofnandi og aða- leigandi fyrirtækisins, seldi á dögun- um sinn hlut. Kaupendur vorumarg- ir en stærstan hlut eiga nú MCA Records og fjármögnunarfyrirtækið Boston Ventures. Gordy fékk 61 milljón dollara fyrir fyrirtækið. Motown var um skeið stærsta fyr- irtæki Bandaríkjanna í eigu blökku- manns. Berry Gordy stofnaði útgáf- una 1959. Hann vann þá hjá bílafram- leiðanda í Detroit og samdi lög. Gordy fékk lánaða 700 dollara hjá systur sinni til að hefja hljómplötu- útgáfu og hefur svo sannarlega ávaxtað sitt pund eöa öllu heldur dollar á tæpum þrjátíu árum. Þegar vegur Motown var sem mest- ur gaf fyrirtækið út plötur Diönu Ross og The Supremes, Four Tops, Stevie Wonders, Temptations, Mörthu & The Vandellas, The Con- tours og fleiri góðra þeldökkra tón- listarmanna. Á síðustu árum hallaði nokkuð undan fæti. Stjömumar sömdu við önnur fyrirtæki. Stevie Wonder er þó enn hjá Motown sem Berry Gordy uppgötvaði Stevie Wonder tíu ára gamlan og gerði við hann plötusamning. Wonder er enn á mála hjá Motown útgáfunni. og Smokey Robinson sem var stjórn- arformaður fyrirtækisins síðast þeg- ar fréttist. Með því að Berry Gordy er búinn að selja fyrirtækið sitt má segja að lokið sé sögu stærstu óháðu hljóm- plötuútgáfunnar í Bandaríkjunum þar eð nú spyrðist hún væntanlega við MCA. Sólóplata væntan- leg frá Tom Petty Ný plata er á næstu grösum með Tom Petty. Þó svo að hann hafi hljómsveitina sína, Heartbreakers, ekki til fulltingis að þessu sinni er of mikið að segja aö hann sé einn Helgarpopp Ásgeir Tómasson síns liðs. Með honum stýrðu upptök- um þeir Jeff Lynne og Mike Chap- man úr Heartbreakers, George Harrison leikur á gítar í einu lagi og Roy gamli Orbison var fenginn til að syngja bakrödd í öðru. Petty hyggst ekki fylgja plötunni eftir með hljómleikaferð. Þess í staö reiknar hann með að byrja á nýrri plötu með Tom Petty & The Heart- breakers með haustinu. Hvergi slak- aö á á þeim bæ. tekurupp Billy Idol er byrjaður á nýrri samning um sólóplötu fyrir Warn- plötu. Keith Forsey er upptöku- erBrothersogeraðvinnaviðhana. stjóri eins og venjulega og með ÞaðmunveraöruggtaöBillyldol þeim vinna að plötunni þeir Phil er ekki á flæðiskeri staddur fjár- Soussan bassaleikari og Mark Yo- hagslega. Hann hafnaði á dögunum unger-Smith gítarleikari. Steve tilboði frá Sony um aö koma fram Stevens er ekki með aö þessu sinni í auglýsingu. Hann átti að fa eina og verður vart Hann hefúr gert milljón dollara fyrir viðvikið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.