Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988. dv__________________________Nýjar plötur The Best of Eddy Raven Vel líst mér á'ann Það er ekki á hverjum degi sem bandarískir kúreka- og sveitasöngv- arar ná umtalsverðum vinsældum hér á landi. Þó gerðist það nú á dög- unum að nafn Eddys Raven varð þekkt á svo til einni nóttu er músík- útvarpsstöðvamar hófu allar sem ein að leika lagið I’m Gonna Get You. Ekki spillti fyrir að Bergþór Pálsson óperusöngvari flutti lagið í vinsælum sjónvarpsþætti við ís- lenskan texta fóður síns. Og sjálfsagt á vegur kántrílagsins I’m Gonna Get You eftir að vaxa enn frekar á næst- unni því að það er að koma út með Magnúsi Kjartanssyni og kallast þá Vel líst mér á þig. í framhaldi óvæntra vinsælda lags- ins I’m Gonna Get You var flutt inn plata með níu vinsælum lögum Edd- ys Raven. Þar má heyra að fyrmefnt lag er síður en svo eini smellur pilts- ins sem stendur undir nafni. I Got Mexico er áheyrilegt, sem og Some- times a Lady og fleiri. Enda er Eddy Raven í hópi þekktustu dreifbýhs- tónlistarmanna Bandaríkjanna. í þeim hópi eru reyndar aðeins fáir útvaldir sem tekst að ná heimsfrægð. Ennþá heyrist mér Raven eiga nokk- uð langt í land að verða tahnn með Dolly Parton, Kenny Rogers, Willie Nelson og Johnny Cash, svo nokkrir séu nefndir. Það vantar enn dálítið af poppi í kántríið hans. Þó er Raven langt frá því að geta tahst th svokall- aðra „traditionalista" í faginu. Ég sagði hér framar aö það heyrði til undantekninga að dreifbýlistón- list slægi í gegn hér á landi. Það er raunar ekki nema hálfur sannleikur. Mörg vinsælustu lög hljómsveitar- innar Brimklóar voru til að mynda bandarískir sveitasöngvar með ís- lenskum textum. Sama má segja um tónhst Ðe Lónlí Blú Bojs. Þá greip söngsveitin Randver til nokkurra slíkra og þannig mætti lengi telja. Dæmið með I’m Gonna Get You sannar að margir þessir söngvar í kúreka- og sveitastíl eiga mjög greiða leið að eyrum íslendinga. Þeir tón- listarmenn sem á annað borð eru fyrir að kópíera erlenda tónlist ættu kannski oftar að gjóa augunum á ameríska sveitasöngvalistann og leggja eyrun við ágætum kántríþátt- um herstöövarútvarpsins í Keflavík. Það er að segja þeir sem tök hafa á að hlusta á stöðina þá. -ÁT. Ýmsir - More Dirty Dancing Flórinn mokaður Það hefur varla farið fram hjá neinum að kvikmyndin Dirty Dan- cing er ein allra vinsælasta kvik- mynd síðari ára og að platan með lögum úr myndinni trónar enn í efstu sætum vinsældahsta um ahan heim. Þessar miklu vinsældir hafa komið mönnum nokkuð á óvart. Kvik- myndin er í besta falli létt afþreying og frumsömdu lögin úr kvikmynd- inni, sem vinsæl hafa orðið, eru rétt í meðallagi. Aðdráttarafhð hlýtur því að vera dansinn og leikaramir. Það kemur því ekki á óvart að gef- in var út önnur plata með lögum úr kvikmyndinni og nefnist sú plata More Dirty Dancing. Þaö sem kemur á óvart er aftur á móti tónlistarfá- tæktin sem blasir við manni. Greini- legt er að næghegt efni var ekki fyrir hendi og er því gripiö til þess ráðs að skreyta plötuna meö danslögum sem, þegar eingöngu er hlustað á, minna helst á lög úr keppnum í sam- kvæmisdansi. Ótrúlega leiðinleg lög sem einhver Michael Lloyd er ábyrg- ur fyrir. Önnur lög eru gamlir standardar á borð við Big Girls Don’t Cry, Do You Love Me, Wipeout og Whl You Love Me Tomorrow, lög sem era til á ótelj- andi safnplötum. Þá hafa verið grafin upp tvö minniháttar lög með Otis Redding heitnum, Love Man og These Arms Of Mine, og er minningu hans lítill greiði gerður með endur- útgáfu þeirra. Vinsælasta lagið úr kvikmyndinni (I’ve Had) The Time Of My Life fær nokkrar sekúndur í upphafi og endi plötunnar, svona rétt til að minna á fyrri plötuna. Það er alveg á hreinu að önnur sjónarmið hafa ráðið útgáfu More Dirty Dancing en að gefa hlustendum kost á góðri tónhst. Utgefendum hef- ur tekist það sem til stóð, því platan selst eins og heitar lummur, lummur sem líta vel út öðrum megin en era svartar af brana hinum megin. HK. 27 N ''A'VA Utboð Súgandafjörður II, 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 2,7 km, fyllingar 6.600 m3 og neðra burðarlag 2.400 m3. Verki skal lokið 10. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins á isafirði og i Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 18. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 2. ágúst 1988. Vegamálastjóri FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla. Að Menntaskólanum á ísafirði vantar kennara í dönsku, vélritun og rafeindagreinum. Skólastjóri veit- ir nánari upplýsingar um störfin. Við Fjölbrautaskóla Suðurlands eru lausar hlutastöð- ur í dönsku og ensku. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 25. júlí næstkomandi. Þá er umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu bóka- varðar við Stýrimannaskólann í Reykjavík og Vél- skóla íslands framlengdur til 25. júlí. Starfið felst í skipulagningu og umsjón með bókasafni skólanna. Menntamálaráðuneytið Gulisegla- meðferð með Magneking segulpillum. * Punktakort fást ásamt leið- beiningum fyrir meðferð á: * Verkjum i herðurn, öxlum og upphandleggjum, vöðva- bólgu. * Verkjum i olnboga (tennis- olnbogi). * Verkjum í baki og mjöðm- um. * Verkjum í hnjám. * Kvefi, hósta og hálsbólgu. * Blöðruhálskirtli. Umsögn læknis i USA: Áhrifin af þvi að nota segulpill- ur virðast vera öflugri og hrað- virkari en að nota nálastungu. Ronald S. Shapiro MD PhD. Magneking meðferðin byggist á hinni ævafornu kinversku nálastunguaðferð. Í staðinn fyrir að örva punktana með nál- um, þá nuddar þú punktana fyrst og limir síðan Magneking segulpillu á punktinn. Segulpillan vinnur allan sólarhringinn og opnar rásina sem stífluð er. Útsölustaðir: Heilsuverslanir um allt land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.