Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988.
43
nr*
tfi
hagsmálum. En það hlýtur að vera skilyrði í
hverri ríkisstjórn og ég endurtek það að ég hef
ekki nokkurn áhuga á að starfa í ríkisstjórn
þar sem ekki er pólitísk samstaða."
- Því er þá ekki að neita að þegar ýmsir
frammámenn úr ríkisstjórnarflokkunum eru
tilbúnir að dæma ríkisstjórnina með þessum
hætti þátséu málin komin á alvarlegt stig og
ekki verði komist hjá stjórnarslitum:
„Eins og ég sagöi áðan varö ég fyrir gífurleg-
um vonbrigðum með hvernig málin þróuðust
í kringum gengisfellinguna í maí og hef litið
svo á að þetta samstarf væri komið á alvarlegt
stig eftir þá uppákomu. Ég tel nauðsynlegt að
gera úrslitaátak í því að láta á það reyna á
næstunni hvort samstaða næst. Við megum
ekki loka augunum fyrir því að þetta var raun-
veruleg stjórnarkreppa sem kom yfir okkur á
þessum tímapunkti."
- Hvernig ætlarðu að reyna að ná sáttum og
koma í veg fyrir þessi upphlaup á nokkurra
mánaða fresti?
„Maður verður bara að vera bjartsýnn."
- Hafið þið Jón Baldvin og Steingrímur hist til
að ræða hversu alvarlegt þetta er orðið og að
nú verði að verða breyting þarna á?
„Já, já, við höfum gert það. Ég skynja ekki
annað en að menn vilji leggja af mörkum það
sem þeir geta til að takast megi aö ná sam-
stööu. Auðvitað eru þetta þrír ólíkir flokkar
og alltaf er erfitt póhtískt, burtséð frá öðrum
aðstæðum, að sameina þá um sameiginlega
stefnu og ákvarðanir. En ég held að viljinn sé
fyrir hendi að reyna þetta.“
- En er Sjálfstæðisflokkurinn nógu sterkur um
þessar mundir til að vera i forsvari ríkisstjórn-
ar?
„Hann er stærsti flokkurinn á þinginu og ef
stærsti flokkurinn er ekki nógu sterkur til aö
vera í forystu þá er það enginn annar flókkur."
- Já, en samkvæmt síðustu kosningum og
skoðanakönnunum upp á síðkastið hefur fylgi
hans hrapað mikið. Er það ekki vísbending um
að kjósendur treysta ekki flokknum til að vera
í ríkisstjórn og séu ekki ánægðir með það sem
á undan er gengið?
„Það er röng fullyrðing í spurningunni. Við
urðum að vísu fyrir miklu áfalh í síðustu kosn-
ingum en skoðanakannanir hafa heldur sýnt
að viö séum að treysta okkar stööu, þótt við
hefðum gjarnan kosið að skoöanakannanir
mældu okkur meiri sókn.“
- Myndirðu endurskoða stöðu þína sem for-
maður Sjálfstæðisflokksins ef slitnaði upp úr
stjórnarsamstarfmu á næstunni?
„Þaö er út í bláinn aö velta fyrir sér svona
ef-spurningu. Á meðan menn eru í ríkisstjórn
Viðtal:
Rósa Guðbjartsdóttir
DV-mynd GVA
þá velta menn ekki öðrum hlutum fyrir sér en
að reyna að standa sig vel. En þaö er flokkur-
inn sem velur sér forystu. Það er ekki mín
einkaákvörðun.“
- Líturðu sem sagt ekki á það sem persónuleg-
an ósigur þinn og að þér hefði mistekist verk-
stjórn ef slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu?
„Það hefur engin þriggja flokka ríkisstjórn
setið út heilt kjörtímabil. Bregöist samstarfs-
flokkarnir er það þeirra áfall en ekki okkar."
- Þér finnst ekki sem það hafi reynst þér ofviða
að vera í forsvari ríkisstjórnar?
„Þetta hefur verið erfitt. Maður vissi það svo
sem fyrirfram. Við vissum að það yrði að taka
á miklum vanda en hann hefur orðið meiri en
við áttum von á þegar þessi stjórn var mynd-
uð. Þegar taka þarf á alvarlegum efnahagsmál-
um þarf að gera ýmsar aðgerðir sem þykja
óskemmtilegar á meðan á þeim stendur.“
- Nú hafa verið uppi miklar óánægjuraddir
vegna matarskattsins. Margir álíta að í kjölfar
hans og annarra aðgerða þessarar ríkisstjórnar
hafi stéttabilið breikkað og í raun séu orðnar
tvær stéttir í þessu þjóðfélagi. Hvernig liður þér
þegar þú heyrir þvílíkt?
„Þetta er röng fuhyrðing. En það varð ekki
hjá því komist aö auka tekjur ríkissjóðs við
þessar aðstæður til aðná jafnvægi og var farið
út í það að breikka grunninn fyrir söluskatts-
stofninn.“
- Nú hlýtur að vera liður í næstu efnahagsað-
gerðum að skera niður á ýmsum stöðum. Hvar
sérðu fyrir þér að byrjað verði?
„Fjárlagagerðin stendur yfir núna og verður
verkefni næstu vikna. Eins og venjulega verða
stærstu ákvarðanir í þeim efnum teknar í ágúst
og byrjun september. Því er alltof snemmt á
þessu stigi að tala um einstaka þætti í fjárlaga-
gerðinni. Það fer hins vegar ekkert á milli
mála aö hún verður að vera mjög aðhaldssöm."
- Ætlarðu að selja einhver ríkisfyrirtæki ef þú
heldur áfram?
„Aö vísu er pólitískur ágreiningur á milh
þessara flokka um hve langt eigi aö ganga í
sölu ríkisfyrirtækja. Mikilvægustu fyrirfæki
ríkisins í dag eru ríkisbankarnir. Mín skoðun
hefur alltaf verið sú að það hefði mesta þýð-
ingu aö losa ríkið frá þeim rekstri.“
- Muntu beita þér fyrir að úr því geti orðið?
„Ég á nú ekki von á því að mikil breyting
verði á viðhorfi okkar samstarfsflokka á næst-
unni í þeim efnum.“
Það fer ekki á mihi mála að ríkisstjórnin á
erfiö verkefni fyrir höndum; fyrst að reyna aö
koma á sáttum og ef það tekst, sem margir eru
efins um, þá taka við alvarlegar efnahagsað-
gerðir. Vandamál þessarar ríkisstjórnar eru
stór; af pólitískum og efnahagsleguip toga. Það
verður að segjast að forsætisráöherra og sam-
starfsráðherrar hans eru vart öfundsverðir af
þessu hlutskipti.
- Hvernig er það, Þorsteinn, er það þess virði
að standa í öllu þessu þrasi? Langar þig aldrei
til að hætta og fara að gera eitthvað annað?
„Ég get ekki neitað því aö þegar mest á reyn-
ir þá læöast svoleiðis hugsanir oft að manni.
Æth það sé ekki þannig í flestum störfum að
þegar á móti blæs þá leiði menn hugann að
því hvort ekki væri réttast að fara í eitthvað
annað. En ég hef gaman af að fást viö stjórn-
málaverkefni og önnur erfiö verkefni. Ég hef
samt ekki hugmynd um hversu lengi ég kem
til með aö standa í stjórnmálum. En ég vona
að ég hafi ánægju af því áfram.“
- Hefur þá sóknin eftir völdum verið þess virði?
„Það er kannski erfitt um að dæma. Aðalat-
riðið er að hafa ánægju af því sem maður er
að gera og ég hef þaö yfirleitt. En ég væri varla
mannlegur ef hugsanir um það hvort maður
sé að gera rétt kæmu ekki upp í hugann. Á
meðan ánægjan af starfinu er fyrir hendi er
allt í lagi.“
- Varla hefurðu haft beinlínis mikla ánægju
af starfi þínu síðastliðið ár:
„Það hefur út af fyrir sig ekki verið nein sér-
stök hamingja að sitja í þessum forsætisráð-
herrastól. En ég hef ánægju af að fást við þau
verkefni sem stjórnmálastarf felur manni.“
- Þú getur þá hugsað þér að verða forsætisráð-
herra í annarri ríkisstjórn:
„Já, já, ég gæti það. En ég geri mér líka grein
fyrir því að ég gæti verið hamingjusamur í
ýmsum öðrum störfum. í mínum huga er ég
afar frjáls gagnvart þessum störfum.“
- Hefur þitt persónulega líf ekki verið mjög
takmarkað?
„Jú, auövitað er það rétt og þetta bitnar á
fjölskyldu manns, enda fær maður stundum
samviskubit. Ég hafði nú hugsað mér að fara
í sumarfrí á næstunni og var reyndar búinn
að lofa börnunum mínum því. En þar sem
maður er ekki búinn að efna öll kosningalof-
orðin sín er ekki hægt að efna öll fjölskyldulof-
orðin heldur."