Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Page 36
48 ' JÖlA988. Nýr skákstigalisti FIDE: Stigamet Fischers stendur enn óhaggað - Kasparov er ekki langt undan Samkvæmt Elo-stlgalista alþjóöa- skáksambandsins, FIDE, frá 1. júlí er Jóhann Hjartarson í 14. sæti yfir stigahæstu skákmenn heims. Jó- hann hefur 2620 stig en hæstir tróna heimsmeistarinn Garrí Ka- sparov meö 2760 stig og Anatoly Karpov meö 2725 stig. Englending- urinn Nigel Short er nokkuð óvænt í þriöja sæti meö 2665 stig. Elo-stigin eru gefin út 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Þau eru nefnd eftir bandarískum prófessor, Arp- had E. Elo, er var formaður nefnd- ar bandaríska skáksambandsins sem falið var aö endurskoða stiga- gjöf þar í landi. Stigakerfi Elo var fyrst tekið í notkun í Bandaríkjun- um 1960 og þótti takast svo vel aö alþjóðaskáksambandið tók þaö upp á sína arma í september 1970. Stigin eru höfð til viðmiðunar þegar meta á áfanga að alþjóðleg- um titlum og svonefndir styrk- tvinnik og Anatoly Karpov komu næstir með 2630 stig. Næstu nöfn á listanum frá 1972 voru Tal og Lars- en í 9. og 10. sæti með 2625 stig, Smyslov og Stein höfðu 2620 stig, síðan Keres og Hort með 2600 stig í 13.-14. sæti. Friðrik Ólafsson var efstur íslendinga á þessum lista, með 2570 stig í 22.-24. sæti. Stigatala Fischers bar merki þess aö á misserinu á undan hafði hann unnið ótrúlega sigra í áskorenda- einvígjunum. Fyrst lagði hann Taj- manov 6-0, svo Larsen með sömu tölum og þar næst Petrosjan meö 6,5-2,5 og fylgdi sögunni að Fischer hefði verið kvefaður í 2. skákinni, sem hann tapaði. Fischer hafði 125 stigum meira en Spassky er þeir mættust í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík. Yfirburðirnir voru slíkir, að þrátt fyrir að Fischer sigr- aði í einvíginu með 12,5-8,5, tapaði hann 5 stigum! Nú hefur stigakerf- 6. Timman (Holland) 2640 7. Portisch (Ungverjaland) 2635 8. Gurevic (Sovétríkin) Ribli (Ungverjaland) 2630 10. Andersson (Svíþjóð) Ivantsjúk (Sovétíkin) Nunn (England) Salov (Sovétríkin) 2625 14. Jóhann Hjartarson 2620 15. Jusupov (Sovétríkin) 2615 16. Nikolic (Júgóslavía) Seirawan (Bandaríkin) Tal (Sovétríkin) 2610 19. Chandler (England) 2605 20. Hubner (V.-Þýskaland) Sax (Ungverjaland) Sokolov (Sovétríkin) 2600 23. Agdestein (Noregi) Georgiev (Búlgaría) Hort (V.-Þýskaland) Kortsnoj (Sviss) Vaganjan (Sovétríkin) 2595 28. Ftacnik (Tékkóslóvakía) Gulko (Bandaríkin) Bobby Fischer hefur komist hæst allra á Elo-stigalistanum. í dag eru liðin 16 ár frá „skákinni í borðtennis- herberginu", þriðju einvigisskákinni örlagaríku í heimsmeistaraeinvíginu við Spassky i Reykjavik. leikaflokkar skákmóta gefa til kynna meðaltal Elo-stiga þátttak- enda. Þannig er meðaltal stiga í skákmóti af tíunda styrkleika- flokki á bilinu 2476-2500 stig og í móti af ellefta styrkleikaflokki er meðaltal Elo-stiga 2501-2525 stig. Stigaútreikningurinn byggist á einfaldri reikniformúlu sem þó yrði of langt mál að tíunda hér. í sem fæstum orðum sagt: Skákmað- ur sem hefur fleiri Elo-stig en með- altal stiga andstæðinga háns í móti er, þarf að fá ákveðið vinningshlut- fall yfir 50% markinu til að halda stigum sínum - samkvæmt reikni- formúlunni góðu. Fái hann ennþá meira, vinnur hann stig; fái hann minna, tapar hann stigum. Stigin fyrir sextán árum Enn hefur engum tekist að slá stigamet Bobby Fischers frá 1972. Á listanum 1. júlí það ár hafði hann 2785 stig og bar höfuð og herðar yfir aðra skákmenn. Boris Spassky kom næstur með 2660 stig, síðan Tigran heitinn Petrosjan og Lev Polugajevsky með 2645 stig; Viktor Kortsnoj og Lajos Portisch höfðu 2640 stig og fyrrverandi og verð- andi heimsmeistarar Mikhail Bo- Skák Jón L. Árnason iö raunar veriö leiðrétt, þannig að sigurvegari í keppni getur ekki tap- að stigum. Kasparov þokast nær Garrí Kasparov hækkaði um 10 stig frá listanum um áramótin og eftir glæsilegan sigur hans á heims- bikarmótinu í Belfort á dögunum á hann enn eftir að hækka, líklegast um 10-15 stig til viðbótar, að því er fróðir menn segja. Mótinu í Belf- ort lauk ekki fyrr en 4. júlí og verð- ur þvi ekki reiknað til stiga fyrr en 1. janúar næstkomandi. Nú munar 25 stigum á Kasparov og Fischer frá 1972 en eftir mótið í Belfort er bilið enn að minnka. Karpov hækkaði einnig um 10 stig frá síðasta lista. Þessir tveir eru í sérflokki en list- inn yfir efstu menn lítur þannig út: 1. Kasparov(Sovétríkin)2760 2. Karpov(Sovétríkin)2725 3. Short (England) 2665 4. Beljavsky (Sovétríkin) 2655 5. Speelman (England) 2645 Ljubojevic (Júgóslavía) Polugajevsky (Sovétríkin) Tukmakov (Sovétríkin) 2590 Skákin í borðtennisherberg- inu Á stigalistanum nú eru talsvert fleiri skákmeistarar með um og yfir 2600 stig en voru fyrir sextán árum. Breiddin er orðin miklu meiri en að öðru leyti er saman- burður torveldur. Fischer var lang- sterkastur fyrir sextán árum og svo virðist sem Kasparov hafi tekið við hlutverki hans nú, þó að Karpov sé e.t.v. á öðru máh. Skákstíll Kasparovs er á stund- um dálítið „Fischerslegur” en þó er eins og hann tefli enn hvassar en bandaríski heimsmeistarinn. Fischer fór alla jafna beittustu leiö- ina en hann reyndi samt eftir fremsta megni að finna einfaldar lausnir og fá skýrar línur í taflið. Kasparov nýtur sín best þar sem staðan er sem flóknust eins og skákir hans frá heimsbikarmótinu í Belfort bera vitni. Það gæti verið fróðlegt að líta á handbragð Fischers annars vegar og svo Kasparovs til að fá einhvern samanburð á taflmennsku kapp- anna. Ég hef valið 3. einvígisskák Fischers við Spassky í tilefni af því að í dag, 16. júlí, eru nákvæmlega sextán ár frá því hún var tefld. Um leið er skákin dæmigerð fyrir tafl- mennsku Fischers þó að hún sé langt frá því að vera besta skákin í einvíginu. Fischer tapaði fyrstu einvígis- skákinni og mætti svo ekki til leiks er tefla átti 2. skákina, því að hann taldi aðstaeður á skákstað ófull- nægjandi. Útlit var fyrir að einvígið myndi lognast út af en Fischer ák- vað þó að mæta til leiks að nýju ef 3. skákin yrði tefld í lokuðu her- bergi, án áhorfenda. Spassky sam- þykkti þetta en eftir á að hyggja taldi hann það hafa verið stórfelld sálfræðileg mistök. Ellefti leikur Fischers, 11. - Rh5!? olli miklu fjaðrafoki, því að hann var álitinn andstæður öllum grundvallarreglum skákarinnar. Spassky hitti ekki á besta fram- haldið, nú er t.d. 13. Rdl og síöan 14. Re3 til að ná tökum á f5, tahð betra en áætlun hans. Eftir hræði- legan 18. leik sinn g3? (betra 18. Bg3 og síðan 19. f3) lendir Spassky svo í ógæfulegri aðstöðu, því að kóngs- peð hans er veikt í sessi. Síðari hluti skákarinnar er kennslubók- ardæmi um þaö hvernig þrýsta skal að veikum peðum. Taflinu leikur Spassky endanlega niður í 41. leik og eftir svarleik Fischers sem jafnframt var biðleikur, gafst hann upp. Hvítt: Boris Spassky Bobby Fischer Benoni-vörn 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. Rd2 Rbd7 8. e4 Bg7 9. Be2 0-010.0-0 He811. Dc2 I k 1 % iii 1 * i 1 A A & á A A A H A a* ABCDEFGH 11. - Rh5!? 12. Bxh5 gxh513. Rc4 Re5 14. Re3 Dh4 15. Bd2?! Rg4! 16. Rxg4 hxg4 17. Bf4 Df6 18. g3? Bd7 19. a4 b6! 20. Hfel a6 21. He2 b5 22. Hael Dg6 23. b3 He7 24. Dd3 Hb8 25. axb5 axb5 26. b4 c4 27. Dd2 Hbe8 28. He3 h5 29. H3e2 Kh7 30. He3 Kg8 31. H3e2 31. - Bxc3 32. Dxc3 Hxe4 33. Hxe4 Hxe4 34. Hxe4 Dxe4 35. Bh6 Dg6 36. Bcl Dbl 37. Kfl Bf5 38. Ke2 De4+ 39. De3 Dc2+ 40. Dd2 Db3 41. Dd4? Bd3+ og Spassky gafst upp, því aö 42. Ke3 er svaraö með 42. - Ddl með óviðráðanlegum hótunum. Fischer hóf þessa skák með mikl- um látum en síðan vann hann markvisst úr yfirburðum sínum án þess að flækja taflið óþarflega. Er Kasparov er annars vegar er yfir- leitt meira að gerast á skákborðinu. Hér er skák hans við Short frá heimsbikarmótinu í Belfort sem ekki hefur birst áður í DV. Leikir Kasparovs í miðtaflinu, 19. - Rb8!, 24. - Db4!! og 25. - e5! sem eru hver öðrum sterkari eru grundvöllurinn að fallegum sigri hans. Hvítt: Nigel Short Svart: Garrí Kasparov Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. f3 Be7 8. Dd2 Rc6 9. g4 0-0 10. 0-0-0 Rd7 11. h4 Rde5 12. Rxc6 bxc6 13. Be2 Hb8 14. g5 d5 15. Ba7 Hb7 16. Bd4 Rd7 17. exd5 cxd5 18. f4 Da5 19. De3 19. - Rb8! 20. f5 Rc6 21. f6 Rxd4 22. Hxd4 Bc5 23. fxg7 Hd8 24. Hhdl Db4!! 25. b3 e5! 26. Dxe5 Dxc3 27. Hxd5 Dxe5 28. Hxe5 Ba3+ 29. Kbl Hxdl + 30. Bxdl Hd7 31. Bg4 Hd4 32. Bf3 Kxg7 33. h5 h6 34. gxh6+ Kxh6 35. Ha5 Bb4 36. He5 f6 37. He8 Bf5 38. Hh8+ Kg5 39. Hb8 Ba3 40. h6 Hd2 og Short gafst upp. Efstu íslendingarnir Jóhann Hjartarson er í 14. sæti á heimslistanum og hefur hlotið flest stig íslenskra skákmanna frá upp- hafi stigaútreiknings. Listi efstu manna frá 1. júlí lítur þannig út. Innan sviga eru óvirkir skákmenn sem halda sínum stigum þó að nöfn þeirra sé ekki að fmna á lista al- þjóðaskáksambandsins. 1. Jóhann Hjartarson 2620 2. Jón L. Árnason 2535 3. Margeir Pétursson 2530 4. Helgi Ólafsson 2525 ' 5. Friðrik Ólafsson 2485 6. Guðmundur Sigurjónsson 2465 7. Karl Þorsteins 2430 8. (Ingi R. Jóhannsson) Þröstur Þórhallsson 2410 10. (Ólafur Magnússon) 2405 11. Hannes Hlífar Stefánsson 2395 12. Björgvin Jónsson 2375 13. Ingvar ÁSmúndsson 2360 14. Sævar Bjarnason 2340 15. Jón Kristinsson 2335 16. Benedikt Jónasson 2330 17. Andri Áss Grétarsson (Björn Þorsteinsson) (Jónas Þorvaldsson) 2325 20. Elvar Guðmundsson (Jón Þorsteinsson) 2320 22. Jóhannes Ágústsson Jón G. Viðarsson (Jóhannes Gísli Jónsson) (Jón Þ. Þór) 2315 26. Haukur Angantýsson 2300 27. Bragi Kristjánsson Róbert Harðarson 2295 29. Ásgeir Þór Árnason Guðmundur Gíslason Gunnar Gunnarsson Þorsteinn Þorsteinsson 2290 33. Benóný Benediktsson 2285 34. Dan Hansson Sigurður Daði Sigfússon 2280 36. Amþór Einarsson Davíð Ólafsson Guðmundur Halldórsson Halldór G. Einarsson Magnús Sólmundarsson Tómas Björnsson 2270 -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.