Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1988, Blaðsíða 60
Handknattieikur:
íslenska liðið
sprakk í lokin
Jón Kristján Sigurösson, DV, Magdeburg:
Islenska landsliöið í handknattleik
tapaöi leik sínum gegn þvi sovéska á
alþjóðlega mótinu í Austur-Þýska-
landi í gær. Lokatölur 24-28 eftir aö
íslenska liöið hafði haft \dir í leik-
hléi, 12-11.
F\Tri háhleikurinn var mjög vel
leikinn af íslands hálfu og komust
okkar menn i 12-7. íslenska liðiö
hafði síöan forystuna þar til að Sov-
étmönnum tókát að jafna 18-18. Þeg-
ar hér var komið sögu virtist úthald
íslensku leikmannanna á þrotum og
Sovétmenn héldu sínu striki.
Mörkin f\TÍr ísland: Alfreð Gísla-
son 7 3, Páll Ólafsson 4, Þorgils Óttar
Mathiesen 3, Karl Þráinsson 2,
^Kristján Arason 2, Atli Hilmarsson
2, Sigurður Sveinsson 2 2, Guðmund-
ur Guðmundsson 1 og Geir Sveins-
son 1.
íslendingar leika í dag gegn Vest-
ur-Þjóðverjum um þriðja sætið á
mótinu en Sovétmenn leika gegn
Austur-Þjóðverjum til úrslita.
LOKI
Hvernig ætli Helgarpósturinn
hefði fjallað um svona mál?
Útgáfufyrirtæki
Helgarpóstsins
kærtfyrir
fjáidrátt
Blaðamannafélag íslands hefur
ákveðið að senda til saksóknara
kæru á hendur útgáfufélags Helgar-
póstsins vegna fjárdráttar. Aö sögn
Lúövíks Geirssonar, formanns BÍ, þá
kom í ljós, þegar lögfræöingur félags-
ins var að vinna að innheimtu launa,
að útgáfufélagið hafði ekki greitt inn-
heimta skatta af launum til Gjald-
heimtunnar.
Síöan í janúar hefur verið tekið af
launum vegna staðgreiðslu skatta en
ekkert af því borist til Gjaldheimt-
C' ifnnar. Fénu hefur því verið haldið
eftir. Er hér um að ræða eina milljón
sem fyrirtækið hefur haldið eftir í
rekstrinum. Þá mun fyrirtækið
skulda um tvær milljónir vegna van-
goldinna launa.
-SMJ
Leynimakk í ferskfisksölunni:
Ráðuneytið neitar
w
að gefa upplýsingar
- talið víst að kvótinn sé sprunginn
Enginn fær að vita hvérnig út-
fiutningskvótaá ferskum þorski og
ýsu er ráðstafað. Án þess að nefna
ástæðu neitar Stefán Gunnlaugs-
son i viðskiptadeild utanrikisráðu-
neytisins að gefa upp hverjir fái að
fljíja út ferskfisk og hve mikiö
verði flutt út. Líklegt er aö vikuleg-
ur 600 tonna kvóti á ýsu og þorski
sé sprunginn og veitt hafi verið
leyfi tíl að flytja út mun meira.
I gær sat fimm manna nefnd á
lokuðum fúndi í utanrikisráðu-
neytinu og defidi út útflutnings-
ieyfum á þorski og ýsu. Nefndar-
menn komu sér saman um að halda
leyndum umsækjendum um út-
flutningsleyfi og ekki fékkst upp-
gefið hveijir njóta góös af skömmt-
uninni.
Leynimakkið gefur þeim orðrómi
byr undir báða vængi að sterkir
hagsmunaaöilar í sjávarútvegi ætb
með aðstoð ríkisvaldsins að útiloka
aðra írá því að geta selt sinn fisk á
erlendum fiskmörkuðum. Á sama
tlma er verðfall á fiskmörkuðum
hérlendis þannig að áhrifasnauðir
útgerðarmenn og sjómenn eru
dæmdir til að selja fiskinn á lág-
marksverði nema 600 tonna kvót-
inn sé stórhækkaður.
DV hafði af því spumir að fjórir
aðilar hefðu sótt um útflutnings-
leyfi fyrir .stærstum hluta þeirra
600 tonna sem stóðu til boða. Á
sama tima í fyrra voru fiutt út tæp
1500 tonn af ferskum þorski og ýsu.
Þeir sem fluttu út í fyrra fá sjálf-
krafa leyfi til að flytja út helming
þess magns. Því er ólíklegt að tek-
ist hafi að halda útflutningsleyfum
undir 600 tonna markinu.
Stjómvöld ákváðu í sumar aö
takmarka útflutning á ferskum
fiski vegna þess að það kemur oft
fyrir að sumarlagi aö offramboð er
á íslenskum fiski á einstökum
mörkuðum í Bretlandi og Þýska-
landi Nánast fyrirvaralaust var
samin reglugerð um að takmarka
vikulegan útflutning á ýsu og
þorski við samtals 600 tonn. Reglu-
gerðin gildir til septemberloka.
Landssamband útgerðarmanna
mótmælti ákvöröun stjómvalda og
taldi reglugerðina taka til of langs
tíma og að ekki þyrftí aö takmarka
útflutning á ýsu,
Reglugerðin getur kippt fótunum
undan fyrirtækjum og bátum sem
nýlega hafa byijað útflutning þar
sem kveðið er á um að þau skuli
mæta afgangi þegar kvótanum er
úthlutað. Með því að halda kvóta-
skiptingunni leyndri veröur erfið-
ara um vik að meta ásakanir sem
komið hafa fram um aö ákveðnir
aðilar í sjávarútvegi reyni meö aö-
stoð sjórnvalda að eigna sér er-
lenda fiskmarkaöi sem hingaö til
hafaveriðöllumopnir. pv
Sniglarnir ásamt Ómari Smára Ármannssyni, aðalvarðstjóra umferðadeildar, t.v., og Sturlu Þórðar-
syni, fulltrúa lögreglustjóra, fyrir utan Félagsmiðstöð Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði. Þar hafa
Sniglarnir fundaaðstöðu.
DV-mynd S
Veðrið á sunnudag
og mánudag:
Hæg breyti-
leg átt
Á sunnudag og mánudag verð-
ur fremur hæg breytileg átt á
landinu. Víða bjart veður og 12
til 17 stiga hiti inn til landsins en
svalara og sums staðar skýjað viö
ströndina.
Sniglar og lögregla:
Reynt að bæta
samskiptin
„Niöurstaða þessa fundar okkar
með Sniglunum varð sú að allir
gerðu sitt besta til að samskipti okk-
ar yrðu sem best. í upphafí fundarins
voru nokkuð skiptar skoðanir, en
þegar á leiö urðu umræðurnar lífleg-
ar og margar hugmyndir komu úr
báðum áttum. Þetta er vonandi upp-
hafið að góðum samskiptum milli
þessara aðila," sagði Ómar Smári
Ármannsson, aöalvarðstjóri umferð-
ardeildar lögreglunnar, við DV.
Töluvert hefur verið um alvarleg
umferðarlagabrot á mótorhjólum
undanfarið. Hafa umræður um þau
verið nokkrar. Sniglunum hefur þótt
þeir vera settir undir sama hatt og
allir lögbrjótarnir og ekki verið alls
kostar ánægðir með þaö.
„Viðhorf okkar til þeirra og þeirra
til okkar voru rædd. Á bak við hjálm-
inn og gallan er venjulegt fólk sem
þarf að taka tillit til eins og annarra.
Meðal þess sem við heyrðum var að
ökukennslu á mótorhjól væri mjög
ábótavant og viðhorf lögreglu við
afskipti af þeim gæti verið betra. Það
er nauðsynlegt að heyra áht þeirra.
Eins geta þau gengið á undan með
góðu fordæmi og kveðið niður for-
dóma gagnvart mótorhjólafólki,“
sagði Ómar.
Loks var talað um möguleika á
svipaðri braut fyrir Sniglana og
kvartmílumenn hafa, þar sem fólk
fengi útrás fyrir leikþrána.
-hlh
Þorsteinn
hhttir Reagan
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra hefur þegið boð forseta Banda-
ríkjanna, Ronalds Reagan, um að
koma í heimsókn til Bandaríkjanna.
Fundur forsætisráðherra með
Bandaríkjaforseta verður í Hvíta
húsinu miðvikudaginn 10. ágúst.
JFJ