Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. Fréttir________________________________________________/____________________________________________dv Jónatan Þórmundsson lagaprófessor um seinaganginn í Svefneyjamálinu: Dómarar verða að vera harðari af sérvið lögmenn „Dómarar veröa að vera harðari af sér við lögmenn. Lögmenn eiga ekki að geta skotið sér undan enda- laust. Forræði dómara er nefnilega mikið í opinberum sakamálum. Hins vegar geta legið ýmsar ástæður að baki tafa dómsmála sem eiga sér eðli- legar skýringar. En það er vissulega óheppilegt þegar svona tafir verða,“ sagði Jónatan Þórmundsson, laga- prófessor og kennari í refsirétti við Háskóla íslands, í samtali við DV vegna Svefneyjamálsins svokallaða. Nú er liðinn 9 og 1/2 mánuður frá því að ákæra var gefin út í Svefneyja- málinu þar sem maður og kona eru meðal annars ákærð fyrir kynferðis- lega misnotkun á bömum. Má segja að ekkert hafi gerst siðan. Guðmund- ur L. Jóhannesson, héraðsdómari í Hafnarfirði, hefur málið með hönd- um og hefur ekki gefið út dagsetn- ingu á fundi í sakadómi Hafnarfjarð- ar. Frá Hæstarétti í maí Eins og fram hefur komið í DV kom upp spuming um hæfni Guðmundar sem dómara í málinu í vetur. í maí kvað Hæstiréttur hins vegar upp úrskurð sem tók af allan vafa um hæfni Guðmundar. Sem skýringu á seinkun málsins hefur Guðmundur borið við erfiðleikum við að ná í lög- menn sakborninga á sama tíma. Lét hann þó hafa eftir sér eftir úrskurð Hæstaréttar að lögmönnum skyldi nú settur stóllinn fyrir dymar. Þeir yrðu að mæta eða útvegaðir yrðu nýir lögmenn. Samt virðist ekkert hafa gerst. Ný lög um forgang slíkra mála I maí voru samþykkt lög frá Al- þingi sem kveða á um forgang mála eins og Svefneyjamálsins umfram önnur hegningarlagabrot. Er eins og þau lög séu ekki farin að virka ennþá. „Það kemur kannski ekki nógu ljóst fram hvemig framfylgja á þess- um lögum. Dómarar eru mjög sjálf- stæðir. Ef málið fer til Hæstaréttar getur hann gert athugasemd vegna seinagangs. Eins getur verið aö dóm- ari hagi sér þannig í embættisfærslu sinni að hann fái áminningu frá ráðuneytinu. Lögin geta orðið til þess að Hæstiréttur verði strangari í kröf- um sínum með tilliti til tíma.“ Jónatan sagði einnig að erfitt væri að setja ákveðið mat á hvenær máls- meöferð væri of löng og hvenær ekki. Væri enginn vafi að best væri að öll mál gengju sem hraðast fyrir sig. Gæti seinagangur orðið af ýmsum ástæðum eins og vegna seinagangs lögmanna og erfiðleika við að ná til vitna. „Dómari getur skipað nýja lög- menn ef ekkert gengur í málum. Það kemur að því að seinagangurinn verður vítaverður en nákvæmlega hvenær er erfitt að segja til um.“ -hlh Forseti ASÍ: Dýrari yfimnna skilar ekki styttri vinnuta'ma „Alþýðusambandið hefur ekki tek- ið formlega afstöðu til skýrslu vinnu- tímanefndar en sér ekki að það sé neinn ágreiningur við þá afstöðu sem okkar fulltrúi í nefndinni tók. Ég er hins vegar ekki sammála ákveðnum atriðum um yfirvinnuálagmngu sem fram kemur í meirihlutaáliti. Ég hef ekki trú á því að álagning á yfirvinnu skili sér í styttri vinnutíma en það er meirihlutaafstaða innan hreyfing- arinnar og því hafa samningar und- anfarið verið miðaðir við að gera yfirvinnu dýrari," sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. í nefndaráliti vinnutímanefndar eru lagðar fram tillögur hvemig stytta megi vinnutíma landsmanna. Rætt er um að auka vægi dagvinnu- launa, skattar af launagreiðslum fyr- irtækja verði í auknum mæli staö- greiddir og setja megi þak á há- marksvinnutíma. Ásmundur sagði að ekki hefði verið tekið á þvi innan samtakanna hvem- ig taka ætti á tillögu um þak á vinnu- tíma. „Mér þykir það hins vegar koma vel til greina. Meginleiðin er þó sú að fólk hafi nægar tekjur fyrir dagvinnu, þannig að þaö hafi efni á að draga úr yfirvinnu. Ég er einnig sannfærður um að það er ekki hægt bara með kauphækkun aö stytta vinnutíma fólks. Það þarf fyrst og fremst hugarfarsbreytingu - að fólk fari að hugsa um sjálft sig og fjöl- skylduna og dragi úr sókn í stein- steypu og annað þess háttar. Þaö er ekki öll yfirvinna tilkomin vegna framfærsluþarfar," sagði Ásmundur Stefánsson. -JFJ 35 tonn í halinu Togarinn Gyllir (rá Flateyri hefur aflað vel á árinu og fékk mjög góðan afla vestur i kanti á dögunum, á Halanum. Oftar en ekki voru allt að 35 tonn í halinu eins og á meðfylgjandi mynd. Allt þorskur I flottrollinu. Frá áramótum er Gylllr kominn með rúmlega 3200 tonn. DV-mynd Reynir Traustason FramKvæmdaslJóri VSÍ: Launþegar vilja frekar auka ráðstöfunartekjur en fritíma „Ég hef lesið um þetta í flölmiðl- inu lengi," sagði Þórarinn V. Þór- hafa áhuga á aö auka ráöstöfúnar- um en ekki séö skýrsluna ennþá. arinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. tekjur sínar heldur en frítima,“ Þar er talað um aö auka vægi dag- Þórarinn sagði að ef greitt yrði sagði Þórarinn. vinnulauna með þvi að hækka þau lægra kaup fyrir yfirvinnu en dag- - Hvaö um þak á vinnutíma? en láta yfirvinnuna sitja eftir. Þetta vinnu þá myndu fáir fást til að „Þak á hámarksvinnutíma er sett eru hlutir sem ekki er auðvelt að vinna yfirvinnu sem væri þjóð- á í löndum þar sem atvinnuleysi gera. Það sem stendur í vegi fyrir félaginu nauösynleg. Taldi hann aö er landlægt. Svo er ekki hér og ég aö hækka laun er aö þjóöarfram- slikir samningar myndu ekki hygg aö löggjöfvið ríkjandi aðstæð- leiðslan dregst saman og laun eru standast í reynd „Við skulum ekki ur á vinnumarkaönum yrðu ein af nú þegar hærri en þjóðarbúiö getur gleyma því aö síðustu þijú árin þeim lögum sem ekki yrði fylgt í staðið undir. Hins vegar er vinnu- hefúr kaupmáttur aukist feikilega framkvæmd. Það á að foröast aö tímanefndsennilegameðlangtíma- og þessari kaupmáttaraukningu setjalögæmfólkekkiviröir,“sagði markmiö i huga en þetta eru engin hefúr kannski fylgt aukinn vinnu- Þórarinn V. Þórarinsson. vatnaskil, þetta hefúr legiö á borð- tírnl Þorri launþega virðist frekar JFJ Bæjarfógetinn í Hafnarfirði: Hefur ekki hugmynd um hvenær málið verður tekið fyrir Már Pétursson, bæjarfógeti og sýslumaður Gullbringu- og Kjósar- sýslu, er yfirmaður Guðmundar L. Jóhannessonar sem á að dæma í Svefneyjamálinu. DV hafði sambapd við hann og spurði hvenær ætti að halda fund í málinu í sakadómi Hafn- arfjarðar. „Það hef ég ekki hugmynd um,“ svaraði bæjarfógeti. - Nú er 9 ‘A mánuður langur tími. „Ég vil ekkert tjá mig um það hvort þetta er eðlilegt eða ekki. Dómarar eru mjög sjálfstæðir og segja yfir- menn embætta þeim ekki fyrir á einn eða neinn hátt um niðurstöðu mála. Hins vegar ber yfirmanni embættis- ins og dómsmálaráðuneyti að hafa eftirlit með störfum þar, að verk séu unnin og gangi greiðlega fyrir sig.“ - Hver getur þá tekið af skarið og ýtt á eftir máli eins og þessu? „Það vil ég ekki tjá mig um.“ -hlh Héraðsdómarinn: Málið á dagskrá fljót- lega eftir sumarleyfi „Ég hefði getaö verið búinn meö þetta en vegna frávísunarkröfu eftir áramót og forfalla lögmanna hefur málið ekki gengið sem skyldi. Þegar frávísunarkrafan kom fram og var til umfjöllunar varð maður að snúa sér að öðrum málum. Maður fer aö sinna öðrum málum þegar mál eru komin á frest. Eftir sumarfrí í ágúst reikna ég með að málið verði fljótlega sett á dagskrá," sagði Guðmimdur L. Jóhannesson héraðsdómari við DV. - En er ekki 9'/2 mánuður langur tími í máli sem þessu? „Þú verður að skoða hvaö þarf að gera í svona málum. Það þarf aö kalla lögmenn til fundar og undirbúa mál- ið. Lögmennimir voru á ferðalögum og gátu því ekki sinnt málinu sem skyldi. Þá sneri ég mér að öðrum málum og málið dróst á langinn.“ -hlh Þama þarf að taka til hendinni og hreinsa til - segir Salóme Þorkelsdóttir „Svefneyjamálið er dæmigert mál þar sem taka skal til hendinni og hreinsa til. Þaö er eins og allt annað megi ganga fyrir í dómskerfinu. Það er mjög mikilvægt fyrir alla málsað- ila að málið gangi fljótt í gegn. Það var lögð á það skilyrðislaus áhersla í lögunum frá því í maí að mál sem þessi ættu að hafa forgang. Svefn- eyjamálið er dæmigert mál sem fell- ur undir þessi forgangsákæði," sagöi Salóme Þorkelsdóttir viö DV. Salóme var flutningsmaður frum- varps til laga um breytingu á lögum um meðferö opinberra mála sem samþykkt var á Alþingi í maí. Þar segir að brot, sem falli undir 21. og 22. kafla hegningarlaganna um sif- skaparbrot og skírlífisbrot, skuli hafa forgang fram yfir önnur refsi- lagabrot hvað varðar rannsókn, ákæru og dómsmeðferð. Ákvæði um 8 mánuöi, er skyldu líöa frá ákæru þar til dómur félli í undirrétti, féllu úr frumvarpinu. „Þessara laga virðist ekki enn vera farið að gæta. Seinagangur Svefn- eyjamálsins er alveg til skammar og því miður dæmigeröur fyrir mörg mál. Þama er mjög viðkvæmt mál á ferðinni og mikilvægt fyrir aðila af ástæðum sem öllum ætti að vera kunnar að það gangi í gegn sem fyrst. Þess vegna vom lögin samþykkt." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.