Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Page 7
7
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988.
Fréttir
Iðnrekendur gagnrýna HeilMgðiseftiriHið:
Órokstuddar
staðhæfingar
„Staöhæfingar um aö íslenskir
framleiðendur falsi oft innihaldslýs-
ingar vísvitandi eru órökstuddar og
óábyrgar" segir í yfirlýsingu frá Fé-
lagi íslenskra iðnrekenda.
Þar er að finna harðorða gagnrýni
á yfirlýsingar Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur um notkun ólöglegra
aukefna'í íslenskum matvælaiðnaði.
Segir að fullyrðingar Heilbrigði-
seftirlits Reykjavíkur um íslenska
framleiðendur í matvæla-, og drykkj-
arvöruiðnaði séu. Heilbrigðiseftirlit-
ið hafi fullyrt að ástand á umbúða-
merkingum sé mun verra á innlend-
um neysluvörum en erlendum. AI-
hæfingar sem þessar séu órökstudd-
ar og ekki sannleikanum samkvæm-
ar, segir í yfirlýsinbgunni.
Máli sínu til stuðnings vísar félagiö
í könnun sem þaö gerði ásamt Neyt-
endasamtökunum um ástand á um-
búðamerkingum á neysluvörum hér
á landi. Þar hafi komið fram að
ástandið reyndist sýnu verra á inn-
fluttu vörunum en þeim innlendu.
-PLP
Svar Heilbrigðiseftirlitsins:
Slæmt ástand
er hjá báðum
„Ég ætla ekki að fara að kýta við
Félag íslenskra iðnrekenda um
hvort það séu fleiri erlendir en inn-
lendir framleiðendur sem merkja
ekki samkvæmt íslenskum lögum
og reglum, ástandið er fremur
slæmt hjá báðum,“ sagði Oddur
Rúnar Hjartarsson hjá Heilbrigði-
seftirliti Reykjavíkur í samtali við
DV.
Oddur sagði ennfremur að þegar
um málið var fjallað í fréttum
hefðu innflytjendur að mestu verið
afgreiddir og var Heilbrigðiseftir-
litið fyrst og fremst að eiga við inn-
lenda framleiðendur. „Staðreyndin
er sú að í báðum hópunum er að
finna aðila sem ekki hafa merkt
samkvæmt íslenskum lögum og
reglum. Neytendur eiga heimtingu
á að reglugerð, sem hefur verið í
gildi í tólf ár, sé virt. Félag ís-
lenskra iðnrekenda ætti frekar að
beina spjótum sínum að þeim fram-
leiðendum sem standa sig illa en
að kenna okkur um brotið.“
-PLP
Númer margra bíla fjúka
Af þeim 142 bílum sem færðir voru
til skoðunar síðusstu tvo daga misstu
16 númerin umsvifalaust og 86 fengu
rauðan miða. Rauður miði þýðir að
akstur á vegmn sé bannaður nema á
verkstæði og þaöan í skoðun.
Að sögn Ómars Smára Armanns-
sonar aðalvarðstjóra var ástæða til
að klippa númerin af mun fleiri bíl-
um en þessum 16. Rassía lögreglunn-
ar mun standa fram að helgi.
-hlh
Kodak
Filma
Ölympluleikarma
í LANDSBANKANUM FÆRÐU
DOLLARA, PUND, MÖRK,
FRANKA, PESETA, FLÓRÍNUR,
ESCUDOS OG LÍRUR
HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATÉKKUM
DUfeH-
g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta
ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda
okkar vísum.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar
eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum
helstu gjaldmiðlum.
Við minnum líka á Visakortið,
- athugaðu gildistímann áður
en þú leggur af stað.
ósa^TslA