Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Side 19
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. Einu sinni fylgdu negrar evrópsk- um landkönnuöi niður fljót í Afríku. Landkönnuðurinn fór hratt yfir og Afríkubúar komu í humátt á eftir þar til einn daginn að innfæddir settust niður og sögðust ekki fara lengra um sinn. Landkönnuðurinn spurði hvað að þeim amaði. Negramir sögðu að þeir hefðu orðið viðskila við sáiina. Nú ætluðu þeir að bíða eftir sálinni og hreyfa sig ekki spönn frá rassi fyrr en hún endurheimtist. Þessi saga kom blaðamanni í hug þegar hann ferðaðist um sunnan- verða Vestfirði um daginn. Blaða- menn eru gjarnan sendir út af örk- inni á sumrin til að leita frétta af landsbyggðinni. Á tveim eða þrem dögum þeysist blaðamaður um mörg hundruð kílómetra svæði og reynir af fremsta megni að finna fréttir. Blaðamaður fæí hlutverk negranna, bara undir öfugum formerkjum. Fréttasál blekbullunnar færir tíma- skyn sitt yfir á allt og alla og ætlast til að fréttir fáist með svipuðum hraöa og þær fást í höfuðborginni þar sem daglegur skiiafrestur stjórnar hugsunogheila. Vandinn er sá að þegar SV-horninu sleppir lifir fólk í öðrum takti. Það fékk blaðamaður að minnsta kosti sterklega á tilfmninguna á ferð sinni um Vestfirði. Tíminn virtist ekki mældur í tilbúnum éiningum á borð við mínútur eða klukkutíma heldur í unnum verkum. Þegar búið er að íanda úr bátnum er komiö kvöld og skiptir þá ekki máli hvort klukkan er fimm, sex, sjö eða átta. Það gefur augaleið að í shku tíma- belti duga skammt „andarteppuvið- töl“ þar sem blaðamaður dengir spurningum á viðmælandann sem svarar stuttum, hröðum svörum, oft- ast án nokkurs upplýsingagildis. Þessa lexíu þóttist blaðamaður búinn að læra þegar hann rölti um bryggj- una í Bíldudal sólardag snemma í júlí. Skip Ríkisskips var nýkomið en bátar ennþá á sjó. í fjörunni við bryggjuna var maður að mála bát sem fjarað hafði undan. Blaðamaður kynnir sig og spyr eitthvað út í blá- inn. Maðurinn býr sig undir að svara þegar heyrist í dimmri rödd bak- borðsmegin. „Ykkurerandskotans sama um okkur.“ Blaðamaður verð- ur ráðvilltur og veit ekki hvaðan á hann stendur veðrið. Hann gægist fyrir stefnið og sér þrekinn mann með mikið tuggðan vindil uppi í sér. Svipurinn er ekki óvinsamlegur en augim píra. Til að þegja ekki spyr blaðamaðurinn hver sé höfundur at- hugasemdarinnar. Svariðlæturekki ásérstanda. „Skagfirðingur skýr og hreinn/skáld og hstamaður," kemur úr munninum með vindilinn. Við nánari eftirgrennslan kemur á dag- inn að maðurinn heitir Guömundur Þ. Ásgeirsson. „Annars er ég aldrei kallaður annað en Dubbi.“ Smáfiskadráp Dubbi hefur verið 30 ár til sjós. Hann byijaði 14 ára á togara og síðan hefur lífið snúist um sjósókn. I tutt- ugu ár hefur hann búið á Bíldudal en getur ekki látið vera að gorta af skagfirskum uppruna. Síðustu árin hefur Dubbi gert út trébát, Dröfn B A-28, sem var verið aö mála í fjörunni. Hann er nýbúinn að fá níu tonna plastbát afhentan og er að seija gömlu Dröfnina. Plastbáturinn ber nafnið Brynjar og segir Dubbi nafnið koma þannig til að hann eigi tvö böm, Amar og Brynju, og bátsnafnið sé splæst sam- an úr nöfnum bamanna. Dubbi seg- ist bráðánægður með nýja bátinn. Ykkur er andskotans sama um okkur" Hann sé vel smíðaður að öhu leyti og gott sjóskip. Og hvað kostaði fleyt- an? „Níu milljónir og níu hundmð og fjörutíu þúsund fyrir 9,6 tonna sjó- kláran bát,“ segir Dubbi. Hann þarf að fiska mikið til að borga þessa upp- hæð. Dubbi gerir út á handfæri og rækju. Á rækjunni er hann einn en sonurinn fer með á handfærin. Handfærabátar á BUdudal verða aö sækja fiskinn 20-40 nulur út á miðin. Þegar Dubbi hóf sjómennsku frá BUdudal voru miðin ekki nema 6-7 mUur frá landi. „Togaramir era búnir aö drepa þetta aUt saman. Þeir era í smáfisknum 11 nhlur frá landi og skUja ördeyðu eftir sig. Að mínu mati erum viö miklu verr staddir núna en þegar Bretar og Þjóðveijar fiskuðu í landhelginni.“ Einokun „Ég ætla að leggja upp á Patreks- firði í sumar. Við sjómennimir hér höfum ekki fengið kauphækkun í háaherranstíð.“ Dubba verður tíðrætt um rækju- verksmiöjuna á Bíldudal sem er i eigu Reykvíkinga. „Það er helvíti hart að BUddæhngar megi ekki eiga verksmiðju. Þessi einokun, sem við búum við, er á allan hátt ranglát. Eigendur verksmiðjunnar geta» skammtað okkur skít úr hnefa vegna þess að þeir einir fá að reka verk- smiðju. Upphaflega áttu tíu eða tólf sjómenn hlut í verksmiðjunni en það hefur heldur betur snúist við. Verk- smiðjan á núna tvo stærstu og best búnu rækjubátana og auk þess 300 tonna úthafsrækjuveiðiskip. Ein- hvers staðar koma peningamir frá.“ Dubbi rifjar upp þegar eigendur verksmiðjunnar gerðu heimamönn- um tUboð um að selja þeim rækju- vinnsluna. „Þeir verðlögðu óveidda rækju úr okkar firði upp á margar mihjónir og verðsettu vinnsluna þannig að enginn gatkeypt." „Um aldamótin bjó hér Pétur Thor- steinsson, svokallaður athafnamað- ur. Hann græddi á tá og fmgri á út- gerðinni og seldi saltfisk beint tíl Spánar. En þegar hann var búinn að mergsjúga þorpið flutti Pétur tU Reykjavíkur með allar sínar mUljón- ir og skildi þorpið eftir í rúst. Það er sama sagan sem endurtekur sig,“ segir Dubbi og tekur út úr sér vindU- inntiláherslu. Hann bætir við. „Dreifbýhsstaðir á landiriu era öðra hvora í kröggum. Fyrir 15 áram var það Siglufjörður, fyrir fimm árum BUdudalur og núna er það Patreksfjörður. En öllum virð- ist andskotans sama þama suður frá. Aftur á móti verður allt vitlaust ef það er ófært upp í Breiðholt." Barátta Á Vestfjörðum eru elstu byggðir landsins. Sjómennska er það sem haldið hefur lífinu í íbúumfjórð- ungsins í gegnum tíðina en það hefur ekki verið án fóma. Dubbi segir frá sjóslysi sem varð fyrir áratug eða svo í Amarfirði. Rækjubátur hvarf í djúpiö í miklu óveðri og tveir menn með. Hann talar um þann harm sem slær htið samfélag þegar dauðinn knýr dyra. Andhtið er sviplaust og augun horfa óræð út íjörðinn. í raun eiga menn eins og Dubbi meira sameiginlegt með sævíkingum horfms tíma en með blaðamanns- bjálfa úr borginni. Þegar plastbátur- inn hans siglir út Arnarfjörðinn er Dubbi á sömu slóðum og margar kynslóðir íslendinga. Aðstaðan er betri og tryggari en sömu verkin era unninogsamifiskurinndreginn. -pv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.