Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 33
53
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988.
íslenskt þrælahaid
Gengnir eru í garð sælustu frídagar
sumarsins með sól í heiði og þýðan
blæ á vanga. Unglingarnir þyrpast
saman úti í guðsgrænni náttúrunni
og skemmta sér að hefðbundnum
hætti. Þessa helgi, sem kennd er
við frídag verslunarmanna, reyna
flestir að eiga frí frá brauðstritinu,
nema einna helst verslunarmenn.
Lífið er harður bisness og bisness-
menn unna sér engrar hvíldar,
allra síst um þessa bisnessmanna-
helgi.
Uppbygging krefst fórna
Krakkarnir hópast á útihátíðim-
ari>ar sem þau geta drukkið svold-
ið og trallað í vemduðu umhverfi
og hlustað á stuðmúsík á vegum
ungmennafélaganna, ælt úti í
mnna, slegist og elskast útum
grandir. Ungmennafélagsandinn
svífur einhvers staðar hátt yfir
vötnum í gróðahugleiðingum.
Þetta er nú einu sinni stærsti bis-
ness og helsta lífsbjörg héraðssam-
bandanna. Markmiðið er auövitað
að byggja upp heilbrigðar sáhr í
hraustum líkömum. Sá háleiti til-
gangur krefst fórna. Til þess að
byggja upp fáa útvalda verður að
virkja skrílinn.
Eldri kynslóðimar hafa hægara
um sig heima. Ef menn eru ekki á
vakt á stórhátíðunum þá grilla þeir
í friðsældinni á svölunum, lausir
við unglingana. Kynslóðaskilin era
skýr þessa helgi sem endranær.
Fólk er semsagt aö hamast við
að hafa það gott. Eins og eyja-
skeggjum sæmir er þessi ham-
ingjuþjóð nokkuð lukkuleg með
sig, enda skörum við framúr á flest-
um sviðum og búum við þessa ein-
stæðu náttúrufegurð. Fólkið er fall-
egt líka. Við emm sterkust allra
og best í skák, svo fátt eitt sé nefnt.
Og nú stendur til að strákarnir
okkar vinni handboltann þama í
Seoul.
Nú hefur líka verið staðfest opin-
berlega, það sem margan grunaði,
að við værum duglegasta þjóð í
heimi og mestir vinnuhestar. Það
kemur semsagt á daginn að við
í talfæri
Jón Hjartarson
þrælum og puðum miklu meira en
nágrannar okkar, ekki síst bama-
fólk og gamalmenni. En verkafólk
á eftirlaunaaldri stritar meira' hér
á landi en þekkist nokkurs staðar
á byggðu bóli.
Mesta stofnanaþjóð í Evrópu
Að vísu hefur þessi einstæða
vinnusemi nokkra leiöa fylgikvilla.
Fólk er ofurselt spennu og streitu
og meðfylgjandi kvillum, svo sem
maga- og gitarsjúkdómum. Þræl-
dómurinn krefst fórna og er ansi
dýr þegar upp er staðið. Heilbrigð-
iskerfið þenst út. Sérfræðingarnir
hafa varla undan. Viö höfum meira
af stofnunum en nokkur önnur
Evrópuþjóð! Að ekki sé nú minnst
á allt það félagslega fár, sem af
þessu óhóflega púh stafar, upp-
lausn heimha, skilnaðir og vímu-
leit.
Nú er svo komið aö yfirmönnum
hehsugæslunnar er farið að oíbjóða
og segja að misréttið í þjóðfélaginu
verði að leiörétta - beinlínis af
hehsufarsástæðum. Ljótt að heyra.
Það er með öðrum orðum mein-
óhollt fyrir venjulegt fólk að búa í
þessu þjóðfélagi. Þetta staðfestir
landlæknir í pésa sem hann var að
gefa út: „Mannvernd í velferöar-
þjóðfélagi". Heilbrigðismál á ís-
landi eru orðin alveg nógu big bis-
ness. Spumingin er hvort það dug-
ir nokkuð að fjölga hælunum. ,
Ólafur Ólafsson landlæknir ritar
einskonar vamaðarorð í lók ritsins
og hefur þungar áhyggjur af
ástandinu: Ökkur hefur tekist á
einum mannsaldri að byggja hér
upp af góðum efnum „stressað" og
ómanneskjulegt samfélag sem þyk-
ist þó vera einhver velferðarsam-
kunda. Vinnuþrælkun er okkar
daglegt brauð og menn strita fram
á rauðar nætur th dýrðar velferð-
inni og sjálfum sér til óbóta. Land-
læknir bendir á aö þjóðfélagsað-
stæðumar, sem við búum við, bjóði
upp á margvíslegt misrétti mihi
stétta: í menntun, húsnæðismál-
um, dagvistun, skattamálum og
ýmsu félagslegu tilliti: „Við leysum
ekki vandamál fjölskyldunnar með
lengingu vinnutímans," segir
hann. Hann bendir á að verði ekki
breyting á í framtíðinni verði að
gera ráð fyrir enn fleiri „stofnana-
rýmum vegna sjúkleika og vanlíð-
unar“. Pisthl landlæknis er mjög
þarfur og þakkarverður. Maður
spyr hins vegar: er þessi stofnana-
kall þá hinn eini sanni vinur htla
mannsins? Forystumaður heh-
brigðiskerfisins, hælanna og spítal-
anna?
Maður skyldi ætla að launþega-
hreyfingin garfaði eitthvað í þessu,
en hún hefur einhvem veginn
koðnað niður í japl og jaml og fuð-
ur, ósamstíg og hla samkvæm
sjálfri sér. Hún er ekki lengur það
afl sem menn treysta á th þess að
ná fram einhverju réttlæti í skipt-
ingu lífsins gæða. Séra-Jónar ríkis-
stjórnarinnar mæna bara á láns-
kjaravísitöluna eins og búskussar
á barómeterinn og þusa eitthvað
og nagga hver út í annan í fjölmiðl-
um öðra hverju. Sorgarsaga þess-
arar ríkisstjómar byijaði með vit-
lausum sköttum og hún er enn að
taka út vaxtaverkina sína, enda
þótt hún sé komin að fótum fram.
ísland allsherjar vinnuhæli
Hinar margvíslegu ■ stofnanir
okkar, fokdýrar fleiriþúsund fer-
metra sjúkra-, meðferöar- og hjálp-
arstofnanir, eru troðfullar, læknar
og aðrir gæslumenn hehsu og heh-
brigðis eru sjálfsagt í sama áhættu-
hópi og ofvinnu- og streitusjúkhng-
arnir sem þeir eru að meðhöndla.
Ef menn era ekki búnir aö drekka
frá sér ráð og rænu þá eru þeir að
drepast úr gigt, brjósklosi, háþrýst-
ingi, taugaspennu, ástleysi og guð
má vita hveiju? Oddvita hehbrigð-
iskerfisins óar, sem fleirum. Hann
setur hönd undir kinn og segir:
Ekki meir! Ekki meir!
Menn hafa náttúrlega, upp og of-
an, sömu áhyggjur og landlæknir:
hvers vegna er fólk almennt dæmt,
líkt og á vinnuhæli, hálft lífið að
rembast við að skapa sér heimhi
(sem einatt springur svo af stressi
þegar það loks er að verða til)?
Hvers vegna er í þessu litla sam-
félagi svona hrikalegur launamis-
munur? Hvers vegna er bisness hér
svona ábyrgðarlaus og ahir bömm-
erar á ábyrgð „litla mannsins",
sem býr uppi í Breiðholti, eða norð-
ur á Skagaströnd og má varla vera
aö því að líta upp úr puðinu til
þess að pæla í þessu? Það sem verra
er: Ástandið lagast ekkert. Það
versnar.
Vísnaþáttur
Oft er ástin heita einnig sár
Leiðréttingar og harmaljóð
Leiðréttingar hafa mér borist
vegna vísna, sem birtust í þætti 16.
júh sl.
Hahdór frá Kirkjubóh í Önundar-
firði upplýsir að sjávarvísa, merkt
Kristjáni Guðmundssyni, sé eftir
föður sinn en eigi að vera svona:
Meiðir skúta báran bráð,
breið við útnes syngur.
Reiðiþrútinn lemur láð
leiður útsynningur.
Roskin kona úr Bárðardal segir
eftirfarandi fyrri vísu af tveimur:
Meö þér þreyjan fór mér frá,
finn að eigi gengur,
að ég megi af þér sjá
einum degi lengur.
Hin síöari var svona:
Sorgin vinnur mátt frá mér,
mun þó hlynna að sinni,
meðan ég finn hún ofin er
endurminning þinni.
Vísumar telur konan vera eftir
fyrri konu Jónasar Þorbergssonar,
Þorbjörgu Jónsdóttur skálds Þor-
steinssonar á Amarvatni í Mý-
vatnssveit. Hún átti við sjúkleika
að stríða og dó úr berklum, 1923,
fædd 1891.
En á thhugalífsárum þeirra Jón-
asar fór hann th Vesturheims, kom
aftur, þau giftust og eignuðust eina
dóttur, sem svo átti Bjöm Ólafsson
konsertmeistara. Seinni konu böm
Jónasar urðu tvö og lifa enn. En
vora vísumar kannski fleiri og er
aht hér rétt hermt?
Jónas Þorbergsson, 1885-1968,
var f. að Hraunkoti í Aðaldal, lengi
ritstjóri Dags á Akureyri, alþingis-
maður og útvarpsstjóri. Gaf hann
út margar bækur, m.a. Ijóð og lín-
ur 1936. Þar eru ýmis kvaeði og ljóð-
rænar hugleiðingar, sem þá munu
hafa verið köhuð Ijóð í óbundnu
máh, og vora tvö þingeysk skáld
einkum þekkt fyrir þá Ijóðagerð
hérlendis, auk sinna bundnu rím-
Ijóða: Hulda, og Siguijón Friðjóns-
son á Litlu-Laugum, ennfremur
hér syðra Grétar Felís og raunar
fleiri.
Hér eru nokkrar vísur úr Ljóðum
og hnum Jónasar.
1.
Hríðarmugga úti er.
Yfir skugga mikinn ber.
Dimma í glugga dapurt fer,
dregur ugg að brjósti mér.
2.
Bylgja hljóms, sem berst þér frá,
breiðist um mig eins og Ijómi,
því ég finn að ástin á
undirtón í þínum rómi.
3.
Ég kom hingað eins og áður,
inn að finna þig. -
Ég er einni hugsun háður:
hugsun þinni um mig.
4.
Margt er skráð á minnisblað,
metið von í haginn.
Þökk fyrir aht, og einkum það,
sem ekki er komið á daginn.
Afmæhsvísur
Langt er síðan leit ég þig,
ljósið augna minna.
Hehtu góða í gegnum mig
geislum augna þinna.
Þess er von að leitir lags
logann við aö ijála,
meðan geislar gleðidags
götuna þína strjála.
Dökkan knör er dauðans mund
dregur á hafið svarta.
Geisla einn frá okkar stund
eigðu í glöðu hjarta.
Yfir bárur - Kolbeinslag
Út ég hrindi í harðan vind
hrannajó á ólgusjó.
Seghð bind við siglutind,
síst ég róa vhdi þó.
Eykur skrið um úthafiö
efldur knörr og gæði í för.
Hárrétt miðið horfir við.
Hraöa ég för í óskavör.
Á heimleið
Nóttin er svo heiö óg hljóð,
himins stjömur skína.
Norðurvega leiðarljóð
laðar í vitund mína.
Upp er vakin öh mín þrá
aftur þig að finna.
Hraöaö er för um hijúfan sjá
heim th sæha kynna.
Þar, sem hefjast hendur smá
himninum móti bjarta.
Og hinn þráöa fögnuð fá
föður og móður hjarta.
Við Heljará
Hroðaleg er Heljará,
hrönn á flúðum dunar.
Niður brattann fjalh frá
flaumurinn þungi brunar.
Manstu daginn, er viö ein
áttum leið um dalinn?
Yfir fiahsins gnípa gein,
gatan urðum falin.
Tæp eru vöð og tvísýn öh,
torsótt leið um klungur,
þar sem hrynja freðin fiöh
fram um jöklabungur.
Gýgur fiahs úr gljúfraþröng
grimmum hvæsti sogum.
Fyhti dalinn stuna ströng
straums í andartogum.
Á þingmennskuárum Jónasar
Þorbergssonar störfuðu a.m.k.
tvær, ef ekki þijár, konur á skrif-
stofu alþingis, sem höföu „svani“ í
heiti sínu. Þá var farið að kaha
skrifstofuna Álftaver, og segir svo
í bók Jónasar að þær stúlkurnar
hafi mælst th þess við hagmælta
þingmenn að þeir sendu þeim vísur
þar sem að þessu væri vikiö. Jónas
orti:
Þegar gest að garöi ber,
gæðum hresstur sérhver fer.
Athvarf best er Álftaver,
yndi flest þar veitist mér.
Þekktastar þessara kvenna vora
dætur Huldu skáldkonu og Svan-
hhdur, dóttir Þorsteins Erlingsson-
ar, sem einnig var sjálf rithöfund-
ur. Frægustu vísuna orti Hermann
Jónasson forsætisráðherra, síðan
landskunn.
Jón úr Vör,
Fannborg 7,
Kópavogi.