Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Page 37
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. 57 Breiðsíðan í hléi á síðari jeik Vestur- Þjóðverja og íslendinga var bpðsgestum boðið upp á smurt brauð og svaladrykki. Meðal þeirra sem veitinganna neyttu var Jón Helgason land- búnaðarráðherra. Þegar Jón var þess var að Ijósmyndari DV ætlaði að festa hann á filmu sötrandi Svala frá Sól, sagði landbúnaðarráðherra að hann hefði nú frekar kosið að hafa það kókómjólk. Ekki þarf að taka það fram að leikurinn sjálfur var gríðar- lega spennandi og lauk hon- um með sigri íslendinga, 18 mörk gegn15. -GHK/DV-mynd GVA ■ . ■ Bryndis Bjarnadóttir er aðeins 16 ára en er orðin eftirsótt fyrirsæta. I sumar starfar hún fyrir umboósskrifstofu í London en í fyrra, þegar hún var ásamt móður sinni á ferð i London, var hún stöðvuð a< Ijósmyndurum og ööru fólki úr tiskuheiminum úti á götu. Teknar voru af henni myndir og henni boöið fyrirsætustarf. En samræmdu prófin i Garðaskóla gengu fyrir. „Viö vorum bara stöðvaðar á götu úti þegar við vorum á ferð í London í fyrra,“ segir Sóley Brynjólfsdóttir, móöir Bryndísar Bjamadóttur sem þessa dagana starfar sem ljósmyndafyrirsæta í London. Bryndís er nýorðin 16 ára og er orðin mjög eftirsótt fyrirsæta. Eins og móðir hennar segir voru mæðgumar í verslunarferð í London í fyrra þegarljósmyndarar og umboðsmenn stöðvuðu Bryndísi, tóku af henni myndir og fengu símanúmerið hjá henni. Þegar heim var komið byrjaði síminn aö hringja og Bryndísi var boðiö að koma út og starfa sem fyrirsæta. Þá kom ekki til greina að hún kæmi þar sem hún var aö klára grunnskólann. En hennar var beðið og fékk hún tækifæri til að starfa hjá um- boðsskrifstofunni Premier í nokkrar vikur nú í sumar. „Frá því að Bryndís var 13 ára hafa ljósmyndarar sóst eftir því '* að fá að taka af henni myndir. í byijun fannst henni þetta hálfskrý- tið en síðan hefur ekki linnt látum og er hún farin að venjast þessu,“ segir Sóley. „Hún hefur nú haft takmarkaðan áhuga en hefur látið tilleiðast og þar sem hún fær svo mikla hvatningu virð- ist mér sem áhuginn sé eitthvað að glæðast. Að minnsta kosti lét hún draga sig til London.“ Þegar heim er komið ætlar Bryndís í framhaldsskóla og segir móðir hennar aö hún sé ákveðin í því að halda skólagöngu áfram. Reyndar var hún beðin um að taka þátt í Elite-keppninni síöasta vetur en henni datt það ekki í hug þar sem samræmdu prófin stóðu sem hæst. Segja má að ljósmyndari Morgunblaðsins, Ámi Sæberg, hafi uppgötvað Bryndísi á sínum tíma. Hann var þá sendur út í Garða- skóla að taka myndir af skólastjóranum. Sá var þá staddur í kennslustund og var að kenna sjöunda bekk og var Bryndís á meðal nemenda. Þegar jjósmyndarinn kom inn í stofuna sá hann þessa fallegu stúlku sitja í miðjum bekknum og byrjaði að mynda hana í bak og fyrir. Fékk hann svo allar upplýsingar um stelpuna og frá því hefur hún verið eftirsótt í auglýsingar. En eins og móðir Brjmdísar segir hefur áhugi hennar verið tak- markaður en hún hlýdur aö hafa allt til að bera í þetta kröfuharða starf. Hún fær ekki einu sinni orðið frið á götum erlendra stór- borga. Sóley haföi auðvitað vissar áhyggjur af dótturinni áður en hún fór til London. Segist hún hafa verið ákveðin í að fara með henni en svo var Bryndísi boðið að búa heima hjá eigendum umboðs- skrifstofunnar og þá horfði þetta öðruvísi við. „Ég veit að hún er í öruggum höndum og þetta er ágætis hverfi sem hún býr í. Svo er fylgst vel með þessum stúlkum," segir Sóley. Segir hún að Bryndís hafi hringt í sig fyrsta kvöldið og sagt sér að henni hefði bara verið boðið salat í kvöldmat og fannst henni það víst heldur þunnur þrettándi.. „Hún er vön að borða mikið og eru þaö viðbrigði fyrir hana að . • - vera einungis skammtað salat í öll mál. Ég hef sagt henni að laum- ast bara til að kaupa sér eitthvað almennilegt þegar hún er í bæn- um,“ segir móðirin af sannkallaðri móðurumhyggju. Þegar Bryndís var 11 ára gömul var hún orðin 178 sm en síðan hefur hún lítiö stækkaö. Hún er grönn og hefur þann vöxt og út- lit sem sóst er eftir í þessu starfi. En hvort hún kemur til með aö nýta sér hæfileika sína á þessum vettvangi verður tíminn að leiöa í fjós en að sögn móðurinnar hefur hún veriö frekar hlédræg. Svo veröur að koma í ljós hvort áhuginn er fyrir hendi. En tækifærin erutilstaðar. -RóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.