Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Page 40
60 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. LífsstíU Kjarinn féiagi Aftur í miðaldir Öflugar nomaveiðar Saga Nördlingen, sem annarra þýskra borga, er ákaflega litrík. Á uppgangstímum var mikið byggt og voru íbúar til dæmis fyrstir til að koma upp þinghúsi. Smáborgin hefur einnig þolað slæma tíma. Nomaveiðar voru vin- sælar í Nördhngen á sextándu öld. Þijátíu og fimm manneskjur voru teknar af lífi af þeim sökum. Þessum ofsóknum lauk ekki fyrr en hinn hugrakki kráareigandi, „Maria Holl“, þráaðist við að láta undan nomaveiðurum. Þrátt fyrir pynting- ar neitaði Maria að játa á sig noma- stimpilinn og endaði með því þetta ljóta tímabil þorpsins. Nördlingen er vinsæll áfangastað- ur ferðamanna nú og þar er hægt að fá ýmsa þjónustu. Til dæmis er hægt að kaupa minjagripi um miðaldatíma og ferðamenn fá að kynnast vínrækt heimamanna. Þetta virðist tilvalinn viðkomustaður fyrir þá sem eru að ferðast um Þýskaland. -EG Á rómantísku leiðinni í Þýskalandi standa margar gamlar og frægar smáborgir. Ein af þeim sérkennilegri er Nördlingen. Hún er merkileg fyrir að hafa breyst lítið frá miðöldum. Nördlingen var áður aðsetursstaður keisara og hátindur velgengni henn- ar var á þrettándu öld. Smáborgin er byggð á ákaflega sér- kennilegan máta, eða í hring. Utan um húsin eru síðan virkisveggir. Byggingar á miðaldatímum miðuðu að sjálfsögðu við þarfir í vamarmál- um. Bæði virkisveggir og hús eru svo til óskemmd frá þessum tíma. Virkisveggir Nördlingen eru svo til óbreyttir frá því á miðöldum. ÁSKRIFT: o 27022 Margrét Ólafsdóttir: Ekki neitt. Ég verð að vinna. Ingibjörg Pétursdóttir: Fara með fólki, sem ég þekki, til Laugar- vatns. / Hólmfríður Knútsdóttir: Það er alveg óákveðið. Ef ég færi eitt- hvað yrði það til Vestmannaeyja. Stefán Jóhannsson: Bara að vera heima því ég er að fara til útlanda eftir viku. NÝTT HEFTI Á BLAÐ- SÖLU- STÖÐUM UM LAND ALLT Hvert ætlarðu að ferðast tun verslunar- marinahelgina? Þórir Guðlaugsson: Ekki neitt. Ég ætla bara að vera heima. j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.