Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 41
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. 61 DV Lífsstm Veglegar hallir saltinu að þakka: ______________________ ^ v Salzburger Land Salzburger Land er eitt af níu fylkj- um Austurríkis. Flestir kannast viö nafniö Salzburg en þaö er höfuöborg fylkisins. Hún er ein af þekktari borgum Evrópu en héraöið hefur upp á margt annað aö bjóða en þessa frægu borg. Land saltsins Fylkið er 7.154 ferkílómetrar aö stærö og þar búa um fjögur hundruð og fjörutíu þúsund manns. Nafniö á héraðinu má rekja til aðaltekjulindar þessa svæðis til foma, sem var sal- tið. Auöæfin sem saltvinnslan skap- aöi komu héraðinu og sérstaklega borginni Salzburg til góða. í gegnum aldirnar hafa veglegar byggingar og halhr verið reistar fyrir saltauðinn. Fylkið var undir stjóm hinna ýmsu prinsa þar til 1816 en þá sameinaöist það Austurríki. Katólskir biskupar prinsar stjórnuöu fylkinu i áratugi og er katólska ríkjandi trú í héraðinu eins og annars staðar í Austurríki. Vatnið Wolfgang Fylkið skiptist í fimm svæði. Þau eru Flachgau, Tennengau, Pongau, Kortið sýnir svæðin fimm sem tilheyra fylkinu Salzburger Land. Á minna kortinu sést hvar fylkið er í Austurríki. t Pinzgau er hægt að stunda skíði sumar sem vetur. Fegurð fjallanna er heillandi og fólki finnst eins og þaö sé statt í póstkortamynd. Pinzgau og Lungau. Þessi fimm svæði eru ekki aðeins sjálfstæð efna- hagssvæöi heldur eiga þau einnig mismunandi sögu og arfleið. í Flachgau er höfuðborgin Salz- burg. Þar er einnig frægt vgtnasvæði sem teygir sig norður af borginni. Þó að nafnið Flachgau þýöi flatn- eskja er það ekki fullkomin lýsing á Ferðir svæðinu. Við rætur íjallanna höfðu keisarar fyrri tíma sumarhallir sín- ar. Vatniö Wolfgang er trúlega frægast þeirra vatna sem em í þessu héraöi. Vötnin í Flachgau eru einstaklega hlý á sumrin og mjög vinsæl af fólki sem sækir í útiveru. Yngsta svæðiö er Tennengau sem er fyrir sunnan Salzburg. Þar stend- ur borgin Hallein en hún var aösetur kelta fyrr á tímum. Keltar byrjuðu á saltnámi í Tennengau upp úr átta hundruð eftir Krists burð. Saltnám- urnar í Tennengau eru mjög sér- kennilegar og þess virði að skoða þær. Skíði sumar og vetur Ef ferðast átti til fjallasvæðisins Pongau fyrir hundraö árum þurfti að fara erfiðar leiðir í gegnum Lueg íjallaskarðið. Nú er auðveldlega hægt að komast þangað eftir hrað- brautum og með járnbrautarlestum. Vatnasvæði Flachgau er vinsælt meðal sumarferðalanga. Hitastig vatnanna er notalegt til baða og íþróttaiðkana. Pongau er þekkt fyrir baðstaði sína. Þar eru heimsþekktar lindir sem hægt er að baða sig í. Þessi böð éru sögð holl og góð fyrir heilsuna. Pon- gau er einnig paradís fyrir þá sem hafa áhuga á gönguferðum. Fallegar leiðir liggja um héraðið og henta sér- lega vel til slíkra ferða. Pinzgau er stærsta fjallahéraöið í Salzburger Landi. Þar eru frægir ferðadvalarstaðir, eins og Zell am see, Kaprrun og Saalbach. Hægt er að fara á skíði bæöi sumar og vetur. Dalir og vötn gefa góða möguleika til sumardægradvalar. í Pinzgau er Hohe Tauern þjóðgarðurinn. Þar eru meðal annars Krimmler-fossarnir sem eru þeir hæstu í Evrópu. Síðast en ekki síst ber að nefna syðsta héraðið, Lungau. Þetta svæði er mjög vinsælt meðal ferðamanna og talið mjög fallegt. Þarna eru í heiðri hafðir gamlir siðir, svo sem að skreyta stangir á torgum með blómum. Fjöldi kastala og herrasetra er í þessu héraði og rómantíkin svíf- ur yfir vötnum. í Salzburger-landi er mikil áhersla lögð á móttöku ferðamanna. Þaö leið- ir af sjálfu sér þar sem þjónusta við ferðamenn er ein aðaltekjulind þessa héraðs. Austurríkismenn hafa sér- hæft sig í þessari þjónustu og telja sig fremsta meðal jafninga í þeim efnum. í héraðinu eru yfir 120 þorp sem bjóða upp á ferðamannaþjónustu. Gistirými eru um tvö hundruð og fimm þúsund. Milljónir manna heimsækja Salzburger Land allt árið og virðist sem vinsældunum linni ekki á næstu árum. -EG. Kíeppsvegi 150 simi 84860 OPIÐ á laugardögum frá kl. 10-16. Opið alla virka daga til kl. 20. Fáðu þér snúning meðan þú borðar Úr sjónvarpsturninum í Hamborg er stórkostlegt útsýni yfir borgina. Turninn snýst þonnig oð þú fœrð oð sjá hono ollo meðon þú borðor góðon mot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.