Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Page 43
T~*r*Tí uncTTTnAnrrR 9Q .tt'ttí tqss Lífsstfll Á laugardögum er settur upp i miðborginni útimarkaður. Þessi aldraða bóndakona bauð afurðir sínar til sölu. Varningurinn var nýmjólk, beint úr mjólkurbrúsanum, og ekta sveitarjómi. DV-mynd EG mætt land undir falleg torg. Það þýð- ir að flestar byggingar njóta sín þótt byggt sé á litlu svæði. Þröngar götur, þar sem aldagömul íbúðarhús standa á báða bóga, gefa miðbænum einnig skemmtilegan svip. í flestum þessara húsa er búið enn þó að fyrstu hæðirnar séu gjam- an notaðar undir verslanir og veit- ingahús. Rómantík, söngur og gleði Byggingarstíll og lega borgarinn- ar hjálpar til að gera götulífið mjög lifandi. Einnig kemur til létt lund borgarbúa. Þeir virðast ávallt tilbún- ir að hefja viðræður við gesti, hvort heldur er á götum úti, á kaffihúsum eða krám. Þessi andi smitar síðan þá gesti sem þarna koma. Auðvelt er að ráfa um götur borg- arinnar dag eftir dag og skoða mann- líf og byggingar. í raun er svo mikil fjölbreytni halla, kastala og kirkna að erfitt er að skoða þessar gersemar á nokkrum dögum. Mozart-safnið er dæmi um skemmtilegt safn. Það er sett upp á fæðingarstað og æskuheimili tónlist- arsnillingsins. Minnst tekur einn dag að skoða Hellbrunn-garðana en þar er stillt saman gróðri, gosbrunnum og á kvöldin lýsingu, þannig að úr verður sýn sem gleður augað. Þeir sem sneyddir eru áhuga á byggingarlist og sögu þurfa ekki að láta sér leiðast. Pjöldi kráa og kafíi- húsa er í borginni og em borgarbúar ötulir að sækja þessa staði. Ferða- menn er ætíð velkomnir og erfitt er: - að komast hjá því aö lenda í samræð- um við heimamenn. íslendingum virðist sérlega vel tekið og þegar að viðkomandi ferðamaður upplýsir að hann sé frá íslandi dynur yfir hann spurningaflóð um land og þjóð. Á laugardögum er settur upp í mið- bænum útimarkaður. Þar verslað með hvers kyns matvæli. Þó að ekki standi til að gera stórinnkaup á mat er virkilega þess virði að skoða mannlífið á markaðnum. Þar koma bændur með afurðir sínar og hægt er að fá ljúffengar heimagerðar pyls- ur eða nýmjólk sem mjólkuö var' uppi í hlíðum Alpafjallanna kvöldið áður. Ostaáhugamenn verða að gæta sín sérstaklega því aragrúi gómsætra osta er til sölu í öðru hverju sölu- tjaldi. Erfitt er að hætta að smakka á ostunum sé byrjað á því á annað borð. Það er i raun mjög skiljanlegt að Salzburg skuli vera jafnvinsæl meðal hjónaefna og raun ber vitni. Það er ákaflega auðvelt að verða ástfanginn í og af borginni. -EG. Þessi japönsku brúðhjón eru meðal þeirra hundraða annarra sem koma til að gifta sig í Mirabellhöllinni. DAGVIST BARIVA KLEPPSHOLT Laugaborg y/Leirulæk Matráðskona óskast nú þegar í 75—100% starf. Upplýsingar gefur Fanný Jónsdóttir deildarstjóri í síma 27277 og forstöðumenn í síma 31325. NY SENDING 5UBARU Justy eb Vinsælasti fjórhjóladrifni smábíllinn! TIL AFGREIÐSLU STRAX Verð frá kr. 442.000.- Ingvar 8 Helgason hf. sýningarsalurinn, Rauðagerði (J) 91-3 35 60 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.