Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. Utlönd Óttast átök í kjölfar kosninga Forsetakosningar fara fram í Líb- anon í níunda sinn á morgun. Full- trúar þingsins munu koma saman tíi að kjósa forseta sem samkvæmt stjómarskránni verður að vera kristínnar trúar. Margir tqlja að Michael Aoun, yfirmaður heraíla Líbanon, og Suleiman Franjieh, fyrrverandi forseti, séu líklegastir til að taka við stjórnartaumunum af Amin Gemayel. Gemayel hefur verið við völd í sex ár en kjörtíma- bil hans rennur út þann 23. sept- ember nk. Hertar öryggisráðstafanir Öryggisráðstafanir vegna kosn- inganna voru hertar tíl muna á mánudag. Nú er herinn í við- bragðsstöðu í kjölfar hótana krist- inna falangista um að þeir muni reyna að trufla kosningarnar kom-_ ist nýr forsetí til valda með íhlutan erlendra ríkja. Nær allir þeir átta forsetar, sem kosnir hafa verið í Líbanon, hafa notíð stuðnings erlendra ríkja tíl að komast á valdastól. Talið er að stuðningur Bandaríkjanna og Sýr- lendinga við einhvern frambjóð- enda nú muni hafa mikil áhrif þeg- ar gengið verður tíl kosninga. Fulltrúar beggja ríkja hafa átt í viðræðum um hugsanlegan fram- bjóðanda sem gætí sameinað hinar mörgu mismunandi skoðanir í landinu og komið á varanlegum friði. Framboð Franjieh er tahð merki þess að þær umræður haíi ekki borið árangur því Bandaríkin séu ekki hliðholl Franjieh í emb- ætti. Arekstrar hersins og krist- inna Róstur hafa aukist í Líbanon og telja margir aö hætta sé á að átök milli herafla Líbanon og kristinna falangista brjótist út fyrir kosning- amar vegna framboös Suleiman Franjieh, fyrrum forseta landsins sem falangistar eru mótfallnir. Verði Franjieh kosinn er hætta á að mikil átök blossi upp. Samkvæmt dagblaðinu As-Safir er hætta á að upp úr sjóði í hverfum kristinna og segir blaðið að þrýst- ingur Bandaríkjanna sé það eina sem geti komið í veg fyrir að blóðug átök brjótíst út. Forystumenn kristinna eru and- vígir vaxandi áhrifum Sýrlendinga í Líbanon og óttast að ef forseti, sem hliðhollur sé Sýrlandi, komist tíl aðir hermenn vakta þinghúsið þarsem 76 fulltrúar munu kjósa, leynilegri kosningu, níunda forseta landsins. Símamynd Reuter Suleiman Franjieh, fyrrverandi forseti Líbanon, tilkynnti i gær að hann gæfi kost á sér i embætti forseta á nýjan leik. Taiið er að þessi ákvörð- un geti komið af stað auknum róstum i landinu. Sfmamynd Reuter valda muni hann efla baráttuna gegn yfirráðum kristínna í austur- hluta Beirút. Forystumenn krist- inna hafa farið fram á það við full- trúa þeirra á þinginu aö þeir taki ekki þátt í kosningunum á morgun til að freista þess að koma í veg fyrir kosningu forseta sem hhð- hollur sé Sýrlandi. Falangistar hafa ekki geflð tii kynna hvem þeir styðji í kosninga- baráttunni^ Stjórnmálaskýrendur telja að Michael Aoun, sem ekki hefur enn tilkynnt hvort hann muni bjóöa sig fram, og Suleman Franjieh, sem hélt forsetaembætt- inu frá 1970 til 1976, séu sigur- stranglegastír. Báðir em studdir af Sýrlandi en forystumenn falang- ista eru andvígir báðum þar sem þeir telja hvorugan njóta stuðnings ahra flokka. Margir Líbanar telja að Franjieh eigi sök á því að borgarastyrjöld braust út árið 1975 en í henni er tahð að 150 þúsund manns hafi lát- ið lífið. í kjölfar styijaldarinnar hefur landinu bókstaflega verið skipt í mörg ríki þar sem mismun- andi leiötogar stjórna hver um sig. Margir Líbanar bíða -nú úrshta kosninganna í þeirri von að nýr forsetí hafi til að bera styrk til að sameina landið. Aldnir fulltrúar kjósa forseta Fulltrúarnir sjötíu og sex, sem kjósa munu forseta í dag, eru þeir einu sem enn eru á lífi af níutíu og níu fulltrúum sem kosnir voru á þing árið 1972, þremur árum áður en borgarastyijöldin braust út. Meðalaldur fulltrúanna er um sjö- tíu ár. Búist er við aö fulltrúamir, 41 fuhtrúi kristinna og 35 fuhtrúar múhameðstrúarmanna, muni beygja sig undir þrýsting um að kjósa forseta sem yfirvöldum í Sýrlandi fellur í geö. Verða kirkjur seldar? Sumarliöi ísleifeson, DV, Árósum: Þess er nú krafist að ríki og sveit- arfélög spari á öllum sviðum í Dan- mörku. Hafa sömu kröfur verið gerð- ar til kirkjunnar og til annarra ríkis- stofnana. Af því tilefni hafa sprottið ítarlegar umræöur um þetta. Bærinn Ruddbjerg á Lálandi hefur þá sérstöðu að þar er kirkjuskattur hæstur í Danmörku. Innan marka bæjarfélagsins eru starfandi fjórir prestar sem þjóna átta kirkjum. íbú- ar em hins vegar aðeins um^fjögur þúsund. Hefur þessi háa skattlagning valdið óánægju enda þykir mörgum aö ekki sé á bætandi, skattar séu svo háir. Einn bæjarfuhtrúa sósíaldemó- krata í bænum lagði til að málið yrði leyst á þann byltingarkennda hátt að ein af kirkjunum verði seld og a.m.k. einum prestí sagt upp. Þóttí honum sjálfsagt aö gera sömu kröfur til kirkjunnar og annarra tíl spam- aðar. Og hví ekki að loka kirkjunni eins og skólum og sjúkrahúsum? Auk þess bentí hann á að þátttaka í starfi kirkjunnar væri ekki mikil og takmarkaður áhugi á trúmálum. Til marks um það væri að aöeins um tíu manns að meðaltali kæmu í hverja guðsþjónustu. Ekki hafa þessar róttæku hug- myndir vakið mikla ánægju hjá kirkjunnar þjónum. Á því eru þó undantekningar. Bæjarfuhtrúi sós- íaldemókrata í Ruddbjerg fékk óvæntan stuðning frá sóknarprestí í bænum Randers á Jótlandi. Presturinn tekur undir áðurgreind sjónarmið og bendir á að ekki sé síð- ur eðhlegt aö kirkjan spari eins og aörar stofnanr. Að hans mati er ekki síður ástæöa til að leggja niður kirkj- ur en skóla, sjúkrahús eða kvennaat- hvörf en lagt er tíl aö síöastnefndu stofnununum verði lokað í Randers og fleiri bæjum á Jótlandi á næst- unni í spamaöarskyni. Presturinn tekur undir að sárt sé að loka eða rífa niður kirkjur en bendir á að ekki sé síður sárt að þurfa að loka sjúkra- húsum. Kirkjumálaráðherra Dana visar flestum þessara hugmynda á bug og segist ekki þurfa að loka kirkjunni í sparnaðarskyni. Unnt sé að spara með öðrum leiðum. Hann bendir þó á að hugsanlegt sé, í einstaka tilvik- um, aö leggja niður kirkjur, einkum þar sem mörg guöshús séu með stuttu milhbUi. Nefnir hann sem dæmi aö slíkt hafi verið gert í Kaup- mannahöfn fyrir nokkrum ámm er Nicolaikirkjan var lögð niður og breytt í UstagaUerí. Ráðherrann bendir þó á að yfirleitt mætí slíkar aðgerðir svo mikilli mót- stöðu að þær séu nánast ófram- kvæmanlegar. Það eru því ekki mikl- ar líkur til þess að þessar tíllögur sóknarprestsins í Randers og bæjar- fulltrúans í Ruddbjerg verði teknar til greina. Rúmlega hundrað barnsfæðingar á hverri mínútu Anna Bjamason, DV, Denver íbúar Asíu hafa nú náö þriggja milljaröa markinu hvað fjölda snert- ir að álití starfsmanna Sameinuðu þjóöanna. íbúar Asíu eru nú sextíu prósent af öllum íbúafjölda heims. Tahð er að þar fæðist nú að meðal- tah um eitt hundrað og fimmtíu þús- und börn á hveijum degi eða um eitt hundraö og fimm börn á hverri mín- útu. Vaxtahækkun Seðlabanka Banda- ríkjanna veldur ugg Anna Bjamasan, DV, Denver: Ákvörðun Seðlabanka Banda- riKjanna um aö hækka vexti af við- skiptum sínum við aöra banka úr sex prósentum i 6,5 prósent hefur verkað eins og sprengja á fjár- magnsmörkuðum. í framhaldi af því hafa lægstu útlánsvextír við- skiptabankanna nú veriö hækkað- ir í tfu prósent en hæstu útláns- vextir banka eru átján til tuttugu prósent. í nýju hefti Business Week segir aö seölabankastjórinn hafitilkynnt Bandaríkjaþingi í júníbyijun að veröbólgan væri þjóðaróvinur númer eitt og Seðlabankinn ætlaði að stöðva vöxt hennar. Blaðiö segir að vaxtahækkunin í síðustu viku miöi aö þvi, jafnframt sem henni sé ætlaö aö stöðva frekari hækkun dollarans á erlendum peninga- mörkuöum. Vaxtahækkunin hafði á mánu- dagskvöld valdiö um fimm prósent verölækkun á hlutabréfum í Wall Street og um þrjú til fjögur prósent verðlækkun á hlutabréfamarkaðn- um í Tokyo. Blaðiö segir að ríkis- stjórnin hafi veriö andvíg vaxta- hækkuninni en hún var tikynnt fáum klukkustundum áöur en til- boö voru opnuð í ríkisvíxla upp á tuttíigu og tvo milijarða doUara og eykur vaxtaútgjöld ríkisins um tvö hundruö miiljónir doUara. í Hvíta húsinu er taliö að frekari vaxta- hækkun getí oröið George Bush, varaforseta og frambjóöanda repú- blikana til forsetakosninganna í nóvember, erfiður biti í kosninga- baráttunni. Fáir búast viö frekari vaxta- hækkunum fyrir kosningarnar þó menn telji vist aö þróun efhahags- málanna kalU á sUkar aögeröir. Aö sögn blaðsins hefur þessi þróun valdið ugg meðal þeirra sem best þekkja hlutabréfamarkaöinn því þróunin er svipuö og var fyrir verö- hruniö mikla í október. Munurinn er sá að þá uggðu menn ekki að sér en nú íhuga menn hlutabréfakaup vel. Loks segir blaðið aö erlendir fjár- málafræðingar spái þvf að doUar- inn styrkist jafht og þétt en seðla- bankar Bandaríkjanna og helstu iðnríkja heims munu reyna aö sporna viö þeirri þróun með auk- inni sölu dollara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.