Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. 13 Fréttir Gemlmötturmn Astra á loft um áramót Detftur Póstur og sími þá út úr myndinni? „Ef ráöuneytið ætlar að fara með lögreglufylgd í hús og taka móttöku- diska fyrir gervihnattasjónvarp nið- ur þá gerist eitthvað. Ef þú lest út- varpslögin, þá stendur þar að hverj- um og einum sé heimilt að taka á móti sjónvarpsefni á gervihnattadisk sem er ætlað til sendinga til almenn- ings. Það þarf brátt ekki neitt leyfi frá Pósti og síma. Þessi hnöttur, sem við horfum í gegnum núna, er íjar- skiptahnöttur þó að efnið á honum sé ætlað til almennra nota. Þarna kemur túlkun laganna inn í mynd- ina. Menn túlka þau misjafnlega. Af því að efnið er sent um fjarskipta- hnött vill Póstur og sími meina að sendingamar séu undir sinni umsjón og því verði þeir að gefa leyfi fyrir móttöku sendinganna. Gervihnött- urinn Astra, sem fer upp í lok árs- ins, er almennur gervihnöttur með 16 rásir. Með tilkomu hans dettur Póstur og sími líklega út úr mynd- inni,“ sagði einn heimildamanna, sem starfar í tengslum við móttöku- diska, við DV. Aðspurður hvemig væri með sjón- varpsstöðvar sem ekki hefðu gefið leyfi til móttöku á efni sínu, sagði heimildamaður blaðsins að í raun mætti hver og einn taka á móti efni þeirra stöðva. „Þessar stöðvar gefa ekki neinum skriflegt leyfi til að taka á móti send- ingunum. Ef þær gera það geta þær veriö að brjóta alþjóðalög. Þá er hægt að fara í mál við stöðvarnar. Stöðv- arnar vilja ekki gefa skrifleg leyfi þar sem mál í kring um höfundarétt og þess háttar em svo flókin og hætta á endalausum málaferlum. Stöðv- arnar láta því móttöku á efni þeirra afskiptalausa og koma til með aö gera það. Það er í raun akkur fyrir þær að hafa sem flesta áhorfendur vegna auglýsingatekna." -hlh Vel yfir 100 móttökudiskar fyrir gervihnattasjónvarp hér á landi. Aðgerðir vegna ólög- legra diska væntan- legar af hálfu yfiivalda Menning Móttökudiskum fyrir gervihnatta- sjónvarp hefur fjölgað ört síðustu misseri. Samkvæmt upplýsingum frá innflytjendum eru þeir vel yfir 100 talsins. Póstur og sími hefur aðeins gefið leyfi fyrir uppsetningu 40 slíkra móttökudiska. Hefur samgöngu- ráðuneytið ásamt Pósti og síma ákveðið aðgerðir gagnvart þeim sem sett hafa upp móttökudiska í leyfis- leysi en ekki er vitað hvenær eða hvernig þeim aðgerðum verður hátt- að. Ragnhildur Hjaltadóttir hjá sam- gönguráðuneytinu sagði að ekki væri tímabært að segja um hverjar aðgerðir hins opinbera yrðu. „Aðgerðir okkar verða fram- kvæmdar á þeim grundvelli að þessi starfsemi, þaö er móttaka sjónvarps- efnis um gervihnött, sé leyfisskyld. Það hefur átt sér stað ólögleg upp- setning á diskum en móttaka efnisins er háð samþykki frá rétthöfum efnis- ins.“ Gústav Arnar hjá Pósti og síma sagði að móttökudiskarnir, sem sett- ir heföu verið upp í leyfisleysi, væru margir. „Við höfum ekki talið diskana en miðum við tölur frá innflytjendum. Samkvæmt þeim er ekki- leyfi fyrir helmingi diskanna. Skilyrði fyrir uppsetningu mót- tökudiska er fyrst og fremst að menn hafi útvegað sér leyfi frá rétthöfum, það er þeim sem eru eigendur efnis- ins. Þama er um að ræða flutning efnis í gegn um fjarskiptatungl. Þess vegna er litið svo á að þeir sem biðja um sendingu á efni í gegn um fjar- skiptatungliö eigi allan rétt á dreif- ingu efnisins og það geti ekki hver sem er farið að horfa á þetta eða dreifa nema hafa fengið leyfi frá þeim aðilum," sagði Gústav. Auk leyfisins tók hann fram að búnaöurinn yrði aö vera viður- kenndur af yfirvöldum fjarskipta hér. Hvað varðar sendingar ein- stakra stöðva sagði Gústav: „Sjónvarpsstöðin SKY Channel sendir aðallega til kapalkerfa en stöðin hefur ekki á móti því aö ein- stakir aöilar taki á móti efni frá henni. Hún gefur fúslega leyfi. Sum- ar stöðvar gera það ekki, þar á með- al sumar ítalskar og svissneskar. Þær stöðvar standa fast á rétti sínum að þær eigi efnið og enginn eigi að taka á móti því nema borga fyrir það. En það er mjög erfitt að hafa eftirlit með þessu. Þeir hjá Super Channel segja hins vegar að þar sem þeir hafi ekki sam- ið við rétthafa efnisins um sendingar á íslandi gefi þeir ekki leyfi til send- inga hér. Ef einhver tekur á móti efni Super Channel hér á eigandi efn- isins kröfur á hendur Super Channel fyrir ólöglega dreifingu. Það koma ipjög flókin réttindamál þarna inn í myndina. Við viljum tryggja okkur þannig að enginn eigi kröfu á opin- bera aðila hér í tengslum við höfund- arrétt.“ -hlh Ingunn Ásdísardóttir leikstjóri laðar fram glaðleg svipbrigði hjá leikurunum Viðari Eggertssyni og Erlu B. Skúladóttur. DV-mynd JAK Fyrsta leikrit vetrarins: Alþýðuleikhúsið frumsýnir Elskhugann efUr Pinter Annað kvöld, fimmtudag, frumsýnir Alþýðuleikhúsið Elskhugann eftir Harold Pinter. Þar með er leikhús- starfsemi í Reykjavík hafin á þessum vetri. Harold Pinter fæddist 1930 og er frægasta leikskáld Breta af sinni kynslóð. Leikrit eftir hann voru flutt í Þjóðleikhúsinu fyrir allmörgum árum. Síðan var lítið sem ekkert sýnt eftir hann langa hríð. En síðasta vet- ur fóru tveir leikhópar að glíma við verk hans. Heimkoman var sýnd í Gamla bíói undir stjórn Andrésar Sigurvinssonar og einþáttungamir Eins konar Alaska og Kveöjuskál hjá Alþýðuleikhúsinu undir stjórn Ingu Bjarnason. Báðar þessar sýningar þóttu mjög góðar og Amar Jónsson hlaut menn- ingarverðlaun DV fyrir leik sinn í Kveðjuskál. Það fjallar um pyntingar og lék Arnar böðul fullan kvalalosta. Elskhuginn lýsir sálarástandi hjóna nokkurra sem að því er virðist lifa í hnökralausri sambúð. En Pinter er meistari í að grafa undir yfirborð- ið og leiða í ljós að sjaldan er allt sem sýnist. Persónur hans segja eitt en hugsa annað. Þær reyna í lengstu lög að villa á sér heimildir. „í stað þess að sýna tilfinningaleg viðbrögð sín, stríða þær hver annarri, særa hver aðra með lygum og ásökunum, leggja snömr hver fyrir aðra til þess að fá uppljóstrað leyndarmálum, sem bet- ur lægju í þagnargildi,“ ritar Martin Regal í leikskrá, Viðar Eggertsson og Erla B. Skúla- dóttir leika hjónin í þessu spennandi sálfræðidrama. Með aukahlutverk fer Kjartan Bjargmundsson. Leik- stjóri er Ingunn Ásdísardóttir sem þýtt hefur leikinn í samvinnu við Martin Regal. Leikmynd og búningar em eftir Gerlu, tónlist eftir Lárus Grímsson en lýsingu annasi Egfil Öm Árnason. Oskum eftir að taka á leigu bílskúr eða geymslu húsnæði, helst í Norðurmýrinni eða Hlíðunum. Rauði kross íslands Sími 26722. Framkö llun Enn sem fyrr er Alþýðuleikhúsið á faraldsfæti en hefur að þessu sinni fengið inni í Ásmundarsal við Freyjugötu. ihh 'LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF Laugavegi 178 • Reykjavik - Simi 685811

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.