Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 40
Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1988. I 4 4 Ávísanafalsarinn játaði: 300 þúsund króna svik Maöurinn, sem rannsóknarlög- reglan handtók á mánudag, hefur játaö aö hafa falsaö ávísanatékka fyrir um 300 þúsund krónur. Ekki þótti ástæöa tií aö óska eftir aö maö- urinn, sem er 26 ára gamall, yröi úrskurðaður í gæsluvarðhald. Maðurinn stal tékkheftinu á veit- ingastaö í Reykjavík um helgina. Hann náöi að falsa rúmlega tuttugu tékka áöur en lögreglan á Akranesi handtók hann. Fölsuðu tékkarnir eru ekki allir komnir fram. Stolna tékkheftiö er frá Höfðaútibúi Búnað- arbankans. -sme Deilan um Jan Mayen til Alþjóða- dómstólsins Danir ákváöu í gær að vísa þrætu sinni við Norðmenn um lögsögu- mörk við Jan Mayen til Alþjóðadóm- stólsins í Haag. Fyrir hönd Grænlendinga hafa Danir deilt viö Norðmenn um hvar fiskveiðilögsagan milli Grænlands og Jan Mayen skuli skiptast. Norömenn vilja aö miðlínan gildi, eins og skipt- ingin er á milli íslands og Jan May- en. Danir krefjast þess aö Grænland fái 200 mílna landhelgi og vísa til þess aö Jan Mayen sé lítiö byggö eyja og afskekkt. Ekkert samráö var haft viö íslend- inga þrátt fyrir augljósa hagsmuni okkar. í gildi er samningur frá 1980 milli Norömanna og íslendinga um miölínuskiptingu á milli Jan Mayen og íslands. - Sjá nánari umfjöllun á bls. 12. 30 teknir fyrir of hraðan akstur Þrjátíu ökumenn voru teknir í Reykjavík í gær fyrir of hraöan akst- ur. Enginn þeirra var sviptur öku- leyfi. Fimm ökumenn voru teknir fyrir aö aka á móti rauðu ljósi. Níu árekstrar uröu í Reykjavík í gær. Engin slys urðu á fólki. -sme Veðrið á morgun: Austanátt um allt land Á morgun veröur austanátt um allt land, víöast 4 til 5 vindstig og skýjaö. Rigning eða skúrir víöa um land, einkum þó á Noröur- og Aust- urlandi. Hiti 6 til 11 stig. TriUa sökk: Manni bjargað naumlega Manni var bjargaö naumlega af sökkvandi trillu, um sextán sjómílur suövestur af Látrabjargi, í gær- kvöldi. Slysavarnafélaginu barst hjálparbeiðni frá Blæ, sem er sex tonna trilla, laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Þá haföi komiö mikill leki að bátnum. Einn maður var á Blæ. Tíu tonna bátur, Hildur RE, heyrði kallið og hélt þegar í átt aö Blæ. Hildur var aðeins í um tveggja sjómílna íjarlægö frá Blæ er kallið kom. Vel gekk að ná manninum af sökkvandi trillunni yfir í Hildi. Blær sökk skömmu eftir aö maðurinn var kominn um borö í Hildi. Eftir björg- unina var haldiö til Rifs. Suðaustangola og skýjaö var er óhappið varð. -sme Gjaldheimtan í Reykjavik: LOKI Og ég á afmæli í næstu viku. Fagnar tilkomu ‘gíróseðlanna „Við viljum mjög gjarnan aö hægt veröi aö staðgreiða skatta meö gíró- seðlum. Álagið á starfsfólkinu á ein- daga er gífurlegt og varla möguleiki aö afgreiöa þann mikla fjölda, sem kemur hvern eindaga, meö sóma- samlegum hætti. Menn sem koma og greiða skattana sína hjá okkur eiga rétt á að fá afgreiöslu,“ sagöi Guð- mundur Vignir, gjaldheimtustjóri í Reykjavík, við DV. „Ég vil vekja athygli á aö gjalddagi er 1. hvers mánaðar, en þaö er ekki hægt að skylda fólk til að greiða fyrr en á eindaga. Þaö hefur einnig veriö ■-‘--fcægt að senda ávísun meö greiöslu- seðlunum. Hún hefur þá þurft aö berast til okkar ekki seinna en á gjalddaga. En viö fögnum tilkomu gíróseðla til staðgreiöslu skatta." -hlh SÍMAÞJÓNUSTA GULA 62 42 42 Sjúkrabill 11100 Logreglan 11166 Slókkvillðlð 11100 Læknavakt 21230 Sorpeyðingarstöð Suðurnesja verður að setja upp hreinsibúnað et hún á að fá starfsleyfi. Stöðin er sú eina sinnar tegundar á landinu. - sjá bls. 2 DV-mynd Brynjar Gauti Öldungum flölgar: Þrír íslendingar eiga 100 ára afmæli í vikunni - elstur núlifandi íslendinga er karlmaður Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að halda upp á 100 ára afmæli en nú ber svo við að þrír íslendingar verða 100 ára á innan við viku eða á fjórum dögum. { dag verður Halldóra Jónsdóttir 100 ára, á fimmtudag verður Krist- ín Hreiöarsdóttir 100 ára og á laug- ardaginn nær síðan Magnús Ólafs- son þessum merku tímamótum. Þegar þessi stórafraæli hafa átt sér stað verða 17 íslendingar komn- ir yfir 100 ára aldur sem er óvenju mikið. Það hafa þó fleiri íslending- ar á þessum aldri verið á lífi i einu því í byijun árs 1985 voru 24 eldri en 100 ára á lífi. Það er þó ljóst aö óvenju margir á þessum aldri eru nú á lífi því t.d. 1970 voru aðeins þrír á lífi. Þá er forvitnilegt aö elstur núlif- andi íslendinga er karlmaður en það er Sigurður Þorvaldsson. Eins og kemur fram í nýjasta hefti tíma- ritsins Heilbrigðismála hefur Sig- urður slegið aldursmet íslenskra karlmanna en þaö gerði hann í maí. Sigurður er fæddur 23. janúar 1884 og verður því 105 ára í janúar á næsta ári. Hæsta aldri íslendinga náði Halldóra Bjarnadóttir en hún varð 108 ára og 43 daga. Þá er bent á það í tímaritsgrein- inni að óvenju margir þeirra sem ná háum aldri séu fæddir á Suður- landi. Tvö þeirra sem nú eiga 100 ára aftnæli, Halldóra og Magnús, eru einmitt fædd í Árnessýslu. Þá hefur háöldruöu fólki íjölgaö mikið á síðustu árum. í árslok 1950 voru 248 níræðir eða eldri en voru 826 árið 1985. Samkvæmt spá Hag- stofunnar verða 1100 íslendingar níræðir eða eldri um næstu ára- mót. -SMJ Sigurður Þorvaldsson er elstur núlifandi íslendinga, fæddur 23. janúar 1884. Þess má geta að hann lauk kennaraprófi fyrir 83 árum. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.