Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. 7 Fréttir Uppbygging í Mjóafirði: Þrju byggð „Það má segja að þetta sé frekar á uppleið hérna en hitt ef út í það er farið,“ sagði Bjöm Gíslason, stöðvarstjóri Pósts og síma í Mióa- firði. Mjóifjörður er fjörður í Suður- Múlasýslu á milh Seyðisíjarðar og Norðfjarðar. Þar búa nú um þrjátíu manns en þrátt fyrir það hefur á síðasta ári átt sér stað mikil upp- bygging og hafa þrjú ný hús verið reist á einu ári, svo og ný bryggja. Tvö af þessum nýju húsum eru íbúðarhús en eitt er sumarbústað- ur en þar býr heil fjölskylda yfir aUt sumarið. Fjölskyldufaðirinn á þriggja tonna triUu sem hann gerir út á sumrin enda fengssel flskimið skammt undan. „Húsunum hefur fjölgað en það er ekki mikil íbúa- fjölgun. Hins vegar fjölgar aUtaf hér í firðinum á sumrin," sagði Bjöm. Landleiðin til byggðar í Mjóafirði er opin á smnrin en þegar sumri fer að halla, haust færist yfir og færð fer aö spillast er sjórinn eina samgönguleiðin. Póstbátur kemur tvisvar í viku og með honum fá íbúar allar sínar vistir yfir vetrar- mánuðina enda er vegum þá ekki haldið opnum. Það er því mikfi- vægt fyrir byggðina að bryggjan sé í góðu lagi. „Það má segja að bryggjan sé alveg ný frá granni. Það hefur verið keyrt út grjót og gerð uppfylling en síðan hefur einnig verið settur nýr haus fram- an við bryggjuna úr timbri. Þetta er ágæt bryggja en við hana eru áð staðaldri fjórir bátar,“ sagði Bjöm. hus + + m a ari um þessar mundir þrátt fyrir að ibúar séu ekki margir. Þar hafa verið byggð þrjú hús á einu ári og bryggjan endurnýjuð. Björn sagði að neta- og hand- færaveiöar væru stundaðar frá byggðinni í Mjóafiröi en veiði- mennimir söltuðu sjálfir fiskinn sem veiddist. Fiskurinn væri veiyulega ekki lagður upp í frysti- húsið í Neskaupstað, nema úr póst- bátnum sem einnig væri gerður út, en hann væri stærri en aðrir bátar á þessum stað. En hvernig er að búa svona af- skekkt? „Það er aUt í lagi að búa hérna þegar maður þekkir ekkert annað. Ég er ekki viss um að alUr myndu sætta sig við það en þetta er ág- ætt,“ sagði Björn Gíslason. JFJ Húsdýr til sýnis í Árbæjarsafni Ákveðið hefur verið að gefa borg- arbúum kost á að sjá lifandi, íslensk húsdýr í Árbæjarsafni og hefur safn- ið fengið 50.000 kr. fjárveitingu frá borginni til þess. Að sögn Ragnheiðar Helgu Þórar- insdóttur, borgarminjavarðar og for- stöðumanns safnsins, þá verða dýrin til sýnis helgina 3. til 4. september í samvinnu við áhugahóp um bygg- ingu náttúrufræðihúss. Þarna verður unnt að sjá kú og kálf, hesta, kindur, hænur og aö sjálf- sögðu hund og kött. í framtíðinni er síðan ætlunin að þessi dýr verði þama til sýnis í sínu eðlilega um- hverfi. -SMJ Sæplast hf. Dalvík: Unnið allan sólarhringinn nær alla daga ársins! Kristján Aðalsteinsson, sölustjóri Sæplasts hf., og Jón Gun arsson fram- leiðslustjóri fyrir utan verksmiðjuhús Sæplasts. DV-myndír gk Gylfi Kristjáns son, DV, Akuieyit Það er ekki oft sem það gerist að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eru keypt út á landsbyggðina, fremur að straumurinn Uggi þangað utan af landi. Það gerðist þó árið 1984 að fyr- irtækið Sæplast í Garðabæ var keypt til Dalvíkur, bæöi nafn þess og fram- leiðslulína, en fyrirtækið framleiddi fiskker og bretti. Hluthafar Sæplasts í dag eru um 30 talsins að mestu einstaklingar þar í bæ en einrúg smærri fyrirtæki og segja má að framkvæðiö í þessu máli hafi komið frá Iðnþróunarfélagi Eyfirðinga. „Þetta hefur gengið vel og ýmislegt hefur hjálpast þar aö,“ sagöi Kristján Aðalsteinsson, sölustjóri Sæplasts, er DV leit við hjá fyrirtækinu á dög- unum. „Það hafa komiö góð ár í sjáv- arútvegi, okkar vara hefur slegiö í gegn, ef svo má segja, og einnig höf- um við reynt fyrir okkur erlendis með nokkrum árangri.“ Kristján sagöi að 1984 hefði fyrir- tækið fyrst farið aö reyna fyrir sér með útflutning, en Sæplast hefur verið þátttakandi í útílutningshópi: Þessi útflutningstUraun sem styrkt er af Útflutningsráði var fyrst hugs- uð til tveggja ára en var síðan fram- lengd um jafnlangan tíma. „Við höf- um aðallega verið að horfa til Banda- ríkjanna, Kanada og Grænlands, en fleira er inni í myndinni og nú erum við farnir að beina augunum til Evr- ópu. Markaðsstjóri sem ráðinn var fyrir útflutningshópinn hefur unnið mjog vel, og ég tel að þetta hafi skUað sér mjög vel og gerir það vonandi áfram," sagði Kristján. Útflutningur fyrirtækisins er mjög mikUvægur fyrir það. Jafnvægi er að komast á markaðinn hér innan- lands og á þessu ári er um '/> af fram- leiðslu fyritækisins fluttur út, og vel lítur út með framhaldið, enda er Sæplast vel sett í samkeppni á þess- um markaði, bæði hvað varðar verð og gæði. „A árunum 1984 til 1987 var veltu- aukning á miUi ára um 100% á hverju ári og það helst í hendur við fram- leiðsluaukninguna. Aukningin á þessu ári er þegar orðin um 50%. Afkastagetan hefur aukist, enda er unnið hér á vöktum allan sólarhring- inn alla daga og á siðasta ári féll vinna ekki niður nema á helstu há- tíðisdögum. Framundir þetta hefur verið um tveggja mánaða afgreiðslu- frestur hjá okkur en nú erum við aö ná því að anna eftirspurn jafnóðum og það er kominn eðlilegur gangur á framleiðsluna." Fiskkerin sem Sæplast framleiðir eru í fimm stærðum og taka frá 300-1000 lítra. Eölileg framleiðsla er 60-75 ker á sólarhring. Fiskkerin eru mjög að ryðja sér til rúms. Þannig eru nú togarar að byija að nota þau í stað kassa eins og t.d. Guðbjörg frá ísafirði sem notar ein- göngu 660 lítra ker um borð. Kristján Áðalsteinsson sagði aö ending kerj- anna byggðist að sjálfsögöu á þeirri meðferð sem þau fá, en þau ættu að endast betur en kassar, þeim fylgdi vinnuspamaður, fljótari löndun og þar sem fiskurinn verður fyrir mdnna hpjaski ætti notkun þeiira einnig aö tryggja betra hráefni til vinnslu. Útsala Allt að 70% afsláttur. AðeinsO dagar eftir HAGKAUP Kringlunni Skeifunni Kjörgarði Akureyri Njarðvík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.