Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST1988. • SO Lífsstfll Orkugjafar við sumarbústaði Sumarbirta hentug fyrir sólarraíhlöður í nokkur ár hafa sólarrafhlööur veriö notaðar hér á landi. Aöallega Eil orkugjafar í sumarbústööum. Þær eru samsettar úr flögum úr ýmsum efnum. Þetta eru litlar flatar og þunnar plötur - þær minnstu eru 30x30 cm og þær stærstu eru 120x120 cm. Þegar birta fellur á yfirborðið myndast örlítill rafstraumur. Viö þaö aö tengja þær saman má fá þá spennu sem óskaö er eftir, t.d. 12 volt sem hentar fyrir sumarbústaði. Góð skilyrði hér á landi Því meiri birtu sem nýtur því meiri orka safnast fyrir í rafhlöðunum. Sumarbirtan hér á landi er mjög mikil. Notagildi rafhlaðanna er því ekki síðra hér en þar sem misturs gætir. Margar mismunandi stærðir eru fáanlegar. Þær minnstu framleiöa viö bestu skilyrði um 5 vött en þær stærstu allt upp í 50 vött enda mun nýtni þeirra vera mjög góö. Það sem þarf til að setja upp sólar- orkukerfi er aðallega rafgeymir sem vistar orkuna þar til á þarf að halda. Þannig er heppilegt aö hafa rafgeymi sem getur geymt 150-200 ampertíma (1800-2000 vött) - vörubílarafgeymi sem kostar 8-10.000 krónur. - / fyrir alia fjölskylduna POSTVERSLUN BÆJARHRAUN114, 220 HAFNARFJORÐUR Pöntunarlistinn kostar 160 kr. + póstburöargjald SÍmÍ 53900 Hægt er að fá sólarrafhlöður fyrir um 10-38 þúsund krónur - allt eftir stærð og orkuþörf. Stjórntæki fylgir með. Sólarrafhlöður kosta ... Verðið er mismunandi og fer eftir umfangi og stærð. Þannig má útvega sér raíhlöður fyrir um 10 þúsund og allt upp í 38 þúsund krónur. í þessu verði er innifalinn stjórnbúnaður sem upplýsir notandann um magn raforkunnar á geyminum. Rafhlöður sem gerðar eru fyrir 30-50 vött eiga að geta framleitt nægj- anlegt rafmagn fyrir sumarbústað. Þá er gert ráð fyrir veðurfari sem hér ríkir á sumri til - jafnt á rigning- ardögum sem sólardögum. Þannig ætti þessi stærð að fullnægja orku- þörf fyrir nokkuð mörg ljós, litasjón- varp, farsíma og jafnvel ísskáp. Fest á þak eða veggi Heppilegast er að staðsetja sólar- rafhlöður á suöurhlið, á þak bústað- arins eða á vegg. Halli þeirra skal vera 60 gráöur miðað við jörð. Fest- ingar skulu vera traustar með tilliti til vetrarveðra. Ekki þarf að taka útbúnaðinn niður á veturna. Betra er að láta hann standa og vera ávallt fullhlaðinn. Þá er engin hætta á frostskemmdum í rafgeymi. í sólarraíhlöðum eru allir hlutir fastir - engir hreyfanlegir hlutir. Á stærstu tegundunum er sérstaklega hert gler og þola þær því töluvert hnjask. Endingartími mun vera tal- inn í áratugi án þess að notagildi rýrni. Á stjórntækinu er hægt að sjá upplýsingar um hleðslu og rafmagnsbirgðir rafgeymis. Hentugast er að útvega sér vcrubílarafgeymi sem kostar um 8-10 þúsund krónur. _ Sólarrafhlöður eru fýsilegur valkostur sem orkugjafi við sumarbústaði. A síðasta ári var settur upp í heiminum sólarrafhlöðuútbúnaður sem getur framleitt um 30 megavött rafmagns. jafnt sem aðrir bátar eru gjarna lýst- ir upp á þennan máta. í vanþróuðum löndum, ef svo skyldi kalla, eru þær samt algengastar. Rafgeymar eru þá oft óþarfir. Þannig er skólasjónvarp oft rafknúið í sólríkum löndum. í Sviss og annars Með meiri notkun og tækni mun verðið eflaust lækka í'framtíöinni. Nýting á eftir að verða betri. Á síð- asta ári voru settar upp í heiminum sólarrafhlöður sem geta framleitt um 30 megavött. -ÓTT. HA staðar þar sem mikið er um jarðgöng þjóna sólarrafhlöður einnig stóru hlutverki. Þær lýsa upp enda jarð- ganga til að aðlaga auga bílstjórans sem best með tilliti til birtubreyting- ar. Auk þessa er einnig heppilegt að rafvæða fjarskiptastöðvar þar sem erfitt er að koma að rafmagni á ann- an hátt. Sama má segja um vasa- reiknivélar og meira að segja gervi- tungl. Nýtnin er 10-15% Á næstu árum er talið að stórstígar framfarir verði á þessu sviði. í dag nýta venjuleg sólarrafhlöðutæki að- eins um tíunda hluta þeirrar orku sem á hana fellur. Um 90% orkunnar nýtist ekki. Hér mun vera um nokkuð ódýran valkost til að rafvæða sumarbústaði. Orkureikningur verður enginn og ekki þarf að leggja langar leiðslur að bústað. Vissulega þjónar þetta tæki ekki hitaþörf. Til þess þarf miklu meiri orku. Viðhald mun vera hverf- andi. Aðeins þarf að þurrka ryk af gleri endrum og sinnum. Margvísleg not erlendis Erlendis eru sólarrafhlöður notað- ar til margvíslegra þarfa. Húsbátar Heimilið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.