Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. 15 Siðleysið í vaxta- stefnu nkisstjómarinnar Vaxtastefna ríkistjómarinnar er aö setja atvinnulífið og þúsundir heimila á hausinn. Ungt fjölskyldu- fólk veröur eignalaust á skömmum tíma. Lánskjaravísitalan er orðin sjálfvirkt tannhjól í verðbólguvél- inni. Misréttið í þjóðfélaginu vex hröðum skrefum. Á sama tíma og kjaraskerðing, skattahækkanir og nýtt misgengi launa og lána rýra hlut venjulegs launafólks mokar hin nýja stétt fjármagnseigenda til síi} stærri og stærri hlut án þess að borga krónu til sameiginlegra verkefna landsmanna. Fjármagns- tekjumar em nefnilega skattfrjáls- ar en launamenn þurfa að borga tugi prósenta af sínum tekjum í skatta. Þessi sjálfvirka vél vaxtafrelsis og spillts peningakerfis var sett saman af ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar. Sjálfstæðisflokk- urinn, Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinnn hafa í tíð nýrr- ar ríkisstjórnar sameinast um að halda henni í fullum gangi. í anda frjálshyggjukreddunnar hafa þeir boðað að þetta vaxtapatent myndi framleiða aukinn þjóðarsparnað, hagkvæmari fjárfestingar, meira réttlæti og minni spillingu. Niðurstaðan er hins vegar þver- öfug. Þjóðarsparnaður hefur minnkað árlega síðan ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar setti þessa vaxtavél í gang. Afleiðingar vitlausra fjárfestinga og óráðsíu blasa við um allt. Og misréttið og spillingin lifa góðu lífi í þessu fína kerfi sem Jó- hannes Nordal og Jón Sigurðsson blessuöu í bak og fyrir á spekúlant- aráðstefnu viðskiptaráðuneytisins sem haldin var í síðustu viku. KjaUarinn Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins sín 3-4 sinnum meiri vaxtamun en tíðkast í siðmenntuðum löndum. Sparifjáreigendur borga þessa stór- felldu sóun með hrikalega nei- kvæðum raunvöxtum á innstæð- um sem nema um 12 milljörðum króna og lántakendur eru þvingað- ir til að greiða háa vexti og upp- sprengd þjónustugjöld. Bankakerf- ið sjálft tekur til sín milljarða af vaxtakökunni. Almenningur og at- vinnulífið tapa. Vaxtaforréttindi seðlabanka- manna Á sama tíma og verið er að kyrkja fyrirtæki og heimili með raun- vaxtaþvingunum þar sem raun- vaxtastigið er komið í 9-12% þá telja bankastjórar Seðlabankans - tríóið Jóhannes Nordal, Geir Hall- „Þeir sem eru harðastir í því að boða nauðsyn hávaxtanna úthluta sjálfum sér ódýrustu lífeyrissjóðalánum sem þekkjast í landinu.“ Rán bankakerfisins - vaxtamunur Það er algengasta réttlætingin sem notuð er til vamar þessari vít- isvél hins frjálsa vaxtakerfis að hún tryggi sparifé almennings. í þeirri vörn horfa kreddupostularn- ir fram hjá þeirri staðreynd að ár- lega stelur bankakerfið einum og hálfum til tveimur milljörðum króna frá sparifjáreigendum í gegnum stórfellda neikvæða vexti á venjulegum sparireikningum. Hið dýra og ofvaxna bankakerfi, sem ríkisstjórnir Steingríms Her- mannssonar og Þorsteins Pálsson- ar hafa haldið gangandi, tekur til grímsson og Tómas Árnason - bæði „eðlilegt og nægilegt" að þeir sjálfir og aðrir seðlabankamenn greiði bara 3% raunvexti af lánum sem þeir fá að taka prívat úr lífeyris- sjóði Seðlabankans. Allt venjulegt launafólk - sjómenn, iðnverkafólk, smiðir, múrarar og fiskvinnslu- konur - verður hins vegar að greiða þrisvar sinnum hærri vexti fyrir sín lífeyrislán. Þessi ákvörðun Seðlabankans á raunvöxtum eigin lífeyrissjóðs af- hjúpar spillinguna og ósamræmið í vaxtastefnu stjórnvalda. Þeir sem eru harðastir í því að boða nauðsyn hávaxtanna úthluta sjálfum sér ódýrustu lífeyrissjóðalánum sem þekkjast í landinu. Jóhannes Nor- dal, Tómas, Geir og aðrir séra Jón- ar í Seðlabankanum borga bara fjórðunginn af því sem verkamöur- inn við höfnina og fiskvinnslukon- an eru pínd til að greiða. Misgengissvindlið Það er svo eftir öðru hjá ríkis- stjórnum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem í eitt ár hafa haft Alþýðuflokkinn til að- stoðar, að sömu ráðherrarnir og skerða kaupið hvað eftir annað með lögum ríghalda í þá kreddutrú að ekki megi lækka vextina með lagaboði stjórnvalda. Fjármagnið á að vera fijálst. Launin skulu hins vegar skert. Peningarnir eru vinn- unni æðri. Verðbréfaspekúlantinn er í vernduöu himnaríki frjálsra vaxta óg skattleysis. Launamaður- inn býr hins vegar við kjaraskerð- ingu og ofsköttun. Á fyrstu árum ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar var kaupið skert en vextirnir látnir æða upp. Misgengi launa og láns- kjara varð slíkt aö þúsundir fjöl- skyldna misstu húsnæðið og fjöldi ungs fjölskyldufólks flúði úr landi. Á fyrsta ári ríkisstjórnar Þorsteins ■ Pálssonar er verið að endurtaka þetta siðleysi og nýr misgengis- hópur er að myndast í þjóðfélaginu. Húsnæðisþrengingar ungs íjöl- skyldufólks verða enn á ný hrika- legar. Launin eru" lögbundin en vextirnir frjálsir. Svikamylla lánskjaravísi- tölunnar Kórónan á þessgri vitisvél í pen- ingamálum er svo lánskjaravísital- an sjálf. Hún er nú orðin að sjálf- virkri svikamyllu þar sem hækk- anir framfærslukostnaðar og láns- kjara bíta í skottið hverjar á ann- arri og skrúfa verðbólguna ofar og ofar. Lánskjaravísitalan er ekki óháð- ur og sjálfstæður mælir. Hún er þannig smíðuð að hún hækkar sig sjálf. I gegnum grunn lánskjara- vísitölunnar skaparhækkun vaxta og verðbóta síðan hækkun á lán- skjaravísitölunni sem síðan hækk- ar aftur fjármagnskostnaðinn og þá aftur lánskjaravístitöluna og þannig áfram upp og inn í næstu öld. Það er leitun á annarri eins svikamyllu til að féfletta almenn- ing. Ný stefna Það er brýnt að brjóta niður þessa spilltu vaxtavél Seðlabankans og herranna í Stjórnarráðinu. í stað- inn verður að koma án tafar ný stefna. Höfuðþættir nýrrar vaxta- stefnu ættu að vera: 1. Lögbundið hámark á vexti og vaxtamun 2. Vextir á langtímalánum verði fastbundnir 3. Hólfun vaxfa eftir tegundum út- lána 4. Afnám núgildandi lánskjaravísi- tölu 5. Samræmd lækkun á vöxtum líf- eyrissjóðanna 6. Áðhaldsrammi verði settur á íjármögnunarfyrirtækin 7. Fjármagnstekjur verði skattlagð- ar eins og aðrar tekjur 8. Ný stjórn sett á Seðlabankann í stað núverandi bankastjóra Ef slík ný stefna kemur ekki í stað- inn fyrir hina siðspilltu vaxta- stefnu ríkisstjórnarinnar þá munu gjaldþrot atvinnulífs og heimila halda áfram og verðbólgan verða viðvarandi sjúkdómur í íslensku efnahagslífi. Ólafur Ragnar Grímsson Aukum sjálfsstjóm landshlutanna Miklir efnahagsörðugleikar, sem einkenna íslenskt þjóðlíf um þessar mundir, hafa ekki hvað síst leikið atvinnulíf úti á landsbyggðinni grátt. Fyrir utan þá óstjórn, sem almennt ríkir í efnahagsmálum undir forystu ríkisstjómar Þor- steins Pálssonar, hefur fólk í hin- um dreifðu byggðum landsins bent á það sem staðreynd að mestallt fjármagn og þau verðmæti, sem skapast vegna frumvinnslu í sjáv- arútvegi og öðrum undirstöðu- greinum atvinnulífsins, virðist sog- ast til höfuðborgarinnar þar sem því er síðan ráðstafað. Því verður umræðan um aukna sjálfsstjóm landshlutanna æ háværari. Að dregið verði úr miðstjórnarvaldinu sem einkennir núverandi stjórnar- form íslendinga. Má búast við því að þetta verði eitt aðalhitamál næstu alþingiskosninga, hvort sem þær verða nú í haust eða síöar. En við hverja er að sakast? Ekki ráða íbúar höfuðborgarsvæðisins neinu hér um. Þeir hafa ekki verið hafðir með í ráðum eða spurðir. Ekki ráða sveitarstjórnarmenn höfuðborgarsvæðisins þessari þró- un, enda mikill misskilningur að það sé þeirra hagur að öll þjóðin flytji hingað á suðvesturhornið. Enginn hefur spurt þá álits. Meira að segja þingmenn höfuðborgar- svæðisins ráða hér litlu og virðast forðast að skipta sér af málefnum landsbyggðarinnar þegar þau em til umræðu á þingi, sennilega af ótta við það að verða ásakaðir um að stuðla að þeirri þróun sem hér er lýst. Þingmenn landsbyggðar- innar hljóta að hafa ráðið þessu. Þeir eru í meirihluta á Alþingi. Landsbyggðarþingmennirnir búa flestir í Reykjavík. Skiljanlega vilja þeir hafa völdin og fjármagnið. KjaUariim Júlíus Sólnes alþingismaður bætandi á það yfirhlaðna stjómkerfi sem íslehdingar hafa búið sér til. Það er með ólíkindum hvað þessi fá- menna þjóð þarf að hafa flókið stjómkeril og margar stofnanir. Stundum virðist mér sem gengið sé út frá því að íslendingar séu 2,5 millj- ónir en ekki 250 þúsund þegar veriö er að ráðskast með mál þjóðarinnar. Af hveiju þurfum við að apa allt eft- ir tugmilljónaþjóðfélögum? Þessar hugmyndir hafa mætt mikilli andstöðu margra stjórn- málamanna, einkum í stærstu stjórnmálaflokkunum svo sem í Framsóknarflokki og Sjálfstæöis- flokki. Þeir vilja í staðinn leysa vandamál hinna smærri sveitarfé- laga með sameiningu þeirra. Hvort það auðveldar rekstur t.d. heilsu- gæslustöðvarinnar eða grunnskól- „Stundum virðist mér sem gengið sé út frá því að íslendingar séu 2,5 milljón- ir en ekki 250 þúsund þegar verið er að ráðskast með mál þjóðarinnar.“ Þriðja stjórnsýslustigið Mörgum hefur orðið tíðrætt um svokallað 3. stjórnsýslustig sem gæti orðið til þess að flytja fjár- magn, völd og verkefni til lands- byggðarinnar frá Reykjavík. Hug- myndir manna um það byggja á erlendum fyrirmyndum, tíl dæmis frá Noregi. Samkvæmt þessum hugmyndum yrði landinu skipt niður í fylki með víðtækri sjálfs- stjórn. Fylkisþing, með fulltrúum kjörnum í beinum kosningum ásamt fylkisstjórn færi þá með stjórn í viðkomandi fylki. Flestir eru þó sammála um að það sé vart ans að sameina nokkra fámenna sveitahreppa skal ósagt látið. Ætli þurfi ekki að sameina fleiri krafta til þess að það gangi upp? Stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu eiga auiðveldara með að leysa sín mál enda hafa þau hvert fyrir sig jafnmarga íbúa og heilir lands- hlutar. Yfirstjórn iandshluta Borgaraflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að færa völd og verkefni til landshlutanna og auka sjálfsstjórn þeirra. Þetta má hins vegar ekki gera meö þeim hætti að stjórnkerfisbáknið margfaldist að stærö. Sveitarfélögin í hinum ýmsu landshlutum hafa myndað með sér landshlutasamtök sem vinna aö ýmsum skipulags- og þróunarverk- efnum. Sums staðar sjá þau um rekstur sameiginlegra fyrirtækja fyrir hönd aðildarsveitarfélag- anna. Eru sjö landshlutasamtök starfandi í jafnmörgum landshlut- um. Þau halda uppi svæðisskrif- stofum með starfshði sem sveitar- félögin kosta að mestu leyti. Þótt þær hafi skilað misjöfnum árangri, allt eftir vilja og samstöðu sveitar- félaganna, sem að þeim standa, hefur hann þó oftast oröið góður. Þar sem illa hefur gengið er oftast um að kenna óheppilegri land- hlutaskiptingu. Sjálfsagt er að byggja á reynslunni og notfæra sér þessa undirstöðu. Því leggjum við til að landinu verði skipt upp í sjálfsstjórnarsvæði. Landfræðileg lega sveitarfélaga og samgöngur milli þeirra verði látin ráða skipt- ingunni eh ekki gamla sýslu- og kj ördæmaskipanin. Sveitarstj órn- armenn á viðkomandi svæði kjósi sér síðan yfirstjóm landshlutans úr sínum hópi. Yfirstjórnin sinnir sameiginlegum verkefnum sveitar- félaganna í landshlutanum, t.d. skólamálum, þ.e. rekur alla skól- ana í landshlutanum, og heilbrigð- ismálum og samgöngumálum á sama hátt. Þetta stjórnkerfi gæti verið með eftirfarandi hætti. Alþingi ákveður fjárlög fyrir hið íslenska ríki og deilir fjármagni milli hinna ýmsu málaflokka og milli landshlutanna. Síðan tekur yfirstjórn landshlut- ans við. Hún ákveður hvernig fjár- magni skuli skipt milli skólanna, hvar eigi t.d. að byggja skólamann- virki og heilsugæslustöðvar, vegi, hafnir og flugvelli í samráði við landsstjórnina. Samhliða þessari breytingu er nauðsynlegt að fjár- málastofnanir úti á landi verði sjálfstæðar en lúti ekki yfirstjórn i Reykjavík eins og nú gerist. Með þessum hætti myndi bruðlið og óráðsíðan, sem einkennir núver- andi stjórnsýslukerfi, snarminnka. Að minnsta kosti myndi það þá ekki lengur viðgangast að full- komnar heilsugæslustöövar séu byggðar nánast hlið við hlið, nokkrir kílómetrar séu milli stórra og fullkominna íþróttahúsa í fá- mennum sveitarfélögum svo dæmi séu tekin. Heimamenn myndu áreiðanlega fara betur með það fé sem þeir fengju til ráðstöfunar, en nú er dreift frá Reykjavík. Kjör- dæmapot einstakra sveitarstjórna og atkvæðaveiðar þingmanna hafa sannarlega kostað þjóðina mikið. 30 þingmenn eru nóg Þessi stjórnkerfisbreyting leiöir það af sjálfu sér að verkefni Al- þingis minnka og það getur snúið sér að löggjafarstarfinu eingöngu. Það er yfirdrifiö nóg að alþingis- menn séu 30 talsins. Þá á að kjósa á landsvísu með landið sem eitt kjördæmi, þar sem landshlutarnir hafa fengið fulla ábyrgð og stjórn á sínum málum. Annað sem þessi breyting gæti leitt af sér er að snarminnka umsvif ráðuneytanna í Reykjavík. Verkefnin eru komin út á land til heimamanna og þarf ekki lengur að sinna þeim með óhemju starfsliði í ráðuneytunum. Um leið er sjálfsagt að fækka ráöf- herrum ríkisstjórnarinnar. EUefu ráðherrar og jafnmargir aðstoðar- ráðherrar hjá 250 þúsund manna þjóð er hrein vitleysa. JúUus Sólnes

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.