Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. 35 Afmæli Stefán Gunnlaugsson Stefán Gunnlaugsson eftirlits- maöur, til heimilis að Vesturbergi 6, Reykjavík, er sjötugur í dag. Stefán fæddist aö Búðum viö Fá- skrúðsfjörð og ólst þar upp í for- eldrahúsum til tíu ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Þar læröi hann skó- smíði hjá fóður sínum sem rak skó- smíðastofu á Bergstaðastræti 19. Stefán lauk námi í skósmíði og hóf vörubílaakstur 1942 en hann ók vö- rubíl, lengst af hjá Þrótti, til ársins 1968. Hann hóf þá störf hjá Reykja- víkurborg sem eftirlitsmaður en þar starfarhann enn. Kona Stefáns var Hulda Andrés- dóttir, f. í Reykjavík 27.2.1915, d. 13.10.1975. Foreldrar hennar voru Andrés Ólafsson, fiskmatsmaður í Reykjavík, og Sigríður Sigurðar- dóttir. Böm Stefáns og Huldu eru: Björg Lilja, húsmóðir í Reykjavík, f. 1.5. 1939, ekkja eftir Halldór Runólfsson verslunarmann sem er nýlátinn, en þau eignuðust tvö böm; Gunnlaug- ur Karl, verkamaður í Reykjavík, f. 5.2.1943; Sigurður Andrés, verk- taki í Reykjavík, f. 11.12.1944, kvæntur Auði Konráðsdóttur en þau eiga þrjú böm; Sigríður, hús- móöir í Reykjavík, f. 6.7.1952, gift Guðmundi Guðmundssyni verslun- armanni en þau eiga tvö böm; Snæ- björn, verkstjóri í Reykjavík, f. 18.11.1954, kvæntur Onnu Helga- dóttur en þau eiga tvo syni. Stefán á tvö systkini og uppeldis- systur. Systkini hans: Guðmundur Halldór, gjaldkeri hjá Flugumferð- arstjórn í Keflavík; Þóra Gyða, hús- móðir í Reykjavík, og uppeldissyst- ir, Sigríðu” Guðný Guðjónsdóttir, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Stefáns voru Gunnlaug- ur Jóhann Guðmundsson, skósmið- ur í Reykjavík, og kona hans, Karó- lína Guðrún Stefánsdóttir húsmóð- ir. Föðurforeldrar Stefáns voru Guð- mundur Guðmundsson, trésmiöur í Reykjavík, og seinni kona hans, Sig- urlaug Þórðardóttir. Foreldrar Karólínu Guðrúnar voru Stefán Samúelsson og Þóra Odds- dóttir. Stefán tekur á móti gestum á af- mælisdaginn frá klukkan 20 aö Skipholti 3, Reykjavík, í sal Verk- stjórafélags Reykjavíkurr Fjóla SlgurðardótGr Fjóla Sigurðardóttir, Kambaseli 31, Reykjavík, er sextug í dag. Fjóla fæddist í Vestmannaeyjum og ólst upp í foreldrahúsum til fimmtán ára aldurs er hún fór í vist til Rvíkur. Hún hefur unnið hjá Flugleiðum undanfarin ár. Fjóla giftist Guðlaugi Jónasi Guðlaugssyni bifvélasmíða- meistara en hann vinnur nú hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga. For- eldrar hans voru Guðlaugur Þor- leifsson skipstjóri og kona hans, Andrea K. Bessadóttir. Börn Fjólu og Guðlaugs eru: Sigríður, er við nám í listaháskóla í Bandaríkjun- um, og á hún tvö börn, Guðlaugur, markaðsstjóri hjá Sanitas, kvæntur Guðrúnu Pétursdóttur og eiga þau þijúbörn, Gunnar húsasmiður, sambýliskona hans er Anna Guö- jónsdóttir og eiga þau einn son, Sveinbjörn bifreiðastjóri, kvæntur Sigurrós Magnúsdóttur og eiga þau eina dóttur og Sveinbjörn á eina dóttur frá fyrri sambúð. Systkini Fjólu eru: Gunnlaugur, f. 20. maí 1921, d. 29. apríl 1963, var kvæntur Jóhönnu Jensdóttur, Sig- ríður, f. 22. júni 1922, gift Óskari Bjömssyni, Una, f. 6. ágúst 1923, d. 1978, var gift Sigurvin Jenssyni, Margrét, f. 6. febrúar 1925, gíft Guð- bergi Þorsteinssyni, Pálína, f. 25. október 1929, gift Reyni Kristjáns- syni skipstjóra, d. 4. desember 1962, Eiríkur, f. 31. janúar 1931, kvæntur Sigríði Sigurðardóttur, Oddný Sig- urrós, f. 1. október 1933, gift Jóhanni Guöbrandssyni, og Einara, f. 17. jan- úar 1936, gift Ársæli Karlssyni. Foreldrar Fjólu voru Sigurður Þorleifsson, f. 16. ágúst 1886, d. 15. maí 1969, sjómaður í Vestmannaeyj- um, og kona hans, Margrét Vigdís Gunnlaugsdóttir, f. 6. janúar 1898, d. 19. júlí 1965. Sigurður var sonur Þorleifs, b. á Á á Síðu, Guðmunds- sonar. Móðir Þorleifs var Margrét Þorsteinsdóttir, b. á Hlunkubökk- um, Salómonssonar, bróður Sigríð- ar, langömmu Jóhannesar Kjarvals. Móðir Sigurðar var Sigríður Sigurð- ardóttir í Hvammi í Skaftártungum, Einarssonar, ogKristínar Sigurðar- Fjóla Sigurðardóttir. dóttur, b. í Hvammi, Ámasonar. Margrét var dóttir Gunnlaugs, b. í Uppsalakoti í Svarfaðardal, Páls- sonar. Móðir Gunnlaugs var Sigur- björg Þorsteinsdóttir, b. á Sveins- stöðum í Svarfaðardal, Vigfússonar, og konu hans, Sigurbjargar Sigurð- ardóttur, b. i Sælu, Jónssonar. Móð- ir Margrétar var Una Jóhannes- dóttir, húsmanns á Kvíslarhóli á Tjörnesi, Tómassonar, ogkonu hans, Hallfríðar Kristjánsdóttur. Baldur Líndal Tryggvi Baldur Líndal efnaverk- fræðingur, Hlíðarvegi 63, Kópavogi, ersjötugurídag. Baldur fæddist á Lækjamóti í Víðidal í Húnavatnssýslu og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk stúdentsprófum frá MA1939, BS- prófi í efnaverkfræði frá MIT í Cam- bridge í Massachussets í Bandaríkj- unum 1949 og lauk framhaldsnámi við samaskólal955. Baldur starfaði hjá Sindra hf. á Akureyri 1942-1945, vann að rann- sóknum fyrir iðnaðarsamvinnu- deild MIT1948-1949 og var verk- fræðingur hjá raforkumálastjóra, jarðhitadeild, 1949-1961 og deildar- verkfræðingur 1956-1961. Hann hef- ur verið ráðgjafarverkfræðingur og rekið eigin efnaverkfræðistofu í Rvik frá 1961. Kona Baldurs er Ás- dís Hafliðadóttir, f. 19. febrúar 1940. Foreldrar hennar em Hafliði Helga- son, prentsmiðjustjóri í Rvík, og kona hans, Halldóra Sveinbjarnar- dóttir. Foreldrar Baldurs voru Jakob Líndal, b. og jarðfræðingur á Lækja- móti í Víðidal, og kona hans, Jónína Sigurðardóttir. Jakob var sonur Hans, b. á Hrólfsstööum í Blöndu- hlíð, Baldvinssonar. Móðir Hans var Guðný Natansdóttir, b. og læknis á Illugastöðum á Vatnsnesi, Ketils- sonar, b. á Strjúgi, Eyjólfssonar. Móðir Ketils var Helga Oddsdóttir, b. á Úfagih, Bessasonar, b. í Mána- skál, Oddssonar. Móðir Bessa var Þóra Bessadóttir, Björnssonar, annálaritara og fræðimanns á Skarðsá, Jónssonar. Jónína var dóttir Sigurðar, b. á Lækjamóti Jónssonar. Móðir Sig- urðar var Steinvör, systir Önnu, langömmu Hólmfríðar, langömmu Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar. Steinvör var dóttir Skúla, stúd- ents á Stóru-Borg, Þórðarsonar, bróður Sesselju, langömmu Ragn- heiðar, móður Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Móðir Jónínu var Margrét Eiríksdóttir, smiðs í Laug- arnesi í Rvík, Jakobssonar, smiðs á Húsafelli, Snorrasonar, prests og Tryggvi Baldur Líndal. skálds á Húsafelli, Björnssonar. Móðir Eiríks var Kristín Guð- mundsdóttir, systirRagnheiðar, langömmu Guðlaugar, ömmu Pét- urs Sigurgeirssonar biskups. Móðir Margrétar var Guðrún, systir Jóns, langafa Auðar Auðuns, fyrrv. ráð- herra. Guðrún var dóttir Jóns, próf- asts á Auðkúlu Jónssonar, biskups á Hólum, Teitssonar. Móöir Jóns á Auðkúlu var Margrét Finnsdóttir, biskups í Skálholti .lónssonar, for- fóður Finsensættarinnar. Til hamingju með daginn ------ ---------------------- Fjaröarstræti 59, tsafirði. 85 ára 70 ára Ingveldur Jónsdóttir, Jón Guðmundsson, Böðvarsdal, Vopnáfirði. Hjallavegi 22, Reykjavfk. _______ Þórey Jóhannsdóttir, Helgafellsbraut 31, Vestmannaeyj- _______ um. Hrefha Magnúsdóttir, --------—:---------------------- Hlíðarvegi 30, ísafirði. RQ ára Sigurður Eiríksson, ................................ Hamragerði 24, Akureyri. Einar Grétar Björnsson, Jórunn Ólafsdóttir, Stafnesvegi 6, Miðneshreppi. Klapparstíg 3, Keflavík. Siggeir Jóhannesson, Eirika Jónsdóttir, Snæbýli II, Skaftártunguhreppi. Valbraut 9, GerðahreppL Amoddur Þórgeir Tyrfingsson, Gunnar Jóhannsson, Suðurvöllum 6, Keflavík. Langholtsvegi 88, Reykjavík. Þórdis Óðinsdóttir, 75 ára 50 ára 80 ára Sigurður Georgsson, Vörðustíg 5, Hafnarfirði. Guðný Gunnþórsdóttir, Sólbakka I, Breiödalshreppi. Sveinn Gunnlaugsson, Holtsgötu 18, Hafnarfirði. 40 ára Sólveig Steingrímsdóttir, Mýrarási 2, Reykjavík.' Árni B. Ólafsson, Uröarvegi 76, ísafirði. Steinunn F. Friðriksdóttir, Fellsbraut 9, Höfðahreppi. Sigurður Rúnar Andrésson, Haga, Gnúpveijahreppi. Stefán BjerkU Jónsson, Krummahólum 2, Reykjavík. Sigurður Óskarsson, Þingvölium, Akureyri. Halldóra Jónsdóttir Halldóra Jónsdóttir saumakona, Droplaugarstöðum, Snorrabraut58, Reykjavik, er hundrað ára í dag. HaÚdóra fæddist að Skeggjastöð- um í Flóa og ólst þar upp. Halldóra stundaði öll almenn sveitastörf og bjó í foreldrahúsum að Skeggjastöð- um til ársins 1919 en þá hættu for- eldrar hennar búskap og bróðir hennar tók við jörðinni. Halldóra flutti þá til Reykjavíkur og hóf störf við karlmannafatasaum hjá And- ersen & Lauth, sem þá versluðu í Aðalstræti, en Halldóra stundaði saumaskap í Reykjavík í hálfa öld. Halldóra hefur búið í Reykjavík frá því hún flutti þangað 1919, lengst af á Mánagötu, eða í tuttugu og tvö ár, en hún flutti vestur yfir Snorra- braut á Droplaugarstaði þegar þar var opnað 1982 og hefur búið þar síðan. Foreldrar Halldóru voru Jón Guð- mundsson, b. á Skeggjastöðum í Flóa, og kona hans, Guðrún Bjarn- héðinsdóttir. Systkini Halldóru voru níu. Halldóra var næstyngst og lifir ein eftir. Meðal systkina Halldóru voru Bjarnhéðinn, járn- smiður í Rvík, sem vélsmiðjan Héð- inn var nefnd eftir. Systir Halldóru var Ragnheiður, amma Unnar Stef- ánsdóttur varaþingmanns og Sva- vars Sigmundssonar, íslenskufræð- ings og orðabókahöfundar. Jón var sonur Guðmundar, b. á Skeggja- stöðum, bróður Björns, langafa Ágústs Þorvaldssonar, alþingis- manns á Brúnastöðum. Guðmund- ur var sonur Þorvalds, b. í Auðs- Halldóra Jonsdottir. holti, Björnssonar, bróður Knúts, langafa Hannesar þjóðskjalavarðar, Þorsteins hagstofustjóra og Jó- hönnu, ömmu Ævars Kvaran og Gísla Alfreðssonar þjóðleikhús- stjóra. Annar bróðir Þorvalds var Jón í Galtafelli, faðir Höllu, langömmu handknattleiksmann- anna Geirs, Arnar og Silvíu Hall- steinsdóttur í Hafnarfirði. Guðrún var dóttir Bjarnhéöins, b. í Þjóðólfshaga í Holtum, Einarsson- ar og konu hans, Guðrúnar Helga- dóttur, b. á Markaskaröi, Þórðar- sonar, bróður Tómasar, langafa Tómasar, föður Þórðar, safnvaröar að Skógum. Móðir Guðrúnar var Ragnheiður Árnadóttir, b. í Garðs- auka, Egilssonar, prests í Útskálum, Eldjárnssonar, bróður Hallgríms, langafa Jónasar Hallgrímssonar skálds og Þórarins, langafa Kristj- ánsEldjárnsforseta. Stefanía Jónsdóttir Stefanía Jónsdóttir, fv. húsfreyja að Hrauni í Sléttulilíð í Skagafirði, til heimilis að Hólavegi 15, Sauðár- króki, verður níræð á morgun. Stefanía fæddist að Hrauni og ólst þar upp. Hún giftist 1917 Jóhanni Jónssyni, f. 24.5.1892, d. 1.3.1969. Stefanía og Jóhann hófu búskap að Hrauni 1918 og þar bjuggu þau í fjölda ára, eða þar til dóttir þeirra og tengdasonur tóku við búinu. Stefanía og Jóhann eignuðust þrjú börn. Þau eru: Jón Þorgrímur, lög- regluþjónn í Reykjavík, f. 16.6.1918, d. 9.3.1971, en kona hans var Jó- hanna Einarsdóttir og eignuðust þau þrjú börn; Ragna, húsmóðir í Reykjavík, f. 9.5.1919, gift Stefáni Jónssyni verkamanni, en þau eign- uðust eina dóttur; og Helga, hús- freyja á Hrauni, f. 12.12.1922, gift Pétri Guðjónssyni b. þar, en þau eiga átta börn. Langömmubörn Ste- faníu eru nú orðin tuttugu og sex. Foreldrar Stefaníu eignuðust níu börn en þrjú þeirra dóu á bams- aldri. Þrjú systkina hennar eru nú á lífi. Syskini Stefaníu: Bjarni Mar- teinn, f. 24.10.1891, en hann dó í barnæsku; Anna, f. 19.9.1893, en hún dó einnig í barnæsku; Björn Anton, f. 6.4.1896, d. 28.10.1969, b. á Höfða; Pálmi, f. 3.12.1900, d. 30.6. 1968, lögregluvarðstjóri í Reykjavík; Helga, f. 21.4.1903, húsmóðir í Reykjavík; Bjarni Marteinn, f. 23.6. 1905, fangavörður í Reykjavík; Frið- rikka Magnea, f. 15.10 1907, húsmóð- ir í Reykjavík; og Sölvi, f. 1909, en Stefanía Jónsdóttir. hann dó í bamæsku. Foreldrar Stefaníu voru Jón Zóph- onías Eyjólfsson, b. að Hrauni, f. . 10.9.1868, d. 1.6.1910, og seinni kona hans, Rannveig Ingibjörg Bjarna- dóttir, f. 10.9.1869, d. 21.2.1953. Föðurforeldrar Stefaníu voru Ey- jólfur Jónsson, b. á Hrauni, og kona hans, Kristín, dóttir Jóns Jónsson- ar, b. á Hrauni, og konu hans, Lilju Jónsdóttur. Foreldrar Rannveigar Ingibjargar voru Bjarni Bjarnason, b. á Mannskaðahóli, og kona hans, Margrét Jónsdóttir. Stefanía dvelur nú á æskuslóðum sínum að Hrauni hjá dóttur sinni og tengdasyni, en hún mun taka á móti gestum á afmælisdaginn í Fé- lagsheimilinu Höföaborg á Hofsósi, fráklukkan 16-19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.