Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. Heimilið og garðurinn Hringið á morgun Frá klukkan 19.30-21.00 annaö hringja. Hafið þiö hins vegar kvöld geta lesendur hringt og feng- spumingar sem íagmennirnir geta iö leiðbeiningar um heimiliö og ekki svaraö veröur leitast við aö garðinn. Arkitekt og skrúögarö- benda á aöila sem geta leyst vand- yrkjumeistari verða á staðnum og ann. leysa úr spumingum. Spumingarogsvörverðasvobirt Ef þiö þurliö aö vita eitthvað um á heimilissíöum DV miövikudag- frágang, viðhald eða viðgerðir við inn 24. ágúst. Síminn er 27022. híbýli ykkar - jafnt aö innan sem -ÓTT utan - er ykkur velkomiö aö Föstudagskvöld í Iðnó: Tveir af bestu leikurum Dana - túlka ástir Tsjekovs Oftast þarf maður aö fara til Kaupmannahafnar til að sjá bestu leikara Dana. En á föstudagskvöld- ið næsta er nóg aö bregöa sér niður í Iðnó. Þar munu þau Jesper Lang- berg og Ann-Mari Max Hansen, bæöi í hópi fremstu leikara í Dan- mörku, flytja franskan tvíleik, „Tími til ásta“ eftir FYancois Noc- her, um rússneska leikritaskáldið Anton Tsjekov og konuna sem hann elskaði, Olgu Leonandovnu Knipper. Þau giftust 1901 en þrem ámm seinna lést Tsjekov úr berklum. Hann dvaldi mikið á heilsuhælum við Svartahaf meðan kona hans lék aðalhlutverkin í leikritum hans í Moskvu og bar þau fram til frægð- ar. Danirnir em á leikferð um Evr- ópu og sýna aðeins í Reykjavík þetta eina kvöld. ihh Ann Mari-Max Hansen og Jesper Langberg sem leikkonan og skáld- ið. Andlát Rúna Guðmundsdóttir, Fjölnisvegi 8, Reykjavík, andaðist í Borgarspítal- anum mánudaginn 15. ágúst. ögmundur Pálsson, Skálanesgötu 7, Vopnafiröi, andaðist á heimili sínu 15. ágúst. Haraldur Sigurður Sigurmundsson, Fossá, lést á Sjúkrahúsi Patreks- fjaröar mánudaginn 15. ágúst. Jarðarfarir Ari Páll Vilbergsson fiskmatsmaður veröur jarðsunginn frá Bústaöa- kirkju fimmtudaginn 18. ágúst kl. 15. Brynjólfur J. Brynjólfsson lést 2. ágúst sl. Hann fæddist í Reykjavík 10. apríl 1907, sonur hjónanna Guð- rúnar Jósepsdóttur og Jóns Brynj- ólfssonar. Brynjólfur lauk námi í matargeröarlist árið 1930. Hann starfaði lengi sem bryti hjá Eim- skipafélagi íslands. Áriö 1943 opnaði hann veitingahúsiö Café Höll í Aust- urstræti 3, sem hann rak allt til árs- ins 1970. Auk þess átti hann m.a. hlut aö rekstri Hressingarskálans fram á það síðasta og Valhallar á Þingvöll- um um árabil. Hann kvæntist Klöru Alexandersdóttur, en hún lést áriö 1967. Þau hjónin eignuöust þrjár dætur. Útför Brynjólfs verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Tilkyrinmgar Breyting á „Laugavegs-ferð- um“ Ferðafélagsins í vikunni sem leið tók göngubrúna ai' a Fremri-Emstruá, én Ferðafélag íslands lét setja hana á ána árið 1979. „Laugaveg- urinn", eins og leiðin er oft kölluð frá Landmannalaugum til Þórsmerkur, er nú ein vinsælasta gönguleið hjá Ferðafé- lagi íslands. Gönguleiðinni er skipt í fjór- ar þægilegar dagleiðir og er venjulega gengið úr Landmannalaugum (600 m) og suður til Þórsmerkur (200 m), enda er auðveldara að ganga niður „Laugaveg- inn". Þótt göngubrúin yftr Fremri- Emstruá sé farin, er ekki ástæða fyrir Tónleikar Gildran í Duushúsi Hljómsveitin Gildran heldur tvenna tón- leika í Duushúsi í þessari viku, fyrri tón- leikamir verða í kvöld, 17. ágúst, og þeir seinni fimmtudaginn 18. ágúst. Mun hljómsveitin kynna efni af nýrri plötu sem kemur út í september. Tónleikamir hefjast kl. 22 bæði kvöldin. fólk að hætta við sínar ferðir, en að sjálf- sögðu verður að enda gönguferðina við Emstmr og fellur því niður síðasti göngu- dagurinn til Þórsmerkur. Þær „Lauga- vegs-ferðir" sem fyrirhugáðar em hjá Ferðafélaginu (samkvæmt ferðaáætlun 1988) breytast þyí þannig að gist verður tvær nætur við Álftavatn og síðan gengiö í Emstrar. Frá Emstrum verður svo gengið á Einhyrningsílatir og þangað sækir bíll hópinn og flytur til Þórsmerk- ur. Skáldakvöld í Norræna húsinu Besti vinur ljóðsins heldur skáldakvöld í Norræna húsinu í kvöld, 17. ágúst, kl. 21. Megináhersla er lögð á að kynna skáld sem hafa kveðið sér hljóðs á þessu ári. Eldri skáld og reyndari koma einnig fram og Ólafs Jóhanns Sigurðssonar vprður minnst. Fimm skáld, sem eiga það sam- eiginlegt að hafa sent frá sér sína fyrstu bók á árinu, lesa á skáldakvöldinu. Adolf Sturla (Hungurjazz), Ari Gísli Bragason (Orð þagnarinnar, Anna S. Björnsdóttir (Ömgglega þú), Björn Garðarson (Hlust- ir) og Jón Gnarr (Börn ævintýranna). Þá mun Valgarður Egilsson lesa úr nýút- kominni bók sinni, Dúnhárs kvæði. Aðr- ir sem lesa upp em Þórarinn Eldjám, Ingibjörg Haraldsdóttir og Hrafn Gunn- laugsson sem ekki hefur lesið frumort þóð opinberlega um árabil. Besti vinur ljóðsins mun einnig kynna kveðskap Bertels Þorleifssonar. Kristján Þórður Hrafnsson segir frá Bertel og les ljóð hans. Kynnir á skáldakvöldinu verður Hrafn Jökulsson. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega, enda er aðsókn að skáldakvöldum Besta vinar ljóðsins jafn- an góð. Kaffistofa Norræna hússins verð- ur opin af þessu tilefni. Miðaverð á skáldakvöldið er kr. 300. Fuglaverndarfélag Islands Þessa dagana em 18 arnarungar að verða fleygir úr 12 hreiðrum. Auk þess er vitað með vissu um 32 arnarpör sem annað hvort urpu ekki eða varpið misfórst af einhverjum orsökum. Tveir dauðir ernir fundust. Stakir emir hafa sést nokkuð, meðal annars tveir undir Eyjafjöllum. Stærð íslenska amarstofnsins gæti verið dálítið á annað hundrað. Sl. 10 ár hafa þtjár sýslur bæst við útbreiðslusvæðið. Ungar' era reknir burt af óðali foreldr- anna og helga sér óðal við 4-6 ára aldur. Öminn er mjög viðkvæmur varpfugl. Verði hann fyrir styggð, t.d. af völdum hávaða, vill varpið eyðileggjast. Það er eingöngu þeim ágætu amarbændum að þakka, sem haldið hafa hlifiskildi yflr verpandi örnum, að ennþá em haferrúr á íslandi. Fyrirlestur um áhrif námsmats á skólastarf Hér á landi em staddir tveir bandarískir uppeldisfræðingar, dr. Robert Stake, prófessor við University of fllionis, og dr. Bemadine Stake sem kennir við sama skóla. Undanfarið hefur dr. Robert Stake staðið fyrir rannsóknum á áhrifum námsmats á skólastarf. Hann mun flytja opinn fyrirlestur, sem tengist þeim rann- sóknum, í Kennaraháskóla íslands (stofu B 201) fimmtudaginn 18. ágúst kl. 16.30. Fyriríesturinn, sem fluttur verður á ensku, nefnir hann „Implications of Ass- essment of Schooling". Efni fyrirlestrar- ins á erindi til þeirra sem hafa áhuga á áhrifum námsmats á skólastarf, t.d. áhrifum samræmdu prófanna við lok grunnskólans. Dr. Bemadine Stake mun halda tveggja daga námskeið fyrir kenn- ara um kennslu stærðfræði og raun- greina á vegum Kennaraháskóla íslands 17. og 18. ágúst. Laugarásbíó: Sá illgjami Menning í mánudagsblaði DV birtist röng mynd með umsögn Ólafs Engilbertssonar um málverkasýningu Guðlaugs Þórs á Kjarvalsstöðum. Hér kemur rétta myndin, nr. 29: í Landmannalaugum. Listamaðurinn er beðinn velvirðingar á mistökunum. Leikstjóri: Wes Craven Aðalhlutverk: Bill Pullman, Cathy Ty- son, Paul Winfield og Zakes Mokae Hin einkennilega blanda, sem er þjóðtrú Haitibúa, hefur verið hryll- ingsmyndaframleiöendum í Holly- wood mikil uppspretta efnis í gegn- um tíðina. Voodoo og zombies hafa trónað þar svo áratugum skiptir, enda vel til þess fallið að vekja mönnum óhug. Kvikmyndin Sá illgjami, sem sýnd er um þessar mundir í Laug- arásbíói, gerist að mestu leyti á Haiti. Bandarískt lyfjafyrirtæki tel- ur sig hafa fulla vissu fyrir því að uppvakningar, zombies, séu engin þjóðsaga, þeir séu raunveruleiki og sé lyf þar með í spilinu. Þeir afráða að senda mann á staðinn og koma höndum yfir uppskriftina. Til fararinnar velst ungur lækn- ir, dr. Dennis Alan (Bill Pullman). Hann á að baki frægðarför um Amasonsvæöið í svipuðum erinda- gjörðum. Honum er gert að fara og hitta geölækni á Haiti, Mariella Céline (Cathy Tyson). Er dr. Alan kemur til Haiti kemst hann fljótlega í kast við leynilög- reglu Duvaliers, Tonton Macoutes. Yfirmaður lögreglunnar er al- ræmdur kuklari og er honum lítið um það gefið að leyndarmál Ha- itibúa breiðist út um heimsbyggð- ina. Að auki er róstusamt á eynni og Duvalier orðinn valtur á veldis- stóli. Wes Craven hefur valið sér þægi- lega og örugga leið viö gerð þessar- ar myndar. I stað þess að nýta sér Haiti og þjóðtrú hennar á frumleg- an og spennandi hátt hefur hann valið að gera hefðbundna hryll- ingsmynd með póstkortatökum. Þannig er myndin full af vel þekkt- um klisjum úr öörum svipuðum. Ménn eru grafnir lifandi, hendur leita fálmandi milh rimla fanga- klefa og rotnandi lík lifna viö og eru full af pöddum. í bland við þetta er heldur klén lýsing á stjórn- málaástandi á Haiti. Myndin hefst í Amasonfrum- skóginum óg er því atriði algerlega ofaukiö. Leikur er einnig heldur klénn, sérstaklega er Bill Pullman ósannfærandi í hlutverki sínu sem dr. Alan. Zakes Mokae fer hins veg- ar vel með sinn hlut sem hinn rammgöldrótti yfirmaður Tonton Macoute, Peytraud. -PLP Paul Winfield og Bill Pullman í hlutverkum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.