Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. 19 Gagnrýnendum fannst húsið vera léleg eftirlíking af Southfork. Draumahús Söru „Léleg eftirlíMng af Southfork- bú- garðinum úr Dallasþáttunum,“ sögðu þagnrýnendur um hið fyrir- hugaða hús hertogahjónanna af Jór- vík þegar líkan af því var til sýnis fyrir nokkru. Húsið mun standa milli Windsor og Ascot. En Sara, sem hefur fylgst með teikningu hússins frá fyrsta penna- striki, er yfir sig ánægð. Þó að hún væri alveg komin að því að fæða eyddi hún miklum tíma í það að skipuleggja barnaherbergið sem hún vill að verði alveg fullkomið. Þó mun enn vera eitt eða jafnvel tvö ár þang- að til hjónin flytja inn. Sara er ákveðin í því að umhverfis húsið verði góður garður þar sem hún geti leikið við bamið. Einnig verður þar stór sundlaug, tennisvöll- ur, falleg tijágöng og blómaraðir meðfram öllum gangstígum. Hertogahjónin eiga þegar hús í Surrey en þar sem Andrew er mikið til sjós hefur Sara orðið einmana. Þau hafa einnig íbúð í Buckingham- höllinni en þar þrífast þau ekki. Jórvíkurhúsið Sara hefur haft góðan og nægan tíma til að skipuleggja húsið eftir að Andrew fór til sjós en hann var í burtu í allt sumar og kemur reyndar ekki aftur heim fyrr en í vetur. Það er hinn þekkti arkitekt, James Dun- bar-Nashmit, sem fékk þann heiður að teikna húsið sem þegar hefur hlot- ið nafnið The House of York. Sara hafði frá upphafi hugsað sér að fá bandaríska arkitektinn Parish Had- ley til að innrétta húsið en þá lagði Philip drottningarmaður blátt bann við því. Arkitekt þessi mun híeðal annars hafa séð um breytingar á Hvíta húsinu þegar Jackie Kennedy var forsetafrú en það þótti ekki hæfa að Bandaríkjamaður sæi um innrétt- ingar í konunglegum bústað á Eng- landi. Svefnherbergið eins og hjá vændiskonu Sara hefur því aö miklu leyti haft fijálsar hendur um innréttingu húss- ins. Þó mun tengdafóður hennar hafa þótt nóg um svefnherbergið og fund- ist þaö eins og dyngja vændiskonu og tengdamamma gerði sínar at- hugasemdir við veröndina og þakið. Á veröndinni eru súlur í grískum stíl og finnst Betu þær vera of mikiö pijál. Einnig finnst henni tígulsteins- þakið ákaflega smekklaust. Hertogahjónin hafa lagt mesta áherslu á að hafa húsið stórt og rúmgott og að gaman og gott væri að búa í því. Samtals munu verða 20 herbergi í hinu tveggja hæða húsi. Um 80 milljónir mun vanta til þess að klára húsið. Upphæö þessi mun þykja í hærra lagi fyrir hertogahjón- in þar sem laun prinsins séu ekki há. Ekki er enn vitað hversu margt starfsfólk þeirra hjóna verður en tal- ið er að það verði ekki margt því þeim þyki best að sjá um sig sjálf. Hin nýbakaða móðir, hertogaynjan af Jórvík, hefur haft nóg að gera við að innrétta draumahúsið. Robin Williams: Þjáðist Lennon af sjúklegu lystarleysi? Svo virðist sem bitillinn John „Hann mælir ennþá á sér mittið Lennon hafi þjáðst af sjúklegu lyst- á hverjum raorgni þegar hann fer arleysi (anorexia) og boröað of- á fætur og ef hann syndgar með skynjunarlyfið LSD eins og þaö þvíaðborðaeitthvaðafbannlistan- væri sælgæti ef mark skal tekið á um fer hann inn á baðherbergi og nýrri bók en kaflar úr henni birt- stingur puttanum í kokið.“ Þannig ust fyrir stuttu í bandaríska viku- lýsir Goldman Lennon árið 1979. blaðinu People Weekly. Goldman segir aö á þessum tíma Höfundur bókarinnar er Albert hafi Lennon verið fjarlægur og þög- Goldman og ber bókin nafnið The ull og i heil þijú ár hafi hann hald- Loves of John Lennon. Heldur ið sig mest í svefnherbergi sínu í Goldman því fram aö Lennon hafi hinni glæsilegu Dakotabyggingu. mest allt sitt líf reynt að svelta sig „Mest allan daginn situr hann til þess að reyna að vera fullkom- með krosslagöa fætur umvafinn inn. tóbaks- og marijúanaskýi Hann Goldman er fyrrum prófessor í les, hlustar á spólur eða stundar ensku og hefúr skrifað ævisögu innhverfa íhugun,“ skrifar Gold- Lenny Bruce og Elvis Presley. man. HannrekurvandamálLennonsaft- Árið 1967 hélt Lennon því fram ur til ársins 1965 þegar einhver lýsti að ofskynjunarlyfið LSD heföi gefið honum sem „feita bítlinum“. Gold- sér nýja vidd og breidd og heim- man segir í bókinni aö sú setning spekihuga. „Ég hlýt að hafa farið í hafi orðiö svo mikiö áfall fyrir hið þúsund „feröir'*. Ég borðaði þetta viðkvæma sjálfsálit Lennons að einsogsælgætí,“erhafteftirLenn- Ef marka má nýja bók um John Lennon þjóðist hann af sjúklegu lystar- aldrei hafi gróiö umheilt eftir það. on. leysl og borðaói ofskynjunartyfid LSD eins og sælgæti. Kominn á réttan kjöl Áhorfendur sofnuðu yfir síðustu mynd hans, en Robin Williams mun svo sannarlega halda þeim vakandi með nýjustu mynd sinni, Good Morning Vietnam. Myndin, sem verður sýnd hér á landi innan tíðar, hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. Þegar hafa selst miðar fyrir tæplega 6 millj- arða og myndin hefur tvímælalaust skotíð Robin aftur upp á sljömuhim- ininn. Velgengnin heföi ekki getað komið á betri tíma. Eiturlyfjaneysla, drykkja og fjöldi misheppnaðra kvik- mynda skildi Robin eftír með skilnað og frama á niðurleið. En skyndilega er hann aftur á toppnum, nærri því tíu áram eftir að hann varð frægur fyrir að leika geimveru í sjónvarpsþáttunum Mork og Mindy. í kvikmyndinni má finna sömu kímni og í sjónvarpsþáttunum. Góóóóóðan dag Vietnam Myndin er byggð á sannri sögu um plötusnúð sem sendur er tíl Víetnam til að stappa stáli í hermennina. Á hverjum degi byijar hann útsend- ingu með því að hrópa „Gooooooooooooood Moming Viet- nam.“ Plötusnúðurinn veröur hetja í augum þúsunda hermanna því hann leikur fyrir þá-rokktónlist. Hann gerði grín að og hermdi eftir Nixon Bandaríkjaforseta, auk þess sem hann tók upp á öllu mögulegu öðru. Þaö má segja að Robin hafi orðið frægur á einum degi fyrir Mork og Mindy og það varð hreinlega of mik- ið fyrir hann. „Ég var 26 eða 27 ára og skyndilega átti ég alla þessa pen- inga. Lífið gekk út á konur og eitur- lyf,“ sagði Robin. Háður konum, eiturlyfjum og áfengi Hann gat ómögulega sagt nei við all- ar þær konur sem hentu sér að fótum hans - jafnvel þótt hann væri nýgift- ur. Hann var háður konum eins og eiturlyfjum. Auk kvennanna var hann reiöubúinn tíl að déila kókaíni með stjörnum Hollywood. Fljótlega varð líf hans að einu stóru partýi með eiturlyfjum og víni. Hann hvarf svo dögum skiptí án þess að hafa neitt samband við konu sína, Valerie Velardi. Það var á einum túrnum sem hann heimsóttí gaman- leikarann, John Belushi, og tók inn kókaín með honum á hóteli í Holly- wood. Aðeins nokkrum klukkutím- um seinna var John Belushi liðið lík. Dauði Johns og sú staðreynd aö eiginkona hans var barnshafandi fullvissaði hann um það að hann yrði að koma lífi sínu á réttan kjöl aftur. Sex mánuðum áður en sonur hans, Zachary, fæddist í apríl 1980, þá sagði hann skilið við áfengið og eiturlyfin. Nýir tímar Valerie eignaðist barnið og fiölskyld- an fluttí tíl San Francisco. í þeirri trú að Robin væri hættur að fara á fjör- urnar við kvenfólk, réð Valerie hina 26 ára gömlu Marsha Garces sem barnfóstru sonar síns. Robin féll flat- ur fyrir henni. Marsha og Robin stofnuðu heimili saman fyrir nærri tveimur árum og Valerie hefur feng- ið skilnað. Fyrri myndir Robins náðu aldrei neinum vinsældum. Popeye, The World According to Garp og Moscow on the Hudson fengu góða dóma en slógu aldrei í gegn. Eftir það kom hann fram í nokkrum myndum sem voru alveg dauðadæmdar, The Survivors, The Best Times og Club Paradise. Good Moming Vietnam gætí þýtt nýja tíma fyrir leikarann Robin Will- iams. Robin Williams héfur slegið í gegn i myndinni Good Morning Vietnam. Sú mynd verður væntanlega sýnd hér á landi innan tíðar. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . George Michael er sagður vera mjög veikur fyrir austurlenskum húsgögnum. Þetta er þó mjög dýr, reyndar fokdýr, smekkur. Poppstjarnan mun nýlega hafa pantað mikið af húsgögnum frá Japan og mun sendingin kosta hann litlar 70 milljónir króna. Sagt er aö hús- gagnaframleiðandinn hafi bein- línis grátið af gleði er honum barst pöntunin. Og er það nokkur furða? Paul McCartney lét hjartaö ráða ferðinni á styrkt- aruppboði í London. Paul er ann- ars þekktur fyrir að halda fast utan um pyngjuna. Boðinn var upp forláta handsmíðaður gítar og ekki ómerkari menn en Phil Collins og Eric Clapton höfðu mikinn hug á að tryggja sér grip- inn. En aö lokum fór svo að gítar- inn var sleginn Paul fyrir tæplega 3 milljónir króna. Stephanie Mónakó- prinsessa er nú ákaflega spennt. Hingað til hefur Hollywoodfrægðin ekkert látið á sér kræla þó að Stephanie hafi mikið reynt til að fanga hana. Nú er þó möguleiki að hún sé á næsta leiti því Stephanie komst nefnilega í reynsluupptöku fyrir hlutverk í nýjum sjónvarps- myndaflokki. Flestir telja að hún sé nokkuð örugg með að fá hlut- verkið. Hvort sem hún hefur hæfileika eður ei þá hefur hún þó aUavega rétta nafnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.