Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. 5 Fréttir Garðskagaviti. Þaðan er ægifagurt útsýni. DV-mynd Ægir Már Bætt aðstaða til náttúm- skoðunar á Garðskaga Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum; „Félagar í björgunarsveitínni hafa lagt mikla vinnu í aö bæta aöstöðu fyrir þá sem velja Garðskaga til nátt- úruskoöunar," sagði Sigfús Magnús- son, formaður Ægis í Garðinum. „Menn hafa eytt sumarleyfunum í að byggja söluskála, mála gamla vit- ann og laga og snyrta umhverfið til að gera það meira aðlaðandi fyrir þær þúsundir ferðamanna sem leggja leið sína þangað á hveiju ári.“ Gamh vitinn var byggður árið 1897 og þjónaði sæfarendum til ársins 1944 að nýi vitinn var reistur. „Lengi vel var ekki hægt að fara upp í gamla vitann en við erum bún- ir að búa svo um að núna er það kleift og útsýni er mjög gott. Fallegt yfir land og haf,“ sagöi Sigfús. Veitingar eru á boðstólum á Garð- skaga og rennur ágóðinn og gjaldiö upp í vitann til björgunarsveitarinn- ar Ægis. Mjög fagurt er um að litast - ægifagurt á Garðskaganum og fuglalíf í íjörunni þar er eitt hið fjöl- skrúðugasta í Evrópu. Einnig er þarna skammt frá hinn svonefndi Skagagarður, mannvirki sem gert var fyrir mörgum öldum til að hindra að skepnur færu inn á akurlöndin sem þama voru og sitthvað fleira er að sjá en sjón er sögu ríkari. Lrtið eftirlit með smáfiskadrápi - ásakanir um að notaðir séu karfapokar við þorskveiðar Smáfiskadráp er eftirlitslítiö. Skip geta landað fullfermi af smáfiski án þess aö nokkur viti nema sjómenn og útgerðin. Enginn einn aðili fylgist reglulega með þeim afla sem skip og bátar landa. Ferskfiskmatið hafði eftirlit með þeim fiski sem landað var og athug- aöi stærð og aflasamsetningu. Fersk- fiskmatið var hins vegar lagt niður fyrir tveim árum og þar með lagðist eftirlitið af. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, segir það mjög erfitt að fylgjast með smáfiskadrápi á miðunum í kringum landið. „Það er ekki lengur hægt að fylgjast með hverjum farmi sem berst að landi eins og mögulegt var þegar fersk- fiskmatið starfaði. Enn erfiðara er um vik að fylgjast með þeim fiski sem fer beint í gáma og seldur er erlend- is,“ segir Jakob. í Alþýðublaðinu í gær er haft eftir ónefndum sjómanni að togarar úti fyrir Austíjörðum tíðkuðu það að nota ólöglega karfapoka við þorsk- veiðar. Jakob sagði að hvorki væri hægt að sanna né afsanna þess konar fullyrðingar. „Það er tilfellið að eng- inn sjómaður vill ganga fram fyrir skjöldu og tilgreina nákvæmlega hverjir það eru sem stunda smáfiska- drápið.“ Jakob sagði að Hafrannsóknastofn- un ætti ágætt samstarf við Land- helgisgæsluna um veiðieftirlit. Hann taldi peningaskort há Landhelgis- gæslunni og því væri ekki hægt að veita það aðhald sem þyrfti á miðun- um. p'v Byggt úr rekavið Regina Thorarensen, DV, Ströndum; Kristmimdur Sörlason, einn hinna stóru að sunnan en fæddur og uppalinn á Gjögri, er að byggja sér sumarbústað og verður hann 64 fermetrar að stærð. Hann er á lóð Jóns heitins kaupmanns sem verslaöi i marga áratugi á Gjögri við góðan orðstír, að best ég veit. Sumarhús Kristmundar er meö steyptum kjallara og efri hæðin úr völdum rekavið, eins og kirkj- urnar í Árneshreppi. Yfirsmiöur er Arnbjörn Bernharðsson. Byggðu elliheimili við eigið Regína Thorarensen, DV, Ströndum; Óvenjumikið hefur verið gert í Árneshreppi á Ströndum í sumar í nýbyggingum. Þau heiðurshjón á Krossnesi, Sigurbjörg Alexanders- dóttir og Eyjólfur Valgeirsson, sem eru komin á efri ár, fluttu nýlega í nýtt hús, 60 fermetra. Þau kalla þaö „elliheimilið". Þau eru búinn að af- henda syni sínum og tengdadóttur jörðina og hið flotta hús sem þau byggöu fyrir nokkrum árum á Kross- storhysi nesi. Það er eitt fallegasta húsið í allri Strandasýslu og nýja húsið er þar skammt frá. Grafið var fyrir grunninum í fyrrasumar. Svona á þetta að vera, allir út af fyrir sig meðan eldri borgarar geta séð um sig sjálfir. Til fyrirmyndar í sveitinni heldur en að hrúga gamla fólkinu í rándýrt húsnæði í Reykja- vík eins og hann Sigurvin, gamli al- þingsmaðurinn á Vestfjörðum á árum áður, sagði frá hér í DV. VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR FRAMLEN GJUM VIÐ UTSOLUNA og... 50. hver kaupandi fær tækifæri á að kaupa vasatæki á 50,- kr. og 100. hver kaupandi Nordmende geislalpilara á aðeins 100,- kr. GEISLASPILARAR VASA ÚTVARPSTÆKI SÍMAR ÚTVARPKL UKK UR SJÓNVARPSTÆKI HLJÓMTÆKJASTÆÐUR O. FL. O. FL.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.