Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Niðurfærslan vafasöm Eftir því sem fregnir herma hefur ráðgjafarnefnd for- sætisráðherra haft svokallaða niðurfærsluleið til athug- unar. Þessi efnahagsráðstöfun felur það í sér að laun, verðlag, vextir og raunar allir peningamælikvarðar eru færðir niður um ákveðna prósenttölu. Á pappírnum sýnist þessi aðferð vera nokkuð sniðug enda mundi mjög slá á alla verðbólgu og þenslu sem er undirrót þeirra þrenginga sem blasa við íslensku efnahagslífi í augnablikinu. Þegar fréttir um niðurfærsluhugmyndina kvisuðust ráku margir upp stór augu. Ef þessi leið er fær, hvers- vegna hefur þá enginn af fjölmörgum hagfræðingum á vegum ríkisstjórnarinnar lagt hana til? Ef niðurfærslan er slík töfraformúla, hvers vegna hefur hún ekki verið reynd í áranna rás? Þurfti nefnd manna úr atvinnulíf- inu, nefnd manna, sem allir eru án hagfræðiþekkingar, til að koma auga á svo sjálfsagða leið? . Nú eru ekki nema nokkrir dagar hðnir síðan niður- færsluleiðin komst á dagskrá. Og strax eru hnökrarnir að koma í ljós. Máhð er ekki eins einfalt og í fyrstu sýndist. Menn reka sig hvarvetna á veggi. Hvað á að gera við vörubirgðir sem keyptar eru á gamla verðinu? Hvað á að gera við vextina sem ekki er hægt að lækka með valdboði? Hvað á að gera við launin og launaskrið- ið? Hvað á að gera við verksamninga sem þegar eru bundnir í bak og fyrir? Eða aha baksamningana? Hvern- ig á að tryggja að verðlagið lækki? Til að tryggja fram- gang niðurfærslunnar þarf að setja hér upp víðtækt verðlags- og launaeftirlit, snúa aftur til þeirra tíma þeg- ar höft, opinbert eftirlit og sæg opinberra „löggæslu- manna“ þurfti til að halda kerfinu í skorðum. Ráðandi hagfræðingar hafa látið í ljós efasemdir um ágæti þessarar ráðstöfunar. Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagstofnunar, varar við niðurfærslunni og telur gengisfellingu nauðsynlega engu að síður. Aðrir taka í sama streng sem undirstrikar auðvitað að hag- fræðingar og efnahagsráðunautar hafa ekki mælt með niðurfærslu hingað til, einfaldlega af því að þeir hafa ekki trú á henni. Ljóst er af viðbrögðum Ásmundar Stefánssonar og þeirra annarra hjá Alþýðusambandinu, sem tjáð hafa sig um niðurfærsluna, að verkalýðshreyfingin mun snú- ast öndverð gegn slíkri efnahagsaðgerð. Ásmundur fuh- yrðir að niðurfærsla launa sé ófær, einkum vegna þess að launalækkun mun bitna misjafnlega á launþegum án þess að nokkur trygging sé fyrir lækkun verðlags. Ef verkalýðshreyfmgin er jafnhatrömm gegn niður- færslunni og dæma má af viðbrögðum Ásmundar er deginum ljósara að niðurfærsluleiðin kostar stríð gegn verkalýðshreyfmgunni. Síst af öllu megum við kalla yfir okkur ný átök á vinnumarkaðnum og hætt er við að pólitísk átök reynist stjórnarflokkunum erfið og dýr- keypt eins og þjóðfélagsástandið er um þessar mundir. Það er ekkert nema gott um það að segja þegar ráð- gjafarnefndin leitar nýrra leiða út úr ógöngum efna- hagshfsins. Þeim gengur gott til. En hugmyndirnar um niðurfærsluleiðina bera þess vott að menn leita í ör- væntingu. Menn leita að töfraformúlum þegar þeir sjá vítahringinn sem hinar hefðbundnu leiðir hafa í fór með sér. En töfrabrögð byggja á blekkingum. íslenska þjóðin leysir ekki vanda sinn með göldrum heldur með því að horfast í augu við raunveruleikann, með því að horfast í augu við vandann. Það flýr enginn sjálfan sig. Ellert B. Schram Búnaðarfélag Islands starfar í takt við tímann Skrif Gunnars Bjamasonar eru út í hött Gunnar Bjarnason, fyrrverandi ráðunautur hjá Búnaðarfélagi ís- lands og núverandi ráðunautur Félags hrossabænda, sendir Bún- aðarfélaginu kveðju sína í DV 5. þ.m. undir fyrirsögninni „Molbúa- háttur í íslenskum landbúnaði“. Búnaðarfélagið eða starfsmenn þess hafa ekki lagt það í vana sinn að svara skrifum Gunnars hin síð- ari árin, að því undanteknu að formaður félagsins leiðrétti á vin- samlegan og prúðmannlegan hátt fréttaflutning sem kom frá Gunn- ari í tengslum við tilraun hans til að vekja athygli á sér á síðasta Búnaðarþingi. Nú er hins vegar kveðjan þess eðlis að ekki er rétt að láta henni ósvarað. Gunnari þykir Búnaðarfélagið vera orðið gamalt og fullyrðir að starfsemi þess sé orðin úrelt. Aldur þess er þó ekki nema rúmlega tvö- faldur aldur Gunnars. Hann verð- ur líka að gera sér grein fyrir því að félög eldast ekki ef þau vinna að nýjum verkefnum og taka þau eldri ferskum tökum. Hjá Búnaðar- félagi íslands vinna ungir menn að nýjum verkefnum og að þeim við- varandi í takt við breytta tíma. Er Búnaðarþing „furðufyrirbæri"? Það telur Gunnar Bjarnason en það er ekki að mati annarra. Ekki þeirra sem stjóma landinu, Al- þingis og ríkisstjórnar, sem senda því jafnan fjölmörg mál til umtjöll- unar og umsagnar. Ekki að mati forsvarsmanna búnaðarsamband- anna og annarra félaga bænda sem vísa til þess fjölmörgum erindum á hveiju ári. Það mun heldur ekki mat þeirra sem þekkja til sögu landbúnaðarframfara á íslandi og vita að frá Búnaðarþingi eru runn- ar fjölmargar þær hugmyndir og nýmæh í faglegum sem félagsleg- um efnum sem leitt hafa til góðs fyrir bændur, landbúnaðinn í heild og þjóðina alla, Búnaðarþing hafa hin síðari ár setið í tvær vikur eða tæplega það en engu að síður verið afkastamikil og mjög skilvirk. Til Búnaðarþings er kosið á vegum búnaðarsambandanna og eiga allir bændur landsins og makar þeirra, hvaöa grein sem þeir stunda, rétt til að kjósa fulltrúa sína þar beinni kosningu. Það er því félagslega jafnlifandi og hver önnur fulltrúa- samkoma bænda. Búnaðarþing er æðsta vald í mál- efnum Búnaðarfélags íslands, er aðalfundur þess. Það kýs stjórn fé- lagsins, semur og samþykkir fjár- hagsáætlun fyrir það. Búnaöarfé- lag íslands er ekki ríkisstofnun þó að það fái mest af starfsfé sínu frá ríkinu heldur félag allra íslenskra bænda og stjórnað af þeim með fullkomlega lýöræðislegum hætti. Þetta veit Gunnar Bjarnason en hann kýs að setja hlutina fram á sinn hátt. Það er hans mál. Leiðbeiningarþjónustan er að hluta kostuð af ríkinu en að hluta af bændum. Meira en helmingur af leiðbein- ingarþjónustu í þágu bænda fer fram hjá búnaðarsamböndunum og er sú starfsemi að hluta kostuð af ríkinu en að meirihluta af bænd- um. En héraðsráöunautar vinna fjölmörg störf í þágu ríkis sem trúnaðarmenn við framkvæmd laga. Búnaðarfélag íslands er samband búnaðarsambandanna og væri óeðlilegt að þau hefðu ekki með sér samband sem ynni að sameiginleg- um málum og skipulagi á starfsem- inni í heild. Varöandi beina fram- kvæmd laga, svo sem búíjárrækt- arlaga, jarðræktarlaga og laga um forfallaþjónustu, svo dæmi séu tek- in, hefur ekki verið sýnt fram á eða leiddar að því líkur að það væri ódýrara eða einfaldara að fela hana öörum en Búnaöarfélagi íslands og búnaðarsamböndunum. Er starfsemi Búnaðarfélagsins tilgangslítil og ómerkileg? Gunnar Kjállarinn Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri Bjamason virðist fagna því að stjóm B.í. sá sig tilneydda vegna óvissu um fjárveitingar að hafa starfssamninga við ráðunauta lausa um næstu áramót. Sama Gunnari fannst hann miklum órétti beittur að fá ekki að starfa áfram fyrir félagið lengur en rúm- lega eitt ár eftir að venjulegum starfsdegi var lokið. Stjórn Búnaðarfélagsins þakkaöi Gunnari við starfslokin og hún tel- ur að störf hans í þágu félagsins hafi verið gagnleg en ekki „til- gangslítil og harla ómerkileg". Dómur Gunnars kemur hins vegar fram í eftirfarandi setningu: „Starfsemi þessarar gömlu ríkis- stofnunar, Búnaðarfélagsins, er orðin tilgangslítil og harla ómerki- leg. Þetta get ég fullyrt eftir að hafa verið starfsmaður þar í fullu starfi um tíma og síðan í hálfu í 48 ár.“ Þetta gefur vdssulega tilefni til at- hugasemda sem gætu fyllt meira rúm en öll grein Gunnars. Hér verður hins vegar að stikla á stóm. Starfsemi Búnaðarfélagsins hefur ekki staðnað. Áherslur hafa stór- lega breyst með breyttum vdðhorf- um í landbúnaðinum. Fyrir rúm- um tíu árum sinntu flestir ráöu- nautar félagsins að mestu hefð- bundnum greinum en einn ráðu- nautur af 17 nýgreinum eingöngu. Nú eru 6 ráðunautar sem eingöngu sinna nýgreinum. Auk þess sem þrír af ráðunautum, þ.e. í hag- fræði, byggingum og bútækni og vatnsvdrkjun sinna að meirihluta til störfum að nýgreinum. Föstum störfum ráðunauta hefur ekki fjölgað nema um rúmlega eina stöðu og er það vdð tölvudeild. Þjónusta vdð eldri greinar hefur þó ekki minnkað þar sem tölvu- tækni hefur sparað vdnnu og í mörgum tilfellum hefur hún auk- ist. Búnaðarfélagið hefur á síðari árum beitt sér fyrir tölvuvæðingu allrar leiðbeiningaþjónustunnar með þeim árangri að öll búnaðar- samböndin eru nú með tölvur sem bráðlega munu tengjast beint tölvumiðstöð bændasamtakanna. Það hefur í samvdnnu vdö búnað- arsamböndin unnið að endur- skipulagningu bókhaldsmála (bú- reikningahalds) og að því að bún- aðarsamböndin taki þau mál sem mest í sínar hendur með stofnun bókhaldsmiðstöðva. Allt skýrslu- hald á vegum Búnaðarfélagsins er nú fært og gert upp í tölvu. Þar á meðal má nefna kynbótaskýrslur og aörar búíjárskýrslur, í naut- griparækt, sauðfjárrækt, hrossa- rækt, svínarækt og loðdýrarækt og gerðar upp í samræmi vdð bestu tækni og þekkingu á þvd sviði. Til þessa og nokkurra annarra verk- efna hefur félagið notið styrks úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Síðustu árin hefur Búnaðarfélag- ið í samvdnnu vdð búnaðarsam- böndin, Samband loðdýrabænda og bændaskólana unnið að stóreflingu leiðbeininga í loðdýrarækt. Á veg- um B.Í., Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Byggingarstofn- unar landbúnaðarins og bænda- skólanna hefur starfað „bygginga- hópur loðdýraræktarinnar" sem hefur stórbætt loðdýrabyggingar og sparað bændum í þessari grein mikla fjármuni. Búnaðarfélagið hefur ráðunaut í ferðaþjónustu sem vdnnur í góðri samvdnnu vdð Félag ferðaþjónustu- bænda á skrifstofu þess í Bænda- höllinni. Það hefur ráðunauta í nýtingu hlunninda. Ráðunautur- inn, sem sinnir æðarrækt, starfar í náinni samvdnnu vdð Æðarrækt- arfélag íslands og er nánast fram- kvæmdastjóri þess. Garðyrkju- ráðunautar tveir vdnna mjög með Sambandi garöyrkjubænda. Svína- ræktarráðunauturinn vdnnur á sama hátt með stjórn Svínaræktar- félags íslands og að verkefnum sem það hefur skipulagt. Ráðunautur er í 'A starfi vdð leiöbeiningar í loðkanínueldi og í góðu samstarfi vdð Kanínuræktarsambandið. Þannig mætti lengur telja. Á síð- asta ári fór B.í. inn á nýtt svdð þar sem eru leiðbeiningar í fiskeldi. Ráðinn var fiskeldisráðunautur með þekkingu á hinni líffræðilegu hlið þessarar nýju búgreinar sem æ fleiri bændur leggja stund á eða eiga aðild að. Fyrir voru hjá félag- inu ráðunautar í byggingum og bútækni, í vatnsvdrkjun og í hag- fræði. Þessir íjórir mynda nú fiskeldishóp sem veitir alhhða ráð- gjöf varðandi fiskeldi. Hann not- færir sér upplýsingar frá sérfræð- ingum Veiðimálastofnunar og Orkustofnunar og er fær um að hanna og gera ítarlegar kostnaöar- og rekstraráætlanir fyrir fiskeldis- stöðvar. Þessa þjónustu kunna bændur, sem hyggja á fiskeldi, vel að meta. Hana og svdpaða þjónustu á öörum svdðum getur B.í. veitt vegna þess að það hefur sérfróða menn á mörgum svdöum. Þeir sér- fræðingar vdnna saman og með héraðsráðunautum. Það er styrkur leiðbeiningarþjónustunnar og hef- ur leitt til þess að hún hefur getað svarað kröfum tímans um breytta búhætti þrátt fyrir þröngar íjár- veitingar hin síðari ár. Hér hefur einkum verið vdkið að nýmælum í störfum B.í. og leið- beiningarþjónustunnar í heild en ekki getið starfsemi sem á sér lengri sögu en þó er engu ómerk- ari. Nefna má búfjárræktarstarf- semina sem rekja má allt til síðustu aldamóta þegar Búnaðarfélagið tók að beita sér fyrir stofnun búíjár- ræktarfélaga. Sú starfsemi hefur verið samfelld og skilað bændum og þar með þjóöinni allri mjög miklum árangri, ekki hvaö síst hin síðari ár. Þar vinna einstakir bændur, sem halda afurðaskýrsl- ur, féiög og sambönd þeirra undir forystu héraðsráðunauta og ráðu- nauta Búnaðarfélags íslands aö búfjárkynbótum, sem jafna má við það sem best er gert hjá öörum þjóðum. Svo undarlegt sem það kann að vdrðast sýna skrif Gunnars um Búnaðarþing og Búnaðarfélagið að hann þekkir lítið til starfa þeirra eins og nú er komið. Starfsemi Búnaðarfélags íslands hefur aldrei verið ómerkileg og er þaö ekki nú. Það eru hins vegar umrædd skrif Gunnars Bjarnason- ar um félagiö. Jónas Jónsson „Hjá Búnaðarfélagi Islands vinna ung- ir menn að nýjum verkefnum og að þeim viðvarandi í takt við breytta tíma.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.