Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. 17 Lesendur Kona í vesturbænum hefur miklar áhyggjur af miklum fjölda umferðaslysa. Tölur um slys Kona í vesturbænum hringdi: Mér finnst ég hafa tekið eftir því að dauðaslysin í umferðinni séu miklu fleiri nú en næstu ár á undan. Það er frétt um dauðaslys í umferð- inni annan hvem dag að kalla. Nú síðast hörmulegt dauðaslys á Reykjanesbrautinni þar sem tveir létu lífið. Hver ætli sé orsökin fyrir þessarri aukningu? Ætli það sé aukin bílaeign landsmanna og vegakerfið anni ekki þessum mikla þunga án áfalla? Það er þá aldeilis viðvöran til Vegagerð- arinnar og gatnamálastjóra. Mér býður nefnilega í grun að.þaö sé or- sökin. Auk þess hlýtur andvaraleys- ið í umferðinni að vera mikið og áróðurinn gegn því aldrei of mikill. Hvemig væri til dæmis að birta tölur um látna í umferðinni til þessa? Það ætti nú að vera nógu sláandi og hreyfa við mörgum. Heildartölur lát- inna í umferðinni hljóta að vera komnar miklu hærra en tölur fyrir allt árið í fyrra. Enginn dreginn til ábyigðar Gylfi hringdi: „Enginn einn aðili verður dreginn til ábyrgðar." Á þessa leið hljóðaði fyrirsögn í DV sl. mánudag. Þar var verið að fjalla um hönnunarmistökin á Laugaveginum eða nýlagða götuna sem komin var í rúst vegna þess að undirlagið var ónýtt. Hvemig er það hægt? Auðvitað er einhver ábyrgur fyrir þessum mistökum. Að undir- lagið skuli hafa verið svona lélegt hlýtur að vera atriði sem rekja má til einhvers ábyrgs aðila. Manni finnst eins og verið sé að hlífa ein- hveijum aðilum, að enginn skuli vera gerður ábyrgur. Nú vom mjög svipaðar aðgerðir á öðram hluta Laugavegarins, nær Lækjartorginu, en þær virðast vera í lagi. Af hverju var ekki leitað til sama aðila úr því reynslan af honum var góð? Þurfti endilega að fara ódýru leiðina sem á endanum verður miklu dýrari? Allt of oft sér maður dæmi um slíkt. Og nú á að malbika yfir allt saman, svo allir þessir dýra ið, koma ekki að neinu gagni. Ég aðkeyptu steinar, sem voru undirlag- skil bara ekki þessa vitleysu. Enginn einn aom verm dreginn til ábyrgðar „Viö sjáum fram á aö flárhagsáætl- „Viö vitum hvaö för úrskeiöis á ekkert til fýrirstöðu aö nýr götu- ekkt veriö rætt sérstaldeca' un su sem gerö var fyrir þessar Laugaveginum og tæknilega cr kafli veröl steinlagöur. Þetta hefur lagfæringaráLaugaveginummuni ------■ . —. --------■ , . , , . standast. Hun hljööaöi upp á 2.2 I /c'dnéfL ■ Ifl' L ,J^B^ milljúnir króna. Kostnaöur viö I I X / ’fLj , ~ I jl j . efni. hitaUSgn og malbik vegur þar L’;, I P— þvngst auk þcss sem verktö er allt ] .< I > I t unnið í næturvinnu. Við reiknum B— --ráfex ____ _ • ▼ I ■'iú«.-'- *. *■ meöaöverkinuljukiahadegudag i I " 'S. en við eigum eftlr aö leooa út eitt B ,W2f 1» I malbiksiag Vt-röur svoopnaö firir H/' jlL. [_ fsv < f, 4 ' umferö eftir þaö." sagöi Sigurður TC|’tilfwjBjRBw. i. 43358»*^ %Py: -rjft Ska: .n>n varagatnamab kLwgjyltex J9K. ” sijon viö DV i morjtun 1~~L I' m I hv. mig for m.ö icmun FT^ . - ItlMHÆnal 1 r*TjgW'jH»e/ J •;* l f~ — . i ■*f WHftjptfvjtaf v .... ~ urkf.-æö.Motan .- ati ver suö WBKijM i kki jtregifípA * T IH flnna nnn áh)T|tö.iraöiia fjnr m;s 7 ji:.-j M HU tokin I'anu f. r s.inun honr.un, Æ ■£ [utiur verklaka mt eflirlil ^ |fflffBwHwflfBPy mS iBB Gylfi segist ekkert skilja i því að enginn skuli vera ábyrgur fyrir mistökunum við lagningu Laugavegarins. Sundþjálfari Sunddeild Bolungarvíkur vantar röskan og ábyggi- legan sundþjálfara fyrir sundhópa sína strax. Uppl. gefur Jensína í síma 94-7337. Nauðungaruppboð verður haldið að Ökrum III í Hraunhreppi, Mýrasýslu, miðvikudaginn 25. ágúst 1988 kl. 14.00. Eftirtaldir lausafjármunir verða boðnir upp: bifreið - Dodge pickup, dráttarvélar - Ford, Farmall og UTB, heyhleðsluvagn - Carbon. Greiðsla við hamarshögg. ________Sýslumaðurinn i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Fóstra Á Blönduósi er barnaheimilið Barnabær með 60 leikskóla- plássum og 14 dagheimilisplássum. Fóstru vantar að leik- skólanum sem fyrst. Húsnæði tryggt. Umsóknarfrestur er tii 24. ágúst nk. Nánari upplýsingar gefur forstöðukona í síma 95-4530 og undirritaður í síma 95-4181. Bæja.rstjóri TIL LEIGU EÐA SÖLU veitingahús, skemmtistaður og bar Hafið samband við auglýsinga- þjónustu DV í síma 27022. H-99. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla. Að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vantar stunda- kennara í: íslensku, myndlist, rafeindatækni,' við- skiptagreinum, efnafræði og stærðfræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendistskólameistara Fjölbrautaskólans í Breið- holti fyrir 20. águst næstkomandi. Menntamálaráðuneytið & rwo Sniglar eru ekki á borðum almennings hér á landi að staðaldri. í Lífsstíl á morgun fjöllum við um þennan franska, eftirsótta rétt. Við birtum uppskriftir og sýnum matreiðsluað- ferðir. Allt um snigla í Lífsstíl. Svínakjöt er í sókn hér á landi. Ástæðan er vafalaust sú að matargerð hér á landi hefur breyst í kjölfar aukinna ferðalaga. Flestir kínverskir kjötréttir innihalda t.d. ein- göngu svínakjöt. í tilraunaeldhúsinu elduðum við einn góðan súrsætan rétt sem féll í góðan jarðveg. Margir eru sjálfsagt farnir að velta fyrir sér hverju íslensku ólympíufararnir muni klæðast þegar þeir halda á þessa stærstu íþróttaleika sem haldnireru í heiminum. Oftar en ekki hafa menn deilt grimmt um klæðnað okkar manna og þótt klæðnaður þeirra til lítils sóma fyrir land og þjóð. En slíkar deilur hljóta alltaf að blossa upp því smekkur manna er jafnmisjafn og mennirnireru margir. Og það sem einum finnst fallegt finnst öðrum Ijótt. Við hér á DV ákváðum að gefa lesendum okk- ar forsmekkinn að því sem keppendur og fylgd- arlið þeirra mur.u klæðast á leikunum í Seoul.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.