Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 20
20 Iþróttir Nafn: EðVarð Þór Eðvarðsson. Aldur: 21 árs. Hæð: 1,87 m. Þyngd: 78 kg. Félag: UMFN. • Eðvarð Þór Eðvarðsson. „Hæfilega bjartsýnn“ „Eg hef æft af fullum krafti í allt sumar. ÆQngar hafa verið sex daga vikunnar, íjórir til fimm tímar á dag. Það er nokk- uö ljóst að sundkeppnin á ólympíuleikunum verður mjög hörð og spennandi. Framfarim- ar hafa oröiö gífurlegar á síð- ustu árum,“ sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundmaður úr Njarðvík. Eövarö Þór hefur um nokk- urra ára skeiö veriö okkar allra sterkasti sundmaður og í dag á hann Noröurlandametið í 200 metra baksundi. Eðvarð Þór er einn þeirra íslensku keppenda i Seoul sem hvað mestar vonir eru bundnar við. Við raraman reip er að draga en á góðura degi er Eðvarð Þór vís til alls. „Þaö er mjög erfitt að segja til um hverjir möguleíkar rainir verða á ólympiuleikunum. Ég keppi bæði i 100 og 200 metra baksundi og mun leggja meiri áhersiu á 200 metra sundið sem er mín sterkasta hliö. Til að komast í lokaórslitin verö ég eins og máiin standa í dag að rústa Norðurlandameti mínu í 200 m baksundinu. Á góðum degi ætti ég að slá metið. OL88 Af þeim sem keppa í 200 metra baksundinu er ég með 13. besta tímann. Helstu keppinautar minir í sundinu verða tveir Kanadamenn, Marphy og Tewsburry, Battisteili frá ítal- íu, Polianski frá Sovétrikjunum og heimsmethafinn Berkoff frá Bandafíkjunum. Ég hef raunar keppt gegn Berkoff nokkrum sinnum og unnið hann tvdsvar. Svo má ekki gleyma sund- mönnum frá Austur-Þýska- iandi sem koma örugglega til meö að verða meðal efstu manna. Við munum fara til Seoul 8. september þannig aö við fáum góöan tíma til aö laga okkur að aðstæðum. Sjálf keppnin á ólympíuleikunum befst síöan 20. september. Sundinu hefur fleygt gifurlega fram á síöustu árum og ég fæ ekki betur séð en að ég verði að synda á ekki undir 2:02,00 mínútum til aö komast í úrslit en Norðurlanda- met mitt er 2:02,79 mínútur, Ég get sagt að ég sé hæfilega bjart- sýnn. Ég mun gera mitt besta,“ sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson. -JKS © PIB COPiNMkCtN MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. Stúfar úr 1. deild 1100. mark Vals Þegar Tryggvi Gunnarsson sendi boltann í mark Völsunga á sunnudagskvöldiö var það 1100. markið sem Valur skorar í 1. deildar keppninni frá upphafi. Ekkert annað félag hefur skorað jafnmörg mörk en næstir koma KR-ingar með 1034 mörk. Víkingar í 800 Sigurmark Björns Bjartmarz gegn Leiftri var 800. markið sem Víkingar skora í deildakeppninni frá upphafi. Þar af eru 490 í 1. deild og 310 í 2. deild. Víkingar fóru jafnframt yfir 500 stiga múr- inn með sigrinum - þeir hafa nú fengið 321 stig í 1. deild og 180 í 2. deild eða 501 samtals. 60. mark Guðmundar Guðmundur Steinsson skoraði sitt 60. mark í 1. deildar keppn- inni gegnÍBK í fyrrakvöld. Hann er annar Framarinn sem nær þeirri tölu, Kristinn Jörundsson skoraði 61 fyrir félagið á sínum tíma. Guðmundur er nú orðinn sjöundi markahæsti leikmaður 1. deildar keppninnar frá upphafi. 30. mark Halldórs Halldór Áskelsson skoraði sitt 30. mark í 1. deild fyrir Þór þegar liðið mætti ÍA í fyrrakvöld. Hann er markahæsti leikmaður félags- ins í deildinni frá upphafi. 50. leikurSigurðar Siguröur B. Jónsson, ÍA, lék sinn 50. leik með ÍA í 1. deildar keppn- inni gegn Þór í fyrrakvöld. MII^IIIIMI <3® - K s- ■ 458*; **' <- ■WS' <• ■> Qm ' V' "" ' > ■• ;<' f' • í- : -w- •:: • ;■ : .x. :• ' *■:•'. -••« •• y „Hann verður myrtur, ekki ég“„ne)ateik, teljast að þeir hóti hver öðrum lífláti. Nú eru taldar yfirgnæfandi líkur á þvi að Band bleyleikvanginum í London 8. október. Andstæöingur hans verður þá Bretinn Frank hefur andstæðinga án mikiilar fyrirhafnar í síðustu bardögum sinum. Bruno er þó kokhra Nýir skorarar Þrír leikmenn skoruðu sitt fyrsta 1. deildúr mark í leikjum 13. um- ferðar. Ásmundur Arnarsson fyrir Völsung gegn Val, Björn Bjartmarz fyrir Víking gegn Leiftri og Alexander Högnason fyrir ÍA gegn Þór. Valur vann í vígsluleik Guðmundur Davíðsson, DV, Siglufirði: Valur vann Siglfirðinga 9-4 í vígsluleik á hinum nýja grasvelli á Siglufirði í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 5-3 og eins og tölurn- ar bera með sér var leikurinn mjög skemmtilegur og fjörugur á að horfa. Hvað segja golfaramir um mótið? Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Völlurinn er mjög góður og mér líst á þetta mót. Það er ætlunin að standa sig vel og það á ekki að spilla að ég þekki völlinn mjög vel - það má segja að ég leiki á heimavelli," sagði Sigurður Sig- urðsson, íslandsmeistari í golfi, um væntanlegt Norðurlandamót sem fram fer á Hólmsvelli við Leiru um helgina. Úlfar Jónsson, fyrrum íslandsmeistari, var ekki alveg eins ánægður með aðstæð- umar en sagðist annars nokkuð bjart- sýnn á gott gengi. gotfi í „Ég verð að segja eins og er að ég er ekki nógu ánægður meö völlinn. Við verðum að halda okkur vel á brautinni því að við megum alls ekki missa kúluna út í kargið. Það gætu orðið dálitlir erfið- leikar út af því og ég held að hinir út- lendu spilarar komi til með að hagnast á þessu,“ sagöi Úlfar. „Ég tel að við eigum möguleika á að ná þriðja sætinu. Danir og Svíar koma sennilega til með aö berjast um sigurinn enda hafa þeir sterkum golfurum á að skipa. Mitt eigiö markmið er að rífa mig upp úr lægðinni sem ég hef verið í að nánd undanfórnu og ég ætla að leggja allt í sölurnar til að standa mig vel í þessari keppni.“ „Mér finnst völlurinn ágætur. Viö er- um búin að spila mikið á þessum velli að undanfórnu. Lokaundirbúningurinn stendur nú yfir hjá okkur og ég er nokk- uð bjartsýn á þetta og vona bara að mér gangi allt í haginn,“ sagði Steinunn Sæ- mundsdóttir, Islandsmeistari kvenna, í samtali við DV í gærkvöldi. Það er því augljóst að hugur er í okkar mönnum rétt fyrir sjálft mótið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.