Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. Sandkom Ekki ánægður með samrunann Einn stærsti hvellurinní viðskiptalífinu þaðsemafer þessuárivar yfirtakaDai- hatsu-umboðs- insáVeltihf. semselthefur Volvobílaíára- tugi. Samem- ingin fór friösaralega fram og gekk hrattfyrirsig. Þaö virtust hins vegar ekki aliir vera jafnánægðir með samrunann ef marka má lítið atvik sem átti sér stað á fyrsta opnunardegi sameinaðs verkstæöis Datihatsu og Volvo við Bíldshöfða. Þá segir sagan að stór Volvotrukkur, sem staðsettur var tyrir firaman verkstœðið, hafi runnið af stað af sjálfsdáðum og klessukeyrt tvo Daihatsubíla sem þar stóðu. Nú er vonandi að þessi atburður sé ekki táknrænn fyrir framhald sameining- arinnar. Áferðum kjördæmið Alþýðublaðiö birtirísíðustu vikuhlaðaopnu semtileinkuð erSuðurlandi ogþarerað iinnamyndir ásamt greinar- kornisember fyrirsögnina: „Áferðum kjördæmið'1. í greininni er sagt frá ferð Kjartans Jóhannssonar, Karls Steinars Guðnasonar, Magnúsar H. Magnússonar og Guðmundar Einars- sonar um Suðurlandskj ördæmi þar sem þeir heimsóttu fólk og fyrirtæki á Suðurlandi. Ýmsum þótti þessi grein vera nokk- uð brosleg íljósiþessað Alþýöuflokk- urinn á ekki þingmann á Suðurlandi. Kratar eru þó ekkert að fela þessa staðreynd í greininni en þar er haft eftir Guðraundi Einarssyni, íram- kvæmdastjóra flokksins, að alþýðu- flokksmönnum „beri rík skylda til að huga sérstaklega að því að halda góðu sambandi við fólk á Suðurlandi á meðan flokkurinn á þar ekki þing- mann". Núerspumingin hvort skyldan minnki ef alþýðuflokksmenn skyldu einhvern tímann ná inn þing- manni á Suðurlandi og þá lika hvort samband flokksins við kjósendur mundi batna eftir því sem þingmönn- um fækkaði. Bráðþroska nemendur Áframmeð Alþýðublaðið.í blaðinuígær varfréttáfor- síðuumhús- næðisekluhjá nemendumí Foldaskólaí Grafarvogi. Ekkerterbros- legtviðþaðað skólinn rúmi ekki hverfisbömin, en lúns vegar brá fólki í brún þegar það las viðtal viö yfirkennara skólans. Þar segjr yfirkennarinn að tölur um skráða nemendur í Foldaskóla gefi engan veginn tæmandi upplýsingar um þann fjölda sem í h verfinu býr. Skýringin er sú, segir yfirkennarinn, „aö margir nemendur hefbu böm sín áfram i öðrum skólum". Þetta veröur ekki betur skilið en nemendur í grunnskólanum í Grafarvogi séu sjálfir komnir með böm á grunn- skólaaldri. D-“-A isfirðinga Vestfirska fréttablaðið sagðiumdag- innfráathæfi tveggjaísfirð- ingacinnblíö- viðrisdaginnf sumar.Menn- irairmunu hafakastaðiif sunds ýmsu vanir þegar neysluvatn er annars vegar þá er hins vegar ekki vitað til þess að þeir hafi áður þurft að súpa sey ðiö af samborgurum sínum Umsjón: Jónas Fr. Jónsson Fréttir Innganga Stöðvar 2 1 EBU á dagskrá í október: RÚV tryggði einokunarað- stöðu sína með bolabrögðum - og situr eitt að ólympMeikunum segir Hans Kristján hjá Stöð 2 „Ríkisútvarpinu tókst að tefja mál- ið með tæknibrellum. Skýrsla sú sem hafði verið gerð af menntamálaráðu- neytinu um innlenda dagskrárgerð okkar og var send sambandi sjón- varpsstöðva í Evrópu var talin ófull- nægjandi og við beðnir um meiri upplýsingar. Markúsi Erni útvarps- stjóra hefur tekist að gera skýrsluna vafasama í augum EBU og því hefur málið frestast og verður fyrst tekiö fyrir í byrjun október. Við höföum vonast til að RÚV legöi ekki stein í götu okkar. Það var kappsmál fyrir okkur að komast í sambandið fyrir ólympíuleikana þar sem EBU hefur einkarétt á dreifingu efnis frá ólymp- íuleikunum í ár. RÚV tryggði þarna einokunaraðstöðu sína með bola- brögðum," sagði Hans Kristján Árnason hjá Stöð 2 við DV. Hans Kristján sagði að RÚV gæti engan veginn sent út allt efnið frá ólympíuleikunum og því vildi Stöð 2 fá aðgang að hluta efnisins. RÚV gæti til dæmis fengið aðgang að skák- móti sem Stöð 2 sendi frá í haust í staðinn. Væri vilji til aö semja um þaö á Stöð 2. „í löndum þar sem bæði er ríkis- sjónvarp og einkarekið sjónvarp semja aðilarnir um að skipta ólymp- íuleikunum á milli sín. Slíkt fyrir- komulag vorum við búnir að nefna. Við viljum aðgang aö íþróttaefni og fréttastofu EBÚ. Með aðild okkar myndu útgjöld RÚV vegna aðildar- innar að EBU minnka um helming. Gjaldið sem RÚV greiðir í dag er 25 milljónir á ári. Með okkar aðild að EBU sparar RÚV milljón á mánuði. Þeir hafa þörf fyrir að spara en hlusta ekki á slík rök. Þeir hugsa meira um einokun sína og beita brögðum." Stöð 2 hefur sent EBU dagskrá sína og mun gera nánari grein fyrir dag- skrárgerð stöðvarinnar munnlega á fundi með fulltrúum EBU hér á landi eða í Genf. „Við ætlum okkur ekki aö láta draga okkur endalaust á asnaeyrun- um. Það gengur ekki til lengdar fyrir RÚV að notfæra sér einokunarað- stöðu sína á þennan hátt. Þetta kom okkur alls ekki á óvart. RÚV hefur verið í EBU í yfir 20 ár og ef Markús Örn dregur skýrslu um dagskrárgerð okkar í efa þá virðist vera tekið skil- yrðislaust mark á orðum hans á þeim bæ. Aö ráðuneytið skuli hafa gert skýrsluna virðist ekki breyta neinu þar um.“ -hlh Hrönn hæsti skattgreið- andi á Vestfjörðum Siguijón J. Sigurösson, DV, ísafiröi: Heildargjöld vestfirskra einstakl- inga, vegna tekna og eigna árið 1987, eru tæplega 99 milljónir króna. Árið á undan nam sú tala 722 milljónum króna (álagning launaskatts ekki innifalin). Ástæöa fyrir þessum mikla mun liggur að sjálfsögðu í þeirri staöreynd að fyrir venjulega launþega var árið 1987 skattlaust. Barnabótaauka fengu 1166 ein- staklingar, alls rúmar 26 milljónir. Vaxtaafslátt fengu 799 einstaklingar, alls tæpar 16 milljónir. Húsnæðis- bætur hljóðuðu í allt upp á 15,7 millj- ónir króna og þær skiptust á 340 ein- staklinga. Álagning á einstaklinga 16 ára og eldri hvílir á 7.166 einstakling- um, en vegna niðurfellingar tekju- skatts kemur einungis lítill hluti gjalda til innheimtu. Heildargjöld lögaðila (félaga) eru aðstöðugjald, sem er rúmar 75 millj- ónir, tekjuskattur sem nemur rúm- um 28 miiljónum og lífeyristrygging- argjald sem er tæpar 70 milljónir. Nærri helmings lækkun er á tekju- skatti lögaðila frá fyrra ári, en að- stöðugjald hækkar hins vegar um 21,23% og lífeyristryggingargjald um 35,49%. Það verður aö teljast nokkuð merkilegt að heildartekjuskattur lög- aðila vegna ársins 1984 var 26,5 millj- ónir króna. Eins og fyrr sagði var hann rúmar 28 milljónir króna síð- asta ár. Röð þeirra fyrirtækja sem bera hæsta álagningu er svipuð og undanfarin ár og röð þriggja efstu er sú sama og tvö undanfarin ár. Heildargjöld á Vestfjörðum fyrir árið 1987 eru 319.780.000 krónur. Hæstu álagningu bera: 1. Hrönn hf„ ísafirði...................................... kr. 9.931.815,- 2. Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf„ ísafirði..................kr. 8.581.720,- 3. Miðfellhf., Hnífsdal..................................... kr. 7.946.865,- 4. íshúsfélag Bolungarvíkurhf., Bolungarvík..................kr. 6.299.377,- 5. Hraðfrystihúsiö hf„ Hnífsdal..............................kr. 6.202.853,- 6. Einar Guðfinnsson hf„ Bolungarvík.........................kr. 5.580.376,- 7. Kaupfélag Dýrfirðinga hf„ Þingeyri........................kr. 4.928.709,- 8. íshúsfélag ísfiröinga hf„ Jsafirði........................kr. 4.866.242,- 9. Álftfirðingur hf„ Súðavík.................................kr. 4.756.238,- 10. Frosti hf„ Súðavík........................................kr. 4.329.696,- Álagningarskrár sveitarfélaga í tekna og eigna á árinu 1987 liggja Vestfjarðakjördæmi áriö 1988 vegna frammi frá 29. júlí til 12. ágúst 1988. Hún er ekki amaleg, lúðan sem Eggert Hallgrímsson veiddi um daginn og sést hér vera að skera. Eggert, sem veiðir á bátnum Gunni RE 51, sagðist stunda lúðuveiðina út frá Búðahrauni á Snæfellsnesi. Mun víst vera gott til fanga þar. Lúðan fær síðan flugfar vestur um haf og endar á diskum bandarískra neytenda. DV-mynd JAK Hrönn hf„ útgerðarfélag aflaskipsins Guðbjargar ÍS, ber hæst gjöld fyrir- tækja á Vestfjörðum, tæpar 10 milljónir króna. DV-mynd BB, ísafirði Oddfellowreglan fær lóð á Sigtúnsreit - engin ákvörðun tekin um sölu á Vonarstræti „Þessi samþykkt borgarráðs er til mikilla bóta fyrir Oddfellow- regluna og við sjáum nú fram á lausn okkar húsnæðisvanda," sagði Jón Sigtryggsson, formaður Oddfellowreglunnar, en borgarráð hefur samþykkt aö gefa reglunni fyrirheit um úthlutun byggingar- réttar á Sigtúnsreit milli Blómavals og Ásmundarsafns. Sagðist Jón vonast til að þama væri komin lausn á langvinnum vanda reglunnar varðandi framtíð- arbyggingarsvæði. Reglan heföi lengi gert kröfu um lóð í Laugar- nesi en sú hugmynd hefði dottið upp fyrir þegar ákveðið var að gera þar útivistarsvæði. „Það er búiö að vera í deiglunni í um það bil 20 ár að skipta um húsnæði en það varð ekki ijóst fyrr en fyrir um einu til tveimur árum að viö gætum jafnvel fengiö þessa lóð.“ Jón sagði að engar teikningar væru til af nýju húsi enda væri þetta svo ný til komiö. Þá sagöi Jón að engin ákvörðun hefði verið tekin um sölu á núver- andi Oddfeliowhúsi að Vonarstræti 10. Jón sagði að fuiltrúar Alþingis hefðu skoöað húsið fyrir 8 til 10 árum síðan en þá talið að kosnaðar- samt væri að breyta því að þörfum þingsins. Ekki vissi Jón til þess að áhugi þeirra hefði vaknað aftur. Þá kom fram í máli Jóns að sala á húsinu yrði að miklu leyti að fjár- magna byggingu nýs félagsheimilis enda ætti reglan ekki mikiö lausafé. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.