Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1988, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1988. Lífsstfll Nágranninn veit meira en þú heldur „í þessu húsi er einhver óhamingja - þarna aetia ég aö búa.“ Þessi orð sagöi eitt sinn gömul kona um leið og hún virti hús nokkurt fyrir sér. Nokkrum mánuðum seinna flutti sú gamla inn. En hvemig skyldi hún hafa séð þetta út? * Við gefum stöðugt til kynna hvern- ig manneskjur við erum. Það gerist ekki aðeins við að tala saman og kynnast. Jafnvel nágrannar og þeir sem fara framhjá húsinu okkar vita miklu meira um okkur en við gerum okkur grein fyrir. En hvemig má það vera - kjafta- gangur? Nei, ekki aldeilis. Oft þarf ekki annað en að líta á nafnspjald á hurð, aðkomu við dyrnar og síðast en ekki síst á gluggana. En er þá ekki bara að fjarlæga nafnspjaldið og draga gardínurnar fyrir? Það er varla nóg því þá er bara eitthvað annað gefið til kynna. Þannig er jafngott að túlka innræti þeirra sem þar búa. Margar leiðir til að kynnast fólki Gluggarnir eru ekki það eina sem gefur persónueinkenni eða þjóðfé- lagsstöðu til kynna. Bíllinn og að sjálfsögðu húsið leika þarna stórt hlutverk. Aðrir minni þættir, s.s. klæðnaður og hárgreiðsla, gefa einn- ig margt til kynna. Hér er um margt að ræða sem gefur upplýsingar um okkur. En það er ekki svo að skilja að með þessu sé verið aö njósna að ásettu ráði. Við gefum misjafnlega mikið til kynna um okkur aðeins meö hlutum, burtséð frá framkomu. Þetta emm við meira eöa minna meðvituð um. . , 'y Yngra lólk vill oftast hafa fáar plöntur en stórar i sinum gluggum - og litlö af skrauti. Fyrir innan neðri gluggann er pálmi sem tekur nokkra rúmmetra. Og leggjum misjafnlega mikið upp úr. Ef aöeins gluggar sjást ímyndum okkur að litið sé á hús, á fjölbýlishús, hæð eða híbýli þar sem ekki er vitaö hvaða bíll tilheyrir eöa nokkuð annaö. í þessum tilfell- um er oftast hægt að sjá út hvort um ungt eða eldra fólk er að ræða. Gard- ínumar og blómin, ef einhver em, gefa það til.kynna. Nú er ekki svo að skilja að verið sé að halda því fram að hægt sé að lesa út nágrannann aðeins með því að líta á gluggann. Margar ástæöur geta legið því að baki hvernig gluggar líta út frá götunni. Standa húsin þétt eða kemur ekki mikil birta inn, erum við á jaröhæö eöa ofarlega o.s.frv. Á sumrin hugsar fólk sjálfsagt minnst um ytra útlit glugganna. Þá hugsum við meira um þaö sem úti er. Birtan er næg og hún endurkast- ast meira að segja á gluggunum. Ógerningur er að sjá inn um hábjart- an dag jafnvel þótt dregið sé frá. Það Heimilið er ekki fyrr en fólk fer að sofa aö dregið er fyrir. Þá helst til þess aö hindra birtuna í morgunsárið frá því að vekja fólk of snemma. Að hafa nægilega þykk gluggatjöld fyrir svefnherbergisglugga er í hug- Hvort skyldi nú yngra eða eldra fólk búa fyrir jnnan þessa glugga? Er þaö nokkur spurning?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.